Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 12
12 MORCVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. júlí 1962 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) __ Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Áðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftar'gjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SKIPULAG SJÁLF- STÆÐISFL OKKSINS Frá björgun kaupfaranna fornu á Hróarskeldufiröi Steinþró steypt utan um skipsflokin og sjónum dælt upp SVO SBM fyrr hefur verið sagt i keldu-firðL Síðustu mánuðina frá í fréttum blaða og útvarps hefur verið komið fyrir stein- hefur undanfarið verið unnið að steyptri þró umihverfis staðinn, undirbúningi á björgun sex gam alla skipa, sem fundust á Hróars Cjálfstæðismenn um land ^ allt vinna nú kappsam- lega að því að treysta skipu- lag flokks síns. Stofnuð hafa verið kjördæmisráð í mörg- um hinna nýju kjördæma og unnið er að undirbúningi þeirra í öðrum. Fyrir haust- ið er gert ráð fyrir, að hið nýja skipulag flokksins verði komið til framkvæmda í öll- um kjördæmum landsins. Mikill áhugi ríkir meðal Sjálfstæðisfólks í öllum landshlutum á uppbyggingu hins nýja flokksskipulags. Með stækkun kjördæmanna skapast brýn nauðsyn á auknum og nánari tengsl- um milli flokksmanna og samtaka þeirra í hinum ýmsu byggðarlögum og hér- uðum. Þessi nána samvinna verður auðveldari við það, að samgöngum er nú víðast hvar þannig háttað, að fólk úr heilum landshluttnn get- ur náð saman til fimdar- halda á tiltölulega skömm- um tíma. ' ★ Hið nýja skipulag Sjálf- stæðisflokksins er byggt upp á traustum lýðræðis- grundvelli. Það er fólkið sjálft sem ræður málefnum flokks síns innan samtaka sinna ‘í hinum ýmsu lands- hlutum. Það tekur ákvörð- un um hin þýðingarmestu flokksmálefni svo sem fram- boð við kosningar og mark- ar afstöðuna til héraðsmála sinna. — Félög Sjálfstæðis- manna, fulltrúaráðin í hin- um einstöku héruðum og kjördæmaráðin í hinum nýju kjördæmum, eru hym- ingarsteinar flokksskipulags- ins úti um land. Lands- fundur Sjálfstæðismanna hefur hinsvegar æðsta vald í málefnum flokksins. Hann markar heildarstefnu flokks- ins í landsmálum og setur reglur um skipulag hans. — Framkvæmdastjóm flofeks- ins er í höndum mið- stjómar, sem kosin er af landsfundi og flokksráði. Sjálfkjömir í miðstjórn eru einnig formenn landssam- taka innan flokksins. Mið- stjórnin ræður síðan fram- kvæmdastjóra flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er í dag þróttmeiri og öflugri en nokkru sinni fyrr. Hann er hið sameinandi afl í íslenzku þjóðlífi. Þess vegna er mjög þýðingarmikið að skipulag hans um land allt sé sem traustast og fullkomnast. Hann er flokkur allrar þjóð- arinnar, allra stétta hennar og starfshópa. — Takmark hans er réttlátt og rúmgott þjóðfélag á íslandi. Að því marki miðar öll hans bar- átta. KALIN TÚN g er bóndi, allt mitt á undir sól og regni“, sagði Klettafjallaskáldið. — Réttmæti þessara orða sann- ast ekki sízt þegar farið er ixm íslenzkar sveitir í dag. Um allt land getur að líta kalin tún. Kalblettirnir eru víða svo stórir og margir, að sumstaðar er gert ráð fyrir að heyskapur kunni að verða þriðjungi minni en í meðal- ári. Stöku bóndi er þegar byrjaður að plægja upp þessi sár, sem hið kalda vor hefur veitt túni hans. Ræktuninni hefur fleygt fram á undanfömum árum. Engjaheyskapurinn má heita úr sögunni og flestir bænd- ur taka allan heyfeng sinn af ræktuðu landi. Engu að síður getur óhagstæð veðr- átta haft í för með sér gras- brest og margvísleg vand- ræði í sveitum landsins. — Vegna hins kalda vors mun sláttur hefjast allmiklu síð- ar en venjulega, en góð sprettutíð næstu daga gæti þó bætt verulega úr, þótt sprettuhorfur séu enn sem komið er lélegar. Ræktunin verður að halda áfram. Aðeins örlítill hluti hins ræktanlega hluta ís- lands hefur enn verið rækt- aður. — Landbúnaðarfram- leiðslan þarf að verða meiri og fjölbreyttari. Það er sameiginlegt hagsmuna- mál bænda og neytenda. • FLUGVÖLLUR í FÆREYJUM |7æreyingar hafa mikinn á- 4 huga á að eignast not- hæfan flugvöll á eyjunum og fá þar með tækifæri til þess að njóta reglubundinna flugsamgangna við nágranna lönd sýi. Sætir það vissu- lega engri furðu. Að því væri ómetanleg samgöngu- bót fyrir hinar afskekktu eyjar, að flugvélar gætu haft þar viðkomu, t.d. á leið- inni milli íslands og Norður- landa. ★ Flugfélag íslands hefur sýnt mikinn áhuga á að leysa þetta vandamál Fær- eyinga í samvinnu við þá. Augljóst virðist að mögulegt sé að fullgera hinn gamla herflugvöll, sem Bretar gerðu á stríðsárunum. Væri æskilegt að þeirri fram- kvæmd yrði hraðað svo sem frekast má verða. Flugsamgöngur við Fær- eyjar myndu enn færa hin- ar norrænu þjóðir saman. Þess vegna er óhætt að full- yrða, að bæði hér á íslandi og á öðrum Norðurlöndum ríki mikill áhugi á því að fá fullkominn flugvöll í Fær- eyjum. Lega skipanna þar sem skipin liggja. Af stóru myndinni, sem hér fylgir sézt hvernig steinþrónni er komið fyrir, en út frá henni löngum bryggjum fyrir forvitna áhorf- endur, sem eiga bess kost í sum ar að sigla þangað út og horfa á björgunarstarfið. Á föstudaginn var vatninu dælt upp' úr steiniþrónni við mikla eftirvæntingu þeirra, sem að verkinu vinna. Skipin hafa legið þarna í þúsund ár og þvi verður að fara mjög varlega með alla hluti, sem þarna finnast. Þegar hefur verið varið meira en þrem milljónum króna (ísl.) til smíði þróa veggjanna og stað setningu þeirra auk vinnukraft- ar í marga mánuði. Það kom í Ijós á föstudaginn, að þessu fé hafði ekki verið varið til einsk- is. Byrjað var að dæla um sólar- upprás á föstudag og þegar sól- in var í ihádegisstað skáru nokkr ir plankann* vatnsflötinn. Það mun hafa .verið um árið 900, sem víkingarnir í Hróars- keldu söktu sex kaupförum sín- um, fylltum grjóti, til þess að Frh. á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.