Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 8
8 MORGLN BLAÐIÐ f>riðjudagur 16. október 1962 Tollalækkanirnar hafa unnið sig upp í aukinni sölu Á FUNDI efri deildar gerði Gunnar Thoroddsen fjármálaráð herra grein fyrir frumvarpi um bráðabirgðabreytingu og fram- lengingu nokkurra laga, en sam- þykkt var að vísa því til 2. um- rseðu og fjárhagsnefndar. Tollalækkunin hefur unnið sig upp f upphafi máls síns kvað ráð- hersann frumvarp þetta að meg- inefni samhljóða slíkum frum- vörpum á undanförnum árum. I»ví til viðbótar er lagt til að lög um lækkun aðflutningsgjalda á ýmsum vörutegundum nr. 60 tfrá 1961 gildi til ársloka 1963. í sambandi við það mál, kvaðst ráðherrann vilja taka fram, að þegar ákveðið hefði verið að lækka aðflutningsgjöld á all- mögrum vörutegundum, sem háir tollar hefðu ver- ið á, hefði verið tekið fram, að þetta hefði verið gert í tilrauna- skyni. Tilgang- urinn hefði ver- ið sá að lækka í verði verulega ýmsar vörur og í annan stað reyna að draga úr þeim mikla ólöglega innflutningi og smygli, sem allir vissu að átti sér stað á ýmsum hátollavörum. í þessu sambandi gat ráðherr- ann þess, að hefði innflutningur haldizt óbreyttur að magni til á þeim vörutegundum, sem tollar voru lækkaðir á, mundi ríkis- Sjóður hafa tapað um 40—50 millj. kr. á ári á þessum tolla- lækkunum. En það hefði reynzt á annan veg. Hagstofan hefur dregið saman, hverjar tekjur ríkissjóður hefur haft af þessum tilteknu vörum, sem tollar voru lækkaðir á á fyrstu 6 mán. árs- ins 1961 og fyrstu 6 mán. ársins 1962, eftir að tollalækkunin hafi verið komin til framkvæmda. Niðurstaðan sé sú, að í stað þess að ríkissjóður missti -tekjur af þessari tollalækkun urðu tekjur hans 17,5 millj. kr. meiri á þessu sex mánaða tímabili. Unnið að endurskoðun tollskrárinnar Þá gat ráðherrann þess, að unnið hefði verið að allsherjar endurskoðun tollskrárinnar frá því núv. ríkisstjórn tók til starfa með það fyrir augum að sam- ræma og sameina þau mörgu aðflutningsgjöld, sem nú eru í gildi. Gífurlegt verk hefði verið unnið og kvaðst ráðherrann vænta þess, að unnt yrði að leggja hina nýju tollskrá fyrir þetta þing. En þegar sú tollskrá tekur gildi, hvort sem það getur orðið um næstu áramót eðá síðar á árinu 1963 mundi það að sjálf- sögðu hafa þá þýðingu, að ýmiss ákvæði í þessu frumvarpi kæmu ekki til framkvæmda. Ólafur Jóhannesson (F) kvað því hafa verið lofað, er 8% sölu- skatturinn var á lagður 1960, að hann mundi ekki vera fram- lengdur. Raunin hefði þó orðið önnur og væri hér enn gert ráð fyrir að framlengja hann. Og þótt það væri í rauninni stórt mál út af fyrir sig, væri það þó ekki annað en afleiðing hinnar röngu fjármálastefnu ríkisstjórn arinnar, eins og Framsóknar- menn hefðu bent á hvað eftir annað. Engin fyrirhelt gefin Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra benti á, að frumvarp þetta væri fyrst og fremst fram- lenging skatta og skattaviðauka, sem orðið hefðu til í fjármála- ráðherratíð Eysteins Jónssonar, og viðurkenndi hann, að það væri sér óljúft verk. Sér væri þó huggun harmi gegn, að von væri á nýju tollskránni, sem mundi gera kleift að fjarlægja þetta. Rifjaði hann síðan upp orsakir þess, að 8% innflutnings- söluskatturinn var tekinn upp 1960. Fyrirspurn hefði þá komið fram í báðum deildum Alþingis, hvort til stæði að framlengja þennan söluskatt og lægju glögg- ar og skýrar yfirlýsingar fyrir um, að engin fyrirheit hefðu verið gefin í þá átt. Hins vegar yrði hann ekki í gildi stundinni lengur en þangað til nýja toll- skráin verður lögfest. Sigurvin Einarsson (F) spurði, hvort það ætti að leggja sölu- skattinn niður eða sameina hann verðtollinum í hinni nýju toll- skrá. Lýkur viðræðum Breta við EBE í janúar? Brussel, 15. okt. (NTB). SÍÐASTA stig þeirra viðræðna, sem hafa úrslitaþýðingu varð- andi efnahagslega og stjórnmála- lega sameiningu Evrópu er nú hafið í Brússel, en þar ræða Bretar við ráðamenn Efnahags- bandalags Evrópu. Talið er að það verði ekki fyrr en að mörg- um mánuðum liðnum, sem skorið verður úr um það hvort Bretar, Norðmenn og Danir fái aðild að E.B.E. Nú eru allir aðilar þó sammála Þörf á að endurskoða fund- arsköp Alþingis f UPPHAFI funds neðri deildar í gær, kvaddi Einar Olgeirsson sér hljóðs utan dagskrár og varp- aði fram fyrirspurn til ríkis- stjórnarinnar varðandi flugvéla- kost varnarliðsmanna. 1 fram- haldi af þeim umræðum, gerði dómsmálaráðherra Bjami Bene- diktsson grein fyrir þeirri skoð- un sinni, að þörf væri á að end- urskoða þingsköp Alþingis, í framsöguræðu sinni fyrir frum- varpi ríkisstjóraarinnar um lög- reglumál, sem samþykkt var að vísa til 2. umræðu og allsherjar- nefndar. FARIÐ ÚT FYRIR REGLUR ÞINGSKAPA. Bjarai Benediktsson, dóms- málaráðherra, kvað alþingis- mönnum það ljóst, að slíkar fyrir spurnir og slíkar umræður og þær, sem orðið hefðu um fyrir spurn Einars Olgeirssonar væru alltíðkaðar í þingsölunum, þótt ekki sé ráð fyrir þeim gert í þingsköpum. T.d. sé ljóst, að hefði fyrirspurn EO verið flutt samikvæmt þingsköpum hefðu umræðurnar orðið mun takmark aðri og umræðurnar styttri. Þær hafi sýnt, að hér hafi verið farið út fyrir þær reglur, sem þing sköp hafi sett og þingmenn kom- ið sér saman um. Þó kvaðst ráðherrann ekki sérstaklega áfell ast EO að þessu sinni, heldur ját aði, að þetta hefði verið tíðk- að af öllum flokkum. T.d. kvaðst hann minnast þess, að EO hefði, er hann var forseti neðri deild- ar, hindrað að fyrirspurn yrði borin með þessum hætti, þar sem hún hefði komið honum illa. En einnig þau viðbrögð sönnuðu, að flokkarnir ættu að koma sér sam an um endurskoðun þingskap- anna og setja nefnd allra flokka til þess að færa þingsköpin nokkuð sæmilegt horf. „Okkur hlýtur öllum án til- lits til flokkagreinings og án til lits til hvort flokkurinn er ríkisstjóm að koma sama-n um, að sem bezt skipulag þurfi að vera á störfum þingsins," sagði ráðherrann. Ekki kvaðst hann hrifinn af snöggum breytingum á þing- störfunum, en taldi að bezt væri að halda í ’oað, sem vel hefði reynzt. En Ijóst sé, að slíkar umræður sem fyrirspurn EO séu sízt heppilegar. Þær geri lítið til í upphafi þings, meðan menn hafa enn fá mál að fjalla um, en geta verkað stórtruflandi þingstörf, eftir að líða fer á þing- tímann. Eins taldi ráðherrann ljóst, að ákvæðin um vantraust og eldhúsumræður séu með öllu úrelt, hvað sem útvarpsumræð- um a-lmennt liði. Nauðsyn sé því á, að þingsköpin í heild séu tekin til endurskoðunar, um leið og menn kynna sér rækilega hverniig til er háttað störfum á öðrum þjóðþingum, sem helzt eru sambærileg. VAXANDI HLUTDEILD RÍKIS INS í LÖGREGLUKOSTN- AÐINUM. Þá gerði dómsmálaráðherra grein fyrir frumvarpinu um lög- reglumál. Skýrði hann frá því, að sérstaklega hefði verið at- hugað í sambandi við það frum- varp, hvort tök væru á að sa-m- eina löggæzlu og tollgæzlu, en menn hefðu látið sér detta í hug, að ef til vill hlytist nokkur sparnaður af því og eins gæti haft heppileg áhrif að löggæzlu- og tollgæzlumenn skiptu nokkuð með sér störfum til að auka á tilbreytinguna. Það hefði hins vegar verið talið, að slíka sér- hæfni og þjálfun þyrfti til toll- gæzlustarfsins, að slíkt hefði ekki verið talið gerlegt. Þá rakti hann helztu breyting- ar fram-varpsins, en þær eru, eins og áður hefur verið getið í Mbl., rýmkuð heimild til lögregluhalds með tilstyrk ríkissjóðs og að ríkis sjóður greiði almenn-t helming lögreglukostnaðar í stað 1/6 áður. f Reykjavík greiði rikissjóður þó aðeins 1/3 kostnaðar, enda beri ríkissjóður þar allan kostn- að af ríkislögregludeild og er gert ráð fyrir, að ta-la þeirra lög- reglumanna verði eigi lægri en þriðjungur borgarlögreglu- manna. Heimil-að er að ákveða, um að viðræðunum beri að hraða, því að óvissa hafi þegar ríkt of lengi og hún sé skaðleg fyrir atvinnulífið í löndunum. Ekki er talið, að unnt verði að ljúka viðræðunum fyrir jól, en margir telja, að úrslitin verði kunn í janúar. Ástæða er til að ætla, að vegna viðræðnanna við ráðherra Breta hafi ráðamenn E.B.E. í Brússel ekki tíma til að ræða við ráð- herra Noregs og Danmerkur fyrr en í fyrsta lagi í nóvember eða desember n.k. Eins og skýrt hef- ur verið frá, komst sá orðrómur á kreik, að ráðherranefnd E.B.E. hefði af ásettu ráði ekki viljað ræða fyrr við Norðmenn og Dani og ætlaði sér ekki að veita nein- um nema Bretum fulla aðild að E.B.E. Þessum orðrómi hefur nú algerlega verið vísað á bug. Talið er að ekki sé hægt að líta á það, sem illan fyrirboða, að ekki verði hægt að hefja viðræður við Norðmenn og Dani eins fljótt og þeir hefðu óskað. Ekki er heldur talið að þetta hafi slæm áhrif þar sem ýmis vanda- mál varðandi aðild Noregs og Danmerkur verði ekki hægt að leysa fyrr en samsvarandi vanda- mál varðandi aðild Breta hafa verið leyst. að lögreglumenn sveitarfélags gegni jafnframt tollgæzl-ustörf- um og þá með aukinni hlutdeild ríkissjóðs í kostnaði. Einar Olgeirsson (K) taldi vafalaust nauðsynlegt að endur- skoða ákveðin atriði þingskapa, en kvaðst mjög íhaldssamur á að breyta nokkru, sem gæfi þing mönnum aukinn rétt. Jakob Jakobsson loftskeytamaður Fæddur 2. september 1924. Dáinn 8. október 1962. í DAG fylgja vinir Jakobs Jak- obssonar honum síðasta spölinn. Það eru öllum erfið spor að fylgj a til grafar gjörfilegum manni, sem deyr á bezta aldri, en þyngst er sú raun, konu, börn- um, móður og systkinum. Jakob Ja-kobsson fæddist á ísafirði 2. sept. 1924. Foreldrar hans voru hjónin Þórdís Guð- jónsdóttir og Jakob Kristmunds- son. Þega-r Jakob var þriggja mánaða gamall fór faðir hans fyrir beiðni vinar síns í skiprúm vegna veikinda eins skipverja. Ætlunin var að fara á þessu skipi aðeins eina ferð. En það skip kom aldrei að landi m-eir. Þórdís stóð þá ein uppi með fjög ur smábörn, það elzta fjögurra ára. Jakob fór 8 mánaða gamall til Þórðar Guðmundssonar og konu hans Guðbjargar Torfa- dóttur. Var ætlunin að hann yrði bar aðeins sumarlangt. En þau hjón táku strax ástfóstri við hinn efnilega dreng og æs-ktu þess að hann ílentist hjá þeim, 'og skipaðist svo til að hann óx upp í skjóli þeirra. En alla tið var sérlega kært með Jakobi, móður hans og systkinum, þó hann ætti jafnframt aðra for- eldra. Jakob gekk í ga-gnfræðaskól- ann á ísafirði og lauk þaðan prófi. Hann lauk einnig prófi frá Samvinnuskólanum og Loft skeyta-skólanum. Nám sitt í skól um þessum stundaði Jakob af kostgæfni og skilaði góðum ár angri, en þó er ótalið það nám, sem ég hyg-g að hafi verið hon- um dýrmætast, en það var í Handíða- og myndlistaskólanum. Jakob va-r mjög listfengur að eðlisfari og hafði löngun til að helga sig myndlist meir en ástæð ur leyfðu. En þó sú íþfótt yrði honu-m lengst af eingöngu kær tómstundaiðja gefa myndir hans ótvírætt til kynna, að nokkuð langt hefði h-ann getað komizt á þeirri braut, ef tími og aðstæður hefðu leyft að leggja meiri ræk-t við þann neista, sem þar var fyrir hendi. . . . Nokkru eftir að Jakob útskrif- aðist úr Loftskeytaskólanum réðst hann til starfa í Veðurstofu fslands og vann þar sem korta- ritari og veðurathugunarmaður um tveggja ára skeið. Árið 1950 hóf hann sta-rf í Stuttbyl-gjustöð- inni í Gufunesi og vann þar síð- an. Árið 1949 gekk Jakob að eiga Kristínu Kristinsdóttir úr Reykja vík og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust þrjú börn, Guðbjörgu Jónu, sem er nú 13 ára, Þórð, 8 ára og Jón Kristinn, 3 ára. Jakob bjó sér og fjölskyldu sinni gott heimili að Kópavogsbraut 11, Kópavogi og áttu þau þar íbúðir undir einu þaki hann og Jóna Guðm-undsdóttir hjúkrunarkona, systir Þórðar fóstr-a hans. Var Jóna honum jafnan sem bezta föðursystir, og er henni nú sem öðrum þungur harmur kveðinn. En fósturforeldrar Jakobs eru bæði látin. Ég kynntist Jakobi fyrst ung- um manni, þegar systir hans giftist bróður mínum, og seinna var hann samstarfsm-að-ur minn um skeið. Er métr ljúft að minn- ast hins dagfarsprúða og svip- Hreina manns, sem va-nn öll störí sín af kostgæfni og átti þá hlýju og alúð í framkomu að af bar. Um drengskaparmann eiga allir ljúfar minningar, og við yl þeirra munu þei-r nú orna sér, sem kuldi harmsins leggst þyngst yfir. Ég flyt öllum ástvinum Jakoba innilegustu samúðarkveðju, kon- unni, sem var honum ástríkur fé- lagi, börnunum ungu, móður ha-ns, sem varð að sjá á bak elztu dóttur sinni, efnisstúlku á bezta aldri og má nú kveðja yngsta barnið sitt, systkinunum, sem »ú eru tvö eftir og systur fóstra hans, sem allta-f unni hon- um sem nánum ættingja. Við vinir Jakobs Jakobssonar kveðjum í dag góðan dreng, sem við munum lengi muna. Valborg Bentsdóttir. Atvinna Stúlka, vön vélritun getur fengið vinnu hálfan daginn í lögfræðiskrifstofu. Tilboð er greina upp- lýsingar um aldur og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m., merkt: „1774“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.