Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 16. oMdtier 1962 Ctgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastj órí: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. SUÐURLANDS- SÍLD VEIÐIN Fulltrúar á þingi rómversk kaþólsku kirkjunnar á leið til St. Péturskirkjunnar, þar sem þingið hófst sl. fimmtudag. Fulltrúarnir eru um 2.700 og gengu þeir fylktu liði til fundarins. Breytingar á viðskiptum Evrópulanda og fleíri fréttir frá SÞ T Tndanfarin ár hefur verið ^ unnið ötullega að því að afla nýrra og sjálfstæðra markaða fyrir Suðurlands- síld. Verulegur árangur hef- ur orðið af þessari viðleitni. Nýrra markaða hefur verið aflað víða um lönd og vonir standa til þess að mögulegt verði að byggja upp mark- aði fyrir Suðurlandssíld enn víðar. Hér er vissulega um merki- lega þróun að ræða. Þegar Norðurlandssíldin brást ár eftir ár var það ákaflega þýðingarmikið að útvegs- menn og sjómenn hófust handa um síldveiðar fyrir Suðvesturlandi haust og vet- ur. Allra síðustu árin hefur þessi síldveiði verið stórkost- legur búhnykkur. í haust hafa verið gerðir sölusamningar um mikið magn af saltaðri og hrað- frystri Suðurlandssíld. En nú bregður svö við að síldveiði- flotinn liggur í höfn. Mark- aðirnir eru í mikilli hættu og frekari töf á því að síldveið- arnar hefjist getur haft í för með sér stórkostlegt tjón, í senn fyrir útgerðina, sjómenn ina og þjóðarheildina. Ástæða þessarar tafar á því að vetrarsíldveiðin hefj- ist er ágreiningur um kaup og kjör. Hefur deilunni um þetta nú verið vísað til sátta- semjara fyrir nokkru. Það má ekki henda að frekari töf verði á þessum veiðum. Af því myndi leiða stórkostlegt tjón fyrir alla aðila og það væri auk þess þjóðinni til vanvirðu. Með ærinni fyrirhöfn hefur tek- izt að afla nýrra markaða fyrir Suðurlandssíld. Útgerð- in hefur búið skip sín full- komnum tækjum til þess að stunda þessar síldveiðar og vitanlega þarf þjóðarbúið á því að halda að útflutningur sé sem mestur enda þótt gjaldeyrisstaða þjóðarinnar sé nú betri en nokkru sinni fyrr. Hér skal ekki fjölyrt um þær samningaviðræður, sem átt hafa sér stað milli full- trúa sjómanna og útvegs- manna um ráðningarkjör á vetrarsíldveiðum. En hinir nýju samningar eiga að geta tryggt það tvennt að útgerð- in sé rekin hallalaust á heil- brigðum grundvelli og sjó- mennirnir hafi góðar tekjur. EINI BANDA- MAÐUR FRAM- SÖKNAR F'ramsóknarflokkurinn á nú *• aðeins einn bandamann. Það er hinn alþjóðlegi komm- únismi. Leiðtogar Framsókn- arflokksins hikuðu ekki við að sverjast í fóstbræðralag við umboðsmenn Moskvu- valdsins á íslandi þegar ó- heilindi þeirra og hentistefna hafði skákað þeim út úr stjóm landsins. Þetta er í raun og sann- leika furðulegt fyrirbæri. — Framsóknarflokkurinn hefur alltaf sagzt vera lýðræðis- flokkur, sem hefði frelsi og mannréttindi á stefnuskrá sinni. Vitað er að meginhluti þess fólks sem flokkinn fyll- ir fylgir honum vegna þess að það trúir því að hann sé lýðræðissinnaður stjórnmála- flokkur. En hentistefnu- hneygð leiðtoga hans hefur leikið Framsóknarflokkinn grátt. Hann stofnaði „Hræðslu- bandalagið“ með Alþýðu- flokknum 1956, m.a. til þess að útrýma áhrifum kommún- ismans á íslandi, eins og leið- togarnir orðuðu það. En ekki var alþingiskosningunum sumarið 1956 fyrr lokið en að leiðtogar Framsóknarflokks- ins tóku kommúnista með sér í ríkisstjórn. Allan þann tíma sem vinstri stjórnin lifði, studdu Framsóknar- menn kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar gegn Alþýðuflokknum eftir fremsta megni. Eftir að vinstri stjórnin lagði upp laupana hefur sam- vinna Framsóknarmanna við kommúnista orðið ennþá nán ari. Nú hafa þeir myndað með þeim þjóðfylkingu, sem hefur það takmark fyrst og fjemst að ná þingmeirihluta við næstu kosningar og mynda ríkisstjórn í landinu. Til þess að ná þessu tak- marki hika Framsóknarmenn ekki við að hjálpa kommún- istum eftir fremsta megni til þess að hindra efnahagslega uppbyggingu og hleypa ó- freskju verðbólgunnar að nýju lausbeizlaðri á almenn- ing. En það er athyglisverð staðreynd, sem rétt er að al- þjóð geri sér ljóst að um- BREYTINGAR þær, sem orðið hafa á viðskiptum Evrópulanda undanfarið eru gerðar að um- talsefni í ritgerð, sem birtast mun í næsta hefti af „Economic Bulletin for Europe“, sem Efna- hagsnefnd SÞ í Evrópu gefur út. Fyrri hluti ritgerðarinnar fjallar um þátt Evrópu í heimsviðskipt- unum, en þau jukust ekki jafn- hröðum skrefum 1961 og framan af þessu ári og áður. Ástæðan er fyrst og fremst sú að við- skiptaþróunin varð hægari í þeim ríkjum sem miða fram- leiðslu sína við markað. Þegar á árinu 1960 hafði dregið veru- lega úr viðskiptaaukningunni í þeim löndum, þar sem ríkið rekur áætlunarbúskap og dró ekki jafnmikið úr viðskiptum þessara ríkja á árinu 1961. Hins vegar varð viðskiptaþró- boðsmenn hins alþjóðlega kommúnisma á íslandi, eru nú einu bandamenn Fram- sóknarflokksins, svo hyldjúp er niðurlæging þessa flokks eftir brall og pólitísk hrekkja brögð leiðtoga hans á und- anförnum árum. Þau hafa ekki borgað sig og margt bendir til þess að bandalag Framsóknarflokksins við kommúnista muni verða hon- um og leiðtogum hans dýr- keypt. NORSK HÁSÆTISRÆÐA T hásætisræðu Ólafs Noregs- * konungs, er hann flutti við setningu Stórþingsins fyr ir skömmu, komst hann m.a. þannig að orði að fjármála- stefna ríkisstjórnarinnar mið aði að mikilli fjárhagslegri unin örari í Evrópulöndum yfir- leitt en annars staðar. Viðskipta- þróunin var hægari í Bandaríkj- unum og hjá þeim ríkjum sem framleiða hráefni, en um var að ræða í heimsviðskiptunum yfir- leitt. Og hjá meginlandi Kína og öðrum Asíuríkjum, þar sem rík- ið rekur áætlunarbúskap, minnk uðu viðskiptin á árinu 1961. — Þáttur Evrópu í heimsviðskipt- unum jókst þannig enn 1961 og er ástæðan aukin viðskipti Ev- rópulandanna innbyrðis, aðallega V estur-E vrópurík j anna. f Vestur-Evrópu hélt utanrík- isverzlunin áfram að vaxa hrað- ar en iðnaðarframleiðslan á ár- inu 1961 og fyrri hluta þessa árs. Á árinu 1961 jókst útflutningur mest frá írlandi, ítalíu, Sam- bandslýðveldinu Þýzkalandi og Grikklandi. En í byrjun ársins uppbyggingu með atvinnuör- yggi og réttlátri skiptingu launa. En með tilliti til út- flutningsverzlunar Nóregs getur þessu takmarki stafað hætta af því að eftirspurnin innanlands verði of mikil og útgjöldin vaxi of ört, sagði konungur. Það er því nauð- synlegt, hélt Ólafur Noregs- konungur áfram, að sjá um að launaaukningin verði ekki meiri en fjárhagurinn leyfir. Með þessu er einnig tryggt meira jafnvægi í verðlagi. í þessum orðum felst stefna norska Verkamanna- flokksins í efnahagsmálum. Það er jafnvægisstefna sem miðar að aukningu fram- leiðslunnar og vaxandi þjóð- artekjum. Það er sama stefna og Viðreisnarstjómin hefur markað í íslenzkum stjóm- málum og efnahagsmálum. 1962 jókst útflutníngurinn mest hjá nokkrum hinna smærri ríkja Vestur-Evrópu: fslandi, Grikk- landi og Tyrklandi. ítalir hafa einnig haldið áfram að auka út- flutning sinn en dregið hefur úr útflutningi Vestur-Þýzkalands það sem af er þessu ári. Aðildarríkin skulda SÞ 140 milljónir dollara Hinn 31. ágúst sl. námu ó- greiddar kröfur SÞ á hendur að- ildarríkjunum um 140 milljón- um dollara. Stærsta upphæðin er vegna starfseminnar í Kongó, nær 82 milljónir dollara, og vegna gæzluliðs SÞ fyrir botni Miðjarðarhafs, 31 milljón doll- ara. Einnig skulda nokkur ríki fastagjöld sín til samtakanna, samtals 22 milljónir dollara fyr- ir 1962 og 4,6 milljónir fyrir ár- ið 1961. Sovétríkin og Frakk- land eru meðal þeirra ríkja, sem mest skulda, vegna aðgerðanna í Kongó skulda Sovétríkin 32 niilljónir og Frakkland 14 millj. og vegna gæzluliðsins fyrir Mið- jarðarhafsbotni skulda Sovét- ríkin enn 14 milljónir dollara. Framihald á bls. 17. í Noregi fara jafnaðar- menn einir með völd. Þeir ráða einir í verkalýðssamtök- um norsku þjóðarinnar og kommúnistar eru þar einskis virtir og einangraðir. En norskir jafnaðarmenn hika ekki við að segja norskum verkalýð að „launaaukning- in megi ekki verða meiri en fjárhagurinn leyfir“. Þetta sama hafa leiðtogar Viðreisnarstjórnarinnar á ís- landi sagt íslenzkum verka- lýð. Kommúnistar og Fram- sóknarmenn halda því hins vegar fram að launahækkan- ir þurfi ekki að vera í neinu samræmi við framleiðslu- aukninguna og efnahagsá- standið yfirleitt. Það er hin hættulega falskenning sem íslenzka þjóðin verður að hafa þroska til þess að vísa endanlega á bug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.