Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 23
Föstudagur 19. október 1962. MORGinSBLAÐIÐ 25 Hér sést nokkur hluti Bókasafns Hafnarfjarðar ásamt yfirbókaverðinum Önnu Guðmundsdóttur. (Ljósm. Herdís Guðmundsdóttir) Bókasafn Hafnarfjarðar 40 ára Heimír Hannesson formaður Varðbergs nAFNARFIItÐI. — f fær voru 40 ár liðin siðan Bókasafn Hafn- arfjarðar var stofnsett, en aðal- hvatamaður að þvi var Gumn- Iaugur Kristmundsson kennari. f tilefni þessara tímamóta hefir Stefán Júlíusson rithöfundur tek íð saman nokkur helztu atriði varðandi safnað, og verður hér stuðst að mestu við þau. Áður en Bókasafn Hafnarfjarð- ar tók til starfa, höfðu verið gerð ar tilraunir með lestrarfélög í bænum. Þau komu að talsverðu gagmi, en stofnað var til þeirra af vanefnum og bókaikostur frem ur lítill. Bókasafninu var fyrst valinn staður í suðurenda Gamla barnaskólans og var þar til árs- ins 1938. — Þá var það flutt í Flensborgarskólann, sem var ný- ANDREI Gromyko utanríkisráð- herra Sovétríkjanna átti í dag fund með Kennedy Bandaríkja- forseta í Hvíta húsinu. Tók Kennedy á móti Gromyko í kvöld samkvæmt ósk ráðherrans, sem er aðalfulltrúi Sovétríkjanna á Allsherjarþingi SÞ í New York. Ekkert hefur verið látið uppi um viðræðurnar, en talið er að þær hafi aðallega snúizt um Berlín, en einnig um Laos, Kúbu og afvopnunarmálið. Af hálfu Bandaríkjanna voru viðstaddir fundinn þeir Dean Rusk utanríkisráðherra og Llewellyn Thompson, sérstakur ráðgjafi Rusks í málum er varða Sovétríkin. Thompson var þar til nýlega sendiherra Bandaríkj- anna í Moskvu. í fylgd með Gromyko voru Anatoly Dobryn- Jn sendihewa Sovétríkjanna í Washington og V. S. Semonov aðstoðar utanríkisráðherra. Áður en viðræðurnar hófust, ræddu fundarmenn nokkuð við fréttamenn, sem segja að mjög vinsamlegt andrúmsloft hafi ríkt Hong Kong, 17. okt. AP Enska dagblaðið The South China Morning Post, sem gef- ið er út í Hong Kong, skýrir frá því í dag að Kínverjar geti ekki í næstu framtíð smíðað eigin kjarnorku- ■prengju án aðstoðar Sovét- ríkjanna. Segir blaðið að kjarnorkutilraunir Kínverja hafi stöðvast fyrir tveim árum er rússneskir tæknifræ^tngar iluttu úr landi. byggður, og var þar til ársins 1957. Hafði þá verið byggt nýtt og glæsilegt bókasafnshús við Mjósund, sem mun fuUnægja þörfum safnsins a.mik. næstu árin. Þegar safnið tók fyrst til starfa voru fyrir hendi 1000 bindi, 4000 þegar það flutti í Flensborg, og þegar það var opnað í eigin húsakynnum voru þar 15 þús. bindi, — og nú eru þau 22 þús- und. Frá árinu 1922—23 voru lán aðar út 1000 bækur en árið sem leið 32 þúsund bækur. Margir ágætir og merkir menn hafa verið bókaverðir safnsins, eins og Benedikt Sigmundsson, sá fyrsti, Jón Sigurgeirsson, Magnús Stefánsson (örn Arnarson), Ólaf ur Þ. Kristjánsson, Stefán Júlí- usson, Magnús Ásgeirsson og nú- þar. Gromyko, sem um skeið var sendiherra í Washington, hafði rifjað upp gamlar endurminn- ingar og gert að gamni sínu. Talið er að Gromyko sé að und- irbúa frekari viðræður þeirra Kennedys og Krúsjeffs, og að Krúsjeff muni koma til Banda- ríkjanna seinni hluta næsta mánaðar. Erlendar fréttir í stuttu máli Helsingfors, 18. okt. (NTB). KEKKONEN forseti og kona hans komu í dag heim til Hels- ingsfors eftir vikudvöl í Sovét- ríkjunum. Hinn 24. okt. n.k. held- ur Kekkonen til Frakklands í opinbera hemisákn. Hamar, Noregi, 18. okt. (NTB). ALLSNARPIR jarðskjálftar urðu í Noregi skömmu fyrir hádegi í dag, og eru þetta mestu jarð- skjálftar, sem þar hafa komið frá því 1904. Litlar skemmdir urðu á mannvirkjum. Saigon, 18. okt. (AP). NGO Dinh Diem forseti Suður Vietnam hefur tilkynnt að 1.037 fangar verði látnir lausir á þjóð- hátiðardegí' landsins hinn 26. þ. m. verandi yfirbókavörður Anna Guðmundsdióttir frá 1955. — For- maður bókasafnsatjórnar nú er Þorgeir íbsen skólastjóri. t fyrrakvöld hélt bókasafns- stjórn upp á afmælið og bauð nokkrum gestum í húsið við Mjó- sund. Þar tóku til máls Anna Guðmundsdóttir, Þorgeir Ibsen, Hafsteinn Baldvinsson bæjarstj. og Guðmundur G. Hagalín, sem er bókafulltrúi ríkisins Og hefir umsjón með bókasöfnum lands- ins. Næstu daga — á útlánatíma safnsins — verður opin sýning vegna þessana tímamóta. — — G.E. Nafnið féll niður Akranesi, 18. okt. í FRÉTT um stofnun Sjálfstæð- iskvennafélagsins Bára á Akra- nesi féll niiður nafn eins stjórn- armeðlimssins, frk. Fríðu Proppe lyfsala. Þá var misritað nafn Ernu Guðnadóttur. Þett* leiðréttist hér með. — Oddur. — Ranger V. Framh. af bls 1 sem er öflugasta eldflaug Banda- rikjamanna í dag og jafn há og tíu hæða hús, klukkan tæplega 6 e.h. (ísl. tími). Vegur hnötturinn 342 kíló, og áfast við hann er hylki með vís- indatækjum, sem ætlað er að gera ýmsar mælingar á yfirborði tunglsins og senda upplýsingar til jarðar. Ekki er að svo stöddu unnt að segja hvort tilraunin hefur tekizt. Fyrsta þrep eldflaugar- innar kom hnettinum á braut umhverfis jörðu. En klukkan 9 (ísl. timi) í fyrrarrálið á annað þrep eldflaugarinnar að auka hraða flaugarinnar úr 28.000 í 39.200 km og beina Ranger V. áleiðis til tungilsins. Er mikið undir nákvæmni komið á þessu stigi, og má þar engu muna ef geimhnötturinn á að komast á rétta braut. Ranger V. á að rekast á tungl ið með mikilli ferð kl. 3 síðdegis á sunnudag. En nokkru áður, þ.e. í rúmlega 4.000 km fjarlægð frá tunglinu, á hann að hefja töku sjónvarpsmynda af yfirborði tunglsins og senda þær til jarð- ar á 13 sekúnda fresti. f 24 km fjarlægð frá tunglinu verður hylkiin* með mæUitæfcjununr. skoti'ð fi*á Ranger V. Er það búið hemlaeldflaugum til að draga úr hraða bess í lendingu, svo mælitæV'o '*rríí ekki fyrir hnjaski. VARÐBERG, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, hélt aðalfund sinn sl. mánudag í Iðnó. Fundurinn var mjög fjölmennur og hvert sæti skipað. Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, formaður Varðbergs, setti fundinn og síð- an var Jón Arnþórsson kjörinn fundarstjóri og Sigurður Haf- stein ritari. Efnt hafði verið til fimm al- mennra funda um efnið „Island og vestræn samvinna", víðsveg- ar um land, kvikmyndir sýndar og ráðstefnur haldnar og full- trúar voru sendir á verkalýðs- málaráðstefnu í Kaupmanna- höfn. Þá efndi félagið til ráðstefnu margra manraa frá NATO-ríkj- unum að Bifröst í Borgarfirði í júní sl., um efnið „Atlantshafs- þjóðirnar næsta áratug“. Tókst ráðstefna þessi hið bezta. Nú um næstu helgi munu níu áhugamenn fara til Evrópu á vegum félagsins og kynna sér málefni EBE, og ýmissa alþjóð- legna stofnana i Evrópu. Fer hópurinn til London og ræðir þar við bæði þá sem eru með og móti þátttöku Breta í EBE, en síðan verður haldið til Briissel, Parísar og Strassbourg og Bonn. Þá hefur félagið I undirbún- ingi að senda nokkru stærri hóp áhugamanna til Parísar á næst- unni, til að kynna sér málefni Atlantshafsbandalagsins. Að lokum þakkaði formaður stjórnarmön»um mjög gott sam- starf á liðnu starfsári. Að lokinni skýrslu formanns las gjaldkeri félagsins upp reikn- inga liðins starfsárs, og voru þeir samþykktir samhljóða. Umræður urðu nokkrar um skýrslu formanns, sem lýstu því greinilega að ungir menn í lýð- ræðisflokkunum vilja ákveðna samstöðu um utanríkismál. f stjórn félagsins fyrir næsta starfsár voru eftirtaldir menn kjörnir, sem síðan skiptu með sér verkum, sem hér segir: Heimir Hannesson, formaður; Björgvin Vilmundarson, 1. vara- formaður; Bjarni Beinteinsson, 2. varaformaður; Björgvin Guð- mundsson, ritari; ólafur Egils- son, gjaldkeri, og meðstjórnend- ur: Birgir ísl. Gunnarsson, Jó- hannes Sölvason, Jón Arnþórs- son og Stefnir Helgason. — Álþingi Framh. af bls. 17. mlilj. kr. En í gjaldeyrisforðan- um eru bundnar 816 milljónir króna. Varpaði ráðherrann nú fram þeirri spurningu, hvað Seðla- bankinn gæti gert, ef reglurnar yrðu afnumdar, þ. e. ef honum væri gert að skila sparifjáraukn- ingunni til baka. Hvort á þá að draga úr útlánunum til landbún- aðarins eða sjávarútvegsins eða eyða gjaldeyrisforðanum?, spurði ráðherrann. Um þriðju leiðina er ekki að ræða. Öruggur gjaldeyrisforði meginforsendan Þá veik ráðherrann að því, að eina ráðið til að auka afköst vinnuaflsins væri betri verknýt- ing og betra skipulag. En til þess að það megi verða, verður jafn- vægi að haldast í efnahagsmál- unum hér innanlands og við- skiptafrelsi að vera út á við. En einmitt til að halda því, er góður og öruggur gjaldeyrisforði ein meginforsendan. Og þess vegna er auðvitað rétt að koma honum upp og þess vegna ber enn að stefna að því að efla hann. Varastjórn: Þór Whitehead, Hörður Einarsson, Jón A. ólafs- son, Pétur Guðmundsson, Unn- ar Stefánsson og Sigurður Guð- mundsson. (Fréttatilkynning frí Varðbergi) — De Gaulle Framhald af bls. 1. leið, lýðveldið tryggt og fram- tiðin björt. Þá verður Frakk- landi tryggð mikil framtíð. HÖRMUNGARSTJÓRNIN FORDÆMD. Allir vita að þegar stjómar- skráin var samþykkt 1958 eins og ég lagði til að hún yrði, sagði forsetinn eranfremiu-, fordæmdi þjóðin þá hörmungarstjórn, sem hafði lagt líf lýðveldisins í hend- urnar á flokkunum og nærri steypt Frakklandi niður í hyl- dýpið Þjóðin gaf mér umtooð til að leysa, í samvinnu við rilkis- stjórn míraa, þau alvarlegu vanda mál, sem hið hnigraandi flokka- kerfi hafði gefizit upp við — yfir- vofandi gjaldþrot og styrjöld í Alsír. Alvarleg hætta á stórdeil- um þjóðarinnar og hersins, nið- urníðsla Frakklands gagnvart öðrum þjóðum, sem voru okkur andvígar og hæddust að okkur. De Gaulle lauk rraáli sínu rraeð því að skora á fransika kjósend- ur að nota atkvæðisrétt sinn á þann hátt að forsetinn geti einn ig í framtíðinni haft óbreytt völd. Hvað, sem fyrir kemur, verður þjóðin sjálf að geta kosið sér forseta og veitt honum völd og ábyrgð til að stjórna Frakk- landi, sagði die Gaulle. - ífyróttir Frahald af bls. 22 landakeppni í Stokkhólmi kr. 29.856.00. KKÍ vegna komu Norlander þjálfara 1961 kr. 3.500.00. Samtals kr. 42.183.20. Skíðaíþrótt SKÍ vegna Kristins Benedikts- sonar, þáttt. í heimsmeistara- móti í Frakklandi kr. 1.764.00. SKÍ vegna Otto Rieder, farar- stjóra á heimmeistaramó t í Frakklandi kr. 893.00. SKÍ vegna Birgis Guðlaugs- sonar til námsdvalar í Noregi kr. 718.00. SKÍ vegna Þórhalls Sveins- sonar til námsdvalar í Noregi kr. 718.00. SKÍ vegna Sig. R. Guðjóns- sonar, ferð til Austurríkis kr. 862.19. KSÍ vegna ferðar Kristins Benediktssonar haustið 1961 til Frakklands kr. 617.61. SKf vegna ferðar Sig. Einars- sonar til Bandaríkjanna kr. 844,12. SKf vegna ferðar Karólínu Guðmundsdóttur til Sviþjóðar kr. 680.68. SKf vegna ferðar Eimýjar Sæmundsdóttur til Svíþjóðar kr. 680.68. Samtals kr. 7.778.28. Sérgreinar ISf ÍSf vegna fundar framkv,- stjóra og norr. ráðstefna um æskulýðsmál í Svíþj. kr. 2.985.60. ÍSÍ vegna ferðar tveggja full- trúa á ráðstefnu fimleikasamb. Norðurlanda í Svíþj. kr. 5.971.20. íSf vegna ráðstefnu æskulýðs- leiðtoga í Danmörku kr. 3.129.60. ÍSÍ vegna ferðar Slg. Jóhanns sonar til Bretl v/Judo kr. 705.40. Ármann vegna ferðar fimleika flokks til Færeyja kr. 3.201.66. ÍBK vegna Matthíasar Ás- geirssonar, er tekur þátt í íþrótta námsk. í Khöfn og Svíþjóð kr. 995.20. — Samtals kr. 16.988.66. Úthlutað var samtals kr. 201. 358.76, en siðan dregið frá 2% samkv. samþykkt íþróttaþings. Gromyko rœðir við Kennedy

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.