Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 11. júlí 1962 MORGVWBL AÐlh 17 Æ SIVUV ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA 1 l inh J ’jmmmmL BITSTJÓRAR: BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÖLAFUR EGILSSON ☆ ☆ Stúdentar vara viö STÚDENTARÁÐI Háskóla Is- lands (SHl) bárust seint í marz sl. tilmæli frá svokall- aöri „A Iþjóöasdmvinnune fnd íslenzkrar œsku“ (ASNIÆ), þar sem þess er fariö á leit, aö SHÍ sendi fulltrúa á undir- búningsfund vegna þátttöku í hinu svonefnda „áttunda heims móti œskunnar“, sem halda á í Helsinki um mánaðamótin júlí- ágúst. SHÍ bað ASNIÆ um nán- ari upplýsingar um starfssviö þessarar „alþjóðasamvinnu- nefndar“ o. fl., og fékk eftir nokkurn tíma annaö bréf frá nefndinni, þar sem sumar hinna umbeönu upplýsinga voru látnar í té. Stúdentaráð Háskóla ís- lands telur eftir vandlega athugun, að ekki komi til mála að SHÍ sendi fulltrúa á mót þetta, né að það veiti mótinu nokkurn stuðning, hvorki beinan né óbeinan. SHÍ telur einnig ástæðu til að. benda á, að öll þátt- taka íslenzkra félaga og ein- staklinga í móti þessu væri mjög óæskileg, ekki sízt vegna eindreginnar afstöðu finnskrar æsku gegn móti þessu í heimalandi sínu. — ★ — ' 1 sambandi við ofangreinda afstöðu sína, vill SHí sérstak- lega geta eftirfarandi: I. í bréfi, sem heildarsamtök finnskra stúdenta (SYL) sendu öllum landssamtökum stúdenta hinn 15. maí. 1962, segir m.a. bvo: „Það er skoðun SYL, að árang nr alþjóðlegrar samvinnu stúd- enta sé að miklu leyti undir því kominn, að ákveðnar meg- inreglur séu í heiðri haldnar; þessar meginreglur eru: full- veldi og sjálfsákvörðunarréttur einstakra landssamtaka stúd- enta í heimlandi sínu, jafnrétti ellra stúdentalandssamtaka, og eð þær ákvarðanir séu fullkomn lega virtar, sem teknar eru á lýðræðislegan hátt af stúdenta- samtökum, er hlotið hafa alþjóð lega viðurkenningu sem fulltrú *tr lands síns. Þetta þýðir, að sérhver lands- Samtök stúdenta verða að hafa frjálsræði til þess að ákveða Sjálf, hvers konar gestamót þau vilja innan síns eigin lands. Óski utanaðkomandi samtök eft ir því að halda mót fyrir stúd- enta innan ákveðins lands, þá er það skoðun vor, að landssam- tök stúdenta á viðkomandi stað verði að vera spurð álits og ráða. Óski landssamtök stúdenta á staðnum ekki eftir því að etanda að stúdentamóti í landi *ínu, eftir að fyrrgreind ráðaleit «n hefur farið fram, þá er það réttindaskerðing og brot á full- veldisrétti viðkomandi stúdenta landssámtaka, ef mótið er hald- ið engu að síður. Hið „áttunda heimsmót æsk- unnar" er einmitt slíkt hrot á sjálfsákvörðunarrétti vorum og fullveldi. SYL lýsti því yfir í bréfi til I.U.S. og W.F.D.Y. (hinna tveggja höfuðaðstandenda ..heimsmótsins“) í okt. 1960, að SYL myndi ekki geta fellt sig við neina ákvörðun frá IPC (undirbúningsnefnd festivalsins) um að halda mótið í Helsinki. (SNE, finnska æskulýðssam- bandið, sem er fulltrúi allra æskulýðsfélaga í Finnlandi, lýsti stuðningi við afstöðu SYL með 95% meirihluta, og í febr. 1961 sendu SNE og SYL bréf til undirbúningsnefndarinnar, þar sem andstöðu var lýst við það áform að halda festivalið í Helsinki). SYL tók það fram, er ákvörðun þess um andstöðu var skýrð, að yrði mótið haldið „ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN" íékk seint í gær sent afrit af bréfi, sem Stúdentaráð Háskóla íslands hef- ur ritað svokallaðri ,.Alþjóðasam- vinnunefnd ísl. æsku“, en „nefnd“ sú hefur haft milligöngu um þátt- töku íslendinga í „festivölum** kommúnista. Er í bréfinu gerð grein fyrir afstöðu SHÍ til næsta „festivals‘% sem fram á að fara í Helsingfors innan skamms. og hul- unni svipt frá þeim margvíslegu blekkingum, sem haldið hefur ver ið uppi í sambandi við þessar víð- kunnu áróðurshátíðir Kommúnista. — Birtist bréfið hér á «íðunni, en tekið skal fram, að nær aliar letur- br \tingar eru blaðsins. í Finnlandi sýnir vel, hver af staða þeirra raunverulega er til vilja æskunnar. Samt halda leigðir áróðurspennar þeirra um út sameiginlega yfirlýsingu, þar sem segir m.a.: „Viff lýsum yfir fullum stuffningi okkar við mót og samkomur, sem stuðla að vináttu þjóða í milli, en get- um ekki fallizt á, að áttunda festivalið stefni að því marki og getum því ekki átt neinn þátt í því né undirbúningi þess í Helsinki“. — Undir- búningsnefnd heimsmótsins lét sig þetta engu skipta. Svipaða sögu er að segja af samskiptum festivalsnefndar- innar við finnsku rlkisstjórn- ina. í október 1960 gekk nefnd heimsmótsmanna á fund Sukse- lainens, þáverandi forsætisráð- herra til þess að biðja um stuðn ing hans við heimsmótið. — Finnska ríkisstjórnin er á milli steins og sleggju og getur ekki vegna landfræðilegrar legu Finn lands gengið beint gegn vilja So vétríkjanna í stjórnmálalegri af stöðu. Þess vegna er Helsinki valin af svipaðri ástæðu og Vín- arborg á sínum tíma. í svari sinu lagði Sukselainen áherzlu á það, að réttir fulltrúar æsku- lýðs í Finnlandi ættu að taka allar ákvarðanir í þessum efn- um. Hann bætti því við, að stefna finnsku ríkisstjórnarinn- ar væri sú að hafa ekki afskipti þátttöku íslenzkrar æsku í festivalim i í Helsinki í Helsinki, myndi það brjóta I gegn grundvallarstefnu SYL að því er snertir starfsemi, sem verður að teljast yfirgnæfandi pólitísk í eðli sínu. I»aff var og er enn skoðun SYL, að festival- ið sé pólitískt í eðli sinu að yf- irgnæfandi leyti“. Mót þetta stuðlar hvorki að friði né vináttu, bæði vegna eðl- is síns og hvernig til þess er stofnað, enda segir í ályktun SYL frá 10. des. 1961: „Þrátt fyrir skýrt markaða og ótvíræða afstöðu finnskra stúdenta- og æskulýðssamtaka hefur verið ákveðið að halda 8. festival æskulýðs- og stúdenta í Helsinki. Festivalið er að þróast í það að verða atburður, sem veldur deilum á alþjóðavettvangi. Til þess að forðast það, tóku finnsk æskulýðssamtök afstöðu gegn því, að festivalið yrði sett á svið í Helsinki“. • Allt frá því að kommúnistar gáfu fyrst í skyn í september 1960, að þeir hygðust halda „heimsmót æskulýðs og stúd- enta“ í Helsinki 1962, hefur yf- irgnæfandi meirihluti finnskra æskulýðssamtaka og stúdenta- félaga beitt sér gegn hugmynd- inni, eins og þegar hefur verið rakið að nokkru. Andstaða þeirra var hvað eftir annað lát- in í ljós í opinberum ályktunum sem sendar voru undirbúnings- nefnd heimsmótsins (IPC). — Kommúnistar létu þessar álykt anir sem um vind um eyru þjóta, og létu eins og þeir vissu ekki af þeim. Finnska ríkisstjórnin hefur af skiljanlegum ástæðum orðið að forðast beina fordæmingu á festivalinu, en lýsti því samt tvívegis yfir, að virða bæri ósk ir finnskra æskulýðssamtaka. Ákvörðun kommúnista um að taka ekkert tillit til mót- mæla og andúðar æskumanna Mær allt æskufólk í Finn- landi er mótfallið áróðurs- hátið kommunista, sem þröngvað hefur verið upp á þjóðina Blekkingarvefur „hlutleysis", „vináttu" og „friðar' rækilega afhjúpaður heim allan því fram, að finnsk æska fagni því, að mótið skuli haldið í landi hennar, að festival ið sé undirbúið af hlutlausum aðiljum o s.frv. Forseti finnsku stúdentasam- takanna (SÝL) benti á muninn á áróðri kommúnista og raun- veruleikanum í maí 1961, er hann sagði: „Ef festivalið er raunveru- lega stutt af stúdentum um heim allan, eins og marglýst var yfir eftir sjöunda heims- mótið í Vínarborg, hvers vegna völdu forráðamenn festivalsins sér þá ekki ann- an mótsstað, þar sem fulltrú ar stúdenta og æskulýðssam taka styðja heimsmótið?“ Þegar ljóst var orðið, að kommúnistar vildu ekki falla frá hugmynd sinni um að halda festival í Helsinki, gáfu finnsku stúdentasamtökin og finnska æskulýðssambandið, sem er alþjóðlega viðurkennd heildar- samtök finnskrar æsku og telja innan sinna vébanda meira en 90% finnskra æskulýðsfélaga, af mótum, sem hana snerta ekki svo að ekki kæmi til greina, að stjórn landsins færi að veita leyfi til slíkra móta, né heldur banna þau. Af mikilli óskammfeilni túlk aði undirbúningsnefndin svar forsætisráðherrans hvarvetna svo, að ríkisstjórnin væri festi- valinu hlynnt, og sem dæmi um lævíslegan og villandi áróður so vézku „frétta“-stofunnar TASS má nefna frásagnir á borð við þá, að undirbúningsnefndin hefði „þakkað finnskum yfir- völdum fyrir að gera það kleift að undirbúa og halda festival- ið i Helsinki", rétt eins og rík- isstjórnin hefði hlaupið veru- lega undir baggann. Forsætisráðherrann neyddist til þess að gefa út yfirlýsingu um þetta í febrúar 1961: „Þar sem öll æskulýðssamtök að einu undanteknu (kommúnistasam- tökum) hafa lýst því yfir, að þau muni ekki taka þátt í mót- inu, mun hér eingöngu verða um aff ræða samkomu eins skoð anahóps, og að því er virðist yrði að kosta hana að langmestu leyti af erlendu fé ... .Vonandl er, að skipuleggjendurnir at- hugi gaumgæfilega, hvort það sé rétt að undirbúa slíkt mót á grundvelli svo örlítils stuðn- ings heima fyrir á mótsstaðn- um.“ A £ því, sem að framan segir, er ljóst, að þátttaka ís lenzkra félaga eða einstakl- inga í heimsmóti þessu væri afar óæskileg. Hún væri móðgun við finnsk æsku- lýðssamtök, móðgun við finnsk stúdentasamtök, móðg un við finnsk stjórnarvöld og móðgun við anda nor- rænnar samvinnu, sem bygg ist fyrst og fremst á gagn- kvæmri virðingu fyrir ósk- um og vilja bræðraþjóðanna. n. Þá vill SHÍ minna á sam- þykkt, sem gerð var á síðustu formannaráðstefnu stúdenta- ráðanna á Norðurlöndum, en hún var haldin hér í Reykja- vík 1.-5. okt. sl. Þar var tekin eindregin afstaða gegn þátttöku í festivalinu. Fulltrúi finnskra stúdenta gaf mjög ýtarlega og ákveðna skýrslu um andstöðu stúdenta í Finnlandi, og sérstök greinargerð var gefin út um sameiginlega afstöðu íslenzkra norskra, danskra og sænskra stúdenta. Hefur þótt og þykir sjálfsagt að stúdentar á Norðurlöndum hafi samstöðu í þessum málum enda sömu grundvallarsjónar- mið, sem hljóta að ráða afstöðu þeirra. III. Höfuðaðstandendur þessa móts (eins og fyrri slíkra móta) eru tvö alþjóðasamtök undir stjórn kommúnista, IUS (stúdentasam- tök) og WFDY (æskulýðssam- tök). SHÍ var aðili að fyrr- nefndu samtökunum um skeið, en sagði sig úr þeim vegna ó- brigðullar þjónkunar þeirra við utanríkisstefnu Sovétrikjanna. Afstaða SHf til IUS og „heims- mótanna" hefur oft verið rak- in áður, og þar sem eðli hvorki IUS né mótanna hefur breytzt neitt, sér SHf ekki ástæðu til að breyta afstöðu sinni til þeirra. Eins og margsinnis hefur verið sýnt og sannaff, eru þessi mót haldin í áróffursskyni fyrir ákveðna stjórnmálastefnu. — 1 sjálfu sér er ekkert við því að segja, ef ekki væri reynt að draga huliðshjálm „hlutleysis" yfir þessa starfsemi, til þess að laða þátttakendur að. Rök- semdirnar um að mótin séu ó- pólitísk, af því að öllum sé „heimil þátttaka án tillits tU stjórnmálaskoðana", eru hald- lausar. Kosningafundur verður t.d. ekki ópólitískur, þótt öll- um sé heimil þátttaka, hvað þá þegar einn og sami aðili hefur allan undirbúning og fram- kvæmd í hendi sér, ýmist ljóst eða leynt, og greiðir kostnað- inn. Mótshald af þessu tagi hlýt- ur að rifja upp fyrir mönnum, að meðan nazistar voru við völd í Þýzkalandi, efndu þeir oft til sams konar móta, þar sem öllum var „heimil þátt- taka án tillits til stjórnmála- skoðana". Kom þá fáum í hug að halda því fram utan Þýzka- lands, nema nazistadeildum, að mótin væru ópólitísk. Finnsk stjórnarvöld og æskulýðssamtök hafa tekið skýrt fram, að mótið sé póli- tískt þegar í undirbúningi Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.