Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 29. sept. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 Mér fannst lifandi maður taka á móti mér opnum örmum á 4ra metra dýpi Rætt v/ð Þórð Stefánsson yfir- - verkstjóra sjötugan Á MORGUN, sunnudag, er sjö- tugur Þórður Stefánsson, yfir- verkstjóri, eða Þórður í Slippn- um, eins og hann er almennt nefndur meðal kunningja og vina. Þórður er þjóðkunnur maður og þó munu einkum sjó- œnenn og útgerðarmenn honum kunnugastir. Hann hefur stjórn- að uppsetningu um 6200 skipa, sem eru hátt á fjórðu milljón tonna brúttó, svo ekki er að furða þótt útgerðarmenn hafi haft af honum nokkur skipti. Þórður var kafari í samfleytt 25 ár og munu ekki margir hafa stundað þá erfiðu vinnu jafn lengi. Við skulum nú bregða okkur vestur í Slipp og hitta yfirverk- Btjórann. Hann er eitthvað vant við látinn er við komum en við setjumst að í skrifstofu hans, þar sem horngluggarnir vita út yfir drá'ttarbrautirnar. . 1 glugg- anum er sjónauki, svo líklega grípur verkstjórinn hann af og til í þeim tilgangi að fylgjast með því sem fram fer við drátt- arbrautirnar. Þessi sjónauki er eina merkið, sem ég sé ög ber vott um aS ég ætli að fara að tala við mann kominn á efri ár. Inn kemur meðalhár maður, þrekinn og þéttur á velli, jafn- holda án þess að vera feitur, kviklegur í hreyfingum en á- kveðinn, sléttleítur, hýreygur og viðmótsþýður. ,;Svo þetta er hið sjötuga af- mselisbarn". hugsa ég með mér, „sem hefur verið um aldarfjórð- ung svamlandi meira og minna neðansjávar". Um kafara veit ég ekki neitt, nema ég hef nokkrum sinnum séð þá íklæð- ast miklum skirmbrókum og taka á sig heljarmikinn kopar- hjálm með ofurlitlum glugga- skjá, síðan hverfa þeir í djúpið og frá þeim berast loftbólur upp á yfirborðið en maður stendur á bryggjunni eða í bátnum og dælir stöðugt lofti. Það hefur stundum hvarlað að mér hvað myndi ske, ef dælumaðurinn fengi skyndilega einhverja veiki og gæti ekki dælt. Líklega er ekkert girnilegt að vera kafari og eiga stöðugt líf sitt undir öðrum komið. En einnriitt þessu skulum við láta Þórð svara. — Hvað kom til að þú byrj- aðir að kafa? — Ég hafði lært trésmíðar austur á Eyrarbakka þar sem ég fæddist og ólst upp. Síðan flutt- ist ég til Reykjavíkur 18 ára að aldri og tók að stunda smiðar hér hjá Jónatan heitnum Þor- steinssyni. Síðan fór ég til fram- haldsnáms í Danmörku og kom heim 1914, en þá var lítið að gera hér við smíðar, svo ég réð- ist á björgunarskipið Geir, sem var eign danska björgunarfé- lagsins Switzer, sem stundaði björgun víða um heim og þá fyrst og fremst strandaðra og sokkinna skipa. Þar lærði ég köfun og var fastráðinn kafari hjá félaginu 1916. — En var þetta ekki erfitt til aS byrja með. Mig minnir ég hafi heyrt að þetta væri ekki öllum hent. •— Menn verða að s.iálfsögðu að vera heilbri^ðir og hraustir ef þeir taka að sér þetta starf. — Verða sumir ekki hræddir og finna til innilokunarkennd- ar? — Jú. Sg fann þó aldrei til þess. Auðvitað brá manni stund- um. Það var t.d. árið 1921 að ég var kafari á björgunarskipinu Svava, sem hafði bækistöð sína í Varberg í Svíþjóð. Ég get skot- ið því hér inn að þar kynntist ég konu minni, Hilmu Ander- son, og við giftum okkur það ár. Það var morgun einn eftir að stormur hafði geisað að hafn- sögumenn komu um borð til okkar og sögðu skútu sokkna skammt frá höfninni. Er við komum á staðinn sáum við að þarna hafði sokkið skonnorta og stóðu aðeins siglutopparnir upp úr að salningu. Kafarabát- urinn var settur fram og ég fór í búninginn. Þegar ég kom niður fannst mér tekið á móti mér af lifandi manni. Stóð hann á borðstokkn- um og veifaði til mín útréttum örmum með bjargbelti og kast- línu bundna um sig og hreyfð- ist fram og aftur. Mér brá, því þarna á þilfarinu var 4 metra dýpi. Ég horfði drykklanga stund á manninn bg sá brátt að hér var lík af unglingspilti, sem sjórinn hreyfði til og frá í sí- fellu, því annar fótur þess var fastur við borðstokkinn. Ég tók síðan piltinn í fangið, losaði hann og fór með hann upp í bát. Síðan fór ég niður að litast um. Fann ég þá annað lík við hlið skipsins á botninum. Hluti af akkeriskeðju lá ofan á því. Batt ég um það streng og var það síðan halað upp. Þriðja líkið fann ég í lestinni. Fjórir menn höfðu verið á skipinu, en skip stjórinn fannst aldrei. Skipinu björguðum við síðar. — Og allt hefur gengið vel frá byrjun fyrir þér? — Já, ekki verður annað sagt. Þess má geta til gamans að það var oft leikið við byrjendur að pumpa þá upp, sem kallað var Maður varð alvarlega að gæta sín að hafa höfuðið jafnan hærra en aðra hluta líkamans, svo loft síaðist ekki í búninginn og færi jafnvel niður að fótum, því þá snerist maður við og flaut upp eins og gúmmíbolti með lappirnar á undan og gat við ekkert ráðið. Þetta var líka gert við mig, en ekki nema einu sinni. Mig minnir þeir hefðu lít ið gaman af. Ég hafði alltaf tvo loftventla á hjálminum mínum, bæði vinstra og hægra megin, til hægðarauka ef ég þurfti að vinna liggjandi á hliðunum og svo til að geta alltaf losnað við loftið, ef of mikið var dælt. — En kom aldrei fyrir að loft- ið reyndist of lítið? — Það kom ekki oft fyrir. Maður gat alltaf gefið merki um að maður vildi láta dæla meiru. Auðvitað stóð oft glöggt að maður mætti halda lífinu. Ég var t.d. hætt kominn einu sinni. Það var milli jóla og nýárs 1926 að Ingers tók niðri hér utan eyja. Ég kafaði og skoðaði botn- inn á gamlárskvöld í myrkri og miklu frosti. Skyndilega fann ég að loftið tók að minnka í hjálm- inum. Var mér gefið merki um að koma upp og samstundis hal- að í mig í mesta ofboði. í fátinu festist loftslangan og líflínan undir pallinum, sem ég vann á. Ég reyndi að losa mig, en það var tekið svo fast í og ég orðinn loftlaus. Þó gat ég rifið líflín- una úr höndum línuhaldarans og losað mig af pallinum. Þreif hann síðan strax í línuna og komst ég klakklaust upp. Ein dælan var þá óvirk. Vegna þess að frostið var 10—12 gráður hafði myndazt ístappi í slöngu- samskeytum, því gleymzt hafði að láta þau liggja í sjónum. Við tókum slönguna í sundur, losuð- um ístappann og ég fór niður aftur og lauk við að athuga skipið. — Enn er ég viss um að eng- um leiðist að lesa um ævintýri undirdjúpanna. Og í þau 9 ár, sem þú" varst kafari hjá hinu þekkta björgunarfyrirtæki E. M. Z. Switzer hefur áreiðanlega margt drifið á dagana, ekki hvað sízt þar sem þú vannst hjá félaginu sem kafari á stríðsár- Þórður Stefánsson unum fyrri. Lofaðu okkur nú að heyra eitthvað meira frá þeim dögum. — Það kemur ýmislegt fram í hugann þegar farið er að ryfja upp frá gömlum dögum. Það mun hafa verið 1916 að ég var settur um borð í björgunarskip- ið Switzer, sem var samnéfnt fyrirtækinu, og hafði það verið ráðið til frönsku stjórnarinnar til björgunarstarfa. Fyrsta verk okkar var að skoða ástand um 20 sokkinna skipa utan við höfn- ina í Le Havre, sem kafbátar Þjóðverja hðfðu sökkt. Kafaði ég þarna marga daga og gaf skýrslur um ástand skipanna. Síðasta daginn brá mér illa er stór skepna kom út úr gati eftir tundurskeyti á skipinu sem ég var að rannsaka. Mjög skugg- sýnt var er ég sá skepnuna, sem fór svo nærri mér að hún straukst við mig og kastaði mér til. Þegar á eftir var ég dreginn upp í mesta flýti, því hjálpar- menn mínir höfðu séð hákarls- ugga koma upp úr sjónum og var þeim mikið niðri fyrir er ég kom upp. Sjálfsagt hefur skepn- an ekki orðið síður hrædd við mig en ég við hana. Ekkert varð úr björgun þessara skipa þá og varð ég satt að segja feginn að þurfa ekki að kafa meira á þess- um stað eftir þennan atburð. Næst vorum við settir í að bjarga spítalaskipi, sem hafði verið skotið niður með tundur- skeyti Þjóðverja. Skipið var enskt og hét ss. Galika og tókst að sigla því undir land en þar fylltist það af sjó. Það var ljótt að litast um í framhluta skips- ins, þar sem tundurskeytið hafði komið — fjöldi sjúklinga, sem þar voru tættust í sundur og lágu tætlur af þeim hér og hvar um skipið. Við vorum komnir langt með björgun þessa skips er við vorum fengnir til að bjarga skipi, sem lá i mynni hafnarinnar í Boulogne sur Mer. Hér var um að ræða kornflutn- ingaskip, sem var að sigla út úr höfninni með útfallinu er það kenndi grunns. Mikill straumur var í höfninni og kastaðist skip- ið þversum og er undan því féll brotnaði það í tvennt og lokaði alveg höfninni. Þessu skipi tókst að bjarga. Var það þéttað aftan við brotið og síðan dregið upp í fjöru en þar féllu hlutar þess alveg sundur og lentu hlið við hlið í fjörunni. Okkur var hald- in mikil veizla eftir þetta verk af borgarbúum, sem auðvitað voru dauðfegnir að vera lausir við flakið, en þegar við komum aftur frá þessu verki var Gal- ika ónýt eftir stórviðri, sem gerði meðan við vorum fjar- verandi. — Þú sagðir að menn þyrftu að vera hraustir og heilbrigðir til þess að taka að sér að gerast kafarar. Hefur þér aldrei orðið misdægurt? — Ekki hef ég verið kvelli- sjúkur og þeir eru ekki margir dagarnir, sem mig hefur vantað hér í Slippnum þau 30 ár, sem ég er búinn að vinna hér. Einu sinni veiktist ég þó allhastar- lega þegar ég vann að köfun- um suður í Miðjarðarhafi á veg- um Switzer. Við vorum að kafa undan ströndum Marocco, er ég tók að kenna þrauta í hægra eyranu. í litlum bæ, skammt frá okkur var læknir, en fitl hans við eyrað á mér gerði aðeins illt verra. Þar kom að ég hafði ekki viðþol lengur og var ég fluttur til Casablanca, en þar voru franskir læknar og sjúkrahús, ef hægt er að nefna það því nafni. — Þegar ég kom á sjúkr&hús ið tóku frönsku læknarnir mér illa, sögðu að ég vrari bölvaður Þjoðverji, sem ekkert væri fyrir gerandi. Eg átti ekki gott með að sta'nda í miklu þrefi fárveik ur eins og ég var og lítt fær í frönsku. Skilr,ki mín voru dönsk, en það var alveg sama. Franski skurðlæknirinn sagði að Danmörk væri bara nyrzt í Þýzkalandi og þar væri ekkert nema Þjóðverjar. Þetta var 1917 og á stríðsárunum báru Frakk- ar ekki beinlínis éstarhug til Þjóðverja. Skurðlæknirinn fór síðan með sínar fullyrðingar. Mér fór nú ekki að lítast á blikuna. Hér var ég fársjúkur með bullandi hita og ló við yfirliði af kvölum í höfðinu. Bg hélt þó áfram og reyndi að þrefa við hjúkrunar- konuna og sagði henni að ég væri fslendingur. En það hafði ekkert að segja. Hún vissi ekk ert um ísland. Þá kom mér Niels Finsen í hug. Ég spurði hana hvort hún kannaðist ekki við hann og Finsens Institut, manninn með, sólarljósið. Og þá var eins og rynni upp fyrir henni Ijós. Hún fór til skurð- læknisins og sagði honum frá þessu. Og þá var ekki að sökum að spyrja. Læknirinn féllst á að skera mig með það sama. Þórður sýnir mér langan skurð bak við hægra eyrað sem lá allt niður á háls. — Hérna skar hann og hleypti út einhverjum ósköp- um af grefti því meinið var í innra eyranu. Eg var svo kom- inn á ról eftir fjóra daga. Eg var látinn liggja í einhverju braggaræksni, þar sem gluggarn ir voru brotnir og maturinn lé- legi.r. Arabi færði okkur matinn og setti hann við dyrnar á bragg anum en kom aldrei inn. Þang- að sóttu sjúklingarnir sem rólfær ir voru matinn bæði fyrir sig og þá, sem rúmliggjanc1' voru. Ar- abinn var hagsýnn og seldi okk ur aukabita, sem hann hafði meðferðis. Og þegar ég var kominn á fætur fór ég út í borgina og gat þá ;eypt mér sæmilegan mat. Þarna var ég þrjár vikur. Var siðan sendur heim til Danmerk- ur, þar sem ég var settur í al- mennilegt sjúkrahús og skorinn aftur, því aðgerð þess franska dugði skammt. Og þar var mun- ur á sjúkrahúsum og aðbúð allri. — Komu aldrei fyrir spaugi- leg atvik í sambandi við köfun ina? — Jú. Ekki er að neita því að kátbrosleg atvik hentu af og til Árið 1920 sökk sænskt strand- ferðaskip, systurskip Súðarinn- ar okk r gömlu. Það hafði 300 kassa af Whisky á þilfari og var fullt af öðrum vörum. Skipið lá á 15 m dýpi á sléttum sand- botni, kjölrétt og náði leðjan upp að veltikjöl. Eg athugaði hvernig hægt mundi að koma vírum undir skipið. Við skipshlið ina var fullt af Whiskykössum og öðrum varningi, sem fjar- lægja varð áður en hægt væri að taka vörur þessar um borð í b; ^rgunarskipið Kattegat. Toll- þjónn var settur um borð til að gæta kassanna, sem upp komu. Þá voru margir, sem vildu vera vinir kafarans og buðust til að senda mér niður enda, sem hægt væri að binda kassa og kassa á meðan tollvörðurinn væri niðri að borða. Þetta varð mað- ur nauðugur viljugur að gera fyrir góða félaga og komu þó nokkrir kassar upp á þennan hátt. Þegar búið var að ryðja vörunum frá. var hafizt handi um að grafa göng undir skipið á tveimur stöðum og er þa5 eitthvert versta v>rk, sem ég hef komizt í. Göngin voru ger 5 á þann hátt að um 10 sm slöngu var vatni þrýst með dælu og notaði ég hana til að losa leð - una, en síðan var notuð 30 cm. sanddæluslanga til að soga upo það sem losnaði. Eg dró báða barkana á eftir mer þangað til göngin voru komin undir skipið Mörgum sinnum fylltust göngin að baki mér og varð iz þé að snúa við og ryðja mér braut út aftur. Þarna var svartamyrkur í göngunum enda ógerlegt að nota ljós í sandbylnum, sem myndi-ðist. Þetta hlaut bó al!t farsælan enda nema whiskyvið- skiptin. Við vorum þrír kafararn ir sem áttum að vinna við þessa björgun. Eldri maður um sext- ugt veiktist í byrjun verksins, en hinn var ungur og varð fyrir því óhappi að hrapa niður og var tekinn upp rænulítill. Blæddi þá úr nefi hans og eyrum og var hann sendur í land til læknis o? k^m akki meir. Hann hafði feng ið nóg aí ./vl að vera kafari. Þegar búið var að bjarga skip inu var haldið til Gautaborc r með að. Þar kom í Ijós að einn whiskykassann vantaði, sem átti að vera með. Hópur tollþjóna kom um borð og átti að leita. Einn kom niður til mín og sett ist á bekkinn fyrir framan hvil- una. Eg bauð '___.m vindil og hann þáði hann. Eg bauð honui í z*\ crpra svo vel að leita, h^r væri allt opið. Hann kvað þess ekki þörf ' eir vissu hvar kassinn væ En mér hefði ekki staðið á sama \tJ& hann leitað í HeWkn um sem hann sat á. Tollþjónarn ir fóru niður til 'ápstjórans og fundu þar 11 flöskur og hann játaði að hafa með leyfi tx>]l- þjónsins fengið einn kassa til að hressa upp á skipshöfn sina, s: \ hafði unnið gott verk. Eg spurði tollþjóninn, sem til mín kom hvernig stæði á allri þessari rekiste" .u út á"í svona litlu. Hann svaraði að skipstjórinn hefði mátt tæma eins marga kassa og hann hefði viljað, 4, hann aðeins hefði skilað kössun um sjálfum. Það kom ekkert mál inu .ið hvort nokkuð var í þeim eða ekki. Mistökin voru að kasta tóma kassanum í sjóinn. Tollþjóninn hafði gleymt að láta þennan kassa hverfa af pappír- unui.i áui— en hann skilaði þeim Framhald á bls 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.