Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.1962, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 24. júlí 1962 Akurnesingar unnu KR 2:1 Þormóöur Sveinsson tók l>essa myrd er Hörður Felixson skoraði. Dómarinn taldi hann rangstæö- an en Hörffur fékk knöttinn frá mótherja og varnarmaffur er auk >ess innar en Hörffur. — og dómarinn rébi miklu um úrslitin SJALDAN eða aldrei hefur baráttan um íslandsmeistara titil í knattspyrnu verið harðari en nú. Fimm félög koma enn til greina sem meistarar, þó einkum séu það tvö, Fram og Akranes, sem hezta möguleika hafa. Fram, annað tveggja lið- anna sem ekki lék um helg- ina, heldur enn forystunni, en sigur Akurnesinga yfir KR færði Skagamenn upp í töflunni, svo að þeir eru að- eins einu stigi á eftir Fram en hafa leikið einum leik minna. — i, 2—1 urffu úrslit í leik Akur nesing'a og KR-inga á Akranesi. Eftir öllum gangi hans hefði jafnteflið kannske veriff beztu úrslitin, en mik- iU varff fögnuffur bæði leik- manna og áhugasamra á Akra nesi yfir sigrinum. Leikurinn skiptist nokkuð milli liðanna, Skagamenn sóttu mun meir í fyrri hálfleik og verð- skulduðu vel forskotið 1—0. í síðari hálfleiknum sóttu KR-ing- ar nær látlaust og mjög fast er é leið. Þeim tókst ekki að skora nema 1 mark og það varð þvi glæsilegt skallamark Ingvars Elí- assonar í upphafi síðari hálfleiks — eitt af fáum upphlaupum Skagamanna í þeim hálfleik — sem réði úrslitum, og svo fallegt var markið að vel mátti það ráða úrslitum í leik. En hvað sem því leið hékk sigur Akurnesinga á bláþræði. Oft skall hurð nærri hælum hjá marki Skagamanna. Lá nærri sjálfsmarki í upphafi síðari hálf leiks og undir lokin skoraði Hörður Felixsson fyrir KR, en dómarinn Valur Benediktsson vildi ekki viðurkenna það mark vegna rangstöðu Harðar, en ó- neitanlega benda myndir (auk skoðana áhorfenda) í aðra átt. Gunnar Guðmannsson átti auk þess gott færi en misnotaði herfi lega. En það var líka fast sótt að Tvö heimsmet og 14 milljónir kr. í kassann Brummel stökk 2.26 og Conolly setti nýtt heimsmet — Bandarikja- menn unnu meb yfirburöum BANDARÍKJAMENN og Rússar háffu sína árlegu landskeppni í frjálsíþróttum um helgina og fór hún fram í Kaliforníu. Rússar töldu sig ciga sterkari karlaflokk en nokkru sinni, en úrslitin urffu aff Bandaríkjamenn unnu keppni Isfiröing- ^ ■ ■ ■ Þróffur vann 6:0 ÞRÓTTUR mætti Hafnfirðingum á Melavellinum á sunnudag og vann auðveldaft sigur 6 mörk gegn engu. Má segja að leikurinn hafi verið einstefnuakstur. Suður í Sandgerði mættust Reynir og Breiðablik. Reynir vann þann leik með 4 mörkum gegn engu. karla meff meiri mun en áffur 128 stigum gegn 107. Keppni kvenna unnu Rússar meff 66 stigum gegn 41. Tvö heimsmet voru sett í keppninni. Rússinn Valeri Brummel bætti enn heimsmet sitt í hástökki, stökk 2.26 m viff gífurlega hrifningu. Var þetta hápunktur keppninnar síffari daginn, en fyrri daginn setti hin gamla kempa Harold Conolly svip sinn á keppnina meff því að bæta heimsmet sitt í sleggjukasti og kastaffi 70.63 m. Bandaríkjamenn eru mjög ánægðir meff árangur keppn- innar og segja bjart framund- an viff undirbúning Olympíu- leikanna 1964. Fjárhagslega varð keppnin einnig vel heppn uff. 153.500 manns voru móts- og aff- gestir þessa tvo daga greiddu 325 þús. dali gangseyri eða um 14 millj. kr. íslenzkra. Frh. á bls. 19 KR-imarkinu í fyrri hálfleik m.a. einu sinni bjargað á línu. Eftir öllum gangi leiksins má því Frh. á bls. 19 Valur vann 5:2 ANNAR aldursflokkur Vais er nú á keppnísferffalagi í Danmörku. Léku Valsmenn- irnir sinn fyrsta ieik í Dan- mörku í fyrrakvöld og mættu gestgjöfum sínum Lyngby Boldklub, sem eru Dannr.erk- urmeistarar í þessum aldurs-1 flokki. Valsmenn unnu leik- ' inn meff 5 mörkum gegn 2. Er þetta mjög góffa frammi( staða hjá hinum ungu Vais- mönnum. Keflvíkingar máttu þakka fyrir bæði stigin ÍBK og Víkingur mættust í Kefla vík á sunnudaginn. Flestir munu hafa spáð auðveldum sigri Kofl- víkinga á heimavelli, en raunin varð sú að Keflvíkingar máttu iþakka fyrir að tapa ekki stigi í þessum leik. Víkingum tókst að skora á 8. mín. fyrri hálfleiks, eftir nokkur mistök hjá vörn Keflavíkur og staðan var 1:0 fyrir Víking þar til að ÍBK tókst að jafna á 17. mín. síðari hálfleiks. Högni skor- aði úr vítaspyrnu og aftur s'kömmu síðar úr aukaspyrnu aif vitateigslínu. Þriðja mark ÍBK skoraði Högni síðan með góðu skoti skömmu fyrir leikslok. Eftir að Víkingar skoruðu mark sitt, tóku þeir upp fremur leiðinlegan varnarleik með útaf* spyrnum í tíma og ótdma. Lið ÍBK átti óvenju slæmati dag að þessu sinni. Mikið var um ónákvæmar bæðarsendingar og þröngt spil fyrir framan mark Víkings, en lítið um vel byggð upphlaup eða skot á markið. Bezitir 1 liði ÍBK voru þeir Högni Gunnlaugsson og Sigurð* ur Albertsson en hjá Víking var Fétur Bjarnasön eins og klettur í vörninni og Ólafur í markinu bjargaði otft laglega. fSFIRÐINGAR eru fallnir í 2. deild. Sú staðreyriid varff kunn eftir leikina um helgina og geta þar engu um breytt leikirnir sem eftir eru. Akur- eyringar heimsóttu ísfirffinga og sóttu þangað vestur stór- sigur 5—0. ★ ísfirðingar veittu lítið viðnám í leiknum, sigur var auðsóttur fyrir Akureyri. Sókn Akureyringa var nær látlaus í fyrri hálfleik og þá skoruðu þeir þrjú mörk, Skúli Ihið fyrsta úr vel framkvæmdri vítaspyrnu en Steingrímur tvö hin síðari. Tvö mörk bættust svo við fyrir Akureyringa í síðari hálfleik, sem var þó mun jafnari. Fjórða markið var sjálfsmark, sending varnarmanns til markvarðar en hið sáðasta skoraði Steingrímur Björnsson. ★ fsfirðingar náðu nokkrum lag- legum upphlaupum í síðari hálf- leik, en iþað var fremur fyrir eig- in klaufaskap en góða vörn Akur eyringa að þeir ekki fengu rekið hinn rétta endahnút á sóknarlot- L ur sínar. „Mamma skjóttu“ ÞAÐ hefur mikið verið um að vera hjá stúlkunum í íslandsmót inu í handknattleik. Utanbæjar- liðin, ísafjörður og Vestmanna- eyjar kornu til leiks um helgina. Vakti athygli að í ísafjarðarlið- inu eru tvennar mæðgur og var Sveinn Þormóðsson ekki lengi að festa þær á filmu. Sagði Sveinn að heyrzt hefði í leiknum köll eins og „Mamma, ekki skjóta“ - „Mamma, skjóttu". En mægðurn- ar eru hér á myndinni. Lengst t. v. er Unnur Konráðsdóttir og dóttir hennar Birna Eyjóifsdóttir, og síðan til hægri Rannveig Vil- helm og móðir hennar Ólöf Konráðs. Mæðgurnar eru auk alls systur, og hafa lengi haldið tryggð við handknattleikinn með góðum árangri. Síðan á föstudag hafa margir leikir verið í mótinu og eru úr- slit þeirra þessi: Meistraflokkur: FH — KR 9—3 Árm. - - Vestri 10—2 yík. — Breiðablik 6—5 Árm. - - ÍBV 13—2 Vík. — Vestri 9—3 FH — Vestri 14—3 Breiðablik — IBV 15—2 Vestri - - ÍBV 2—1 Árm. - ~ Vík. 7—5 KR — ÍBV 7—5 Breiðablik — Vestri 9—0 2. flokkur: Breiðablik — FH ö—4 Árm. ■— Vík. 8—3 Keflavík gaf gegn VaL í mfl. er staðan þannig nú a8 FH og Ármann hafa 6 stig eftir 3 leiki, Breiðablik 6 stig eftir 4 leiki og Víkingar 4 stig eftir 4 leiki. í 2 fl. er Ármann í úrslit- um, vann sinn riðil, en Breiða- blik eða KR vinna hinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.