Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 31. október 196* ^***^*^^*^*^*1 ......... - ----------->ii—innr- ~*-i—innu Jt m eftrr John Richardsson Picasso á hið furðulegasta safn hluta hvaðanæva að. Hér sést hann kenna Cocteau að leika á marimba, sem er af- ríkst hljóðfæri. ÞESSI málverk Matisse eru aðeins lítið brot af málverka- safni Picassos, sem er risa- stórt, og til húsa i Vauven- argues. Ég er sannfærður um, að hann veit ekki hvað hann á, hann er alltaf að uppgötva nýja dýrgripi. Siðast, þegar ég kom til Vauvenargues, fór hanm með mig inn í bakher- bergi og sýndi mér myndir, sem voru nýkomnar úr geymslu. Þarna voru tvær eða þrjár litlar myndir eftir Courbet, ein eftir Gauguin, mannsmynd eftir Corot og hóp mynd eftir Le Nain. Á öðr- um stað fólust nokkrar snálld arlegar myndir eftir Cézanne. Chateau Noir, útsýni yfir L’Estaquo, vatnslitamynd frá efri érum hans. Þar voru lika ágætar myndir eftir Renoir: árangurinn af málverkaskipt- um við Vollard og mynia- flokkur eftir „Le Douanier” Rousseau. Málverkasafn Picassos vex stöðugt. Eitt sinn, ekki alls fyrir löngu sá hann mónó- týpu eftir Degas, sem ég átti, og ágirntist hana. Mér til mik illar ánægju gaf hann mér eina af teikningum sínum í staðinn; um sama leyti keypti hann fleiri svipaðar myndir af listaverkasala í Lomion — „þær eru það bezta, sem Degas gerði nokkru sinni.“ Hann á líka stórt safn af málverkum eftir samtíma- menn sína. Vegna þess, að honum hættir til að vera alltaf að flytja dýrgripi sína frá ein um stað í annan er aldrei unnt að vera viss um hvað hann í raun og veru á, en við ýms tækifæri hef ég séð hjá honum verk eftir Adam, Bart- hus, Braque (eina af beztu klippimyndum hans frá kúb- istatímanum), Derain, Ernst, Max Jacob, Laurens, Masson, Miro, Modigliani og fjölda annarra, auk hundraða af málverkum, teikningum og höggmyndum, sem samvizku- samir en hæfileikasnauðir, listamenn af öllum stefnum og þjóðernum hafa neytt hann til að taka við, fyrr og síðar. Einmitt, þegar ég þykist hafa séð allt dregur Picasso fram nýjan stafla úr fórum sínum. Eitt sinn um kvöld, er ég var staddur í Vauvenargu- es, og var búinn að skoða stafla af myndum, tilkynnti hann, að sig langaði til að sýna okkur „einkasafn sitt“. Hann vísaði okkur inn í Salle des Gardes, feikna stóran sal með hellulögðu gólfi. Við einn vegginn voru lágir og frum- stæðir skápar. Rykfallnar hill- ur þeirra voru hlaðnar forn- um höggmyndum, skálum og diskum, sem Pioasso hafði skreytt með nautaatsmyndum, afsteypu af hendi af afriskri höggmynd. alls konar rusli og nokkrum einstæðum brons- myndum, sem aldrei hafa kom ið fyrir almenningssjónir. „Þarna getið þið séð al- mennilegt safn,“ sagði Picasso. Hann benti á tvær ljósaperur, sem hafði verið stungið inn í brotna leirmuni, sem dingluðu i spotta. „Svona vil ég hafa hlutina til sýnis. Svona ætti Alfred Barr að koma. hlutun- um fyrir í Museum of Modern Art í New York. Auðvitað samanstendur safn Picassos fyrst og fremst af verkum hans sjálfs, þau eru óteljandi — mörgum sinnum fleiri en myndir eru af í „Picasso’s Picassos“ eftir David Duncan. Enginn hefur safnað verkum Picassos af jafnmikilli ástundun og hann sjálfur, og í 40 ár hefur hann haldið eftir beztu málverkum sínum og teikningum. Auk þess á hann mörg ein- tök af hverri einustu bók, sem hann hefur myndskreytt (Stundum tekur hann jafnvel einn þriðja af útgáfunni), margar eftirmyndir af bverju stigi allra þeirra hundraða af litógrafíum og boparstung um, sem hann hefur gert, hér um bil allt það bezta af leir munum sínum og að minnsta kosti eina, oftar margar, af- ateypur af höggmyndunum, fyrir utan upprunale«u gins- mótin. Picasso vill helst búa innan um verk sín, og fyrir nokkrum árum lét hann senda mestallt úr vinnustofu sinni í París til La Californie. Ég var svo heppinn að koma til hans skömmu síðar, og kom að honum þar sem hann var að raða 60 eða 90 möppum. sem hann hafði ekki opnað árum saman. Picasso opnaði möppurnar og • lagði þær á ruggustól (Þann sama, sem sézt í svó mörgum myndum hans.) SvO fletti hann þeim og skoðaði innhaldið hægt og vandlega. Þetta var hið ótrúlegasta sam ansafn. Ein mappan var ef til vill full af 17. og 18. aldar pappír, sem honum fellur svo vel að teikna á, í þeirri næstu var svo ekki nnað en einskis verðir bæklingar. í einni mátti sjá teikningar frá öllum tíma- bilum í ævi listamannsins: — myndir af gömlum félögum frá Barcelona, óséðar klippi- myndir og rissbækur með rússneska balkttinum. ■ Picasso varð stöðugt æstari. „En hvað þetta er fallegt .... sko, þetta er stórkostlegt!" kallaði hann upp, eins og hann væri að skoða verk ann- ars manns. Þetta var ekki í fyrsta sinn, að ég sá hlutleysi Picassos þegar hann skoðar eigin verk; í því tilliti hefur hann alltaf minnt mig á hin skelfilegu orð Rimbauds: „Eg er einhver annar.“ En ekki var innihald þessara mappa allt eftir Picasso. Ég man eftir safni af myndum eftir 19. aldar steinprentarann Bresdin, en Picasso var einn þeirra, sem fyrst uppgötvuðu verk hans á ný. Einnig var þarna mikið af teikningum eftir Fernande Olivier, sem Picasso bjó með, þegar hann kom fyrst til Parísar. — „Þær eru mjög góðar,“ sagði hann, „minna dálítið á Marie Laur- encin, en þær eru kraftmeiri, ekki eins snotrar...... Nú skulum við lita í aðra rnöppu." Þar voru um það Lil 50 koparstungur, sem aldrei höfðu verið gefnar út. — „Eg á hauga af koparþynnum, sem ég hef ekki einu sinni haft fyrir að prenta .... við skulum líta í þá næstu,“ og hann sýndi okkur frábært safn af pastelmyndum og sanguines af fyrstu konu sinni sem höfðu verið gerðar fyrir 40 árum. „Auðvitað hafa þær aldrei verið fixeraðar, það myndi eyðileggja þær,“ sagði listamaðurinn, meðan hann staflaði þeim saman með ómjúkum handtökum. Klukkustundir liðu á þenn- an viðkunnanlega hátt, en margar vikur hefði þurft til að skoða alla þessa dýrgripi að gagni. Eins og vant er, tók ég mest eftir því í fari Picass- os, hversu niðursokkinn hann er í það, sem hann er að gera hverju sinni. Yfir stór uglu- leg augu haní kemur ákafa- og græðgissvipur, alveg eins og þau séu að háma í sig það, sem fyrir framan þau er. Eg 2. grein hafði aldrei gert mér eins vel ljóst og í þetta sinn, að hluti af snilligáfu Picassos er falinn í hæfileika til að beita sér al- gjörlega að hverju því, sem hann er að skoða, segja eða gera. Ef hann horfir á bók, horf- ir hann á hana eins og hann hafi aldrei séð hana áður, hann skrifar ekki einu sinni nafnið sitt umhugsunarlaust. Hann gerir aldrei neitt annars hugar né umhugsunarlaust — Picasso veitir Öllum og öllu athygli. Þegar hann drekkur glas af vatni íhugar hann at- höfn sína. Þetta kemur fram í öllum verkum hans; þessi ein- beiting er einnig driffjöðrin í lífi hans: henni á hann sitt frábæra minni að þakka, og hennar vegna eru vinátta hans og hlýja svo innilegar. Eg hef hitt Picasso ótal sinn um, á ströndinni, á opinberum stöðum, heima fyrir, í baðinu og í rúminu, en aldrei öðru vísi en iðandi af fjöri og innri spennu. Samt er aldrei unnt að finna hjá honum óróa eða ofreynslu. Þeir, sem farn- ir eru að þekkja hann vel, geta tekið lífinu rólega í ná- vist hans, enda þót það sé líkast því að sofna með ljósið í augunum. ----★----- Duttlungar Picassos eru sem stálviljí. Sá. sem heimsækir hann verður að afsala sér öllu viljafrelsi. Hann verður að vera viðbúinn að lenda í St. Tropez eða Perpignan, á nauta ati eða á baðströnd. Picasso er ef til vill niðurdreginn, eða þá í sæluvímu; ef til vill sýn- ir hann gestinum stafla af myndurn, eða alls enga. Hann getur átt til annaðhvort að klæöast grímubúningi og herma eftir einhverjum til að skemmta komumanni eða láta á sér skiljast, að bezt sé fyrir hann að fara, svo að hann geti haldið áfram við vinnu sína. Picasso var vanur að búa mestan hluta ársins í hinu risastóra húsi sínu La Cali- fornie, sem er frá fyrsta tug aldarinnar, og liggur rétt ofan við Cannes. Fyrst tekur hús- vörðurinn á móti gestinum, og sé hann velkominn er hann kannski kallaður til svefnher- bergis Picassos til að horfa á skopstælingu á fótaferð kónga fólks í stíl Chaplins. Hann leik ur lúðrablástur áður en hann fer í vestið, dansar menúett áður en hann fer í skyrtuna og velur klæði dagsins við hátíð- lega athöfn. Hann á óteljandi kyndugar buxur, saumaðar af Sapone. Og í hverjar þeirra á hann nú að fara? Þessar úr söðulábreiðunni? Eða buxurn ar með láréttu röndunum? — Fara buxurnar svo vel við skræpótta sokka, sem Barbara Bagenal hefur prjónað og peys una hennar Jacqueline? Og skrípaleikurinn heldur áfram. En Picasso fækkar þessum syningum, þegar hann er far- inn að þekkja gesti sína vel. Þegar hann lætur eins og vit- firringur er hann að óylja feimni sína, sem er mest í návist manna, sem eru orð- lausir af virðingu eða kunna ekkert tungumál, sem hann talar. Stundum er stormur í lofti í húsi Picassos. Jacqueline kemur mædd til að heilsa gest inum. Picasso er orðinn hund- leiður á að vinna og fá ekki næði, eða vera aðgerðalaus. Hann kemur svo niður og augu hans neista af bræði í allri sinni stærð. Hann finnur allt að öllu. Hann ldtur varla á gjafir, prófarkir af bók eru hræðilegar, nýju leirmunirnir eru óskapnaðir — og hver hef ur hleypt kínverska hundin- um inn? En oftast nær er honum sönn ánægja að heimsókninni. Vinir hans koma með undar- lega lagaðar gjafir, sem þeir hafa beitt öllu hugviti sínu til að velja, í fanginu. Picasso og ast í faðma og lífið tekur fjör- kipp. Fyrst af öllu verður að taka utan af gjöfunum. fágætum fötum, hrossabrest frá Skot- landi, prjónaðri grímu frá Perú, magnum flöskum með kampavíni (tekur 2 lítra), vönd af villtum blómum, an- anasplöntu potti, bréfakörfu sniðinni eftir fílsfæti, marsi- panál frá Barcelona, lifandi rækjum, dósum með kengúrú- súpu og steiktum engisprett- um, eða skrítna hluti úr trúða verzlunum á 42. götu. Hann hefur mjög gaman af því síð- astnefnda. Þegar ég gaf hon- um einu sinni skömmustuleg- ur á svip rúllu af salernis- pappír, sem var áprentaður eins og peningaseðlar, Ijómaði hann af gleði. „Mig hefur oft langað til,“ sagði hann, „að láta prenta leiðinlegustu Pensées Pascals á sama hátt.“ Picasso sekkur sér niður í allt, sem hann gerir. Þegar hann tekur upp gjafir, skoðar hann þær með athygli og að- dáun, eins og villimaður, sem sér nýjan hlut í fyrsta sinn. Hann fer í gjafirnar, bragð- ar á þeim, stingur þeim í vasa („það er engin þörf á að gefa blómum vatn,“ segir Picasso, „þau lifa jafn góðu lífi án þess“), eða þagr eru vandlega lagðar til hliðar til að verða hluti af einu undarlegasta sam safni í heiminum. Þetta samsafn er veigamikill þáttur í lífi Picassos, og mér er gjarnt að halda, að það sé frekar vottur um alhliða hug- arflug hans og fjölbreytileik verka hans en óeðlilegt sálar- líf. Hann fleygir sjaldan ■ nokkru, ekki einu sinni um- slagi, og hann selur ekki óvel- komnar gjafir eins og brezka konungsfjölskyldan gerir. — Þessvegna stækkar safnið stöð ugt og leggur undir sig hvert herbergið og húsið eftir ann- að. Sumir af þessum hlutum eru alveg verðlausir, en það kemur ekki í veg fyrir að þeir verði verndargripir eða átrún- aðargoð. En hvað, sem það er, fær það sinn stað. Picasso á óopnaða rakvatnsflösku með áletruninni: „Gleðilegt ár 1937“, inhrammað bréf frá Victor Hugo til ástmeyjar sinn ar („Eg fleygi mér að fótum þínum ....“), alls konar grím ur, allt frá feneyskum 18. ald- ar ’grímum til nútíma ófreskja úr togleðri, bronsmynd eftir Daumier, eftirlíkingu af minn- ismerkinu í Colon úr súkku- laði, samstæðu af Hepplewtoite stólum, sem faðir hans keypti af enskum vínkaupmani ^ í Malaga, hrúgur af góðum, lé- legum hversdagslegum högg- myndum frá Afríku, spéspegil frá markaði, ljósmyndir (þær beztu eru eftir Jacqueline) af nautaati og vinum sínum, sem mörg eru merkt með töfrastaf — orðinu ojo (auga hundruð hatta, stafla af bréf- á spænsku) teiknuðu eins og tvö augu og nef — sem þýðir „Takið eftir“. Innan um allt dótið leynast verk Picassos sjálfs: margar af beztu höggmyndum hans, þar á meðal köttur, sem hann not ar fyrir stól; brothættir hlað- ar leirmuna; steinprent og línusnið; málverk og teikning- ar frá öíum æviskeiðum hans, bæði í ramma og óinnramm- aðar, fullgerðar og ófullgerð- ar. Én það er gott dæmi um kaldhæðni Picassos, að það verk, sem mest ber á í vinnu- stofu hans í La Californie, er stórt skræpótt veggtjald, skop stæling á meistaraverki hans, „Les Demoiselles d’Avignon“, „Ég held að þetta sé í raun- i’nni betra en upphaflega mál- verkið,“ segir Picasso, þegar hann langar til að hneyksla aðdáendur sína. (Observer — Einkaréttur Mibl.) rv

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.