Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. sept. 1962 MöRGT'NBLAÐiÐ « ^¦SWS&Sr'S ••' . ''' :¦,¦¦,¦'; ¦ ,¦: ¦ ,.: ¦ .,','•¦'"¦' ¦¦,.¦¦¦¦. ¦ ¦¦;.';;.; ;' . :.. ¦......'....... ¦ - : ' •;• 0%MlAMkMMMAMW<MMWW* í GÆRDAG voru staddir í Reykjavík sjö ritstjórar og blaðamenn utan af landi í boði Flugfélags íslands. Var upphaflega ráðgert að 14 blaðamenn kæmu hingað frá ýmsum stöðum lanidsins, sem Flugfélagið hefur samgöngur við, en veðurguðirnir tóku í taumana þannig að hvorki Vestmannaeyja- eða fsafjarð- arblaðamenin komust á vett- vang. Hinsvegar mættu allir $HI$M ritstjórar Akureyrarblaðanna i svo og ritstjóri frá Neskaup- I stað, alls sjö talsins. Fréttamenn Mbl. brugðu i sér upp á áttundu hæð Hótel I Sögu í gærdag, um það leyti | gestirnir luku við miðdegis- I verS þar. Búa foeir allir á Hótel Sögu í boði Þorvald- ar Guðmundssonar, veitinga- Fyrir framan Hótel Sögu. Frá vinslri: Bragi Sigurjónsson, Þorsteinn Jónatansson, Jón ólafs- son, Bjarni Þórðarson, Erlingur Davíðsson, Jakob 6. Pétursson, Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Fl, og Kristinn Jónsson, framkvæmdas tjóri Ff á Akureyri. Tvö dagblöð hafa veriö gefin út á Akureyri — en óvíst hvenær næst verður ráóizt í slíka útgáfu — Rætt við blaðamenn utan af landi Við ræddum fyrst við Ak- ureyrarritstjórana Ja'kofo Ó. Pétursson, íslendingi, Erling Davíðsson, Degi, Braga Sigur- jónsson, Alþýðumanninum og Þorstein Jónatansson, Verka- manninum. — Jæja, hvað er fregna af pólitíkinni á Akureyri. — Blessaður vertu, pólitík er ekki til á Akureyri núna, sagði Erlingur Davíðsson. — Já, þetta er stund milli stríða, bætti Þorsteinn Jóna- tansson við. — Menn safna þreki og kröftum fyrir vorið — Það hefur verið nóg að gera hjá ykkur á blöðunum fyrir Akureyrarafmælið? — Ekki vantar það, sagði Erlingur. — Aukaútgáfur komu af öllum blöðunum í tilefni af afmælinu. Þá gerð- ust og flestir bæjarbúar mál- arar, og máluðu jafnvel við lj4s. að næturlagi og í rign- ingu. Víða mátti sjá karla mála grindverk sín að utan en konan málaði á móti að ínnan. Við fengum síðan þær upp- lýsingar að sjö blaðamenn væru starfandi á Akureyri. Auk ritstjóranna. sem áður eru nefndir, eru þeir Stefán E. Sigurðsson, sem er frétta- maður, ljósmyndari og aug- lýsingastjóri íslendings, auk þess sem hann er fréttaritari Mbl. á Akureýri og hefur því greinilega í mörg horn að líta. Við Dag starfar Jón Samúelsson sem sér um af- greiðslu blaðsins og skrifar einnig, og við Verkamanninn starfar Kristján skáld frá Djúpalæk. Um stærð og eðli blaðanna er það að segja að þau eru öll vikublöð en koma út 2-3 í viku fyrir kosningar og aðra stórviðfourði. Dagur er gefinn út í 4.500 eintökum og styður Framsóknarflokkinn, íslend- ingur í 2000—2500 eintökum og styður Sjálfstæðisflokk- inn, Aiþýðumaðurinn í 1200 eintökum og styður Alþýðu- flokkinn og Verkamaðurinn í um 2000 eintökum og styður Alþýðubandalagið. Næst íengum við að vita að kvikmyndasýningar á Ak- ureyri hefjast klukkan hálf níu á kvöldin og hefur svo verið síðan fréttatíma útvarps ins var breytt, sagði Þor- steinn Jónatansson að kven- fólk væri óánægí með þennan tkna, en Jakofo kvaðst ekki hafa heyrt þær óánægjuradd- ir. Höfðu menn orð á því að gott væri að ritstjórarnir væru ekki sammála um alla hluti. Við spurðum ritstjórana næst hvernig þeim Utist á Bændahöllina. — Við getum ekki sagt að við séum búnir að skoða mik- ið af henni. En fyrir augað lítur hún þokkalega út, og þó sérstaklega þessi salur hér. Útsýnið yfir bæinn er fallegt héðan, sagði Jakob. — Hvað segið þið um mögu leika til dagblaðareksturs á Akureyri? — Ég geri ráð fyrir því að það eigi langt í land, sagði Jakob, en Erlingur Davíðsson virtist ekki alveg á sama máli. Jakob sagði okkur síðan að tvær tilraunir hefðu verið gerðar til dagblaðaútgáfu á Akureyri. Sigurður Hlíðar gaf út Dagblaðið 1915 en það kom aðeins út í stuttan tíma. Steindór Sigurðsson, skáld, gerði aðra tilraun á þriðja tug aldarinnar og hét blað hans Ný Tíðindi, en kom aðeins út í nokkra daga. Þá gaf Jón Björnsson, rithöfundur, fyrr- um blaðamaður við Mbl. út blaðið Norðling 1928—1929 og kom það út þrisvar í viku. Að þessu fráskildu hafa að- eins vikufolöð verið gefin út á Akureyri. Úr því að Erlingur Davíðs- son lét sem ekki væri óhugs- andi að Akureyringar fengju 'dagblað fýrr en síðar inntum við hann eftir því hvort í ráði væri að gefa Dag út dag- lega. — Það hafa verið umræð- ur um það öðru hvoru að gera blaðið að dagblaði, sagði Erlingur. — En það er ekki gott að segja hvað úr því verð ur. Bjarni Þórðarson, ritstjóri Austra, sem gefinn er út á Norðfirði, hefur stundað rit- stjórn um langt árabil. Hann byrjaði að gefa út fjölrituð blöð á þeim árum, sem aðal- blaðaútgáfa var enn á Seyðis- firði. Hann hefur nú um 11 ára skeið stjórnað Austra, sem er gefinn út í 800 eintök- um. Starf hans er ólaunað aukastarf. Yfir kaffibollanum var aðal- lega rætt um bæjarmálin á Norðfirði. „Stærstu erfiðleik- arnir hjá okkur eru nú sam- gönguleysið, en ég vona að flugvöllurinn klárist í haust. Með Bjarna var Jón Ólafs- son, og hafði hann orð á að Háskólabíó, sem blasti við okkur, mundi vera með hent- ugu sniði. „Þetta er eins og harmonikka, sem má stækka og minnka eftir áhorfenda- fjölda", en Bjarni var heldur vantrúaður á þann eiginleika byggingar, enda ekki með öllu ókunnugur samkomuhúsa byggingum, því félagsheimili hefur nú verið í smíðum nærri átta ár á Norðfirði og Bjarni hefur sjálfsagt skrifað um það margar greinar í blað- ið sitt. Lengri tími til spjalls gafst því miður ekki, því að kolleg- ar vorir þurftu að þjóta af stað til þess að skoða mann- virki á Reykjavíkurflugvelli, skrifstofur F. í. og hitta f or- stjórann, Örn Johnson. f gær- kvöldi sátu þeir kvöldverðar- boð Flugfélagsins í Klúfobn- um, en heimsókninni lauk í mörgun með morgunverði á Hótel Sögu. Þorvaldur Guðmundsson ræðir við Braga Sieurjónsson og Erling Davíðsson um Hótel Sögu og Bændahouuuu Kindakjöt flutt til Akraness Akranesi 26. september. ÞEIR aka daglega kindakjöt- inu að norðan og vestan í hrað- frystihús Fiskivers h.f. Frá Blönduósi eru þegar komnir 2061 skrokkur og frá Búðardal 680 skrokkar og á mikið eftir að koma úr Dölunum. í fyrra tok t.d. hraðfrystihúsið 9093 skrokka til fseymslu frá Kaupfélagi Hvammsfjarðar. Vógu þeir rúm 135 tonn. 5 línutrillur reru héðan í mong un. Bensi fiskaði á sex bjóð 990 kg. af ýsu, þyrsklingi og lúðu og 200 kig. háf. Sæhjörg 320 kg. þrjár dragnótatrillur eru á sjó. — Oddur Moskva, 27. sept. — NTB — AP #Hinn nýji sendiherra Banda ríkjanna i Moskvu, Foy Kohl er afhenti í dag trúnaðarbréf sitt. SMSTEIMR Framsóknarmenn argir út af lágu verði á inn- fluttum fóðurbæti Nær dag hvern eru Framsókn armenn að agnúast út af því að innfluttur fóðurbætir njóti óeðlilegra fríðinda. í gær segir blaðið t.d.: „islendingar flytja nú inn fóð urvörur fyrir um það bil 70 millj. kr. á ári. Þessar fóður- vörur eru niðurgreiddar úr rík- issjóði um 10 millj. kr. árlega. Auk þess er flutningsgjóldum á þeim haldið niðrí á þann veg að farmgjöid eru hækkuð á öðr um vörum". Fullyrða má að bændur era ósammála þessum skrifum Tim- ans og óska ekki eftir að fóður- bætir yrði hækkaður í verði, þótt það myndi Ieiða síðar meir til bækkunar á afurðaverðinu. Innlent korn er enn sero komið er svo lítill nluti af fóðurbætis gjöfinni að þótt það væri reitt niður hefur það ekki teljandi Ahrif. Kornframleiðsla mun aukast Innlend kornframleiðsla mun fara vaxandi hér í frair.tíðimu. en kornrækt hér á landi er enn á tilraunastigi. Stærstu korn- framleiðendurnir era ríkið, Sam band ísl. samvinnufélaga og nokkrir duglegir athafnamcnn, sem hafa sýnt lofsverðan áhuga og framtak á þessu sviði. Áður en bændur geta almennt ráðizt í kornrækt aS ráði verða umfangs miklar tilraunir að hafa átt sér stað, og ræktað það afbrigði, sem hægt væri að mæla með fyr ir islenzka staðhætti og telja mætti nokkuð árvisst. Færustu menn vinna nú á vegum ríkis- ins að þessum tilraunum og má vænta góðs árangurs af þeim, sem eftirleiðis má byggja á.. Annars er þaS táknrænt fyrir málflutning Framsóknarmanna, að þeir ónotast yfir þvi, að verði á fóðurkorni er haldið niðri, vegna þess að það dragi úr hækkun afHrðaverðs, en skamm ast jafnframt yfir því, að ekki hafa enn verið lækkuð aðflutn- ingsgjöld á dráttarvélum, þótt verðlag á dráttarvéliun hafi ná kvæmlega samskonar áhrif á afurðaverðið og fóðurbætisverð ið gerir. Þegar aðflutningsgjöld á dráttarvélum. hafa verið lækk uð mætti ætla að Framsóknar- menn ónotuðust út af því, ttl þess að geta verið sjálfum sér samkvæmir. Lúðvíksverð Kommúnistamálgagninu er meinilla við það að MW. skuU hafa vakið athygli á þeim mikla mun, sem það er fyrir sjómenn að fá nú greiddan aflahlut af rétt; fiskverði, í stað þess að hann var áður greiddur af ein- hverju tilbúnu eða ímynduðu verði, nokkurs konar Lúðvíks- verði. Komnvínistamálgagnið segir nú, að uppbótakerfið hafi veri« Sjálfstæðisflokknum a» kenna. Fúslega skal játað að al'".- attu nokkra sök á þvi að þetta kerfi tildraðist upp ár frá ári, þótt engum hafi þótt vænt um það, nema vinstri mönnum. En kommúnistar virðast loks gera sér það ljóst, að uppbóta- kerfið er ekki vinsælt, þegar menn hafa fengið að sjá, að það var óþarft og raunar mjög skað- samlegt. Þess vegna reyna þeir nú aí- fneita því, en kaldhæðn- islegt er, að samt Iýsa bæðí þeir og bandamenn þeirra í Framsókn arflokknum þvi yfir, að þeir ætli á ný að taka þetta kerfi upp, ef þeir ná -w^rih'Mtaað- stöðu á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.