Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 8
8 MOTtCT^nr *OTÐ Föstudagur 19. október 1962. Athugun hafin á leiðum til útrýmingar síð- ustu herskálunum HAFIN er á vegum borgar- ráðs Reykjavíkur athugun á því, hvernig bezt verði leyst úr húsnæðisvandamálum þeirra fjölskyldna, sem búa í leiguhúsnæði borgarsjóðs, braggahúsnæði eða bráða- birgðahúsnæði. Sérstaklega verður athuguð geta og vilji þessara fjölskyldna til þess að eignast eigið húsnæði. Geir Hallgrímsson borgarstjóri skýrði frá þessu við umræður í borgarstjón Reykjavíkur í gaer um tillögu borgarfulltrúa komm- únista um byggingu leiguíbúða til handa þeim fjölskyldum, er nú búa í herskálum og öðru heilsu- spillandi húsnæði og ætla má, að ekki geti leyst húsnæðismál sín með öðrum hætti. Lýsti borgar- stjóri þeirri skoðun sinni, að meginstefnan í húsnæðismálum hlyti að vera sú að stuðla að því, að sem flestar fjölskyldur búi í sínu eigin húsnæði, og þá ekki síður þær fjölskyldur, sem enn búa í herskálaíbúðum en aðr- ar. Komi hins vegar í ljós við þá athugun, er nú fer fram, að þessar fjölskyldur hafi ekki bol- magn til að eignast eigið húsnæði eða sú leið sé ekki fær af öðrum orsökum, verði borgai'yfirvöld að horfast í augu við þann vanda og leysa hann á þann hátt, sem farsælastur má verða. Kvað hann það von sína, að takast mætti að útrýma þeim herskálaíbúðum, sem enn er búið í, á skemmri tíma en 2 árum. Nákvæm tíma- takmörk væri þó ekki hægt að setja fyrr en niðurstöður þeirrar athugunar, sem nú fer fram, lægju fyrir. Lausnin verffur aff byggjast á þeim upplýsingum, sem nú er aflaff Aðalefni tillögu borgarfulltrúa kommúnista var á þá leið, að borgarstjórn ákvæði að hefja nú þegar undirbúning að byggingu 150 íbúða, er leigðar yrðu fjöl- skyldum, sem búa í herskálum og öðru heilsuspillandi húsnæði og ætla má, að ekki geti leyst húsnæðismál sín á annan hátt. Vegna þessarar tillögu minnti Geir Hallgrímsson borgarstjóri á, að í september sl. hefði borg- arstjórn falið borgarráði að láta fara fram heildarathugun á hús- næðismálum þessa fólks, þar sem sérstaklega skyldi kannað, hver væri geta og vilji þess til að eignast eigið húsnæði. Einnig minnti hann á þær upplýsingar sínar frá síðasta borgarstjórnar- fundi, að hann hefði falið skrif- stofustjóra félags- og framfærslu stofnunar borgarinnar að láta fara fram athugun á vilja og getu íbúa í leiguhúsnæði borg- arsjóðs til þess að komast í eigin íbúðir. Einnig kvað hann mundu verða kannað í sambandi við út- hlutun fyrri flokks borgaríbúða í Álftamýri, hvort farið skyldi inn á þá braut að byggja leigu- húsnæði fyrir það fólk, sem hér um ræðir, og þá í hve stórum stíl og með hvaða hætti. Þegar þetta allt væri haft í huga, kvað borgarstjóri augljóst, að tillaga borgarfulltrúa kommúnista væri ekki tímabær. í sama streng tóku Kristján Benediktsson borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, Þórir Kr. Þórðarson borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins og Ósk- ar Hallgrímsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins. Einsýnt væri, sagði borgar- stjóri, að frambúðarlausn hús- næðisvanda þeirra fjölskyldna, sem enn búa í heilsuspillandi húsnæði, yrði bezt tryggð með hliðsjón af þeim upplýsingum, sem nú er verið að afla og með þeim tillögum, sem á þeim upp- lýsingum byggjast. Tilflutningur hefur stufflaff aff útrýmingu herskála Vegna þess að Guðmundur Vigfússon (K) hafði lýst þeirri skoðun sinni, að fjöldi umsækj- enda um Skálagerðis- og Grens- ásvegarhúsin úr hópi herskála- búa benti ekki til þess, að vandi þess fólks yrði ekki leystur með byggingu söluíbúða, vakti borg- arstjóri athygli á því, að ekki mætti einblína á þann umsækj- endafjölda, þar sem allmargir herskálabúar hefðu komizt úr herskálunum við það, að íbúar í leiguhúsnæði borgarinnar hefðu fest kaup á söluíbúðum borgarinnar. Þannig hefði losnað leiguhúsnæði á vegum borgarinn ar, sem herskálabúar hefðu feng- ið til íbúðar. Guffmundur Vigfússon mælti fyrir tillögu kommúnista á borg- arstjórnarfundinum. Kvaðst hann verða að játa, að mikið hefði áunnizt í því á undanförnum árum að útrýma herskálaíbúðum. En þó hefði að sínu áliti ekki verið nóg að gert, sem stafaði af því, að meirihluti borgarstjórn ar hefði aldrei fengizt til að við- urkenna, að húsnæðismál her- skálabúa yrðu ekki leyst með byggingu söluíbúða. ÞEIM fjölgar nú óðum, sem verða sér úti um miffa í hinu stórglæsilcga skyndihapp - drætti Sjálfstæffisflokksins, þar sem vinningarnir eru 3 fagurbláar Volkswagen-bif- reiðir af árgerffinni 1963. Er nú mjög tekinn að styttast tíminn þar til dregið verður. en þaff er hinn 26. þ. m. Þeir, sem fengið hafa miffa senda. eru vinsamlegast beffnir um að gera skil hið allra fyrsta. Skrifstofa happdrættisins Sjálfstæffishúsinu er opin alla laga frá k). 9 f. h. til 7 e. h. og aftur a kvöldin milli kl. 8 og 10. Þetta er happdrættið sem allir vilja eiga miða i. Kristján Benediktsson bar fram tillögu um, að borgarstjórn skor- aði á borgarráð að láta hraða þeirri athugun á húsnæðismálun- um, sem nú fer fram og fyrr er greint frá. Þórir Kr. Þórffarson kvað alla sammála um, að hér væri um að ræða vandamál, sem erfitt væri úrlausnar. Augljóst væri, að til lausnar þess þyrfti að grípa til félagslegra ráðstafana. Einnig mótmælti hann þeim skilningi, sem hann kvaðst verða var við hjá of mörgum, að það fólk, sem í herskálaíbúðunum byggi, væri einhver sérstakur „klassi“ manna, eða jafnvel úrhrök þjóð- félagsins. Vegna persónulegra kynna af mörgu þessu fólki gæti hann borið um, að því færi fjarri, að svo væri. Greinargerff væntanleg Eftir þessar umræður var borin undir atkvæði tillaga borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að vísa fillögum kommún- ista og framsóknarmanna til at- hugunar borgarráðs. Tillagan, sem samþykkt var með 10 at- kvæðum gegn 5, var á þessa leið: Með tilvísun til þess, að um leið og úthlutun er undirbúin á fyrra flokki íbúða í borgarbygg ingum við Álftamýri, fer og fram athugun á getu og vilja þeirra fjölskyldna, sem búa í leiguhús- næði, til þess að eignast eigið húsnæði, og athugunin tekur almennt til þess, hvernig leyst verði úr húsnæðisvandamálum þessara fjölskyldna, — og með því að væntanleg er greinargerð um ráðstöfun íbúða borgarsjóðs tjl leigu og endurskoðun á regl- um þaraðlútandi, þá vísar borg- arstjórn tillögum borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins og Fram- sóknarflokksins til borgarráðs til athugunar í sambandi við fram- angreinda könnun. Bílaeftirlittsmenn vilja fleíri viðvörunarmerki AÐALFUNDUR Félags íslenzkra bifreiðaeftirlitsmanna var hald- inn í Reykjavík, dagana 12. og 13. okt. sl. Aðalmál fundarins voru launa og kjaramál bifreiðaeftirlits- manna og tæknilegar nýjungar á öryggis- og stjórntækjum bif- reiða. Þá voru einnig rædd umferð- ar- og öryggismál. Meðal ályktana var skorað á vegamálastjórnina að flýta upp- setningu umferðarmerkja, bæði aðvörunar- og leiðbeiningar- merkja, á þjóðvegum, t. d. við beygjur og þar sem bannað er að aka framúr. Þá skorar fundurinn á alla stjórnendur ökutækja, að þar sem skammdegi og myrkur fari í hönd, eigi ökumenn að miða ökuhraðann við gerð og ástand ökutækis, staðhætti, færð, veð- ur og umferð og haga akstrinum þannig að hann valdi ekki öðr- um vegfarendum hættu eða ó- þægindum, og geri sitt ýtrasta til þess að umferðarslysum og árekstrum fækki. Stjórn félagsins var endur- kjörin: Formaður Gestur Ólafs- son, ritari Svavar Jóhannsson, gjaldkeri Svernr Samúelsson. Meðstjórnendur: Bergur Arn- björnsson og Magnús Wíum Vil- hjálmsson. í stjórn Sambands norrænna bifreiðaeftirlitsmanna voru kjörnir til næstu 2ja ára: Gest- ur ólafsson, Reykjavík og Berg- ur Arnbjörnsson, Akranesi. — Varamenn: Geir G. Bachmann, Borgarnesi og Svavar Jóhanns- son, Akureyri. Gegnir að nokkru hlutverki íslenzkrar fréttastofu ÍSLENZKA utanríkisráðuneytið veitir árlega blaðamanni frá Norðurlöndum styrk til Islands farar. Hér hefur að undanförnu ver ið Daninn Christian Bönding, sem hlaut þennan styrk í ár. Hann er yfirmaður fréttaþjón- ustufyrirtækisins Nordisk presse burau — Nordisk nyhedstjeneste í Kaupmannahöfn. Ohristian Bönding er þegar orð inn allkunnugur íslandi, því hann hefur verið hér 4 sinnum, fyrst 1960, þegar Norðurlandaráð hélt fund sinn í Reykjavík. Frá því hefur hann komið til íslands tvisvar á ári og dvalið um mán aðarskeið í hvert sikipti. Morgunblaðið hefur átt við- tal við Bönding í tilefni heim- sóknar hans: — Nordisk pressaburau hefur starfað allt frá árinu 1909, þótt starfsemi bafi verið umsvifa- mest seinustu áratugina. Allan þennan tima hefur fyrirtækið •haft þá þjónustu að senda blöðum á Norðurlöndum greinar og frétta efni, einkum um það sem um er að vera í einhverju hinna Norð urlandanna. — Við leggjum fyrst og fremst áherzlu á að senda blöð unum greinaefni og fréttir, sem eru til að upplýsa það sem er að gerast og hvers vegna það er að gerast, þ.e. við sendum frá okkur annars konar efni en hin ar stóru fréttastofur. — Eg hef orðið var við það á ferðum mínum hér, að mikill áhugi er fyrir greinum frá ís- landi. Ástæðan er sú að íslenz;k málefni hafa verið að meira eða minna leyti óþekkt á hinum Norð urlöndunum. — Nordisk presseburau hefur haft lítið samband við ísland sl. 30 ár, eða frá bví Alþingis- hátiðarárið 1930, en bá var hér á ferð Vaslev ritstjóri Nordisk presseburau. — Heimsóknir mínar hingað eru einmitt til þess að tryggja samband okkar við ísland og sendi ég út greinar og upplýsing efni, sem fjölmörg blöð á Norð urlöndum notfæra sér. — Við viljum fá fréttaritara um allt Ísland, sem senda okk ur fréttir o greinar, hver frá sínu byggðarlagi. Mér hefur þegar tekist að fá fréttaritara á flest- um þeim stöðum, þar sem blöð eru gefin út á landinu. Jafn- framt mun ég koma sjálfur til íslands tvisvar á ári, næstu ár- in, og dveljast í mánuð í hvert skipti. —Varðandi hvernig Nordisk presseburau starfar skal ég taka eitt dæmi úr starfseminni. Við fáum blöð frá öllum Norður- löndunum. Við klippum út úr þeim allar fréttir og greinar, sem fjalla um norræn málefni. Við höldum t.d. saman þessum úrklippum um ísland. Þegar ég kem til íslands hef ég úrklipp- urnar með mér og kynni mér málin, sem þar er Skýrt frá. Sé um rangfærslur að rs駣( je^U réttar upplýsingar sendar til við- komandi blaðs. Nordisk presse- bureau vill koma hinum réttu upplýsingum ^áleiðis. Það er ó- trúlegt, hvað mikið er um mis- sagnir og rangfærslur frá Islandi í norrænum blöðum. — Við höfum blöð um óll Norðurlöndin sem viðskiptavini, þar á meðal íslandi. En Nordisk presseburau hefur einnig upp- lýsingaþjónustu um Norðurlönd, sem blöð í öðrum lönd'um not- færa sér. Vegna hins aukna sam- bands okkar við ísland, eru frétt .ir héðan og greinar sendar til þessara landa. — Nordisk pressebureau hefur í undirbúningi að koma upp skrif stofu í Briissel vegna blaðanna innan Efnahagsbandalags Evrópu og senda þeim fréttir og greinar frá Norðurlöndum. — Engin íslezk fréttastofa 'hefur verið til. Það má því segja. að Nordisk pressebureau leysi þau vandræði vegna hins atikna sambands við ísland. Við send- um íslenzkum blöðum fréttir og greinar um íslezik og erlend mál efni. Við sendum líka norrænum blöðum, og blöðum utan Norð- urlanda, fréttir og greinar um ísland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.