Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 29. sept. 196i HOWARD SPRING. __43 _ | RAKEL ROSING — Nei, ert þetta þú, Jón? Ég vissi ekki að þú kynnir að aka bifreið. Þær fóru oft í leikhús. Mina var hrifin, er hún varð þess vör að leiksýningar höfðu djúp áhrif á Rakel. Hún gerði sér far um að láta hana sjáy leikkonur á eitthvað svipuðu sviði og Rakel mundi helzt reyna sig við, ef til kæmi. Og Rakel virtist alltaf skilja uppgerðina að baki listar- innar. Einu sinni gerði Mina dá- litla tilraun. Hún keypti tvö ein- tök af leikriti. sem þæsr Rakel höfðu horft á. Þar var langt sam- tal milli tveggja kvenna og þær lásu það saihan heima hjá Minu. Heldurðu, að þú gætir leikið þennan kafla utanbókar? spurði Mina. Það væri mér hægðarleikur, svaraði Rakel örugg. Jæja, segðu mér til þegar þú ert tilbúin. Rakel var til'búin kvöldið eftir. Þetta var henni stórkostleg á- nægja og hún lifði sig inn í hlut- verkið, án allrar feimni. En hún varð hissa á Minu. Hún vissi, að vísu, en hafði aldrei hugsað neitt um það nánar, að Mina var þekkt leikkona og þegar hún nú í atrið- inu, sem þær voru með saman, tók á öllu sínu og dró Rakel með sér, þá varð Rakel steinhissa á allri þeirri tilfinningu, sem Mina réð yfir. En hún lét þetta samt ekki ganga neitt fram af sér. Hún gerði sér það ósjálfrátt ljóst, að allri þessari tilfinningu og ákafa varð hún sjálf að mæta með fullkominni stillingu, og ís- kaldri einbeittni við að sleppa sér ekki, og Mina gat ekki komið henni út úr hlutverkinu. Þetta var stórkostlegur leikur af beggja hálfu. Rakel hafði mikla ánægju af iþessu öllu, en hins vegar gat hún aldrei fengið Minu til þess að borða á fínum stöðum fyrir leik- húsið, skrautbúa sig og fara svo á annan fínan stað til kvöldverð- ar eftir sýningu. Nú færu kirsi- berjablómin bráðum að springa út heima í Markhams, og hana vantaði ekki spönn til að þjóta þangað. Rakel hafði prýðilegt næði í stóra húsinu við Portmantorg, þennan mánuð, til að hugsa sig um og ráða ráðum sínum. Hún gerði sér það fullvel ljóst, að Maurice var alveg kominn í skuggann í allri tilveru hennar. Þessi daglega heimsókn til hans í sjúkrahúsið var hvimleið skylda, sem hún þurfti að hespa af áður en hún fleygði sér út í allt það skemmtilega, sem hún hafði fyrir stafni. Annars var Maurice á bata vegi. Þetta ský, sem kvalir hans höfðu varpað á fyrri fundi þeirra, var sem óðast að hverfa og nú gat hann talað vandkvæðalaust. Rakel áttaði sig fyrst á líðan hans einn daginn, er forstöðukonan sagði: Jæja, frú Bannermann, nú getið þér farið að standa lengur við. Hðan af er alveg óhætt með hálftíma og bráðum hættum við alveg að skammta yður tímann. Rakel fann, að hún fékk fyrir hjartað, rétt eins og hún hefði fengið einhverja sorgarfregn, Og hún var nógu raunsæ til að gera sér ljóst, hvað þessu fylgdi. Maurice lá ennþá á bakið. — Hann gat hreyft höfuð og limi, en varð enn að liggja kyrr. Rakel var vön að lúta yfir rúmið og kyssa hann, þegar hún kom inn, og þennan morgun, sem Charlie Roebuck var að lesa leikrit fé- laga síns, hafði Maurice vafið hana örmum og haldið henni þannig fastri stundarkorn. Hann kyssti á hár hennar af ástríðu, og á augun og munninn, og hvíslaði með ákafa. Leggstu niður, Rakel, leggstu niður á rúmið. En hún dró sig hægt en ákveðið í hlé, og reyndi að leyna skelfingunni, sem greip hana snögglega. Nei, elskan, ekki hér. Þetta er sama sem á almannafæri. Hver sem er »^ti komið inn, hvenær sem ex Hann sleppti henni en treglega. Það er svo hræðilegt, sagði hann, að vera altaf að dreyma þig en hafa þig aldrei hjá sér. Hana hryllti við sjálfri sér og þessari óbeit, sem greip hana. Stóra andlitið á honum var fölt og skvapkennt og augun langt inni í höfðinu. Hún gat ekki hugsað sér annað eða meira en þennan lauslega koss, sem var kominn upp í vana. Hún lauk heimsókninni eins fljótt og hún gat staðið sig við og svelgdi í sig hreina loftið þegar út kom. Oxtoby mundi hafa bílinn hennar tilbúinn heima. Þessi nýja hrifning af að aka eins hart og hún gat, alein, um slétturnar fyr- ir utan borgina, var orðin henni nautn, sem hún hlakkaði til sem hressingar eítir alla deyfðina í sjúkrahúsinu. En í þetta sinn var hún ekki ein á ferð. Julian Heath rakst til hennar, rétt í því hún var að búast til ferðar. Það var nokkuð síðan hún hafði hitt hann. Hjartað hoppaði í henni, rétt eins og hjá manni sem er að koma frá því að þekkja lík í líkhúsi og rekst þá á góðan kunningja. Jæja, jæja, sagði Julian. Svo að þú ætlar ekki að láta þér áreksturinn norður í Vatnahérað Hún las sem sé, að Cowan væri að bugsa um að ráða hana upp á eigin hönd og reyna að gera úr henni stjörnu. Hún náði sér í leigubíl og skundaði til RKO. Það kom í ljós, að ekki var nú Cowan bú- inn að gera neitt samningsupp- kast enn, en gaf hinsvegar í skyn, að eitthvað sögulegt væri í vændum, sem hún myndi frétta nánar um, áður langt um liði. Hann klappaði henni á öxlina og fullvissaði hana um, að henn- ar biði mikill frami, og hún þyrfti engar áhyggjur að hafa. Það var eins og hún svifi í loftinu. Það fyrsta, sem henni datt í hug var, að nú myndi Fred Karker fara að elska hana, Og að allt myndi lagast, eins og hún óskaði þess. Hún fór í búð, þar sem ekki þurfti að borga út nema einn dal, og valdi sér gull- úr, sem kostaði 500. Sýndi gim- steinasalanum dálk Louellu Par- sons. Sagðist ekki eiga nema tvo dali í eigu sinni, en hvort hún gæti gert samning? Það var allt í lagi. Hún gaf Freddy úrið. Marilyn hafði ekkert vit á pen- ingum. Henni datt aldrei í hug að safna þeim, þegar vel gekk, ef svo færi. að tímarnir breyttust tii hins verra. í hennar augum var afborganakerfið tilvalin að- ferð til að leysa öll fjármála- vandræði. Einu sinni vantaði hana 50 sent fyrir bíl og fór þá inn í lánastofu, og sagðist þurfa að fá 50 sent til láns. Hún fékk lánið, eftir að hafa sannfært for- stjórann um, að henni væri al- vara, og gaf kvittun fyrir. Árið 1948 var hún alveg ófeimin við að kaupa blæju-Ford, spánnýjan, radíógrammófón og rafmagns- hárþurrku — allt upp á afborg- un. Hún var aldrei að súta fram- tíðina. Fyrr eða seinna yrði hún kvikmyndastjarna. Og núna var hún ekki í nokkrum vafa um, að Lester Cowan væri að undirbúa að gefa henni stjörnuhlutverkið í milljón-dala mynd. inu að kenningu verða. Þú ert bara farin að aka sjálf. Já, og hef gaman af, sagði Rakel. Langar þig að reyna trog- ið? Hún opnaði dyrnar fyrir hon- um og benti honum að koma. Eg verð að vera kominn aftur í hádegismatinn, sagði Julian. — Sannast að segja var erindið ein- mitt að bjóða þér að borða með pabba gamla og Charlie Roebuck og Minu. Við getum talað um það á leið inni. Han skreið inn í bílinn. Hon- um fannst Rakel girnileg, eins og hann kallaði það í huga sér. Hún! var í nýjum fötum og hann tók eftir að hún var með skrautlegt og spánnýtt armbandsúr. Honum datt í hug, að á einhverri ann- arri konu mundi þessi klæðnaður vera ögrandi, en hún hafði hins- vegar nægilega persónu til að gera fötin að aukaatriði og aðeins til skrauts. Hún mundi alltaf hafa betur í samkeppninni við sinn eigin klæðnað. Það var þröngt í litla bílnum. Rakel fann hitann, sem streymdi frá Julian, sem þrýstist upp að henni. Hún hló eins og ofurlítið taugaóstyrk. Þú mátt ekki gera gys að mér, sagði hún. Eg er svo óvön þessu ehn. Það gæti engum dottið í hug. Eftir nokkurra daga óvissu, gerði Cowan boð eftir henni í skrifstofu sína. Ekki hefði hann nú hlutverk handa henni alveg strax, og vildi hann heldur ráða hana til langs tíma, en hann gæti gefið henni góða hugmynd. Hvernig litist henni á að fara í auglýsingaferðalag, sjá blessað landið okkar og leggja gott orð inn fyrir ,,Love Happy“, mynd Marxibræðra? Þarna gæti verið vegur til að koma sjálfri sér vel á framfæri. Og kaup fengi hún auðvitað, — 125 á viku, það sama sem Columbia hafði borgað, og allan ferðakostnað. Þetta gæti orðið glæsilegt sumarfrí! „Ég skil þetta ekki“, sagði hún. Hún var óróleg. „Hvað á ég svo að gera?“ „Gera? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Bara vera fallega stúlkan, sem þú ert. Einn af útbreiðslu- stjórunum okkar í New York sér um allt, sem gera þarf. Þú gerir ekki annað en hvíla þig og skemmta þér. Hérna er ávísun. Fáðu hana útborgaða og náðu þér svo í almennileg föt. Svo gistirðu í bezitu hótelum og borð- ar á fínustu matsölustöðum. Þetta verður gaman fyrir þig — og þú færð auk þess borgun fyrir það.“ „Ég verð að hugsa málið“, sagði hún. Hún ákvað að fara, samkvæmt kenningunni um, að fjarvera skerpi ástina. Ef hún yrði í burtu í tvo mánuði, hver vissi þá nema Freddy færi að sakna hennar, og kæmist að raun um. hversu mjög hann elskaði hana. Marilyn lifir í heimi, sem hún hefur búið sér til sjélf. Því hélt hún, að úr því að svona heitt væri í Hollywood, en New York alveg hinum megin á meginland- inu, þá hlyti að vera frost þar. Hún fór því í tízkubúð og keypti sér þrjár þykkar og hlýjar dragt- ir. Þegar hún lagði upp í ferðina, sendi félagið blaðafulltrúa í Segðu mér til ef ég verð mér til skammar. Þetta gengur ágætlega enn sem komið er. Þú hefur dásamlegt vald á þessu. Hvenær eígum við að borða kvöldmat saman? Mér skildist það vera hádegis- verður í dag. Nú, það? Eg átti ekki við fjölda fund. I alvöru að tala: getum við ekki farið eitthvað að kvöldi til og borðað og dansað? Þú hlýtur að dansa dásamlega. Já, það geri ég. Jæja þá? Rakel svaraði ekki strax. Hún hafði augun á veginum fram und skrautbíl til að sækja hana. Ekki fylgdi Freddy henni á braut. Það féll henni þungt. En hún gerði það sem hægt var úr þessum harmi sínum. Verður ekki leik- kona að hryggjast til þess að þroskast? Líkt og flestar Hollywood-leik- konur, vogaði hún sér aldrei nið- ur fyrir Vermont Avenue. Það sem þar var fyrir neðan, var framandi land. Henni fannst því nýstárlegt að aka þangað nú, og hún fann til sín þegar burðar- karlinn tók töskuna hennar og blaðafulltrúinn tók í arm hennar og fór með hana eins Og prins- essu. Á leiðinni kenndi hann henni allskonar slagorð, sem hún skyldi nota í New York. Þar mundi hún verða kölluð Hú-ú- stúlkan. Þetta var blómaskeið allra hinna ýmsu „stúlkna". Síð- an Lana Turner fékk viðurnefnið „Peys'Ustúlkan11, gáfu auglýsinga- snáparnir stúlkum sínum ein- hvern sérstakan titil hverri. Þeg- ar blaðafulltrúinn kvaddi, fékk hann henni langa, fjölritaða rullu, sem hún átti að kynna sér. Hún hafði inni að halda yfirlit yfir efnið í „Love Happy“, auk ýmissa minnisatriða og skrítlna. Marilyn varð það ljóst, að hún var ekkert annað en sölukona að selja þessa mynd. Blaðafull- trúinn talaði við hana, eins og hún væri mongólskur fábjáni. Og hún lét hann verða sælan í trú sinni. Vissi sem var, að allir héldu hana vera smástjörnu- bjána og ekki annað. Þegar lestin var komin af stað, leitaði hún næðis í einkaklefa sínum. Hugsaði sér, að nú væri hún komin af stað. Það gat ekki öðruvísi verið. SvO fór hún að lesa, en það vpru skáldsögur, sem hún hafði með sér. Minnis- blaðið góða leit hún aldrei í. Um morguninn setti hún upp svört gleraugu og gekk inn í borðsalinn. Þar hafði hún mikla ánægju af að sjá hitt fólkið hvísl- ast á um hana, vitandi, að hún an og hélt um stýrið með öruggri hendi. Mér finnst ekki ég ætti að gera það, sagði hún loksins. Hvers vegna ekki? Mér væri sama ef það væri með Minu. Ég hef beðið hana aftur og aftur að fara með mig á einhvern fjörugan stað, en hún vill það ekki. Julian hló. N<ð, Mina var ekki að fara með þig út á galeiðuna. Þú ert heppin, að hún skuli ekki hafa dregið þig á öll söfnin. Nú, ef hún vill ekki fara með mér, verð ég að húka heima. Hvers vegna það? Það get ég ekki skilið. var kvikmyndastjarna frá Holly- wood, en bara ekki hver þeirra. Hún vaggaði fram hjá karlmönn- unum í reykingasalnum og þeir mældu hana með augunum. Enn fór fiðringur um hana, þegar svona var glápt á hana. í Chicago kom til móts við hana annar blaðafulltrúi, sem fór með hana út að borða og lagði henni nokkrar lífsreglur í viðbót. Nokkru áður en komið var til New York, kom enn einn blaða- fulltrúi til hennar í lestinni og færði henni blóm, sem hún festi á sig. Svo lagði hún sig eitthvað til og var nú tilbúin að tala við blaðamennina. Á járnbrautarstöð inni biðu ljósmyndarar viðbúnir. Þeir tóku myndir af henni, þegar hún steig út úr vagninum og gætti þess vel, að kálfarnir fengju notið sín. Ljósmyndar- arnir gerðu sér fljótt grein fyrir því, að þarna var á ferðinni eitt- hvað annað og meira en þeir áttu að venjast. Þarna var stúlka, sem kunni að láta mynda sig, gat sett upp bros og haldið því nægilega lengi, sent þeim töfrandi augna- tillit, opnað varirnar og haldið þeim opnum.... Þeir sögðu í sífellu: „Einu sinni enn..einu sinni enn“. Hún varð þess vör, að hún var farin að svitna. Það var drepandi heitt. Líklega hafði hún misreiknað loftslagið í NewYork. Og þennan dag gekk þar meira að segja hitabylgja, sem enginn hafði átt von á. Blaðafulltrúinn var ekki lengi að grípa það tækifæri. Hann sendi aðstoðarmann sinn eftir rjóma- ísvöfflum, og svo var tekin mynd af henni með þrjár slíkar milli handanna, Og myndartextinn var: „Marilyn Monroe — sú heitasta í Hollywood, — kælir sig. Ung- frú Monroe leikur aðalhlutverkið í nýju myndinni frá Marxbræðr- um, „Love Happy“. Til þess að fá blaðamennina til að tala við Marilyn og koma að auglýsingu fyrir myndina, laug blaðafull- trúinn þá fulla um, að Marilyn hefði aðalhlutverkið, en það hafði hún enga hugmynd um fyrr en hún las blöðin. Henni var komið fyrir í fínu gistihúsi í 59. götu. Hún dvaldist 1 New York þrjá daga. Ekki sá hún mikið af því, sem þarna var merkast að sjá, svo sem leikhús, söfn eða næturklúbba. Það eina, sem hún gerði, var að láta taka af sér myndir, étandi rjómaís með sódavatni, í framhaldi aí slagorði umboðsmannsins sins. Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov E9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.