Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.10.1962, Blaðsíða 20
20 MORGV1SBL4Ð1Ð Fimmtudagur 25. október 1962 ^HOWARD SPRING:, 65 RAKEL ROSfNG Þessi nýja fbúð Julians var lítil en skrautleg. Nú, er hann (þóttist viss um, að dagar sparnað- ar' og fátæktar væru á enda, hætti hann alveg við hófsemdar- mælikvarðann, sem lifað hafði verið eftir í Andagarðinum, en Iþar hafði Charlie náð sér í annan samibýlismann. Julian hafði hugsað sér að ráða sér skósvein, til að gera húsverk- in, en það hefði alls ekki átt við Rakel Hann hafði leigt fbúðina með húsgögnum og hann reikn- aði út, að fimm ára leiga fyrir hana mundi nægja til að kaupa sér hús úti í sveit, með stórum görðum í kring. En annars voru allir útreikning ar honum býsna fjarri þetta suffl ar. Hann kastaði sér út í æðis- gengið líf, án þess að hugsa um morgundaginn. Hann gat vakn- að af svefni, þreyttur og upp- gefinn, og séð Rakel koma inn í herbergið með morgunverðar- bakka, eða þá við að heyra hana æpa úr baðherberginu: Dyrnar eru ekki læstar ög það er nóg rúm fyrir tvo í baðinu: Og stund um leitaði græðgi hennar eftir honum svölunar á ótrúlegustu stöðum — úti undir beru lofti niðri í sandhólunum við strönd- ina, eða undir heykleggja úti í sveit. Hún virtist hafa helmingi meiri líkamsorku til að bera en hann hafði. Hún varð aldrei þreytt. Alltaf gát hún hugsað um það, sem gera þurfti í húsinu, enda þótt þau hefði enga vinnukind. Hann gat hreyft andmælum þeg- ar hann sá hana með hanzka á höndum vera að bursta skóna hans, svo að þeir gljáðu, en þá hló hún bara Og sagði honum frá þrældómsárunum sínum, og að þetta tæki hún eins og hvern annan sjálfsagðan hlut. Og hún gat útbúið eóðan morgunverð, og aðrar máltíðir höfðu þau að heiman. Stöku sinnum var hún eina nótt heima á Portmantorgi Og þá notaði hún til hins ítrasta alla þjónustuna, sem-hún hafði áður afneitað og hagaði sér eins og harðstjóri. Rose Ghamberlain varð þá að klæða hana í hverja spjör og á morgnana át hún morg unverðinn í rúminu. Og frá þess um öruggu og þægilegu bæki- stöðvum, fór hún svo og sökkti klóm sínum í Julian án nokkurr- ar miskunnar. Júnímánuður leið Og það var komið fram í miðjan júlí þegar eldingu laust niður úr heiðskír- um himni. Úti fyrir gluggunum á ibúðinni var ofurlítil þakrönd, og þar voru þau. stundum vön að liggja í sólskiniftíi, lítt eða alls ekki klædd. Þannig var það einn morgun, að Rakel lá upp í loft og naut hitans af jafnmikilli ánægju og köttur, en Julian sat uppi, svo að augu hans voru rétt ofan við brúnina kring um þakið, og hann gat látið augun reika yfir trjá- toppana í garðinum beint á móti. Hann greip létilega dagblaðið og opnaði það og allt í einu æpti hann: Guð minn almáttugur. Rakel hrökk við og reis upp, og henni hnykkti við skelfing- unni, sem var í málrómi hans. Hvað er þetta, elskan? Yonandi ekkert slæmt? Hún hvíldi hökuna á berri öxl hans. Hann dró sig í hlé óþolin- móðlega. Viltu sjá .... Hans- ford, sagði hann. Hún tók blaðið og las greinina. sem hafði inni að halda mynd af Hansford og þau tíðindi, að hann hefði etið kvöldverð í veitinga- húsi kvöldinu áður, og síðan far- ið þaðan án þess að nokkuð virt- ist að honum, tekið leigubíl, en fundizt látinn í honum, þegar komið var til Paddington. — Hjartabilun. Rakel lagði frá sér blaðið, hugsandi. Hvers virði er „Veikur ís“ nú? sagði Julian gremjulega Rakel hugsaði sig um andartak og sagði síðan. Eg ætti víst að fara til Chiehester. Síðan stóð hún snöggt á fætur og gekk inn í íbúðina. Julian gekk á eftir henni og £á hana standa þarna allsnakta og fagra eins og styttu úr fílabeini. Hann vafði hana örmum. Þetta er hræðilegt sagði hann. Það verður allt í lagi, sagði hún. Síðan losaði hún sig úr örm um hans og fór í slopp. Maurice hefur afskaplega mikinn áhuga á leiklist, sagði hún. Hann bregzt okkur ekki. Julian leit á hana skelfdur. — En, guð minn almáttugur, sagði hann. Þú getur ekki beðið Maur- ice um hjálp nú, eins og allt er komið! Eg fer til Chichester, sagði hún kæruleysislega. Svo skalt þú sjá til, hvað úr þessu verður. • 2. Mina Heath hafði verið i Lond- on hálfan mánuð. Hún hafði forð azt Rakel og var móðguð af því að Julian forðaðist hana. Hann hafði alls ekki boðið henni að skoða nýju íbúðina, og þegar hún kvartaði yfir þessu við Oharlie, yppti Charlie bara öxlum, brosti undirfurðulega en sagði ekki neitt. Þegar Mina las um andlát Hans fords þennan morgun, hringdi hún til Rakelar. Hér mátti ekki súta persónulegar tilfinningar með eða móti henni. Hansford hann kæmi allur saman ogræddi, Minu fannst nauðsynlegt, að hann kæmi allur saman og ræddi, hvað gera skyldi. En þegar svar- að var heiifia hjá Rakel, var henni sagt, að frú Bannermann væri ekki heima, en liklega væri hægt að ná í hana heima hjá ungfrú Minu Heath. Hún væri þar flestar nætur. Mina lagði hægt frá sér sím- ann. Ja, hver skollinn, hugsaði hún. Svo að hún notar mig fyrir ■skálkaskjól. Hún tók strætisvagn og fór út í Park Lane. Mér er nú sama, hvort ég kem boðin eða óboðin ......þau ættu að minnsta kosti að vera komin á fætur um þetta leyti. Julian opnaði fyrir henni. Halló, Mina! Komdu inn, sagði hann svo glaðklakkalega, að hún vissi þegar, að Rakel hlaut að vera farin út. Samt sagði hún: Það vill víst ekki svo til, að Rakel sé hérna stödd. Rakel? Hvers vegna ætti hún að vera hér? Eg var rétt að hringja til henn ar og mér var sagt, að líklega væri hún hjá ungfrú Heath. Eg vissi vel, að það var hún ekki, svo að mér datt í hug, hvort þetta hefði skolazt til og það — Láttu mig fá 1000 kr. Það er verið að rukka fyrir mjólkina. væri hr. Heath, sem um var að ræða. Og hefðirðu orðið hissa ef svo hefði verið? spurði Julian. Nasir Minu þöndust út. Hún fanfi \lminn þarna inni. Eg yrði mjög hissa, ef svo hefði ekki verið. Eg finn konulykt hérna inni. Jæja, sagði Julian. Eigum við ekki bara að láta það gott heita? Hann þakkaði guði sínum fyr- ir, að Rakel skyldi hafa verið komin út og honum sjálfum hefði unnizt tími til að klæða sig. Hann mældi Minu með augunum og ögrandi kuldasvip. Svo benti hann á dagblaðið. Þetta var ljóta ákoman, sagði hann. Hveínig eig um við að snúa okkur í þessu? Það var nú einmitt það, sem ég ætlaði að ræða um. Veiztu hvar Rakel er? Við verðum að ræða málið vandlega — öll sam- an. Eg veit ekki, hvar hún er, laug hann./Hann skammaðiát sírv fyrir að segja frá því, að hún hefði farið til Maurice eftir pen- ingum. Eg held ekki. sagði hann, að það liggi svo mjög á að kalla allan hópinn á fund. Við skulum bíða einn eða tvo daga. Mér er kunnugt um, að Hansford hafði leikhúsið til leigu eða framleigu eða hvað það er nú kallað. En þarna koma sjálfsagt einhverjir skiptaráðendur til sögunnar. —■ Þeir kunna að taka að sér allar skuldibindingar Cecils og láta sýninguna ekki falla niður. Eg veit það ekki. Eg er bara að átta mig. Við verðum að bíða og sjá til, hverju fram vindur. Marilyn Monroe * m eftir Maurice Zolotov ■ÍÉiJ í Atlantic City var komið til hennar með hóp af fegurðarkepp- endum. Hún sat fyrir með hverri einstakri — en þær voru 48 tals- ins. Svo voru myndirnar sendar blöðunum í' heimaríki hverrar. einstakrar. Þetta var allt aug- lýsingastarfsemi, sem kostaði ihlutaðeigendur það, að nafn kvik myndarinnar, „Monke-y Busin- ess“, skyldi nefnt í textanum með 'hverri mynd, til þess að aug- lýsa hvorttveggj-a í senn, Marilyn og myndina. Einhver olaðafulltrúi hersins fékk hana til að sitja fyrir með einni stúlku úr hverri hinna ýmsu kvennaherdeilda, og hún gekk að því. Þetta voru ósköp ómerkilegar og alvanalegar mynd ir og United Press kom þeim á framfæri, en blöðin geymdu þær, til þess að nota þær eða nota þær ekki, síðar meir. En svo sá þær einhver herforingi og varð þrumu lostinn, mest af því, hve lítt klædd Marilyn var að neðan, við hliðina á hinum, sem voru í einkennisbúningi. Þetta var hern- um til skammar! Hann skipaði að gera myndina upptæka, og UP sendi öllum blöðunum skeyti að draga hana til baka. En þessi fyrirskipun varð auðvitað til þess, að allir ritstjórarnir tóku nú myndina fram, og þetta varð að athlægi í öllum blöðum. Þarna hafði siðvöndunarkelling úr hernum gert sig hlægilega! Hundruðum saman prentuðu blöð in myndina, og mörg þeirra á forsíðu. Marilyn sagðist ekki geta skil- ið, hversvegna þessi mynd olli svona mikilli hneykslun. ,,Maður skyldi halda, að kvenfólk lokaði skrokkinn á sér niðri í kjallara“, sagði hún. En hana var tekið að gruna, að fólk. væri farið að hlæja að henni. Hún vildi láta taka mynd- ir af sér sem sálarlausri fegurð- ardís, sem væri gjörsneydd allri leikgáfu. Og Joe var heldur ekki hrifinn af myndinni. Hann skip- aði henni að láta ekki kvik- myndafélagið taka af sér „nekt- armyndir“. Það væri- ósiðlegt. Þetta gerðu ekki almennilegar stúlkur, skilurðu. Joe fór að gruna, að kunningjarnir væru að hlæja að honum á bak. Hún varð að lofa honum því að hegða sér vel og vera siðleg. Marilyn kunni ekki við þenn- an húsbóndatón hjá Joe. Þau voru ekki gift og hann var strax farinn að skipa henni fyrir. Hann ■viidi giftast, en hún sagði, að ekkert lægi á, og frestaði öllum framkvæmdum aftur og aftur. Þau ímynduðu sér enn, að þau væru ástfangin, og hversvegna lá þá á að fara að giftast? Þau skyldu bíða þangað til lokið væri við „Niagara“. Hann sagðist ekki þola að vara 3000 mílna leið frá henni. En það var nú einmitt þessi fjarlægð, em kynti undir ástinni. Þegar Marilyn kom til Holly- wood í júlí 1952, til að ljúka við „Niagara“, tók hún vanlíðan og fannst hún vera orðin stöðnuð í list sinni og ekki vera eins og hún ætti að sér. Henni fannst hún vera peð á skákborði — nei, ekki þó peð, heldur drottning — kynþokkadrottningin, en samt valdalaus og léti ráðamennina þveita sér um borðið, að eigin geðþótta. Hún yrði einhvernveg- inn að verða sjálfstæð. Hún fór að læra hjá Michael Chekov, sem var bróðursonur leikritahöfund- arins rússneska. Hann hafði leik- ið í Moskvu fyrir byltinguna, en síðari árin hafði hann verið kvik- myndahöfundur og kennari. En ’hann tók fáa nemendur. Marilyn gerði hann hissa með þessum ótömdu leiklistarhæfileikum sín- um, en hún hafði ýmislegt. gott af kennslunni. En Natasha Lyt- ess, sem enn var henni trygg, var afbrýðisöasi g&gnvart öllum áhrifum á Marilyn, og mótmælti aðferð Chekovs, sem var eftir fyrirmynd frá Stanislawsky. Hún sagði, að k-ennsla Chekovs myndi ihafa ill áhrif á innræti hennar. Það myndi ýta undir hana að verða ennþá óráðþægari en hún var fyrir, og fá hana til að treysta um of á hugboð eitt í stað æfingar í því að mæta öllum erf- iðleikum með kunnáttu. Hún sagði, að Marilyn þyrfti að læra að hafa stranglega hemil á til- finningum sínum. Hún þyrfti að æfa bæði röddina, líkamann og hjartað, og hlýða skipunum hug- ar síns. Enda þótt Marilyn liti upp til Natasha sem ráðgjafa og vinar gat hún aldrei samþykkt skoðanir hennar á leik. Hugboð hennar sagði henni, að enska og franska aðferðin með „heitt hjarta og kaldan huga“ hæfði henni ekki. Það væri orðið um seinan. Hún væri orðin of gömul. Eina von hennar væri leikur án alls aga. Miohael Chekov hélt sjálfur, að Marilyn hefði afburða hæfi- leika. Tvisvar í viku fór hún til hans, tvær stundir í hvert sinn. Einu sinni voru þau að fara gegn um leikþátt. Þegar því var lokið spurði hann hana, hvort hún hefði af ásettu ráði geislað frá sér kynferðisáhrifum. Hún kvað nei við því, þar eð það ætti ekki við í þessu atriði. Chekov skellihló og sló á lær sér og stappaði í gólfið. Nú skildi hann allt í einu, hvað að henni gekk. Hversu mjög sem hún reyndi að leika atriði, gat hún ekki að sér gert að gefa frá sér sterkan titring. Nú hafði allt loft- ið verið fullt af slíkum titringi. „Allur heimurinn er þegar far- inn að svara þessum titringi þín- um, Marahleen“ sagði, hann. „Hvað varðar félagið þá um, hvort þú ert leikkona eða ekki leikkona? Með skjálftanum, sem þú hefur þarftu ekki aswað en standa frammi fyrir myndavél- inni, þá ferðu að titra og með þessum titringi geturðu grætt milljónir dala.“ „Mig langar ekkert til þess. Ég vil verða leikkona, en ekki eitthvert skrípi“ svaraði hún hvasst. Á hverjum degi hringdi hún í skristofu Zanucks. Hún segir, að hvorki hann né hinir framámenn- irnir hefðu viljað við hana tala. ið Lytess, Chekov og fáeinir Hún minnist svaranna, sem hún fékk: „Mundu bara að mæta, þeg ar kallað verður á þig“. Það var þessi sama löngun til • að sanna pig vera alvarlagan lista mann sem kom henni til að fara á uppiboð, þar sem átti að selja 178 leikrit og kvikmyndahandrit með innfærðum at'hugasemdum eftir Max Reinhardt sjálfan. Natasiha hafði sagt henni af þessu. Þarna á uppboðinu voru mættir umboðsmenn fyrir söfn ög svo einkasafnarar. Þessi hand- rit höfðu ekkert markaðsverð- mæti og lysthafendur þeirra bjuggust við að fá þau fyrir nokkur hundruð dali í hæsta lagi. En Marilyn hélt áfram að sprengja þau .upp. Þegar boðin voru komin upp í þúsund dali, voru allir gengnir frá nema hún ög umboðsmaður fyrir háskóla iSuður-Kaliforníu, en hann átti 'tiltölulega heilt safn af bókum 'ög handritum Reinharc^s, en 'vantaði þessi 178. Boðin stönz- uðu við 1335 dali og Marilyn 'hlaut hnossið. En hún ávann sér enga virð- ingu með þess-u bragði sínu Slúð- 'urdálkahöfundarnir gerðu gys að hégómaskapnum í henni. Sumir létu fréttinni fylgja mynd af Ihenni í vel flegnum kjól, með jundirskrlftinni: „Ætlar Marilyn nú að fara að slá sér á menning- 'una?" Og annar lét þess getið, ■að aðal-afspurn ihennar af klass- íkinni stæði í sambandi við eitt klassiskt almanak. En svo fóru öll hugsanleg söfn að falast eftir Iþessu safni að gjöf. og Marilyn sáriðraðist þess að hafa nokkurn tíma farið út í þetta. Gottfried Reinhardt, sönur snillingsins, vildi fá safnið keypt. Hún sagðist 'skyldi selja það sama verði og hún keypti það, og Reinhardt igekk að því. Illkvittnir blaða- rnenn fóru að gefa í skyn, að þetta hefði allt verið skrípa- leikur í auglýsingaskyni fyrir Marilyn Monroe. Og satt er það,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.