Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. október 1962 —^HOWARD SPRING:, 57 RAKEL ROSING Rakel tók þessu öllu rólegar. Hún kvartaði um þreytu og aldrei þessu vant, var þetta eng in uppgerðarlæti. Hún var dauð þreytt. Nú var húíi ek-ki lengur Iris Mearns. Hún var nú orðin Rakel Rosing, sem gerði sér Ijóst í fyrsta sinn, að hæfileikar eru ekki eintóm ánægja heldur hafa þeir einnig sínar skuggahliðar. Hana langaði mest til að fara að sofa og velti því fyrir sér, hvort hún gæti losnað við kvöldverð- inn, án þess að vera ókurteis. — >að var Maurice, sem stákk upp á því, að hún hvildi sig. Komdu, Rakel, sagði hann. Eg þoli ekki allan þennan æsing og fyrirgang. Eg verð að komast í herbergið mitt. Eg er viss um, 'að allir munu hafa þig afsakaða líka. Mike Hartigan ók honum inn í húsið. Rakel kom inn í herberg- ið hans og nú í fyrsta sinn. Mike lagaði til koddana, svo að hann gæti legið alveg út áf og síðan gaf Maurice honum bendingu um að fara út. Rakel stóð við hjóla- körfuna og horfði á hann. Hann seildist til og greip hönd hennar. Elskan mín, sagði hann. Eg veit varla hvernig ég á að koma orð- um að þessu, sem mér er í huga. Eg er svo hreykinn af þér. Eg vissi ekki, þegar ég bað þín, að þú hefðir hæfileika til að verða fræg kona. Nei, sagði hún. Þú vissir hvorki það né annað um mig. Aðeins eitt, sagði hann, að ég elskaði þig. Hann gældi við löngu, hvítu höndina með rauðu nöglunum og bar hana upp að vörum sér. Farðu nú og hvíldu þig, elskan mín, sagði hann. Hann beið eftir einihverju lífs- marki frá henni. Loks laut hún niður og kyssti hann á ennið. Já, sagði hún, ég verð að hvíla mig. Eg er óskaplega þreytt. Eg vissi ekki, að þetta tæki svöna á kraft ana. Það væri gaman að vita, hvort kvikmyndaleikur er eins þreytandi. Þegar Rakel var farin út tók Maurice upp úr vasa sínum bréf, sem honum hafði borizt þá um morguninn. Það var frá einka- njósna skrifstofu, og þar stóð, að kona að ættarnafni Oxtoby, sem hefði verið gift Morris Fahne- mann endur fyrir löngu, væri dá- in fysir mörgum árum. Maurice hafði ekki nefnt þetta neitt við Rakel, en hafði látið hefjast handa um þessa leit þegar bón- orð hans til hennar. Þetta hafði látið hefjast handa um þessa leit, þegar eftir bónorð hans til henn- ar. Þetta hafði kostað hann drjúg an skilding og í rauninni var svo sem engin huggun í þessum upp- lýsingum nú, er hann hafði feng ið. Þær fluttu Rakel ekkert nær honum, þótt hún vaeri raunveru- lega nær honum en áður, þegar lögin gátu ef til vill náð til þeirra. En hann var feginn, að hann hafði skrifað sig „Ekkil“ i giftingaskrána í Manchester. Þá var allt í lagi. Allt — nema það, sem mestu máli skipti. 5. Mina fór aftur inn í búnings- klefann sinn, er tedrykkjunni var lokið. Frú Harrison var alveg frá sér numin og lét eins Og gömul hæna. Mina vildi losna við hana og eiga andartaks næði. Hún hafði klætt sig í flúnelsbuxurn- ar og peysuna og sat nú með fæt- uma uppi á snyrtiborðinu Og spennti greipar fyrir aftan hnakka, með vindling í munni. Hún var mjög hrærð. Hún fann, að flestir þeir, sem mest höfðu komið við sögu leiksýningarinn- ar, voru nú á gatnamótum Og breytingar yfirvofandi. Julian mundi hætta ð vera óþekkt stærð og eins Rakel Rosing. — Hver sá, sem efaðist lengur um, að sú kona væri ein fremsta leik- kona nútimans, var bjáni. Þegar leikritið væri búið að ganga í liggjandi fyrir fótum sínum. — Leikhúsin —■ kvikmyndafélögin — allt. Hvað sjálfa hana snerti gat þetta einnig orðið þýðingar- mikið Hlutverk hennar var gott, og með Rakel sem jafn fullkom- inn meðleikanda og hún hafði verið í dag, gat það orðið ennþá eftirtektarverðara en efni annars stóðu til. og orðið henni til meiri framdráttar en nokkurt annað hlutverk hafði hingað til verið. En hvaða þýðingu gat allt þetta haft fyrir Maurice Banner- mann? Mina hafði verið í vafa um, hversu mikil alvara lægi að baki afstöðu Julians gagnvart Rakel. Hún gat ekki ímyndað sér, að hann mundi gefa sig mjög á vald þessari konu, sem Charlie hafði farið um háðulegum orðum Og sagt, að hún hefði werið „tínd upp af götunni", og-jafnvel þótt hún væri góð leikkona, sem færi vaxandi fyrir augum manns. Og veslings Maurice Bannermann, sem ekkert gat aðhafzt í málinu. Því hvað gerir skynsamur maður, ef svona stendur á? Alls ekki neitt. Eg veit hvað ég mundi gera, sagði Mina við sjálfa sig. Eg mundi brjóta hvert bein í bölvuðum skrokknum á henni. Hún þaut á fætur, spennt og skjálfandi og horfði ósýnum aug- Um út gegn um gluggann. Arm- arnir héngu máttlausir niður, en hnefarnir voru krepptir þangað til hnúarnir voru eins og þeir ætluðu út úr skinninu. Augun leiftruðu með öllum grænu flekkjunum. Guð minn góður. hugsaði hún. Ef hún gengur of- langt, skal ég taka málið í mín- ar hendur. Litlu brjóstin gengu upp og niður undir peysunni. — Gegnum fallega græna litinn á trjánum gat hún séð húsið, og allt í einu kom Rakel í ljós gegn um glugga uppi á efri hæðinni. Hún var langt í burtu en Mina gat samt séð, að hún var í ein- hverjum glerfínum undirfötum, og sá hana teygja armana leti- lega upp í loftið og síðan hvarf hún. Mina hristi og skók hnef- ana í áttina til hennar og var á svipinn eins og ofurlítil falleg galdranorn. Varaðu þig, sagði hún. Varaðu þig. Eg skal finna þig í fjörunni áður en langt um líður. XXV. 1. Höfðingjasleikjuskapur Lund- únablaðanna lét það aldrei bregð ast að geta Markhamleikanna lof- samlega. Að vissu leyti var líka þessi árlegi leikur einskonar sögulegur viðburður, þar sem hann var framinn á aðalsmanns- setri — sem var aðalatriðið. Upa- von lávarður var að sjálfsögðu meðlimur í veiðiklúbbum og af því leiddi aftur, að allir aðrir félagar þar voru boðnir, auk fjöl- margra fínna manna úr borg og byggð. Og það var varla hægt að þegja í hel leikrit, sem var sett Þetta er skemmtilegur dans. Við skulum vera með. á fjalirnar undir slíkri vernd. — Þannig komst þetta á prent, þótt ekki væri nema fyrir gildi sitt í samkvæmislífinu, hvað sem leik- listargildinu kunni að líða. En hvað snerti „Veika ísinn“, var allt öðru máli að gegna. Þrjár sýningar voru á leikrit- inu: mánudag, þriðjudag og mið- vikudag, en það var á mánu- daginn, að Upavon lávarður hafði inni þetta fjölmenna gestaboð, sem áður er getið. Cecil Hans- ford, hinn þekkti leikstjóri, var meðal gestanna. Júlian setti traust sitt á Hansford, og hinn brást heldur ekki því trausti. — Þegar leiknum var lokið Og fagn- aðarlátunum linnti í hlöðunni, læddist Hansford að tjaldabaki, þar sem Curle bryti var að gusa sódavatni í glös. Lávarðurinn, presturinn, Julian og Carlie Roe- buck, horfðu á hann dómaraaug- um, Og þóttust eiga gott skilið fyrir afrek sitt. Eitt glas til, Curle, þusaði lá- varðurinn. Jæja, Hansford, var það ekki sæmilegt, ha? Leikgáfa Heathættarinnar hefur ekki dáið með Georgiönnu, ha? Hansförd lyfti glasinu sínu. — Til hamingju, Julian. Þarna tókst þér upp, drengur minn. Julian roðnaði og brosti. Hans- ford skellti í sig úr glasinu. Eg verð að þjóta, sagði hann, en ég vildi ekki fara án þess að óska þér til hamingju. En eitt orð í trúnaði: Hertu á leiknum á morgun og segðu stjörnunni þinni að gera slíkt hið sama. Guð minn góður-: Hvar fannstu Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov B3I að gera hver sinn kafla. Marilyn Monroe var í kaflanum um rón- ann, sem þolir ekki vetrarkuld- ann og fremur því glæp, sem geti komið honum í fangelsi yfir veturinn þar sem er hlýrra en úti. í upphaflegu útgáfunni var ekki nema einn róni, en í kvik- myndaútgáfunni voru þeir tveir. Þeir voru leiknir, skemmtilega ruddalega af Charles Laughton og David Wayne. Marilyn lék góðlátlega götudrós, sem var að glápa á búðar,glugga, sem rón- arnir ætluðu að fara að brjóta með steinkasti. Hún fer eitthvað að skrafa við Laughton — eitt- hýað á þá leið, að þeir félagar væru slíkir höfðingjar, sem hún væri að leita að. Aðalleikstjprinn, André Hakim, lét sér detta í hug, að Marilyn þyrfti að hafa það, sem kallað er „Kvennaleikstjóra", þ.e. mann, sem væri gæddur þeirri engla- þolinmæði, að geta þolað alla duttlunga taugaveiklaðra leik- kvenna — og hafði þvi falið þennan kafla Henry Koster. Kost er hafði unnið það sér til ágætis að gera stjörnu úr Deanna Durb- in hjá Universal. Marilyn hafði svo lítið hlutverk þarna, að þar var ekki um nein vandamál að ræða, nema ef vera skyldi klæða- burðinn frá 1890, ásamt tilheyr- andi hárgreiðslu og málningu að þeir töfrar, sem hann kynni að geta fengið út ir leik hennar, hefði varla getað notið sin að neinu ráði. „Full House“, eins og þessi keðjumynd var kölluð í heild, varð ekkert sérstakt, og var seinna endurskoðuð undir yfirstjórn Zanucks og þá sleppt úr henni heilum kafla. „We’re Not Married“ gekk betur — og sannast að se'gja var sú mynd einhver bezta gamanmynd ársins 1952. Höfundurinn var eina viku, hafði Rakel heiminnNunally Johnson, en leikstjóri i Edmund Golding. Hann var ef til vill ennþá frægari „Kvenna- leikstjóri" en Koster. Hann þótti snillingur í tíð þöglu myndanna og hafði stjórnað Gloria Swan- son, Nancy Carroll, Garbo Oig Bette Davis. Hann var snillingur í því að róa leikkonurnar og fá iþær til að sýna margbreyttar til- finningar. Hann hafði aldrei ver- ið neitt þekktur fyrir gaman- leiki, en í samvinnu við Johnson framleiddi hann ágæta gaman- sama keðjumynd. Enda þótt myndin tækfst vel, var tillag Marilynar til hennar svo sem ekkert sérstakt. í raun- inni sannaði myndin ekkert ann- að en fegurð hennar, en það höfðu bara allir vitað áður. Lík- aminn hafði sama aðdráttarafl og fyrr, en tilfinningarnar voru enn blóðlausar. Sá leikur sem Huston og Mankiewics höfðu getað feng- ið hana til að sýna, var enn eins og hvert annað kraftaverk í aug- um manna. John McCarten komst þannig meinlega að orði um leik hennar — og var ekki fjarri al- menningsálitinu: „Hvað snertir hr. Wayne, þá kemst hann fram- ar öllum vonum lifandi gegnum það ólíkindalega ástand að vera giftur ungfrú Monroe“. Engu að síður var Marilyn aug lýst hvað mest leikaranna í „Full House“ og „We’re Not Married“. Hinar stjörnurnar voru ekki nefndar á nafn. Leikhúsin lágu á Spyros Skouras að koma með fleiri Monroe-myndir. og Skouras nauðaði aftur á Zanuck. Nú reyndi hver leikstjóri þarna að finna hlutverk handa henni í þeim myndum, sem þeir höfðu með höndum og fyndist það ekki, bjuggu þeir það til. Og það var engin furða, því að þegar hér var komið, taldist mönnum svo til, að nafn hennar í myndinni, yki ágóðann af henni um 500.000 dali. Það mátti vel segja, að nú væri Marilyn orðin drottningin á dansleiknum, og hætt að „sitja yfir“. Allir vildu fá hana í næsta dans. Sol Siegel varð fyrstur til þess að láta sér takast það, mest vegna þess, að hann hafði leikrit tilbúið til upptöku, „Monkey Business“, sem er samsuða af ævintýraleik og skopleik, sem aðalskrifstofunni var nokkurn- veginn sama um, hvernig Mari- lyn tækist með — ef illa færi, gat hún ekki unnið sér neitt teljandi tjón með því. Þarna áttu Cary Grant, Ginger Rogers og Charles Coburn að vera stjörnur, ásamt Marilyn, en Howard Hawks leik- stjóri. Grant var lífefnafræðingur í stórri efnaverksmiðju, sem Cob- urn átti. Ginger Rogers lék konu Grants en Marilyn einkaritara Coburns. Persónan átti að vera girnileg útlits og með greindar- vísitöluna 69. Hún var jafnófær til að stafsetja, vélrita, nota lestr armerki og skrifa eftir upp- lestri. í einu atriðinu eru þeir Grant og Coburn á ráðstefnu og Marilyn kemur inn með einhver skilaiboð. Þegar hún brokkar út úr skrifstofunni og bakhlutinn gengur eins og velsmurð vél, nær myndavélin þeim kumpán- um þar sem þeir stara á hana með hrifningu, líta síðan hvor á annan og njóta sjónarinnar í fé- lagi. Eftir stundarþögn segir Coburn og andvarpar um leið: „Jæja allir hraðritarar geta staf- að“. í þeim atriðum þar sem þurfti að fara með texta eða sýna dramatískan leik, var Marilyn ekki annað en viðvaningur. Rödd in var mjó og hlægileg og líkam- inn stirður. Það var aðeins eitt atriði, þar sem undramáttur henn ar naut sín. Grant, sem hefur verið að gera tilraunir með yng- ingarmeðal, drekkur af tilviljun vatn, sem einhver aðstoðarmaður hans hefur hellt í samsulli af ýmsum efnum. Þessi blanda lífg- ar hann svo við, að hann fer með Marilyn út á lífið. Á þessu ferða- lagi kaupir hann MG sportbíL Svo ekur hann eins og gapi inn í umferðina og út úr henni aftur. Hawks náði þarna í ágætar nær- myndir af Marilyn — hárið flaks- andi í vindinum, líkaminn af- slappaður Og andlitið ljómandi af aðdáun á Grant. Að þessu undanteknu var tillag hennar til myndarinnar aðeins líkamlegt. I einu atriðinu sýnir hún fallegan fót, þar sem hún er að sýna sokka úr gerviefni, sem Grant hefur fundið upp. Það voru föt hennar og hvernig hún bar þau, se*i tók langt fram tilraunum hennar til dramatískrar túlkun- ar. Marilyn var nú búin að fá uppáhalds-hárgreiðslukonuna sína og bezta andlitsfarðann: Gladys Rasmussen og „Whitey“ Snyder, og þau þjónuðu henni mestallan tímann hjá 20th, Eftir því sem stundir liðu fram, tók hárið á henni mörgum litbreyt- ingum. Hún var ljósskolótt I „Asphalt Jungle", gullinhærð i „All About Eve“ silfurlit i „Young as you Feel o, s. frv. Ungfrú Rasmussen sagði einu sinni við mig: „Það eru ýms vandamál því samfara að laga hárið á Marilyn. Það er mjög fíngert og þessvegna erfitt viður- eignar. Það verður feitt ef það er ekki þvegið daglega. Og það er svo hrokkið í verunni, að tii þess að ráða við það verður hún fyTst að fá slétt permanent. Ekki heldur hún sér mest að neinni sérstakri hárgreiðslu. Hún getur borið hvað sem er — hrosstagl og loðhundagreiðslu, ítalska upp- setningu og hvað sem er. Ef hún ætlar í samkvæmi, verð ég að setja það upp svona eða hinsegin, en hún notar aldrei sama stílinn tvisvar.; Og Whitey Snyder segir, að það taki hálfa aðra klukkustund að mála hana, og jafnlengi, hvort sem hún ætlar í samkvæmi eða kvikmyndatöku. En ef hún ætlar bara að vera heima, notar hún alls enga málningu — ekki sv« mikið sem púður á nefið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.