Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 8
8
MORCllSBLAÐID
Miðvikudagur 31. október 1962
Ofveiðin stafar af ófull-
kominni laxveiðilöggjöf
r *
Alit aðalfundar Landssambands ísL stang veiðimanna
AÐALFUNDUR Landssambards
íslenzkra stangveiðimanna var
haldinn sunnudaginn bann 28.
okt. I Hafmrfirði, í boði Stang-
veiðifélags Hafnarfjarðar í tilefni
af 10 ára starfsafmæli, er félagið
átti á þessu ári. Mættir voru 46
ulltrúar faá stangveiðifélögum
víðsvegar að af landinu, auk
fulltr. Veiðimálastjóra.
Eins of oft endranær var fyrst
og fremst rætt um klak- og fiski-
ræktarmálin og þörfina á aS end-
urskoða Jax- og silungsveiðilög-
gjöfina, sérstaklega vegna neta-
veiða í ám, árósum og sjó.
Vegna þess hve fé til veiðimála
hafa verið skorin við nögl, og
brýn nauðsyn er á að leggja fram
fé til klak- og eldisstöðvar ríkis-
ins í Kollafirði, voru eftirfarandi
tillögur samiþykktar með sam-
hljóða atkvæðum:
„Aðalfundur Landssambands ís
lenzkra stangveiðimanna haldinn
í Hafnarfirði 28. október 1962,
skorar á ríkisstjórn og Allþingi að
auka nú þegar verulega fjárfram
log til Veiðimálastofnunarinnar,
til þess að gera henni kleift að
vinna á viðunandi hátt að mjög
ört vaxandi verkefnum á sviði
veiðimála."
„Aðalfundur Landssambands ís
lenzkra stangveiðimanna haldinn
í Hafnarfirði þann 28. október
1962, álítur að nauðsynlegt sé að
hraða framkvæmdum við klak-
Og eldisstöð ríkisins í Kollafirði
og skorar á ríkisstjórnina og Al-
þingi að leggja, nú þegar, stöð-
inni fé til framkvæmda, encta
verði hún skylduð til að selja
aliseiði og/eða gönguseiði til
fbá mm
A FUNDI neðri deildar Alþingis
í gær skýrði Gisli Jónsson, form.
heilbrigðis og félagsmálaniefndar,
frá því, að nefndin legði ein-
róma til, að frumvarp um Norð-
urlandasamning um inniheimtu
meðlaga yrði samþykkt. Var
frumvarpið síðan samþykkt og
vísað til 3. umræðu.
Þórarinn Þórarinsson gerði
grein fyrir frumvarpi um inn-
flutningsgjald á heimilisvélum,
er vísað var til 2. umræðu og
fjárhagsnefndar.
í efri deild gerði Hermann
Jónasson grein fyrir frumvarpi
um vegagerð á Vestfjörðum og
Austurlandi og var því vísað til
2. umræðu og samgöngumála-
nefndar.
Innflutningsgjald
á heimilisvélum .
Þórarinn Þórarinsson (F) gerði
grein fyrir frumvarpi er felur I
sér, að 40% innflutningsgjald á
heimilisvélar frá 1960 falli niður.
Kvað hann flestar stéttir þjóð-
félagsins hafa á undanförnum ár-
um tryggt sér styttan og hagfelld
ari vinnutíma. en ein stærsta
stéttin, húsmæðurnar, hefði hins
vegar ekki fylgzt með í þeirri
þróun.
Vegagerð á
Vestfjörðum og ■*
-Austurlandi.
Hermann Jómsson (F) fylgdi
úr hlaði frumvarpi um 10 millj.
kr. aukaframlag árlega frá
1963—1967 til nýbyggingar þjóð-
vega á Vestfjörðum og Austur-
landi, auk lánsheimildar til
handa ríkisstjórnarinnar í þessu
skyni. ftarleg skýrsla vegamála-
stjóra um vegakerfi landsins í
árslok 1958 leiddi í ljós, að þessi
tvö kjördæmi, væru illa á vegi
stödd um samgöngur á landi og
faefðu dregizt aftur úr hinum
kjördæmunum. Hér væri ekki
við neinn að sakast, en misréttið
væri staðreynd, og ekki unnt að
leiðrétta það, nema þessi leið
verði farin.
þeirra félaga innan Landssam-
bandsins og félaga veiðiréttareig-
enda, sem þess óska, vegna rækt-
unar veiðivatna.
Álítur fundurinn það mjög mis
ráðið, ef það er ætlunin að nota
megnið af gönguseiðum, er stöð-
in kann að koma upp á næstu
árum, til þess að framleiða sölu-
lax, á meðan veiðiréttareigendum
og stangveiðifélögum reynist nær
ókleift að afla sér gönguseiða í
vatnasvæði sín, til aukinnar fiski
ræktar“.
Með tilliti til þess fave aðkall-
andi það er að auka vatnafiski-
rækt í landinu, var eftirfarandi
tillaga borin upp og samþykkt
með samfaljóða atkvæðum:
„Aðalfundur Landssambands ís
lenzkra stangveiðimanna haldinn
í Hafnarfirði 28. október 1962,
samþykkir að beina þeim tilmæl
um til stangveiðifélaga, að þau
vinni að því, í framtíðinni, að
koma upp klakhúsum til lax- og
silungsræktunar og leggja þar
með meiri skerf til að bæta upp
það tjón, sem árlega er framið
með ofveiði í ám og vötnum
landsins, en telja verður að 'of-
veiðin stafi af ófullkominni lög-
gjöf um lax- og silungsveiði.
Enn fremur vill aðalfundurinn
beina því til félaga, að þau vinni
meira að því að fá til umráða
silungsveiðivötn, m.a. til aúkinn-
ar ræktunar, en þess mun nú víða
þörf. Benda má á í því samfoandi,
að þau stangveiðifélög, sem unn
ið hafa að slíkum framkvæmdum
nokkur undanfarin ár, hafa víða
náð mjög góðum árangri".
Form. Landssamfoandsstjórnar,
Guðm. J. Kristjánsson, skýrði
frá því, að félagar í Stangveiði-
félagi Reykjavíkur hefðu sýnt
hlutfallslegan teztan árangur í
laxveiði með flugu og afhenti
hann form. Stangveiðifélags
Reykjavíkur, Óla J. Óla-
syni, fagran verðlaunagrip, sem
veittur er í þessu skyni.
Stjórn Landssamibands ísl. stang
veiðimanna er nú þannig skipuð:
Guðmundur J. Kristjánsson,
Reykjavík, formaður;
Sigurpáll Jónsson, Reykjavík,
varaformaður;
Hákon Jóhannsson, Rvík, ritari.
Friðrik Þórðarson, Borgarnesi,
gjaldkeri;
Alexander Guðjónsson, Hafnarf.
Varameðstjómendur:
Helgi Júlíusson, Akranesi,
Bragi Eiríksson, Akureyri,
Hjalti Gunnlaugsson, Reykjavík.
í fundarlok bauð formaður
Stangveiðifélags Reykjavíkur
Landssamibandstj. að halda næsta
aðalfund í Reykjavík í boði fé-
lags síns.
Brúin eftir Munch. Þetta er dýrasta myndin á sýningunni
og kostar hún 500 krónur.
Sýning á eftirprentunum af mál-
verkum heimsfrægra listamanna
1 DAG verður opnuð í Lista-
mannaskálanum sýning á eft-
irprentunum málverka eftir
erlenda listamenn. Er það
Samband ísl. stúdenta erlend-
is, sem gengst fyrir sýning-
unni. Allar eftirprentanirnar
eru til sölu og rennur ágóð-
inn fyrst og fremst til þess
að koma á fót upplýsingaþjón
ustu fyrir ísl. stúdenta, sem
hyggjast stunda nám erlendis.
★
Fréttamönnum var í gær
boðið að skoða sýninguna. —
Björn Th. Björnsson, listfræð
ingur, sem liðsinnt hefur
stúdentunum við uppsetningu
hennar, sagði, að flestar eft-
irprentanirnar á sýningunni
væru viðurkenndar af UN-
ESCO, menningarstofnun
Sameinuðu þjóðanna.
Sagði Björn, að áður en eft-
irprentanir væru viðurkennd-
ar af UNÉSCO, þyrftu þær
að hljóta samþykki þriggja
nefnda. Nefnd í heimalandi
listamannsins leggur til að
gerð verði eftirprentun af
mynd hans. Síðan tekur við
nefnd listfræðinga í París,
sem dæmir um myndina frá
listrænu sjónarmiði og síðast
tækninefnd ,sem gengur úr
skugga um hvort prentunin á
myndinni sé eins góð og hún
geti orðið.
Á sýningunni eru á annað
hundrað eftirprentanir, og
auk þess liggur þar frammi
skrá yfir allar eftirprentanir,
sem viðurkenndar hafa verið
af UNESCO, það er að segja
af málverkum, sem máluð
hafa verið eftir 1860. Ef menn
vilja fá keyptar myndir, sem
eru ekki á Sýningunni, mun
Samband ísl. stúdenta erlend-
is panta þær.
Á sýningunni í Listamanna
skálanum eru m. a. eftirprent
anir af málverkum eftir Piss-
aro, Degas, Monet, Renoir,
van Gogh, Gaugugin, Munch,
Matisse, Braque, Picasso,
Kandinsky, Klee og Max
Ernst.
Eftirprentanirnar eru hing
að fengnar fyrir milligöngu
Minerva — studenternes ré-
produktions import, en dansk
ir stúdentar hafa um árabil
aflað fjár í margvíslegu menn
ingarskyni með innflutningi
og sölu eftirprentana af
heimsþekktum listaverkum.
Myndirnar í Listamanna-
skálanum kosta flestar 2—300
krónur, en aðgangur að sýn-
ingunni er ókeypis.
Runólfur Bjarnason
F. 2. des. 1884. D. 17. ágúst 1962.
og Jón Bjarnason
F. 3. sept. 1883. D. 24. okt. 1962,
Runólfur og Jón Bjarnasynir
Jónssonar hreppstjóra á Hofi í
Öræfum, móðir þeirra var Þuríð
ur Runólfsdóttir Þórhallssonar.
Þeir voru þannig af skaftfellsku
bændafólki komnir í báðar ættir.
„Vor er indælt ég það veit
ástar — kveður raustin
en ekkert fegra á fold ég leit
en fagurt kvöld á haustin.
Setjumst undir vænan við.
Von skal hugann gleðja
Heyrurn sætan svanaklið.
Sumar er að kveðja".
Ekki verða neinir geislar sum-
ars yndislegri en þeir, sem stafar
frá vináttu góðra og göfugra
manna á leið eða öllu heldur
samleið um þessa jörð.
Og um vináttu ykkar allt frá
barnæsku austur í faðmá hinna
tiginlegu fjalla í Skaftafells-
sýslu má segja það, sem kveðið
var í helgu kveðjuljóði, sem lif-
að hefur þúsundir ára:
„Ástúðlegir og ljúfir í lífinu,
skildu ekki heldur í dauðanum.
Sárt trega ég ykkur bræður
mjög væruð þið mér hugljúfir.
En að hetjurnar skuJi
vera fallnar“.
Og sannarlega voruð þið hug-
djanir sem hecjur í hverri raun.
Hver mundi gleyma ykkur á
hestbaki í vötnum og hættum,
brosandi án geigs stefnduð þið
beina braut gegnum voðann, ör-
uggir í fullu traust á Guð al-
heimsins, Guð í eigin armi og
barmá.
Meira glæsimenni en ybkur á
ég einnig bágt með að hugsa
mér Það var ekki erfitt að trúa
því að þið væruð af konunga-
kyni, eins og stundum hefur
verið sagt um þá íslendinga, sem
bezt hafa sýnt ættarmót við feð
urna frægu og fornu.
Allt, sem ljúfast var einkenndi
ykkur báða, og vel skil ég Þór-
berg, þegar hann segir:
„Þegar ég sá Runólf, fannst
mér Skeiðará minnka“. Þannig
vakti nærvera ykkar traust og
öryggi. Og annar maður, sem um
tíma var samistarfsmaður sagði
einnig um hann:
„Hann kunni að segja frá.
Hann minnti mig á riddara í
ævintýrum. Ekkert beit á hann,
ekkert beygði hann. Glæsi-
mennskan var einhver íbúandi
arfur, sem ekki varð skilinn frá
honum.
Og í frásögn hans varð allt að
lifandi myndum: Saga Öræf-
anna, fólksins, ættanna, harm-
leikir, fyrirboðar, hjátrú, draum
ar. Maður fann hjartslátt þess-
arar afskekktu byggðar á vör-
um hans.
Eða hve röddin var notaleg,
þegar hann talaði. Það var eins
og niðandi lind, sem ekki þekkti
neina fyrirhöfn og í rödd hans
voru óteljandi litir og mikil
hlýja“.
Þetta segja þessir vinir Run-
ólfs og hið sama eða svipað gat
átt við Jón. En hann var líka
snillingur við allt, sem hann
snerti á. Fáir verklærðir nútkna
menn hefðu þar betur gjört. Allt
lék honum við hendur og sköp-
unarhæfni hans, fagurskyggni
og snyrtimennska til smæstu
smáatriða var með ólíkindum.
Það var við burtför ybkar úr
átthögum líkt og staðirnir fögru
og frægu þar sem þið divölduð
lengst hefðu misst einhverja
drætti úr svipmóti sínu, og yrðu
aldrei sannir. Fagurhólsmýri,
Sandfell, Skaftafell, hve þessi
fögru nöfn geyma óteljandi
minningar um það sem var en
verður aldrei framar.
<»
„En endurminningin merlar æ
í mánasilfri það, sem var.
Yfir hið liðna bregður blæ
blikandi fjarlægðar“.
Þið elskuðuð allt, sem var
fallegt allt frá blikandi blómi í
hlíð og litlu lamibi í mó til hins
tigna gangvara, sem dansar á
fákspori yfir grennd, fjallanna í
fjólublárri skikkju vorkvölds
eða stjarnanna í órafirrð fagra-
hvels
En samt finnst mér ljúfast að
minnast þeirrar góðvildar,
tryggðar og drengskapar, sem
vinátta yikkar var, alla tíð svo
auðug að. Það var sumarsól sam
vistar ytokar.
Og engar vonir mínar eru bjart-
ari en þser, sem hvísla um, að
við munum hittast aftur, þar
sem allt ber svip æsfcustöðvanna
eignast nýtt líf, ný ævintýri,
„dansa að nýju á fákspori yfir
grund“. .
Og þó.tt hausfhúm og vetrar.
skuggar byrgi nú um stund út-
sýn með nálægð dauðans, þá veit
ég og trúi að „aftur kemur vor
í dal“.
Sá Guð, sem gaf þá yndislegu
tilveru sem lífið á okkar fögru
jörð getur verið, ef við lifum
samkvæmt vilja hans, mun og
eiga og gefa annað meira í ein-
hverjum sinna himnesku heima,
í þeirri trú og von vil ég
kveðja ykkur með þökk fyrir
allt og beztu óskum til ástvina
ykkar og ættingja.
Svo krjúpið að fótum
friðarboðans
fljúgið á vængjum morgunroðana
meira að starfa Guðs um geim-
Vinur.
Akranesbátar að
byr ja á línu
TVEIR eða jafnvel þrír stóru bát
anna ætla að hefja róðra með
línu á þriðjudagskvöld ef gefur
Laura Dan losaði salt til síldar-
söltunarstöðvanna hér á laugar-
dag.
Ms. Goðafoss lestaði á laugar-
dag 125 tonnum af hvalkjöti og
freðsíld frá frystihúsum bæjar-
ins, auk þess freðsíld af 5 tiuhjóla
trukkum, sem komu hlaðnir a<5
norðan frá Sauðárkróki og Hofs-
ósi.
Sænskt skip tók hér lýsi, fór aS
því búnu upp í Hvalfjörð og fyllti
sig í Hvalstöðinni. — Oddur.