Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 8
8 MOH Cl TS TtL AÐ1Ð Fimmtudagur 25. október 1962 Jarðhitorannsóknir í Borgar- firði og ronnsóbn ó sjóslysum Á FUNÐI sameinaðs þings í gær var frumvarpi um fjárauka- lög 1961 vísað til 2. umræðu og fjárveitinganefndar að tillögu fjármiálaráðherra. Halldór E. Sigurðsson gerði grein fyrir þingsályktunartillögu um jarðhitarannsóknir í Borgar- fjarðarhéraði og Gunnar Jóhanns son fyrir tillögu um rannsókn á sjóslysum. Jarðhitarannsóknir í Borgar- firði Halldór E. Sigurðsson (F) gerði grein fyrir þingsályktunar tillögu um jarðhitarannsóknir, er hann ásamt öllum þingmönnum Vesturlandskjördæmis er flutn- ingsmaður að. Tillagan er á þá leið, að ríkisstjórninni verði fal- ið að hlutast til um, að á vegum jarðhitasjóðs verði gerð rann- sókn á jarðhitasvæðum Borgar- fjarðarhéraðs og víðtæk jarðhita Lyfsölulögin endurskoðuð RÍKISSTJ ÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til lyf- sölulaga í athugasemdum þess segir m.a.: „Með bréfi, dags. 2. nóv. 1959, fól Friðjón Skarphéð- insson, heilbrigðismálaráðherra, dr Sigurði Sigurðssyni, sjúkra- málastjóra, núv landlækni, „að framkvæma endurskoðun á lyf- sölulöggjöfinni í heild, þar á með al sérstaklega reglum um verð- lagningu lyfja.“ Til aðstoðar við þetta verk skipaði ráðherra þá Sverri Þorbjörnsson, forstjóra Tryggingarstofnunar ríkisins, og Sverri Magnússon, lyfsala í Hafn arfirði." leit gerð í héraðinu Lejtin verði * m.a. við það miðuð að at huga möguleika á hitaveitu fyr- ir Borgarnes. Tillaga þessi var einnig flutt á síðasta þingi, en þar sem mjög var liðið á starfs tímann, hlaut hún ekki afgreiðslu. Rannsókn á sjóslysum Gunnar Jóhannsson (K) fylgdd úr hlaði þingsályktunar- tillögu er hann ásamt Karli Guð jónssyni er flutn ingsmaður að. Tillagan er á þessa leið: Alþingi álykt- ar að fela ríkis- stjórninni að skipa 5 manna nefnd og sé einn nefndarm.aður tilnefndur af hverjum eftirtalinna aðila: Slysavarnafélagi fslands, Far- manna- og fiskimannasambandi íslandis, Landssambandi íslenzkra útvegsmanna. Ríkisstjórnin skipar einn mann án tilnefningar, og skal hann vera formaður nefndarinnar. Verkefni nefndarinnar skal vera að rannsaka, eftir því sem frekast er unnt, orsakir hinna mörgu 9kipaskaða, sem orðið hafa við strendur landsins und- anfarin 2-3 ár Rannsókn þessari verði hrað- að, eftir því sem frekast er unnt Að henni lokinni verði, ef þurfa þykir, settar nýjar reglur um sjóhæfni íslenzkra fiski- skipa, um allar breytingar á skip um til stækkunar og um stað- setningu nýrra veiðitækja um borð Framkvæmdir hefjast við iðnaðarsvæði Deyfilyf og land- búnaðarafurðir FRAM hafa verið lagðar tvær fyrirspurnir á Alþingi önnur þeirra er frá Benedikt Gröndai til dómsmálaráðherra um mis- notkun deyfilyfja hér á landi svohljóðandi: 1. Telur dómsmálastjórnin, að vaxandi misnotkun deyfilyfja hér á landi gefi tilefni til sér- stakra gagnráðstafana af hálfu ríkisvaldsins? 2 Ef svo er, telur dómsmála- stjórnin gildandi lagaákvæði í þeim efnum nægilega ströng? Akraneskirkja FYRIR nokkru mættu við guðs- þjónustu í Akraneskirkju, sjö af þrettán fermingarbörnum frá árinu 1912 og færðu kirkjunni að gjöf fagran og vandaðan kross, er standa skal á altari kirkjunnar. Krossinn, sem er með Kristsmynd, gerður úr málmi og gullhúðaður, er einkar fallegur og táknrænn. Gefend- unum, sem bæði eru búsettir á Akranesi og víðar, færir sóknar- nefnd beztu þakkir fyrir tryggð við kirkju sína. Þetta er í annað sinn, sem Akranesskirkju er minnzt á þennan hátt. Fyrir nokkrum ár- um var 50 ára fermingarafmælis minnzt af allstórum hópi, með því að gefa haglega gerðan ljósa- útbúnað í kór kirkjunnar, með jafnmörgum Ijósakertum og fermingarbörnin voru. Kirkjan þakkar þessar góðu gjafir, en þó fyrst og fremst þá ræktarsemi og hlýhug er býr í hugum gefendanna til kirkju sinnar. Það sýnir glöggt, að þeir telja sig eiga henni þökk að gjalda. F. h. sóknarnefndar, Karl Helgason. í ÞESSARI viku eða hinni næstu munu verða hafnar framkvæmdir til þess að gera hyggingarhæft hið fyrirhug aða iðnaðarsvæði við Grens ásveg. Verður þá byrjað á holræsaframkvæmdum við götu þá, sem takmarkar svæð ið að austan. Meginhluta svæðisins má gera byggingarhæfan á mjög skömmum tíma, væntanlega 3—4 mánuðum. Frá þessu skýrði Geir Hall- grímsson borgarstjóri á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrradag, er hann svaraði fyrir spum Guðmundar Vigfússonar um það, hvenær ætla megi, að fyrrnefnt svæði verði gert bygg- ingarhæft og lóðaúthlutun þar geti farið fram. Eins og kunnugt er, var sam tökum iðnrekenda veitt tæki- færi til þess að athuga möguleika á að koma upp fjöliðjuveri á hluta þessa fyrirhugaða iðnað- arsvæðis. Hafa þeir fyrir nokkru stofnað hlutafélagið Iðngarða í þessu Skyni. Er nú runninn út sá frestur, sem félaginu var gef inn til að svara fyrirspurnum borgarverkfræðings varðandi um sókn þess um lóðaúthlutun á svæðinu. Þegar svar félagsins hefur borizt verður svo tekin á- kvörðun um, hve mikinn hluta svæðisins það fær. Þeim hluta þess sem þá verður eftir mun væntanlega verða skipt í stórar iðnaðarlóðir. Ætlunin hafði verið, að svæði þetta yrði gert byggingarhæft á sl. sumri. En ástæðan til þess dráttar, sem á því hefur orðið, er sú, að rétt þótti að gefa iðn- rekendum nokkurn tíma til stofn unar samtaka sinna um frarn- kvæmdir á svæðinu, afla upp- lýsinga um fyrirhugaðan rekst ur þar og lóðaþörf félagsmanna. Fyrirspurn um mismun gjaldeyris- andvirðis Á FUNDI sameinaðs þings í gær gerði Gísli Guðmundsson (F) eftirfarandi fyrirspurn: 1. Hve miklu nemur, í krónum talinn, sá mismúnur á andvirði skilaðs gjaldeyris á eldra gengi og andvirði hans á hinu nýja gengi, er færa skyldi á sérstakan reikning á nafni ríkissjóðs í Seðlabankanum samkv. 2. máls grein6. gr. laga nr. 28 17. apríl 1962? 2. Hve miklu af þessum mis- mun, í krónum töldu, er varið til þess að greiða hluta útflutnings gjalds samkv. 1. málsgr. 7. gr., hve miklu til þess að greiða hluta hlutatryggingasjóðsgjalds sam- kv. 2. málsgr. 8. gr. og hve miklu til greiðslu vátryggingargjalds samkv. 2. málsgr. 6. gr. laganna? Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála ráðherra varð fyrir svörum. Inn borgun skv 6. gr. laganna næmi 144,8 millj. kr. en fullnaðarreikn ingsskil væru ekki fyrir hendi. Þær skiptust svo: Til útflutn- ingsgjalda 32 millj. kr., til greiðsiu vátryggingargjalds 13 millj. kr. Ekki hefði verið spurt um langstærsta liðinn, 92 millj. kr. til ríkisábyrgðasjóðs. 4,7 millj kr. vseri óráðstafað og væru þær á sérstökum reikningi í Seðla- bankanum., Stórfengleg uppgötvcni Hárgreiðslan endist i 8 daga! ★ « > ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR ★ < O t-H ★ PERFORM er undursamlegt, nýtt efni, sem notað er til að leggja hár. Það er sett í hárið eftir hárþvott, áður en rúllað er, og heldur það þá hárgreiðslunni í 8 daga. PERFORM er ekki permanent. Vindar og væta hafa engin áhrif á PERFOFM-hár- greiðslu — þvert á móti — greiða vætt í vatni endurnýjar beztu eig- inleika PERFORM. Hinar nýtízku „óstýrilátu" hárgreiðslur haldast sérlega vel með PERFORM. Þér getið notað PERFORM í allar teg- undir hárs, litað eða ólitað. PERFORM er ólíkt öllum áður þekktum hárlagningarefnum, og er ekki hárlakk. Hafnarfjarðarbíó: Ástfangin í Kaupmannahöfn ÞETTA er ein af þeim léttu og skemmtilegu dönsku myndum sem allir hafa gaman af að sjá, bæði ungir og gamlir. Hefur Hafnarfj'arðarbíó sýnt margar slíkar myndir á undanförnum árum við geysimikla aðsókn, jafn vel svo mörgum mánuðum skipt ir. Er skemmst að minnast mynd arinnar „Karlsen stýrimaður" og „Baronessan frá benzínsölunni" sem báðar hlutu metaðsókn. í mynd þeirri, sem hér ræðir um, eru margir af beztu gaman- leikurum Dana, svo sem vinur okkar Direh Passer, sem fer þó ekki með aðalhlutverk, Ove Sprogöe, Henning Moritzen o.fl. og auk þess sænska söngstjarn- an Siw Halmkvist, sem. nýtur mikillar vinsælda á Norðurlönd um og víðar. Sagan er í stuttu máli þessi: Jan (Henning Moritzen), ung ur jazz-hljómsveitarstjóri, kem ur heim frá Sviþjóð ásamt fé- lögum sínum, Cony (Ove Sprog öe), Dingo (Jörgen Ryg) óg Félagslíl FARFUGLAR! FARFUGUAR! Hinn árlegi vetrarfagnaður verður haldinn í Heiðarbóli laug ard. 27. þ. m. Stúlkur gleymið ekki bakstrinum, piltarnir sjá um afganginn. — Farið verður frá Búnaðarfélagshúsinu kl. 8 e.h. — Skrifstofan opin á föstudög- um kl. 8.30 til 10 e. h. Sími 15937. Nefndin. Stubb (Perry Knudsen), eftir mjög misheppnaða hljómleikaför Þeir eru vjtanlega allir „blankir“ en eru svo heppnir að frændi Jans, þekktur söngprófessor, hef ur brugðið sér til Japan, svo þeir félaganir geta sézt að í íbúð hans. En nú vill svo til að Maj (Siw Malmkvist), ung og fríð stúlka frá Skáni, ber að dyrum hjá prófessornum og vill fá hjá honum söngtíma. Jan lætur hana standa í þeirri trú að hann sé prófessorinn, enda hef ur hann fulla þörf fyrir kennslu gjaldið. Bn svo fer að þau Jan og Maj verða hrifin hvort af öðru og þá vandast málið. Maj kemst von bráðar að því hver Jan er í raun og veru og verður fokvond. Jan tekst þó að sefa hana, og það svo vel að hún fellst á að taka þátt í sýningu sem hann á að sjá um. Sýningin vekur mikla hrifningu meðal á- horfenda. Jan sigrar þannig á tvennum vígstöðvum, því að Maj fyrirgefur honum af öllu hjarta hversu hann blekbti hana í fyrstu. Mynd þessi sem tekin er í lit um, er full af gáska og gamni söng og dansi Siw Malmkvist leik ur vel og syrígur skemmtilega og aðrir leikendur fara einnig vel með hlutverk sín. Dansarnir í myndinni eru og mjög athyglis verðir, en þá hafa samið Fred- björn Björnsson og Alice og Ib Marten. Er. Fredbjörn íslenzkur i. föðuætt sem kunnugt er . Eg hygg að flestir munu hafa gaman af að sjá þessa mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.