Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 25. október 1962 MORGl’NRT. AÐIÐ 15 Merkilegt kvæði Évtúsenkós um Stalín HIÐ UNGA rússneska skáld Évgení Évtúsénkó fékk 'birt eftir sig kvæði í Pravda sl. sunnudag, sem vakið hefur mikla athygli. Kvæðið nefnist „Erfingjar Stalíns“, og er í því sambandi minnt á, að nú er ár liðið, síðan lík Stalíns var dregið út úr grafhýsi þeirra Leníns og það huslað án allrar viðhafnar „einhvers staðar á afviknum stað“, eins og lík Mússólínis á sínum tíma. í kvæðinu segir m.a.: „Þeg ar hinir ungu hermenn frá Ryazan og Kúrsk báru hræ Stalíns út úr grafhýsinu", þá var svipur Stalíns slíkur, að hann virtist „festa sér vel í minni, hverjir þeir væru, svo að hann gæti síðar risið upp og komið fram hefndum á þeim“. Síðar í kvæðinu segir: Ég hygg hann hafa síma hjá sér í líkkistunni, Jósef Stalín gefur fyrirmæli til Envers Hoxa, og það liggur önnur lína frá þessum síma tll vissra móttakenda. Nei, Stalín hefur ekki gefizt upp, hann lítur á dauðann sem hvern annan hlut, er hægt sé að sigrazt á. Við rifum hann út úr grafhýsinu, en hvemig eigum við að rífa Stalín út úr hjörtum arftaka hans? Síðar í kvæðinu kveður Évtúsénkó um vissa félaga í hinum svonefnda „flokksfjand samlega hópi“. Þar er m.a. átt við Búlganín marskálk. Hvarf Stalín? Vissir erfingjar hans á eftir- launum hlúa að rósum í frístundunum, en innst inni hugsa þeir með sér, að eftirlaunaaldurinn sé Skammvinnur og líði skjótt hjá. Aðrir eru þeir, sem gagnrýna Stalín, þeir gera það ofan úr ræðustólunum, en þeir þrá þann tíma, þegar nóttin kemur aftur. Það er engin tilviljun, að arftökum Stalíns er nú sárt um hjartað. Fyrir þá, sem eitt sinn voru honum trúir, eru vorir tímar ekki aðlaðandi. Nú eru þrælabúðirnar tómar, en salirnir fullir, þar sem ljóð cru lesin. Síðan snýr Évtúsénkó sér beint að núverandi alræðis- stjórn og segir: Stalín hefur ýmislegt i huga. Hann hvílist aðeins. Þið verðið að tvöfalda, þrefalda verðina á gröf hans, svo að Stalín rísi ekki upi og með honum fortíðin . . . Kvæði Évtúsénkós er sett við hlið greinar í Pravda, þar sem Stalín er ákærður fyrir að hafa fylgt Trotzkí i deilum hans við Lenín árið 1918, en seinna hafi Stalín gengið í flokk hinna liðfleiri. — Évtú- sénkó, sem nú er staddúr á Kúbu, hefur einnig birt annað kvæði, „Ótti“, sem mikið um- tal hefur vakið. Eins ag áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, er Evtúsénkó eftirlætisskáld ungu kynslóðarinnar í Sovét- ríkjunum Hann varð þekktur um heim allan í fyrra, þegar hann réðst á gyðingahatrið í Sovétríkjunuim í kvæði sínu „Babí Jar“, en svo heitir stað ur í Úkraínu, þar sem naz- istar drápu 20-30 þús. gyð- inga á stríðsárunum. Árum saman hafa gyðingar í Sov- étríkjunum reynt að fá leyfi til að reisa minnismerki á staðnum, en andúð hins opin- bera og almennings á gyðing um er svo megn, að þeim hef- ur sífellt verið synjað um það, enda mundi minnismerk ið þá um leið minna á gyð- Évgení Évtúsenkó ingaofsóknir í Sovétríkjun- um, sem sízt hafa gefið of- sóknum nazista eftir Að lok- um ákvað borgarstjórn Kænu garðs (Kievs), sem umráð hef ur yfir staðnum, að svæðið skyldi lagt undir byiggingar- lóðir. — Þá orti Évtúsénkó kvæðið, sem fékkst einungis birt mjög stytt í einu bók- menntatímiariti, en allstóru fjölrituðu upplagi var dreift' á laun, þar sem kvæðið var óritskoðað — Sovézkir gagn- rýnendur hafa tætt Évtúsénkó i sig, og kallað hann „óábyrg- an“, „liðhlaupa“, „fúlltrúa- úrkynjaðrar, vestrænnar borg arahyggju" o. s. frv. Um tíma var hann rekinn bæði úr rit- höfundasamtöikunum og æsku lýðsfylkingunni (Komsomol) Nú hefur Krúséff látið taka hann aftur í náð, svo að hann hefur fengið að ferðast um Vesturlönd. — Nú er hann staddur fyrir innan járntjald ið á Kúbu, og þegar vestrænn blaðamaður spurði hann þar fyrir skemmstu, hvort hon- um „fyndist ekiki þægilega stutt yfir til Miami“, svaraði Évtúsénkó engu öðru en að yppta öxlum og hlæja. Einn af „menningarleiðtog- um“ kommúnista hefur nýlega gefið í skyn, að útgáfufyrir- tæki kommúnista hér á landi muni gefa út Ijóð þessa unga rússneska ljóðskálds Væntan- Iega verður Stalínsljóðið ekki undan skilið, bó það sé ekki í fullu samræmi við þann skáldskap, semi íslenzkir kommúnistar hafa verið að setja saman um „föður Stal- ín“ á undanförnum árum. Þrengslavegurinn hlýtur eldskírnina í GÆRMORGUN lentu bílar í erfiðleikum, sem voru að fara austur yfir heiði, því að mikil Ihál'ka var í Kömbum, einkan- lega efstu brekkunni. Snjóað ttiafði um nóttina og morguninn. Sneru bílarnir því við og fóru Þrengslin. Er það í fyrsta skipti sem umferð beinist um Þrengsla veginn. Munu bílarnir hafa verið um 10 mín. lengur á leiðinni til Hveragerðis en ella. Um bvöldið hafði hálkan minnkað í Kömbum og einhverjir bílar farnir að aka þar um. Svifflugfélognr Sextugsafmæli SEXTUGSAFMÆLI á í dag Snæ- björn Einarsson rithöfundur á Raufarhöfn. T rúlof unarhr íngai Hjálmar Torfason gullsmiður Laugavegi 28, 2. hæð. Félagsfundur verður haldinn í dag 25. október kl. 20,80 í Café Höll. Stjórnin. Skrifstofustulka óskast í sjálfstætt, fjölbreytt og vellaunað starf. Þarf að hafa verzlunarskóla- eða stúdentspróf og nokkra reynslu í skrifstofustöi’fum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og störf sendist Mbl. fyrir hádegi á laugardag merkt: „Sjálfstæð — 3625“. lieramik Nýkomið norskt handunnið keramik. — Glæsileg vara. Laukmunstrið fáanlegt í heilum stellum. Alltaf eitthvað nýtt. KJÖRBLÓMIÐ, Kjörgarði. BÍLASALAN Álfafelli, Hafnarfirði sími 50518. BÍLASALAN Álfafelli, Hafnarfirði sími 50518. Bíleigendur — Bílkaupendur í Hafnarfirði, Reykjavík, Kópavogi og Suðurnesjum! Hefi opnað bílasölu í Álfafelli (Strandgötu 50) Hafnar- firði. Vinsamlega látið skrá bíia yðar til sölu. Ég mun kapp- kosta góða og örugga þjónustu við kaupendur og seljendur. Bílasalan Álfafelli er í hjarta Hafnarfjarðar við aðal- umferðaræð frá Reykjavík, Kópavogi og Suðurnesjum. Komið eða hringið og látið mig aðstoða yður við kaup eða sölu á bifreiðinni. Virðingarfyllst, HILMAR ÁGtTSTSSON. Skrifstofumaður með góða þekkingu á verzlunarstörfum og nokkra reynslu óskast í vellaunað starf. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Umsóknir með uppl. um fyrri störf, menntun og launakröfur- sendist Mbl. fyrir hádegi á laugardag, merkt: „Ábyrgð — 3626“. AÐALFUNDUR Bræðslufélags Keflavíkur h.f. verður haldinn laugardaginn 27. október 1962, kl. 2,30 e. m. í Sjálfstæðishúsinu í Keflavík. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Óskum eftir að kaupa jarðýtu af gerðinni Caterpillar D. 6. eða D. 7. ast sent afgr. Mbl., merkt: „Jarðýta Tilboð ósk- 3609“. 9 sml. velbátur til sölu byggður 1961 vél 36 ha, Bukh diesel. — Uppl. gefur Vilhjálmur Árnason hæstaréttarlögmaður Iðnaðarbankahúsinu 4. hæð Reykjavík simar 24635 og 16307. SAMVINNUTRYGGIINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.