Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.10.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ r Fostudagur 19. október 1962. ----HOWARD SPRING:_60 _ | RAKEL R0SIN6 Julian tók hönd hennar og strauk henni. Mér kemur þetta á óvart, sagði hann. Og um leið fann hann sér til gleði, að hjart- að sló örar í brjósti hans. Hann greip þetta á lofti sem réttlæt- ingu á því, að hafa tekið eigin- konu gests, sem dvaldi í húsi föður hans. Svo að þú ert ekki kona Maur ice? sagði hann hugsandi og fann til huggunar af þessum orð um. En, góða mín, hve lengi hef urðu vitað þetta? Næstum frá fyrstu tíð, sagði hún. Ég er hér um bil viss um, að ég hefði aldrei vitað það, ef ekki þetta slys hefði komið fyrir hann Maurice. Auðvitað fór það svo, að þegar ég var ein míns liðs í húsinu og hafði ekkert um að hugsa, litaðist ég þar um og rakst á hitt og þetta. Ég fann skjöl — bréf í skrifborðinu hans. — Lygin kom eins og af sjálfu sér, þegar hún var á ann- að borð byrjuð. Hún þurfti næst um ekki að hugsa þær upp. Bréf — í skrifborðinu hans.. Upphafið á „Veikum ís“ kom upp í huga Julian. Hann hugs- aði sér snöru, fimu fingurna á henni og skjótu augnagoturnar. Hann fann, að hrifning hans af henni fór ekki vaxandi. Getur maðurinn þinn....? Hann er ekki maðurinn minn. Getur Maurice ekki vitað, að þú hafir komizt að þessu? með sanni sagt, að hann hefði aldrei tapað á leikriti. Og hann þóttist vita, að svo yrði heldur ekki í þetta sinn. Þetta var einnig gleðidagur hjá Maurice. Hann var farinn að ganga og honum fannst eins og hann væri farinn að fljúga. Næsta dag gekk hann dálítið líka og þar næsta dag fór hann heim, og lét fara vel um sig í fína bílnum. Enn mundi hann þurfa á hjólakörfunni að halda, en hinsvegar mundi hann geta gengið lengur og lengur á fót- unum, eftir því sem stundir liðu fram. Mike Hartigan sat frammi í hjá Oxtoby, en Rakel aftur í hjá Maurice. Julian lofaði að aka bílnum hennar til borgarinn ar, þegar hann kæmi, en það yrði eftir tvo daga. Þetta var dýrlegur dagur, undir maílok, og Maurice var innilega ánægður. Hann fann, að nú gátu þau Rak- el verið saman í sínu eigin húsi, og allt benti til þess, að það gæti allt farið vel. Hann var tekinn að láta ýmislegt smáveg- is eftir sér, t. d. það að reykja nokkra vindla á dag. Einmitt núna var hann að reykja einn, liggjandi aftur á bak í hæg- indinu, dálítið utan við sig og klappaði höndina á Rakel, en sagði fátt, eins og vandi hans var þegar hann var eitthvað að hugsa. Rakel var allt annað en á- nægð. Hún var gripin einhverj- um ólýsanlegum ónotum þegar bíllinn lagði af stað frá Mark- hams. Julian stóð fyrir dyrum úti, brosandi og vingjarnlegur, og veifaði hendi með svip eins og heimurinn gæti hreint ekki verið betri og sólríkari en hann nú var — og raunverulega voru tilfinningar hans þessar. En hjá Rakel var eins og eitthvert hat- ur blandaðist ástinni í honum — hatur fyrir það, að hann skyldi geta verið svona bros- leitur einmitt þegar hún var að fara frá honum. Hún hræddist það, sem framundan var. Ham- ingjan mátti vita, til hvers Maur ice mundi ætlast af henni, nú er hann færi aftur að hafa not fóta sinna. Hún þaut upp i herbergið sitt, jafnskjótt sem hún var komin heim, og~hringdi bjöllunni ofsa- lega á Rose Chamberlain, sem hafði verið send á undan þeim deginum áður. Þarna stóð hún enn í ferðafötunum, við kaldan arininn, gul af vonzku. Þessi köttur, Chamberlain, sagði hún Og benti löngum, skjálfandi fingri á Omar sem 'hringaði sig á ábreiðunni. Hef ég ekki sagt þér nægilega oft, að ég vil ekki hafa þetta kvikindi inni hjá mér! Hún hafði verið að teygja hanzkana sína milli fingranna, en nú laut hún niður að kett- inum og sló hann eins fast Og hún gat með hönzkunum. Snáf- aðu burt! æpti hún. Það var eins og kötturinn lifn- aði snögglega við, er hann fékk höggið. Hann beygði kenginn, sperrti upp rófuna, opnaði munn- inn Og sýndi hvítar tennurnar og horfði með athygli á hús- móður sína. Út með þig! hvæsti Rakel aftur, og reiddi aftur til höggs ,én Omar varð fljótari til að slá frá sér. Loppan kom eins og elding á löft og Rakel hörf- aði til baka, hvít af reiði, en blóðið seitlaði úr handarbakinu á henni. Omar skirpti einu sinni, en stökk síðan ofan af legubekkn um lagði Rakel smyrsl við sárið og fór síðan niður til hádegis- verðar í illu skapi. Þessi illska í kettinum, og það, hvernig hann breyttist á svipstundu úr frið- samlegum, gulum hnoðra í glefs- andi varg, sem saerði hana meir en hún hafði nokkurntíma verið særð áður. Þetta kom illa við hana og gerði hana hrædda. Hún hafði aldrei látið sér detta f hug, að maður þyrfti að hræðast kött, og nú varð kötturinn f huga hennar, að einhverjum ó- heillaiboða. Þessu getur maður átt von á í þessu húsi, sagði hún við sjálfa sig. Og um leið varð henni hugsað til Markhams, þar sem hún naut allra forréttinda og þæginda gestsins — og félags- skapar Julians. Nei. Og skilurðu það ekki, elska mín, að það er þessvegna, sem ég forðast hann, og það er þessvegna sem ég get elskað þig. Þú hlýtur að skilja, að ein- hver ástaéða muni liggja að þessu. Þú getur ekki látið þér detta í hug, að ég gæti farið að elska þig, ef við Maurice uefð- um verið búin að vera gift í nokkrar vikur? Þú gætir ekki látið þér detta slíkt í hug um mig, eða hvað, elskan? Nei, þú skilur, að ég er frí og frjáls. Hún lagði armana um háls hans og dró höfuðið niður á öxl sér. Svo hvíslaði hún í eyra hans: Maur- ice hefur aldrei átt mig, elskan nrín. Ég verð alltaf þín. Enginn nema þú kemst þai að. Þin verð ég alltaf. Þú trúir því, er það ekki? Ó, ég elska þig! sagði Julian og kyssti hana af miklum ákafa. Þú þarft ekkert að vera hrædd við Minu. Hún er engin kjafta- kind. Nei þá skal ég ekki vera hrædd við hana. Og nú verðum við að halda áfram. Við megum hvorugt okk »r láta Hansford ganga okkur úr greipum. Gott og vel, elskan, svaraði hún. Viltu aka — ég er orðin alveg uppgefin. Svo þagði hún og braut heilan um hvað næst skyldi gera. En þegar þau nálguðust hús Hansfords, sagði hún þó: Þú nefnir þetta ekkert við Maurice — eða neinn annan? Ekki aldeilis, svaraði Julian af mikilli sannfæringu. XXVI 1. Maurice fór ekki heim til sín f sjúkravagninum, sem hafði flutt hann til Markhams. Hann var farinn að staulast nokkur skref, daginn sem Julian og Rakel áttu viðtalið við Cecil Hansford. Hansford vildi setja leikritið upp í september, og Rakel, Mina og Julian áttu öll að leika í því. Þannig fékk Julian kaup bæði sém höfundur og leikari, og þóttist hólpinn. Rakel fengi eins mikla peninga á viku og hún hafði nokkurn tíma unnið sér inn á ári, og kaup Minu yrði heldur ekki til að fyrirlíta. Þetta var nú allt gott Og bless að og kátastur þeirra allra var Hansford sjálfur. Hann var frá- munalega þefvís á gróða í sam- bandi við leikrit. Hann var einn hinna örfáu leikstjóra, sem gat Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov Í3S „Ojæja, svOna engan veginn“. Di Maggio hringdi til hennar daginn eftir. Hún var mjög hlé- dræg. Nei, hún hefði engan tíma í þessari viku. Hann hringdi svo á hverjum degi en fékk alltaf afsvar. Eftir tvær vikur gafst hann alveg upp. Ein þegar hann hætti að hringja til hennar, fór hún að hugsa til hans með vel- vild. Hún segist alltaf hafa getað fundið, hvað það væri, sem drægi hana að karlmanni, en hva^' Maggio snerti var henni ekki Ijóst, hvað dró hana að honum. Þetta kann að vera vegna þess, hve áhugamál þeirra og skap- ferli voru gjörólík. Það er hugs- anlegt, að milli fyrsta og annars móts þeirra, hafi Joe orðið draumamynd fyrir hennar aug- um. Ef hún nefndi Di Maggio við rafvirkjana, smiðina eða að- stoðarmennina í kvikmyndaver- inu, ljómuðu augu þeirra, og henni fór að verða það ljóst, að Joe var hetja. Marilyn braut því odd af oflæti sínu og hringdi til Joe og setti honum stefnumót. Þau borðuðu saman í lítilfjör- legu, ítölsku veitingahúsi, þar sem þau voru hvorki ásótt af k vikmyndafíflum né baseball- fíflum. Eftir máltíðina sagði hann: „Hvað langar þig nú til að fara? Hún gerði sér hroll. „Æ,ég veit ekki. Hvert vildir þú fara?“ Hann hafði verið prúðmannlegur við máltíðina og haft hemil á höndunum á sér. Hann var í rauninni kurteis maður og þessi framhleypni hans í fyrra skiptið var fyrirgefin. „Ég veit nú ekki, hvort þú yrðir hrifin af því, en mig lang- aði helzt til að aka eitthvað og bara skrafa saman". „Það vildi ég gjarna", sagði hún. „veðrið getur ekki betra verið til að aka eitthvað“. Það var líka ágætis veður með stór- um rómantískum mána hátt á himni. Þau staðnæmdust við bíla- knæpu og fengu sér pylsur. Di Maggio hafði enn ekkert snert á henni, en þau höfðu bæði talað mikið. Hann sagðist hafa skemmt sér vel. Hann lét þess getið, að venjulega þætti sér annað stefnu- mótið með stúlku skemmtilegra en það fyrsta, en það þriðja kæmi sjaldnast. ,,Ég á kunningja, George Solotaire, sem hirðir stelpurnar venjulega, þegar ég er orðinn þreyttur á þeim“. Marilyn spurði, hvort Solot- aire væri í Hollywood. Það var hann. Hann hafði komið með Joe frá New York. „Ég vona, að hann hafi ekki alltof mikið fyrir því að hirða mig“, sagði hún. ,,í þessu ferðalagi þarfnast ég ekki Georges", sagði Joe. Svo varð löng þögn hjá þeim. Yfirleitt þögðu þau helmingi lengur en þau töluðu, bæði nú og í næstu skiptin og eftir þvi sem lengur leið, vann þögnin enn á. Næst þegar þau hittust hleypti hann í sig nægilegum kjarki, til þess að segja henni, að hann hefði séð mynd af henni í fyrra. „Hvaða mynd var það?“ spurði hún með ákafa, í þeirri von að fá hrós fyrir leik sinn í ein- hverju hlutverki. „Það var sú, þar sem þú ert með Gus“. „Hver er Gus?“ „Þú veizt. Gus Zernial, base- ball-leikarinn“. „Nú, þú átt við þá mynd, sagði hún og vonbrigðin leyndu sér ekki. „Hvað var í hana var- ið? Þú hlýtur að hafa setið fyrir með mörgum frægum persónum í sambandi við íþróttina þína. „Þær beztu voru af Ethel Barrymore og McArthur hers- höfðingja" sagði hann. „En þú ert miklu fallegri". Marilyn skrif aði seinna: „Þessi yfirlýsing hans“ — að hún væri fallegri en Douglas McArthur eða Ethel Barrymore — „orkaði einkenni- lega á mig. Ég hafði lesið heilu dálkana um, hve falleg ég væri og tugir karlmanna höfðu sagt mér það sama, en þetta var í fyrsta sinn sem hjartað í mér ‘hoppaði við að heyra það“. Hún komst að þeirri niður- stöðu, að hún væri að verða ást- fangin. Samt bjóst hún ekki við, að sú tilfinning mundi endast sér lengi. Svona ævintýri voru alltaf skemmtileg í fyrstunni, en þau enduðu alltaf leiðinlega. En henni leið vel í návist Joe og fann, að hún þarfnaðist hans. Hún hlustaði með hrifningu á sög ur hans af því hvernig hann hefði orðið knattleikamaður. Hann var fæddur 1915 í San Francisco - áttundi í röðinni af níu systkinum. Faðir hans var fiskimaður, sem vann sér rétt til hnífs og skeiðar á litla bátn- um sínum. Marilyn var stórhrif- in af frásögnum hans af lífinu þarna í litla kofanum. Joe tilbað móður sína, en hún hafði dáið 1949. Hann lét einhverntíma svo um mælt, að mamma hans, Marilyn og litli sonur hans hefðu verið það þrennt, sem mestu varð ráðandi um líf hans. Sem hver annar munaðarleys- ingi, varð Marilyn vot um augu, við sögurnar um svo stóra fjöl- skyldu. Hún sagði oft, að ef hún giftist aftur, skyldi hún eignast sex börn. Hún tilbað börn. Joe hafði tekið miklum fram- förum í knattleik og varð að lokum atvinnumaður í þeirri grein og hann var kominn upp í 100.000 dala tekjur á ári, þegar hann varð að draga sig í hlé 1951, vegna meiðsla í fæti og öxl. Frægðardagar Joes voru að baki, um það leyti, sem hann byrjaði að draga sig eftir Mari- -lyn, en hennar frægðardagar voru að hefjast. En hann lá þó ekki í letinni. Hann flutti venju- lega 15 mínútna erindi um íþrótt sína fyrir sjónvarpsþátt. En hann hafði enga hugmynd, þegar hér var komið, um það, að hún stæði á þröskuldi frægð- arinnar. Hún sá hann hinsvegar ekki nema einu sinni leika íþrótt sína og það var 17. marz 1952. En nú var farið að minnast á iþau í slúðurdálkum blaðanna, og þar sagt, að ævintýri væri I uppsiglingu með knattleiks- hetju Bandaríkjanna og kyn- þokkahetju sömu ríkja. Ein- hver blaðamaður spurði Joe: „Hvemig er frægri íþróttahetju, sem hefur alltaf dregið sig sem mest í hlé, innanbrjósts, þegar hann er farinn að ganga út með frægustu stúlku heims?“. Og Joe svaraði: „Það er rétt eins og velheppnaður tvíliðaleikur. Það er bara um að ræða tvær mann- eskjur, sem hittast, og kunna vel hvor við aðra“. Sendlar blaðasnápanna og f- þróttatímaritanna voru daglega eins og mý á mykjuskán í kvik- myndaverinu, þar sem verið var að taka „Monkey Business". Ást arævintýri var vinsælasti blaða- matur, sem fólk átti kost á og þetta var eins og ævintýri i myndabók. Marilyn var daglega hundelt með spurningum um trúloflun hennar. Hún sagðist ekki vera trúlofuð. Þau Joe væru bara „vinir“. Hún var spurð, hvort hún myndi hætta við kvikmyndirn- ar, ef hún giftist. Hún svaraði: „Frægðin er auðvitað ágæt, en það er ekki hægt að hita sér við hana, þegar kalt er á nóttunni". En hún átti eftir að komast að því, eins og svo margar yfir- gefnar eiginkonur, að eiginmað- ur er heldur ekki neitt, sem hægt er að hita sér á um kalda nótt. En það þýðir lítið að tala við fólk og koma vitinu fyrir það, þegar svona stendur á. Hún var spurð, hvort hún hefði gaman af baseball, og hún svaraði: „Ekki enn, en ég vona, að það verði seinna. Við höfum verið að tala mikið um hann“, „En hafið þið ekki talað um ást?“ var næsta spurning. „Ástin er ekki til að tala una hana“ var svarið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.