Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 29. sept. 1962 , flwputfrftofófe Otgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. AUKIN IBUDALÁN IJ'ins og greint var frá hér "J blaðinu í gær hefur Hús- næðismálastofnunin á þessu ári veitt lán að upphæð 82 millj. kr. og þar að auki 6,4 millj. kr. til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis. Er hér um að ræða meiri lán- veitingar til íbúðabygginga en nokkurn tíma áður á einu ári. En eins og kunnugt er hefur m. a. náðst sá árangur með viðreisninni, að geysi- mikil aukning hefur orðið á sparifé, sem auðveldar fram- kvæmdir, bæði við íbúða- byggingar og önnur mikil- væg verkefni. Með hliðsjón af því, að stjórnarandstæðingar berjast fyrir því að taka á ný uþp þá stefnu, er ríkti á tímum vinstri stjórnarinnar, er eðli- legt að gera samanburð á þessari þróun og þeirri, sem þá var. Síðustu árin áður en vinstri stjórnin tók við völdum var hér hagstæð efnahagsþróun, þar til jafnvæginu var rask- að með víðtækum verkföll- um 1955. Sparifjáraukning var mikil og yfirleitt góð af- koma. Það leiddi til þess að meiri byggingaframkvæmd- ir voru en nokkurn tíma áð- ur í sögu þjóðarinnar. Þann- ig voru t. d. 1808 íbúðir í smíðum í Reykjavík einni 1955. Á tímum vinstri stjórn- arinnar dró jafnt og þétt úr íbúðabyggingum og í Reykja- vík voru íbúðir í smíðum orðnar 1243, árið 1958. Þessi þróun var óhjákvæmi leg afleiðing af því, að ekki var sinnt um að tryggja fé til framkvæmdanna, enda var stöðugur halli á viðskipt- um við útlönd og gífurleg skuldasöfnun. Mánaðarlegar lánveitingar úr hinu al- menna veðlánakerfi lækkuðu því úr 8,7 millj. í 3,9 mijlj. á tímum vinstri stjórnarinnar. HAGSTÆÐ ÞRÓUN 17yrst eftir að vinstri stjórn- * in hrökklaðist frá völdum dró enn nokkuð úr íbúða- byggingum, því að allir sjóð- Ír*voru tómir. Einn megin þáttur viðreisnarinnar var að auka sparifjármyndun, svo að unnt væri á ný að byggja upp hina ýmsu lánasjóði. Nú hefur þegar náðst sá árangur af viðreisnarráðstöf- ununum að íbúðahúsabygg- ingar aukast jafnt og þétt og það takmark nálgast að menn fái viðstöðulaust þau lán, sem lagboðin eru, þótt íf þau séu enn of lág og nauð- synlegt sé að halda viðreisn- arráðstofununum áfram, með al annars til þess að treysta sjóðina enn frekar. Útlit er fyrir að bygginga- framkvæmdir á næsta ári verði meiri en nokkurn tíma áður, m. a. s. enn þá meiri en þær voru áður en vinstri stjórnar ævintýrið gekk yfir landslýðinn. Nú þegar er raunar orðið svo mikið að gera í byggingaiðnaðinum að hvarvetna skortir vinnuáfl, og segja má að framkvæmdir takmakist af því einu, að ekki sé unnt að fá menn til starfa. Það er eðlilega eitt mesta kappsmál sérhverrar fjöl- skyldu að eignast eigin íbúð- arhúsnæði, og hvarvetna leit ast heilbrigðir lýðræðisflokk ar við að aðstoða menn til þess, þótt líklega hafi óvíða eins mikið áunnizt í þessu efni eins og einmitt hér á landi. Það á þess vegna að vera einn meginþáttur viðreisnar- innar að halda áfram að styrkja þá lánasjóði, sem að- stoða menn við íbúðabygg- ingar, þótt auðvitað sé ekki hægt að byggja meira en vinnuafl leyfir, enda er jöfn og stöðug þróun á þessu sviði, eins og flestum öðrum, affarasælust. MIKLAR SKIPA- BYGGINGAR ¥»að er ekki eingöngu á sviði ¦ íbúðabygginga, sem fram kvæmdir eru nú með allra mesta mótj. Þvert á móti er því þannig háttað á flestum eða öllum sviðum. í gær skýrði Mbl. frá þvi að nú væri verið að smíða 34 skip heima og erlendis fyr ir íslendinga ,mest stór og fullkomin fiskiskip. Þar að auki er búizt við að fjöldi þeirra, sem nú hafa í undirbúningi skipabygging- ar, láti hefja þær innan skamms, svo að gera má ráð fyrir að einnig þær verði með allra mesta móti. Um það er ekki lengur hægt að deila, að viðreisnin hefur tekizt og menn eru að byrja að njóta ávaxta hennar. Auðvitað eru kjarabæturn- ar minni fyrstu árin meðan nota þarf meginhluta fjár- magnsins til uppbyggingar og auk þess er verið að safna nauðsynlegum varasjóðum. Þess vegna má fullyrða að kjarabæturnar verði meiri . Hugrún skrifar: Mallorca Pálma, 16. sept. Á MEÐAN ég virði fyrir mér höfuðborgina Palma, læt ég hugann reika aftur í tímann og reyni að rifja upp í stór- um dráttum það sem ég hefi átt kost á að kynna mér úr sögu þessarar fögru spönsku eyjar. Verður mér fyrst hugs að til Föníkumanna, sem tald ir voru með heimsins mestu siglingamönnum, að þeir skyldu ekki sjá sér hag í því að ná Mallorca á sitt vald, og nema þar land. í stað þess tóku þeir Menorca og Ibiza, og lögðu meira að segja grund völlu að tveimur stórborg- um í Evrópu, Syrakus og Cadiz. Svo þegar Grikkir fóru í herferð gegn Fönikíu- mönnum, tóku þeir af þeim Menorcu og Ibizu, en skiptu sér ekkert af Mallorca. Róm- verjum hefur heldur ekki lit- izt á suðurhluta eyjarinnar, en sigldu norður fyrir hana og fundu þar góða höfn, sem þeim leizt betur á . en jafn- vel beztu hafnir Ibiza og Men orca og þar lögðu þeir grund- völlinn að bænum Meudia, sem þá var kölluð Polentia, við Alcudiahöfnina, 300 árum fyrir Krist. Ef ferðafólk, sem kemur til Alcudia fýsir að sjá þar einhverjar minjar frá Róm- verjatímabilinu, vil ég benda því á rústir af hringleikahúsi, en það hefur verið grafið upp fyrir nokkrum árum. Þær eru mjög merkilegar og gefa góða hugmynd um menningu og framtak Rómverja svo snemma á öldum. Það voru þó ekki þeir sem uppgötvuðu frjósemi eyjar- innar. Þeir hafa verið meira í listinni en búskapnum. — Það voru Arabar, sem urðu fyrstir til þess að sjá að Mall- orca hafði mikla möguleika sem aldinreitur, en til þess varð að gera ýmsar umbætur og þeir voru ýmsu vanir frá heimalandinu og vissu hvern- ig þeir áttu að fara að því að breyta sandauðnum eyjarinn- ar í frjósama garða. Þeir komu upp hundruðum vatns- mylna og enn í dag er hægt að kynnast svo frumstæðri aðferð til þess að ná vatni til áveitu. Ég var svo heppin að fá að sjá eina slíka myllu í Alcudia, þar sem asni var látinn ganga hring eftir hring í þeim til- gangi að snúa stóru vatns- hjóli yfir djúpum brunni, en á hjólinu voru festar margar leirkrukkur, þannig, að þær jusu vatninu upp í geymi, sem stóð hærra en yfirborð jarðarinnar í kring. Tæknin var því nákvæmlega sú sama og á dögum Arabanna. Þetta munu þó vera fá dæmi og nýrri aðferðir gengnar í gildi. Ég gat um það er ég skrif- aði síðast, að jörðin hér í Mallorca væri hálfskrælnuð af þurrki, en síðan hefur komið steypiregn með þrum- um og eldingum, svo að allt ætlaði um koll að keyra. Mik ið munu bændur hafa fagnað regninu, þar sem ekki hafði komið dropi úr lofti í fimm mánuði samfleytt. Það er lík ast því að jörðin hafi skipt um liti. Laufin, sem áður héngu á greinunum hálfmátt- laus og guggin, breiða nú úr sér safamikil og fagurgræn. Aldinreitirnir hafa þrútnað, allt er svo hreint og tært. f gær tíndi ég fíkjur af trjánum meðfram veginum. Þær áttu aðeins eftir herslu- munin til þess að verða full- þroskaðar. Vínberin eru safa- mikil en fremur smá. Nýlega skoðaði ég gamlan kastala frá því snemma á 14. öld, sem mun hafa verið byggður af Jakobi II Spánar- konungi. Sýkisfarvegurinn umhverfis hann er mjög djúpur og kastalinn sjálfur rammbyggilegur. Þar eru geymdar ýmsar gamlar minj- ar frá tímum Rómverja í Mallorca. Einnig voru þar hauskúpur, sem taldar eru um 4000 ára gamlar og sagð- ar vera af frumbyggjum eyj- arinnar, en af þeim fara eng- ar sögur. 1 eldhúsinu var geysistór ^rektmyndaður reyk háfur, svartur af innþornuðu sóti. Það hefur áreiðanlega verið hægt að steikja þarna nautsskrokk í heilu lagi. — Gríðarstórir pottar, líkastir ámum, stóðu í röð undir ein- um veggnum. Hafa eflaust verið soðnar í þeim margs konar konunglegar kræsing- ar. Mér fannst næstum því að ég finna reykinn af rétt- unum. — Ofan af þaki hins háa turns kastalans er víð- sýnt yfir alla borgina. Hún er ævintýralega fögur, um- vafin blárri hitamóðunni, en dálítið framandi í augum far- andkonu norðan af íslandi. Bílstjórar í Stykkishólmi buðu ***m**m0M)0*ma*m STYKKISHÓLMI, 26. sept. í frétt sem ég sendi blaðinu um strax á næstu árum og fram- farirnir aukist jafnt og þétt, eins og er hjá öðrum þjóð- um, þar sem líkt er stjórnað og hér og menn forðast aftur hald „vinstri stefnunnar." daginn um skemmtiferð eldra fólks í Stykkishólmi, gleymdi ég aðalatriðinu, en það var að geta þess að bifreiðastöð Stykkis- hólms léði endurgjaldslaust áætl- unarbifreið til ferðarinnar og hið sama hefur hún oft gert áð- ur, þátt þess hafi efeki verið getið. — FréttaritarL London, 27. sept. — AP • í dag var feomið til Shannon flugvallar á frlandi með lík 12 manna, sem fórust af Con- stellation flugvélinni, sem nauðlenti á miðju Atlantshafi á sunnudagskvöldið var. Enn fremur voru tveir alvarlega særðir farþegar fluttir með þyrlum til London í dag. Er óttast um líf þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.