Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 16. október 1962 MORCVMJLAÐIÐ 23 SVO virðist nú, sem Frakk ar ætli sér að binda endi á skattfríðindi þau, sem dvergríkið Monaco hefur boðið frönskum fyrirtækj um. Á laugardag hófu franskir tollveðir að skoða allan varning, sem fluttur er frá Monaco inn í Frakk lan. Frakkar öfðu gefið ráða- mönnum Monaco 6 mán. frest til að reyna að ná einhvers konar samkomu- Skatta- og tolla„stríð“ Frakka og Rainiers Helmincrur Monte Carlo innan frönsku „landamæranna" lagi um skatt- og toll- greiðslur. Þessi frestur var á enda á fimmtudagskvöld, en var þá framlengdur um 24 tíma. Ekkert sam- komulag náðist á föstudag, og á miðnætti aðfaranótt laugardags tóku franskir tollverðir stöðu sína á öll um vegum, er liggja til Monaco. Þótt samningar hafi ekki náðst, þá mitn talsvert hafa miðað í samikomulagsátt og síðasta skipun Rainiers til saminingamanna sinna mun hafa falið í sér samþykki á skattgreiðslum, allt að 35%, er áður voru óþekktar. Deilt u m skatta Skattarnir eru eiris og áður segir, aðaldeilumálið. Fram til þessa hafa frönsk fyrir- tæki, ásamt fyrirtaekjum í eigu manna af öðrum þjóð- ernum, getað látið skrá sig í Monaoo og þainnig losnað við að greiða tekjuskatt. Þetta hefur orðið athafna- lífinu í landinu mikil lyfti- stöng. Þótt ríkið Monaoo sé ekiki stserra en svo, að tvö slik gætu rúmast í Central Park í New York, þá hefur velta fyrirtækja þar verið ótrúlega mikil og vaxið hratt. 1951 nam hún 30 milljónum dala; 1961 var hiún jafnvirði 128 milljóna dala og í ár mun þessi upphæð hafa vaxið í 200 milljónir. Tengsl Monaoo og Frakk- lands hafa ætíð verið mjög náin. Samning'ur sá, sem ligg ur til samskipta rikjanina er frá 1918. Skv. honum heitir furstinn af Monaoo því að beita valdi sínu í samræmi við hagsmuni Frakklands, ekki sízt á efna'hagssviðinu. Óheilbrlgð samkeppni Atvinnuirekstur Monaeo, sem svo mjög hefur vaxið á umdanförnum árum, hefur verið Frökkum nokkur þyrn- ir í augum, og því krafðist floanska stjórnin þess fyirir 6 mánuðum, að Monaoo tæki að leggja sama tekjuskatt á frönsk fyrirtæki eins og þau myndu þurfa að greiða, ef þau væru skráð í Frafcklandi. Taldi franska stjórnin, að eigendur þeirra fyrirtækja franskra, er létu skrá þau í Momaeo, hefðu skapað sér ó- heilbrigða samkeppnisaðstöðu Sá skattur, er hér um ræðir, er 50% í Fraklandi sjálfu. Fylgzt með útflutningi Fjárn.álaráðhenra Frakk- lands, Valery Giscar d’Esta- ing, lýsti því yfir, er látið var til skarar skríf- á laugar dagsmorgun, að ætlunin væri að fylgjast framvegis með út flutningi Monaco til Frakk- lands. Hins vegar sagði ráð- herrann að krafa frönsku stjórnarinnar væri ekki sú, að innleididur yrði í Monaco samd tekjuskattur og í Frakklandi, heldur 10% minni, eða 40%. Síðasta tilboð Rainiers var, að skaturinn yrði 30—35%, í tilrauinarskyn! tii tveggjia ára. Áhrifin — ef skattar koma til Taekjust samningar á þess- uim grundveili, myndi það þýða, að um 14.000 franskir eistaklingar, sem teljast hafa búsetu í Monaoo, myndu missa skattfrelsi sitt. Hins vegar myindu samn- ingarnir engin áhrif hafa á raunverulega Monacobúa, þeir héldu skattfrelsi sínu eftir sem áður. Þeir eru um 3000 talsins. Um 8000 aðrir einstakling- ar af öðrum þjóðernum, aðal lega Bandaríkjamenn og Evrópumenn, eru sagði bú- settir í landinu. Þeir yrðu 'heldur ekki fyrir neinum á- hrifum af þessum nýju samn- ingum, en myndu greiða skatta í samræmi við þá samn inga, sem þegar eru í gildi milli Monaoo og viðkomandi rikja. Hins vegar myndi þetta koma illa niður á erlendum fyrirtækjum, frönskum, sem skráC eru í Monaco og starfa þ'r. Þau yrðu . 3 greiða hinn nýja skatt. Auk þess yrðu þær vörur þeirra og erlendra fyrirtækj a, sem til SPrafck- lands fara, tollaðar. Önnur fyrirtæi í Monaco, sem selja aðallega í rikinu sjálfu, myndu ekki falla und ir slíka samninga. Ástandið er að öðru leyti ákaflega sérstætt. Monaco fær t.d. rafmatgn frá Frakk- landi. Frakkar gætu hvenær sem er lokað fyrir það, en eftir því, sem hermir í frétt um frá París, mun það ekki vera gert. Sömuleiðis gætu ráðamonn Monaco lokað einni aðaljárnbrautarleið frá Frakk landi til ítalíu, en hún ligig uir um Monaco. Monte Carlo nú „klofin“ Sérkennilegast verður þó ástandið í Monte Carlo, en hún er að hálfu leyti innan frönsku „landamæranna", og hálfu leyti í Monaco. Þamnig eru ýmsar byggingar í borg- inni sitt hvoru megin mark- anna, t.d. eitt nýjasta gisti- hús borgarinnar. Sömuleiðis liggja „landamörkin“ þvert yfir knattspyrnuvöll borgar- innar. Það má því með sanni segja, að Monte Carlo sé nú kominn í hóp hinna „skiptu“ borga, þ.e. Berlínar og Jerúsalem. Er Rainier, fursti, kom til Monaoo á laugardaginn frá París, en þar var hann, er frönsk yfirvöld gripu 1 taum- ana, var hann spurður, hvað hann vildi segja um þetta deilumál. Hann sagði: „Ég veit það ekiki. Þetta kom alltof skyndi l€ga“. 12 særbust í óeirð- um í Brussel Briissel, 15. okt. (NTB). í GÆR kom til óeirða í Brussel milli Flæmingja og frönskumæl- andi manna (Vallóna). Særðust 12 menn í óeirðunum þar af tveir alvarlega. Það voru Flæmingjar, sem fóru kröfugöngu um Briissel til þess að mótmæla frönskum áhrifum, sem þeim finnst vera orðin of mikil í borginni og krefj- ast þess að flæmska verði jafn rétthá frönsku. Flæmingjarnir gengu um Briissel og hrópuðu: — Briissel flæmsk. Sögðu þeir, sem fyrir kröfugöngunni stóðu, að 150 þús. menn hefðu tekið þátt í henni, en lögreglan í Briissel sagði að þátttakendur hefðu ekki verið nema 45 þús. Á götunum, sem kröfugangan fór um höfðu frönskumælandi menn safnast saman. Hrópuðu — Ben Bella Framhald af bls. 1. ur tröppurnar fyrir framan Hvíta Húsið. Fréttamenn, sem þar voru, spurðu Kennedy hvernig við- ræðurnar hefðu gengið og hann sagði, að þær hefðu gengið vel. Ben Bella brosti er hann kvaddi forsetann og þaíkibaði fyrir mótt^kurmar, en hann vdldi ekki ræða við íréttamenn. Ben Bella hélt til New Yorik frá Washington, en frá New York fer hann á mortgun til Kúbu til að ræða við Fidel Castro. Mikilil viðbúnaður er í Havana til að taka á móti Ben Bella. K Það var blaðið Alohaab, málgaign Þjóðfrelsishreyfinig- ariinnar í Alsír, sem skýrði frá því í dag, að talið vœri, að Bandaríkin myndiu veita Alisír fjárhiagsaðstoð sem næmi 40 milljónum dollara (um 1,7 milljörðum ísl. kr.). Blaðið segist hafa þetta eftir áreiðanlegum heimildium í Bandaríkjunum, en segir að Alsír muni eklci taka við þess ari aðstoð, ef henni fylgi stjórnmálalegar skuidbinding ar. — Sakaóir Framhald af bls. 1 er 318 bls. Segir í henni að þeir hafi tekið þátt í fjöldamorðum á gyðingum, geðveiku fólki og andstæðingum Hitlera í Minsk og öðrum borgum í Rússlandi á árunum 1940—44. Flest fórnar- dýrin voru skotin eða send í gasklefana. — Imaminn Framh. af bls 1 Egypska fréttastofan sagði enn fremur í dag, að Imaminn hefði sloppið naumlega, er herir byltingarstjórnarinnar hefðu skot ið úr flugvélum á virki eitt inn- an landamæra Jemen, en þang- að hefði hann flúið. Ofursti í her Jemen, Hussein el Sukkari, sem lýsti í langri grein, er birtist í egypsku blaði fyrir 10 dögum, hvernig hann hefði orðið Imaminum að bana, hefur nú dregið það til baka, en segist hafa sært Imaminn í konungshöllinni í Canaa. Sallal, forsætisráðherra bylting arstjórnarinnar, sagði í ræðu, sem hann flutti í gær, að jarð- sprengja hefði orðið vart á landa mærum Jemen og Saudi-Arabíu. Sagði Sallal, að þetta sannaði að Saud konungur og Hussein kon- ungur væri andsnúnir byltingar- mönnum í Jemen. Sagði Sallal enn fremur, að her Jemen hefði fengið upplýsingar um, að 16 ofurstar frá Jórdaniu hefðu farið inn yfir landamæri Jemen og her Saudi-Arabíu og brezkur her frá Aden veittu andstaeðingum stjórnar hans lið í N.- og A- Jemen. þeir: — Brussel frönsk og kdxt* uðu fúleggjum, heimatilbúnum handsprengjum, grænmeti, sinn- epi og maionnaise að kröfu- göngumönnum. Lögreglan varð oft að skerast í leikinn þegar kröfugöngumenn og frönskumæl andi réðust hvor á aðra. Lög- reglan var efld og voru lögreglu menn á verði við götur þær, sem kröfugangan fór um og sumar hliðargötur voru lokaðar. Ungur stúdent frá Antwerpen særðist, þegar heimatilbúin sprengja sprakk í hendi hans. Hafði sprengjunni verið kastað að stúdentinum, sem tók þátt i kröfugöngunni. Stúdentinn greip sprengjuna og ætlaði að varpa henni til baka, en varð of seinn. Frönskumælandi maður særðist hættulega er sprengja sprakk — /jb róttir Frahald af bls, 22 stundum gott og stundum háettu- legt. Eigi að síður tókst Fram að verjast og vöm var lengstum hlutskipti Fram í þessum leik, en liðið einkum framverðirnir léku langt undir styrkleika sín- um. Sigurinn blasti við Keflavik en þreyta sótti á mannskapinn. Undir lokin voru Keflvíkingar vísvitandi farnir að tefja. Jpp úr einni slíkri óþarfa töf korri hornspyrna sem Hrannar fram- kvæmdi. Hún endaði með sjálfs- marki. 20 sekundur síðar var leik tima lokið. Framlengja þurfti. — Það varð dýr töf fyrir Keflavík. í framlengingunni varð um næsta litla knattspyrnu að ræða. Liðsmenn þreyttir, bleytan jókst. En í síðari hlutanum tókst Fram að leika á vörn Keflavíkur. — Grétar átti heiðurinn að því, lék upp miðjuna að endamörkum gaf fyrir. Markvörður Keflvíkinga náði ekki spyrnunni og Baldvin miðhgrji fékk að senda í mann- laust markið. Keflvíkingar komu skemmti- lega á óvart i þessum leik. Liðið var samstillt og náði í heild góð- um leik miðað við aðstæður. — Högni var driffjöðrin en fram- herjarnir Magnús Og Sig. Alberts son voru afgerandi kraftar. Hólm bert gerði margt gott og vann vel. Hjá Fram var allt heldur á lak- ari veginn. Bezti maður liðsins var Guðjón -akvörður og sá eini sem óx þegar vandinn varð stærri. En varamarkvörður sem inn kom fyrir Geir í leikhléi, Hallkell Þorkelsson vakti verð- skuldaða athygli. Að grípa svo inn í leik sem þennan er ekki heiglum hent, jafnvel og Hall- kell gerði. — Hið göðkumia PATONS ULLARGARN IMVKOMIÐ í mörgum litum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.