Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. október 1962 og er sigurstraifglegt í úrslitum AKUREYRINGAR fóru enga sigurför gegn KR. Eftir stórsig- urinn yfir Akranesi var búizt við stórleik. KR-ingar kæfðu allar tilraunir Akureyringa í fæðingu og réðu lögum og lof um í Ieiknum frá upphafi til enda. Hinir fljótu framherjar Akureyringa fengu aldrei að spreyta sig til fulls, heir fengu tækifæri, sem aðeins má telja á fingrum annarrar handar. — KR-ingar nýttu hins vegar sin tækifæri til fulls' í byrjun. Eftir 34. mín. höfðu þeir skorað 3 mörk og að urðu úrslit leiksins — 3 mörk gegn engu. Heppni KR Eins og heppnin var með Akureyringum í byrjun leiks gegn Akurnesingum á dögunum, þá var hún á móti þeim nú. — Á 2. mín. — fyrsta upphlaup KR — tókst Erni Steinsen að skalla í mark og mun það eitt af fáum skallamörkum Arnar (ef ekki það fyrsta í stórleik), og svo hélt heppnin áfram að dansa við KR í leiknum, þó þeir ættu það að vísu skilið fyrir það að eiga alltaf frumkvæðið. Ellert komst í færi á 4. mín. en átti lélegt skot en tókst þeim mun betur upp á 11. mín. er hann j upp úr þvögu átti óverjandi skot í bláhorn uppi eftir sókn vinstra » megin. Tvö mörk á 11. mín. setti fjör- ið í KR en dró fjörið úr Akur- eyringum, sem vonlegt var. Eft- ir þetta var varla um keppni að 100% og alls átti KR 7 góð færi. Sigurinn lenti því án alls efa réttu megin. KR-ingar höfðu tagl og hagldir í leiknum og heppnina með sér við markið. Akureyringar voru sem skuggar frá síðasta leik sínum hér gegn Akurnesingum. Beztir hjá KR voru Ellert, Garðar og Jón framan af, en dofnaði er á leið, eins og fleiri í hans liði. Akureyringar nutu sín aldrei. Framlínan fékk vart að sýna hvað í henni býr. Allar tilraunir kæfðar í fæðingunni. Framherjar voru sífellt í návígi en vörnin reyndist heldur lin, þó hún verði ekki sökuð um öll mörkin, sem heppnuðust svo 100% hjá KR. Keflvikingar voru leiknari í po Uunum — en ýttu frá sér. Islandsmeistarar Fram voru alltaf í vðrn í þessum aðstæðum. En hvað sem því leið, Keflavík átti betra spil, Framh. á bls. 23 ISLANDSMEISTARAR Fram þurftu sannarlega að hafa heppn ina með sér til að komast í úrslit bikarkeppn.innar. í Ieik þeirra við Keflvíkinga áttu þeir alltaf í vök að verjast og það svo að engin von virtist til að þeir hefðu möguleika. En sjálfs- mark Keflvíkinga á síðustu mín. leiksins færði Framurum mögu- leikanin — og hann notuðu þeir sér. í framlenginu skoruðu þeir sigurmarkið og mæta KR í úr- slitaleik. * Keflavík átti leikinn. íslandsmeistarar<iir voru lengstum eins og fis móti kröftug Einar fær ekki bjargað skoti Ellerts. Ljósm. Sv. Þormóðsson. legum Keflvíkingumi Að vísu voru Keflvíkingar all harðir, — einkum með sínar handhreyfing- ar. En dómarinn vildi aldrei taka eftir slíku og það fékk að við- gangast leikinn út. Framan af tóku Keflvíkingar leikinn í sinar hendur, stýrðu honum, spiluðu, léku sér stundum að mótherjun- um en fundu ekki leiðina í ipark því einbeitnin vék fyrir kappinu og kappið fór með möguleikana. Hvað eftir annað áttu Keflvík ingar marktækifæri en það var ekki 'eítir en á 28. mín. að þeim tókst að skora. Aukaspyrna var tekin utan af hægri kanti. Geir virtist hafa möguleika á spyrn- unni en skyndilega skallaði Högni og knötturinn lá í neti Fram. it: Óvenjulegar aðstæður. Geysilegur vatnselgur á vell- inum, sums staðar stór stöðu- „vötn“ gerðu illmögulegt að leika knattspyrnu. Svo virtist sem Keflvíkingar væru leiknari <íGuðmundur Þorsteinsson skorar. IR vann afmœl ismót KFR Körfuknattleiksfélag Reykja- víkur minntist 10 ára afmælis síns með hraðkeppni og úrslátt- armóti í fyrrakvöld að I-Iáloga- landi. Kepptu þar fimm lið m.a. tvö úrvalslið frá Keflavíkurvelli. Svo fór að íslandsmeistarar ÍR- inga sigruðu bæði Keflavíkurlið- in og þar með mótið og var sá sigur vel verðskuldaður. Fyrst mættust KFR og A-lið Keflavíkurvallar. Vgllarmenn höfðu þann leik í hendi sér og unnu 43 gegn 33. Síðan mættust ÍR og B-lið sunnan að og vann ÍR 25 gegn 20. í annari umferð léíku saman Ármenningar og A'-liðið sunnan að og vann Keflavíkurliðið. Loks mættust ÍR-ingar og A- liðið sunnan að og vann ÍR liðið all öruggan sigur þó jafnt væri með 31 stigi gegn 28. ræða. KR-ingar voru alltaf fyrri til að boltanum — því litla sem munaði, en það hafði afgerandi áhrif. — ic Aldrei hætta Heimir markvörður og vörn KR-inga komst eiginlega aldrei í hættu allan leikinn út í gegn, ef undan er tekin snögg mark- spyrna Skúla á 17. mín. og stangarskot Valsteins í síðari hálfleik og pressuna, sem eftir fylgdi, m. a. með skoti Skúla. Þar með voru upp talin tækifæri Akureyringa og náðu þeir sér aldrei upp í leiknum. ÍC Frumkvæði KR KR-ingar höfðu alltaf frum- kvæðið en ekki mörg góð mark- tækifæri. Hin fyrstu heppnuðust íslenzka handknaltleikslandsliðið leikur í Purís og Mudrid ÍSLAND er orðinn eftirsóttur aðili í landsleik í handknattleik og veldur þar sennilega mestu um hinn ágæti árangur landsliðs- ins í heimsmeistarakeppninni, er ísland hlaut 6. sætið. Frakkland, Sviss, Holland, Belgía og Spánn og ýmis önnur lönd í A-Evrópu hafa farið fram á landsleiki við íslendinga, en nú er afráðin landsliðsför í febrúar og verður keppt í París í þeim mánuði og einnig við Spán í Madríd, þó enn sé beðið eftir endanlegu sam þykki Spánverja við leikdögum. íslenzka landsliðið gat sér mik- inn og góðan orðstír í heims- meistarakeppninni í Þýzkalandi. Sjötta sætið — og ekki sízt jafn- teflið við Tékka fyrrum heims- meistara vakti mikla athygli. ís- lenzka landsliðið fer því til Parísar og Madrid sem sigur- stranglegt lið sem heimamenn óttast og virða. Landsliðsnefndin er að leggja endanlegt val á leikmenn í landsliðið, en aðalæfing- ar landsliðsins munu fara fram í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli eins og æfingar unglingalandsliðs- ins er við sögðum frá í síðustu viku. KR vann 3:0 yfir Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.