Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 15
k Laugardagur 29. sept. 19«2 lUnn'cr'TV'ttr jfílÐ 15 Fullhlífar Eftir Lynn Poole, The Johns Hopkins University. Þ>EGAR John Glenn kom svíf- andi aftur inn í gufuhvolfið í geimfarinu sínu eftir þrjár hringferðir umhverfis hnött- inn, var það meðal annars eitt af elztu tækjum fluigtækn- innar, sem notað var til þess að minnka hraða hans og draiga úr fallinu, þegar hann lenti í sjónum. Það var fall- hlíf. Nú eru fallhlífar örugig og g*óð tæki. í>ær hafa bjargað lífi ótal flugmanna. Þær eru ómissandi í nútrma- hernaði og loks hafa þær jafn vel skapað nýja og skemmti- lega íþróttagrein — loftdýfing ar. Þetta hefur þó ekiki ætíð verið svo. Þannig var það t.d. í fyrri heimsstyrjöldinni, að flugmenn bandaroanna notuðu ekki fallhlífar, því að þær voru taldar of hættulegar. Þó voru skoðanir þá mjög skipt- ar um nytsemi fallhlífanna fyrir flugmenn. Hættan við notkun fallhlífa var aðallega í því fóLgin, að fyrst í stað voru þær notaðar þannig, að flugmennirnir urðu að skríða út á flugvéla- bolinn eða vænginn. Síðan áttu þeir að kippa í fall'hlífar strenginn og við rykkinn, sem varð, þegar fallhlífin opnað- ist lyftist hann upp af fiug- vélinni. Augljóst er, að heetota hefur verið á því, að snúrur fallhlífarinnár flæktust í flug vélinni. Þegar leið að stríðslokum, voru þýzkir flugmenn farnir að nota fallhlífar með góðum árangri. Síðustu tvær vikur stríðsins skaut sóknarsveit ameríska flughersins niður 11 þýzkar flugvélar — og flug- mennirnir komust allir lífs af með því að stökfcva út úr flugvélunum í fallhlíf. Banda menn voru aftur á móti enn að bræða með sér, hvort heppi leigt murrdi vera að nota fall- hlífar, þegar vopnahlésdagur- inn rann upp. Allir þeir, sem séð hafa gamlar stríðsmyndir, þekkja sætafallhlífarnar, ' sem farið var að nota í Bandaríkjunum 1®19. Um svipað leyti fór það aS tíðikast að flugmiennirnir stukku út úr flugvélunum oig kipptu síðan í strenginn, þeg- ar þeir voru lausir við flug- vélina. Þetta dró nokkuð úr Stekkur hættunni af því, að fallhlífar- strengirnir festust í flugvél- inni. Einn galli við notkun fall- hlifa kom fram á fyrstu dög- um farþegaflugs. Sum flug- félög hikuðu við að leyfa flug mönnum sínum að nota fall- hlífar, því að komið hafði fyrir, að þeir stukku út úr flugvélunum, jafnskjótt -og þeir lentu í vondu veðri. En með tímanum breyttist þetta. Þó að fallhlífar séu nú ein- göngu notaðar í sambandi við flug, eru þær í raun og veru eldri en flugvélar. Minnis- bækur Iveonardos da Vinci sýna, að hann glímdi við að finna aðferð til þess að stýra falli — en ekki hefur verið hægt að komast að því, hve- nær og hvar fyrsta fallhlífar- stökk heppnaðist. Sagt er, að 1783 hafi fransk ur uppfinningamaður, Louis Sebastien Lenormand, tekizt að stökkva í fallhlíf úr háum turni á ónafngreindum stað í Frakklandi. Landa hans, And ré Garnerin að nafni, er þó yfirleitt gefinn heiðurinn af fyrsta fallhlífarstökkinu. Það var árið 1797^ þegar hann' stötok úr loffcbeig. Meira en öld leið, áður en fyrstu flugvélarnar hófu sig á loft, og það var ekki fyrr en 1912, að Bandaríkjamaðurinn Albert Berry stökk fyrstur manna úr fallhlif frá flugvél yfir borginni St. Louis. Þau 50 ár, sem liðin eru síðan Berry þessum heppnað- ist þetta sögulega stökk, hefur fallhlífin reynzt okkur af- burða vel, og á síðustu árum hafa orðið miklar endurbæt- ur á þeim samhliða framför- um á öðrum sviðum flugtækn- innar. 00. Hafnarfjörður Stúlka óskast í verzlun hálfan daginn. Einar Þórðarson & Co. skartgripaverzlun. Siglingafræði lf4LFLUTNINGSSTOFii Aðalstræti 6. III hæS. Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorlákssou tiuðmundur Péturt'son Stúlka óskast í sælgætisgerð. — Upplýsingar að Hverfis- götu 78 í dag kl. 2 — 3. ......... k ., Ltskkrísgerðin KRtMHfl STYKIMENN OG SKIPSTJÓRAEFNI. Eins og að undanförnu tek ég nemendur til kennslu í siglingafræði á hausti komanda ef næg þátttaka fæst. Þeir sem leggja áherzlu á góða kennslu tali við mig strax. Upplýsingar í síma 37697 eftir kl. 20. 5—6 herb. hæð eða einbýlishús óskast til leigu í minnst tvö ár, helzt í Austurbænum. Fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt: „Tvö ár — 3430" sendist Mbl. Cetebe Cefebe irðsending frá Islenzk-erlenda 2 pólskir verzlunarmenn frá fa. Cetebe, Lodz, herra Bednarek og herra Kaczorski eru staddir hér og verða til viðtals á skrifstofum vorum næstu viku. Þeir eru með ný tilboð og sýnishorn af margskonar tilbúnum fatnaði. Isienzk-erlenda Verzlunarféfagið li.í. Tjarnargötu 18 — Símar 20400 og 15333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.