Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. október 1962 MORGVIStíLAOlÐ l 3 3Ú«N«$Í Gengu niðr úr skónum V IÐ hittum þá um borð í skipi hennar hátignar Bretadrottningar, Bussel, þar sem það lá við Faxa- garð. Vörðurinn við land- ganginn kvað sjálfsagt að ná í þá félaga um horð, að minnsta kosti þá sem færir væru til gangs. Forsaga þessa máls er sú, að yfirmenn skipanna H.M.S. Russel og H.M.S. Malcolm veðjuðu um það hvort ein- hverjir af áhöfnum þeirra gaetu gengið þvert yfir ís- lánd. ★ Fyrr f sumar lögðu nokkrir hraustir strákar af Malcolm upp frá Akureyri og aetluðu Kjalveg suður yfir landið. Veðmálið mun hafa verið miðað við að fara frá strönd til strandar. Þessa leið áttu þeir að fara án leiðsagnar og ekki máttu þeir hafa skóskipti á leiðinni. Þessir ungu menn ifrðU' þó að láta í minni pok- ann fyrir íslenzka fjalllendinu og gáfust upp á Hvervöllum eftir 10 daga göngu. ★ Nú var komið að Russels- mönnum að reyna. Þeir beittu sínu meira hyggjuviti og ákváðu að fara þvert yfir landið „from coast to coast“, en velja þó aðra leið en há- lendið. Ákváðu þeir að fara upp úr Hrútaferði í Húna- vatnssýslu og ganga þjóðvegi og til strandar á Akranesi. Léttbátur af H.M.S. Russel skaut fimm ungum mönnum á land í Hrútafirði um 15 km. norðan við Reykjaskóla kl. 7 að kvöldi miðvikudags s.l. og síðan hélt skipið til hafs og var ákveðið að það kæmi til Reykjavíkur um helgina. ★ Þar voru þeir félagar nú komnir í duggarapeysum og sjóliðabuxum með loðskinns- húfur á höfði. Hlífðarföt höfðu' þeir en enga svefnpoka, aðeins þunna hlífðarpoka. Enginn þeirra kunni íslenzku utan orðin „mjólk" og „brauð“. — En þetta nægði okkur ágætlega, sagði undirlautinant Brazier, — mjólk skyldi fólk- ið strax, en erfiðar gekk með brauðið. Við reyndum . að sýna lögun þess með handa- pati og fengum þá nóg af kjötbollum að borða. Fólkið sem við hittum á flestum bæj anna skyldi okkur ekki, en það tók okkur vel. Fyrstu nótt ina sváfum við á bæ í Hrúta- firðinum. Lágum við þar á gólfinu í dagstofunni, og leið bærilega. Næstu nótt sváfum við í Fornahvammi og þá í rúmum. Hina þriðju að Hreða vatni og lágum þar á dínum og fór vel um okkur og síðast gistum við í Leirársveit og þar lágum við í hlöðu. Það var eina nóttin sem okkur var kalt. ★ — Við Hvítá í Borgarfirði voru tveir okkar félaganna búnir að ganga niður úr skónum sínum og urðu því að hætta, því miðað var við að við færum á einum skóm. — Þrír okkar komust hins vegar alla leið til Akraness og þar tókum við Akraborgina á laugardagskvöldið hingað til Reykjavíkur og sváfum á Herkastalanum um nóttina því Russel var ekki kominn. ★ Þeir félagar voru nú allir komnir út á dekk og spjölluðu glaðlega um þetta ferðalag. Svolítið voru þeir krangalegir í göngulaginu sumir þeirra, berfættir á ilskóm, en þeir voru hinir ánægðustu yfir förinni og sögðust hafa mætt hlýju viðmóti allstaðar, þótt erfiðlega hefði gengið með málið. Og hver eru svo verðlaunin, sem vinnast frá þeim á Mal- colm, spyrjum við. — Við vitum það ekki. Það eru mál yfirmannanna, svör- uðu þeir hlæjandi. vig. STAKSTEIMAR Sjónvarpið verður ekki stöðvað. Alþýðublaðið birti sl. sunnu- dag forystugrein um sjónvarpið og vekur athygli á. þvi að sjón- varp flytjist nú á hverjum. degi inn á fleiri heimili á suðvestan- verðu íslandi, enda þótt íslenzk sjónvarpsstöð hafi ekki verið byggð hér ennþá. Alþbl. kemst síðan að orði á þessa leið. „Þessi þróun ætti að ýta und- ir ráðamenn þjóðarinnar til að taka nauðsynlegar ákvarðanir varðandi islenzkt sjónvarp. Rík- isútvarpið hefur undirbúið mál- ið en leggur ekki til að ráðist verði í það af neinu óðagoti held ur verði byrjað fljótlega en far ið með gát. Þurfa ríkisstjórn og Alþingi að taka ákvarðanir um stofnun íslenzks sjónvarps og skapa því fjárhagsgrundvöll. Þeg ar það hefur verið gert má reikna með tveggja ára undirbúnings- tima áður en íslenzkar sjónvarps sendingar hefjast. Eftir það mun sjónvarpið breiðast um landið með þráðlausa simanum, og væri t.d. fljótlega hægt að setja upp endurvarpsstöð í Vestmannaeyj um fyrir allt Suðurland. Hér á íslandi hefur, m.iðað við önnur lönd, verið óvenjulega mik il andstaða gegn sjónvarpi. Flest um mun þó vera ljóst að það er tapaður miísstaður, sjónvarpið verður ekki stöðvað.“ Skærur innan kommún- istaflokksins. Innan kommúnistaflokksins hér á landi ríkja nú miklar við- sjár með mönnum. Allt frá því að leyniskýrslur SIA manna birtust á sl. vori hafa mikil átök átt sér Stað innan flokksins. Flokksmenn vita almenn að mik ill ágreiningur ríkir meðal leið- toga hans. Flestir þeirra telja það vísan voða að hafa Hannibal Valdemarsson lengur sem. for- mann Alþýðubandalagsins. Hins vegar verði að notast við hann sem forseta Alþýðusambands fs- lands ef kommúnistar nái meiri hluta á þingi þess með Fram- sóknarmönnum. En mikil óánægja rikir einnig innan kommúnistaflokksins með samvinnuna við Framsókn. Flestir viðurkenna þó að slík sam.vinna sé kommúnistum sjálf um iífsnauðsynleg. En hinir eldri leiðtogax kommúnistaflokksins þekkja óvinsældir Framsóknar- flokksins meðal verkamanma og sjómanna, ekki sízí hér við Faxa flóa. Allt veldur þetta uggi og erfiðleikum meðal Moskvu- 1 manna. Sfómannasambandáþingið mótmælir gerðardómslögum Jón Sigurðsson endurkjörinn formaður ÞRIÐJA þing Sjómannasam- bands íslands var haldið í Rvík dagana 13. og 14. okt. sl. Á þing- ið voru kjörnir 28 fulltrúar frá 7 aðildarfélögum sambandsins, og sátu þeir flestir þingið. Þingforseti var kjörinn Sigfús Bjarnason, Reykjavík og Henn- es Guðmundsson, Hafnarfirði, til vara. Ritari þingsins var Hilm- ar Jónsson, Rvík. Form. sambandsins, Jón Sig- urðsson, flutti skýrslu um það helzta sem unnið hafði verið að sl. 2 ár og las reikninga sam- bandsins, er voru samþykktir. Um skýrslu formanns urðu litlar umræður en flestir voru sammála um að sambandið hefði vaxandi hlutverki að gegna, þar sem æ meira færðist í það horf að kjarasamningar sjómanna væru gerðir sameigin- lega fyrir landið allt. Á fundi á laugardaginn voru nefndir kjörnar og störfuðu þær á laugardagskvöld og fyrir há- degi á sunnudag. Á sunnudag kl. 14,00 byrjaði fundur og voru þá nefndarálit tekin fyrir og rædd. Margar ályktanir og tillögur voru samþykktar. Fjármálin voru rædd og var samþykkt að hækka skattinn til sambandsins úr kr. 10,00 á mann í kr. 15.00. Smávegis lagabreytingar voru gerðar og sú helzta var að fjölga unl tvo menn í stjórn og voru því kosnir 7 menn í stjórn í stað 5 áður. Varamenn voru 3 en eru nú 5. í lok þingsins var kosin stjórn, varastjórn og endurskoðendur til tveggja ára. Formaður var einróma endur- kosinn Jón Sigurðsson, Rvík. Aðrir í stjórn voru einróma kjörnir samkv. tillögu kjör- nefndar: Ragnar Magnússon, Grindavík Sigríkur Sigríksson, Akranesi Magnús Guðmundsson frá Matsveinafél. SSÍ. Hilmar Jónss, Rvík. Sig. Pétursson, Hafnarfirði Geir Þórarinsson, Keflavík. Varamenn: Jóhann S. Jóhannsson, Akran. Ólafur Sigurðsson, Keflavík Vilmar Guðmundsson, Keflav. Ólafur ólafsson, Hafnarfirði Pétur ólafsson, Reykjavík. í Sjómannasambandinu eru nú 7 félög samtals, rúmlega 2400 fé lagsmenn. Meðal samþykkta sem Sjó- mannasambandið gerði var eftir farandi um gerðardómslögin: „3. þing Sjómannasambands íslands haldið 13. og 14. okt. 1962 mótmælir harðlega að gerð ardómslögin skyldu sett til lausnar síldveiðideilunni á sl. vori, og telur að vel hefði mátt leysa þá deilu á heppilegri hátt, t. d. með því að ákveða sömu kjör og áður giltu, sérstaklega þegar litið er til þess, að á stór- um hluta síldveiðiflotans voru óbreytt kjör samkv. gildandi eldri samningum. Þingið lýsir ánægju sinni með þá samstöðu er tekizt hefur með félögunum í yfirstandandi síld- veiðideilu og heitir á öll þau fé- lög, sem ótvírætt hafa lausa síldveiðisamninga að standa fast saman um samningsgerðina, svo og um samræmdar aðgerðir ef nauðsynlegt þykir, til þess við- unandi samningar fáist um síld- veiðikjörin." Úrslit bæjarstjórnar- kosninganna. Úrslit bæjarstjórnakosning- anna skutu kommúnistum einn ig skelk í bringu. Þeir urðu fyr- ir verulegu tapi víðsvegar um land. Sénstaklega veldur það kommúnistum áhyggjum. að þeir töpuðu víða a.. verulega til Framsóknarmanna. Þrátt fyrir þetta reyna leið- togar kommúnistaflokksins nú að treysta þjóðfylkinguna eins og þeir frekast mega. Þeir telja sumir þeirra jafnvel að Fram- sóknarmenn og kommúnistar eigi að gjóða fram sameiginlega lista í einstökum kjördæmum. í kosningunum næsta sumar. Aðr ir telja það hið mesta glapræði. SÍA-menn hafa ekki hátt um sig um þessar mundir em... hafa þeir orðið fyrir þungum ásökua um og aðkasti af hálfu leiðtoga sinna vegna hinna opinskáru leyniskýrzlna sinna, sem að sjálf sögðu voru ekki ætlaðar til þess að birtast opinberlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.