Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 13
Föstudagur 19. október 1962. MORGVNBLAÐIÐ 13 Hin síbreytilegn ásjónii Kommnnismans effir Edward Crankshaw í 17 ÁiR hefur heimurinn búið í skuigga kalda stríðsins. Bæði Austur og Vestur eru íarin að venjast svo þeim hugsunum og því máli, sem þetta kalda stríð Ikveikti aí sér, að það er orðið erfitt að greina eðli þessa skugga. Er kalda stríðið hefðiþundin togstreita milli stórveldanna eða Ihiugsjónaiþarátta milli kommún- isma og kapítalismia eða flokks einræðis og lýðræðis? Augljóst er, að hvorttveggja hefur kveikt kalda stríðið. En sem togstreita milli stórveldanna (hefur stríðið staðniað í deilu milli Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, sem hvorugt getur leitt til lykta með hervaldi. Þegar eru menn farnir að gera sér Ijóst að bæði ríkin eru komin í leikþrot á hemaðarsviðinu. Það sem erfiðara er að koma augia á, en ekki er þó síður mikilvægt, er, að hugsjónabaráttan er einn- ig að smá'breyta eðli sínu í átt ina að riingulreið og málamiðlun. Við vitum, að „Vesturveldin" em hvortoi hrein-kapitalistísk né allstaðar allskostar lýðraeðisleg.' f grein þessari færir Edward Crankshaw rök sín fyrir því, að „Austurveldin" séu ekki lengur hrein-kommúnistísk né heldur hallist þau að flokkseinræði, held ur séu þau að þróa með sér nýtt kerfi, sem Vesturveldin hafa enn ekki vegið og metið að neinu gáigni. 1 vikunni sem leið sagði Patr- lck O’Donovan frá lífinu í Pól- landi með samúðarorðum og á- takanlegum lýsingum. Það hlýt •ur að hafa komið möngum les endum hans illlþyrmilega á ó- vart, er þeir gerðu sér ljóst, að Iþað fólk, sem hann var að skrifa um, bjó handan Járntjaldsins. Þó er Pólland vissulega hluti Sovétlandanna, spjótsoddur í fylkingu Varsjársaimningsins. Gomulka er ósvikinn kommúnisti og sama er að segja um marga kollega hans. Þó standa honum að baki margir dugandi Pólverj ar, sem sverjast ekki undir komm únisma, og þessi guðlausi komm únisti ríkir yfir þjóð, sem jáitar yfirleitt kaþólska trú. Þótt þeir nöldri og berji sér, Iþá skynja allflestir skynugir Pólverjar nauðsyn náinna tengsla milli Póllands og Sovétríkjanna Iþótt land þeirra hafi þjáðst svo mjög einmitt af völdum þeirra. Það sem er enn athyglisverðara er það, að þeim myndi finnast hlægilegt að snúa aítur til kapí talisma eða laissez-fairestefnu. Er þetta sigurtákn kommún- ismans? Það held ég ekki. Því eð vissulega búa Pólverjar ekki við kommiúnisfna eins og flestir oklkar skilja hann, heldur nýja etefnu, sem við eigum ekk- ert eiginlegt nafn yfir, og hvörki við, Pólverj'ar né Rússar geta spáð neinu um framtíð þeirrar stefnu. Seninilegt virðist, að við á Vesturlöndum séum einnig, á okkar eigin aðskiljanlegu máta, að hallast í áttina að samskonar 6tefnu. Ef svo er, þá eru bæði Austurveldin og Vesturveldin eð baka sér óþarfa erfiðleika er þau vinna að því flókna og örð uga verkefni að skapa róttlátt jafnréttiaþjóðfélag með því að útfbásúna gvo mjög hina eilífu aindstöðu kommúnisma og — hvers? Jó hvers? Því að hvergi á Vest urlönduim í dag finnst raun- verulegt kapítalisma-þjóðfélag í hinum klassíska skilningi, sem Mar; útlistaði. Né heldur eru Vesturveldin lengur fulltrúar heimsveldisstefnu kapítalismans eins og Lenin lýsti henni. Við erum ekki kapdtalismaþjóðfélag frekar en Sovétríkin eru komm únismaþj óðfélag. Við verðum að láta stjórnmála heimspekinga og hagfræðinga skýra hvað við í rauninni erum; spámenn um að skýra, hvert stefnir, En áður en við erum undir það búnir að úthugsa þessi vandamál sem sífellt heilla menn (iþar sem bæði Austiur og Vest- ur eru á laun að reyna að byggja upp nýtt þjóðtfélag, sem enginn hefur séð fyrri, þjóðfélag, sem til skamims tíma hefur verið tál- draumur, verðum við að hreinsa hugsun ok'kar af alls kyns 'hind urvitnum. í fyrsta lagi verðum við að gera okkur Ijóst, hvað Rússland er ekki. Sovétrí'ki Krúsjeffs eru ekki Sovétrílki Stalíns, né heldur Len ins. Þetrta tel ég almennt viður kennt. En Sovétrí'kin lúta enn stjóm komimúniista'flolkiksins og verðá að hlýða áliti hans eins og á dögum Stalíns og Leníns. Ef Sovétríkin hafa breytzt, hefuir kommúnistaflokkurinn það líka. Ef hann getur breytzt ögn, þá getur hann líka breytzt til muna. En flestir, þar á meðal margir Rússar, tala og láta sem svo, að Kommúnistaflokkurinn hafi alls ekiki breytzt. Það er á þeirri sann færingu, sem stjórnmál okkar byggjast nð mestu nú. Hin' neikvæða afstaða oklkar gagnvart kommúnismanum er þrískipt: stjórnmálaleg, siðferð isleg og heimspekileg. Það er stjórnmálalega hlið málsins, mögnuð af hinni siðferðilegu, sem hefur undanfarið gert deil una að baráttu upp á líf og dauða. Og stjórnmálalega hlið málsins varð til þegar Lenin, með hinni velheppnuðu byltingu sinni, túlkaði deiluna milli sam særismamna um víða veröld gegn viðurkenndum lögum og r£tti sem deilu sem kviknaði hjá báðum aðilum sakir staðnaðra hugmynda, togstreitu milli liins nýfædda Sovétríkis og rótgró- inma rí'kisstjórna um gjörvallan heim. Lenin hyllist að draum- inum, sem Trotsky útlisi_ði jafn vel enn skarpar, drauminum um heim kommúnisma, sem til vero ur •'ftir síenduirtekinar og ofsa- legar bvltingar. Þar sem mestar líkur eru á byltingarvilja undir lok engra og lýandi styrjalda, og þar sem sagan kenndi honum að i*yrjald ir, sem háðar voru vegna mark aða væru óhjákvæmilega af- leiðing kapítalista trúði hann enn betur á ðhjákvæmileika, já nauðsyn styrjaldar. Þessi kenn- ing varð óaðskiljanlegur þáttur í stefnuyfirlýsinigu kommúnism- ans þar til snernma árs 1956, þeg ar Krúséff á tuttugasta Flokks þimginu máði hann út með pomp og pragt. Með því fjarlægði 'hann stærstu stjórnmálalegu mótbáruna gegn kammúnisman- um sem and-rússneskum og opn aði nýjar leiðir og svið, sem enn hafa ekki verið fyllilega viður kennd af Vesturveldunum, enin síður könnuð. Hin siðferðilega hlið málsins var síður en svo lítilvæg. Þar var um að ræða aðferðir bær, sem koinmúnistastjórnin í Sovétrikj unuim beitti til að auka áhrif sín og völd og festa kommúnismann i æssi, fyrst gagnvart þjóðum Sovétríkjanna, síðan í Austur- og Mið-Evrópu, þar ssm löndin urðu að lúta kommúnistastjórn inni, sem stundum beitti valdi eða þá hótaði því. Það þarf ekki að rifja upp þessar aðfarir. Þær voru viður styggilegar. Sumt þessa hefur Krúséff þegar harmað, og ann- að mun hann sennilega fljótit harma. Kenningar Leníns, her- veldi Stalíns og aðgerðir rússn esku lögreglunnar hafa skapað það, sem við lítum enn á sem ógn kommúnismans. Eins og ég sagði áður varð ein hlið málsins til að magna aðra. En við rekum okkur þó á þá staðreynd, að ef byltingarkenn- ing Lenins er ekiki lengur við líði, og það er hún sannarlega ekki, og ef hernaðarstefna Stal íns og aðgerðir rússnesku lög- reglunnar eru smám saman að mildast, sem virðist vera, er þó ýmislegt sem okkur er meinilla við, ef til vill ýmislegt, sem hættulegt er, en þó alls ekki það sem við höfum brynjað okkur gegn og lifað í eilífri andúð og óvináttu gegn — ógn kommún- ismans. í þriðja lagi kemur svo hin heimspekijega afstaða gegn kommúnismanum. Hún ein get ur ekki komið af stað styrjöld; það hefur hún aldrei getað .Af- staðan gegn stefnunni er einfald lega neikvæð, þar sem hún mót- ast að sannleikseinokun postula hennar. Þetta kann að virðast tiltölulega lítilvægt, þegar spurn ingin um stríð eða frið er ann- arsvegar; en þar sem þetta er í beinum tengslum við bá hegð an, sem Skapar styrjaldarógnina er vert að sleppa því ekki. Því að einmig hvað þetta snertir eru kommúnistar að breytast. Allt er þetta til batnaðar. Margt er enn bagalegt hvernig sem á það er litið — all't frá hömium á skoðana- oe málfrelsi txl hins þrotlausa arðráns í Mið- og Austur-Evrópu j þágu Sovét ríkjanna (tilraunir Sovétmamna í þá átt að bæta efnabaginn í kommúnis'talönd'unum með Oom eoon stranda illilega á þeirri sov- ésku venju að selja allt of háu verði útflutningsverð fyrir innfluttar vörur frá sömu lönd um); allt frá hinum útsmognu lygum til þrotlauss undirróðurs erlendis: allt frá hinum ofbráðu ofbeldisaðgerðum þeirra, eink- um í Austur-Evrópu, til hinnar þrálátu niðurbælingar sannleik ans. En þetta í sjálfu sér er ekki bein ógm gagnvart ókommúm- istísku ríkj'umum. Á valdatímum Stalíns hefði mátt segja, að meinbugir sovét-komm únistísku stefnunnar væru í eðli sínu aðrir en meinbugir borgar stefna, en nú mætti segja, að á þessum stefnum væri aðeims stigmunur, stundum hryggilega mikill. Löks rná nú greina margs konar breytingu til batnaðar í Sovétríkjunum, eða a.m.k. viss afrek, sem verð eru athygli og umlhugsunar ef ekki kappgirni. Stærsta afrekið hefur verið nýting fjöidans, almúgans, með gífurlega víðtækri menntun og því sem nálegast jafnrétti tæki- fseranna, a.m.k. milli jafnhæfra manna. Samfara þessu hefur ver ið gerð látlaus og einbeitt til- raun, sem reyndar hefur ekki heppnazt nema að nokkru leyti, til að kveikja með mönnum anda sameiginlegs átaks, og reynt hef ur verið að hlífa sem mest bjarg arlindum þjóðarinnar með bví að láta eina miðstjórn fylgjast með framleiðslumeðulum 1 þágu allra. Óþarfi er að telja upp allan kostnað við þetta eða þá grimrnd sem beitt hefur verið til að koma því á.Ef við erum með fullu viti höldum við ekki í sífellu áfram, að rei'kna út kostnaðinn við frönsku byltinguna. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, er nýtt þjóðfélag að fæðast og þær þrautir, sem fylgt hafa þeirri fæðingu, jafnvel þótt þær kunni að vera óþarfar að mestu, eru og svo um munar, fyrir því. Við eigum nú í taeri við Oað, sem er þjóðfélagið í dag, afrek bess og afglöp. Það eru þessi afrek s^m vaxa vanþróuðu þjóðunum utan Sov- étlandanna svo í augum. Úr ringulreið og hungursneyð hefur Bovétstefnan skapað reglu og nokkra velmegun, svo að ekki sé minnzt á hin undraverðu af- rek á. sviði hávísinda. Gamal- reyndir stjórnmálamenn utan Sovétríkjanna vita, a.m.k. flest ir hversu gífurlegu verði þessi afrek hafa verið keypt, verði þjáninga annars vegar og sið- ferðispillingar hinsvegar. Þeir vita einnig, að engir af landvinn ingum kommúnista að Kína og Júgóslavíu undanteknum (en bæði hafa átt í erjum við Rúss- land) eru árangur af lýðbyltingu nema ef telja mætti kúbönsku byltinguna: alla þessa landvinn inga hefur sovéski herinn á samvizkunni. Þeir vita einnig, að þegar kommúnistar koma hlaðn ir gjöfum er eitthvað gruggugt í pokahorninu. En þeir, sem taka við þessum mönnum, munu síður verða á verði gagnvart öllu þessu. Og ef Sovétríkjunum tekst að taka efnislegum stakkaskiptum og láta leppríkjuim sínum í Evrópu í té nægilegt frelsi til að lifa eigin tilveru og blómgast, bá m i búast við, að kommúnisminn skapi sér öllu meiri samúð í umlheiminum. En verður það þá kommúnismi" Vissulega reynir Krúséff að mætti að skapa sér samúð, þó t hann gangi með því í berhög g við Kína og nýstalínista í Aust- ur-Evrópu og heima við. Etftir að hann svo að segja útilokaði styrjöld og rýrði gildi stórtaekr ar byltingar, hefur hann gert þegnum sínum að bíða kanmski óendanlega lengi blómaskeiðs kommúnismans. í Afríku og As- íu fer hann sér sannarlega að engu óðslega. Og það sem meira er: hamn virðist sízt binda sig við strangtrúaða stefnu sósíalism ans eins og afríkanskir sósialist ar, og mæitir þetta harðri gagn- rýni heima við. Einn daginn, og af hreinni her kænsku, ræðst hann á nýfrjálsu ríkim fyrir loðinn þankagang um sósíalisma og kapítalisma; næsta dag hleypir hann ánangrinum af þessum loðna þankagangi í op inberar umræður heima við Þamn ig, snemma í mánuðinum, se;n leið, birtu Pravda og Izvestia furðuýtarlegt viðtal, sem ritstjór ar blaðanna áttu við Nasser for- seta, þar sem Nasser talaði afar frjálslega um hugmyndir sínar um sósíalisma í Egyptalandi, en frá sjónarmiði Sovétríkjanna voru þesar skoðanir hans arg asta villutrú. Árið 1056 var svo í Rússlamöi komið fram með kenninguna um „mismunandi leiðir til sósíalisma en ungverska byltingin spillti fyrir þeirri kenningu. Nú hefur þessi stefna verið tekin upp að nýju. Eins og Patrick O’Donovan sýndi fram á hefur Pólland sýnt að það fer sínar eigin leiðir, ger ir málamiðlun við Róm, umber frjlálsan þankagang listamanna og rithöfunda, snýr baki við hinu hörmulega sine qua non komm- únistaheimsins, samyrkjubúskap Sum nágrannalönd Póllands eru að gera framfara tilraunir á öðrum sviðum, þótt engar séu jafnfrjálsar og athvglisverðar. Rúmenía hefur sýnt þess merki, að hún væri Vesturveldunum hliðholl, og reynir af mætti að verjast áleitni Sovétríkjanna, er ætlar að steypa hinum nýja og blómlega, endurborna iðnaði þeirra í botnlaust hyldýpi Com econ, eins o£ það er nú úr garði gert. Ungverjaland virðis.t vera að ná sér eftir áfaUið 1956, Hinn formlegi brottrekstur Rakosi og Gero úr kommúnistaflokknum er aðeins útvortis merki um sterka frelsishreyfingu. Búlgaría, sem ávallt xyrst fylg ir fordæmi Krúséffs, á við þann erfiðleika að stríða í sjálf- ræðisviðleitni sinni, að hún á sér engin vinsamleg náigranna- lönd (ihýn á sífellit í erjum við TrrorrvhalH ó Kl.c Hersýning á Rauða torginu í Moskvu, höfuðborg kommúnismans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.