Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 31. október 1962 MORGUTSBLAÐIÐ 13 »1 I»1» » I > l%l iMl ^^OOiMXÍK^lXWOKl Hirðingjar fagna byltingunni búar Jemen vænta krafiaverka eítir H.A.R. Phíiby Aden, 20. dktóber. NIÐURBÆLT hatur þegria ímanins í Jemen hefur nú brotizt út. í Sanaa og Taiz, Hodeida og Mukha loga ungir og gamlir af öllum stéttum af hrifningu af nýja lýðveldinu, sem ætl- ar að leyfa byggingu kvik- myndahúsa og leiðrétta allt, hungur og ógnar- stjórn og banna að tyggja qat. Beinaber, skeggjaður hirðingjahöfðinginn, sem ber rifla og rýtinga, er jafn ákafur og stjórnar- starfsmaðurinn, efnafræð- ingurinn, vörubílstjórinn og ungþjónn á testofu. Hvað hefur orðið af stuðningsmönnum konung dæmisins? Meira en tutt- ugu þeirra hafa verið tekn ir af lífi, og enn fleiri eru í fangelsi. En hinn al- menni stuðningur við lýð- veldið (enda þótt flestir skilji lítt tilgang þess) bendir greinilega til þess, að hin margumtalaða ást þjóða Arabíuskagans á ein ræði sé þjóðsaga, skálduð af þeim, sem hafa gróða af áframhaldandi einveldi. HALDA HEIM. Vegirnir frá ströndinni inn í landið og frá Aden til Tais og Sanaa hafa verið opnir fyr ir venjulegri umferð, frá því örfáum dögum eftir bylting- una. Jemenítar streyma frá Aden til heimila sinna í vöru- bílum yfir rykugan og ójafn- an veginn til Taiz. Þeir sitja á farangurskössum sínum eða pinklum og halda sér í grind- verkið eins og flugur í vegg. Enda þótt ferðin sé frámuna- lega óþægileg og taki tólf stundir, líður þeim nógu vel til að öskra slagorð lýðveldis- ins og syngja af munni fram lofsöngva um Abdulla Sallal, leiðtoga uppreisnarmanna. LANDAMÆRAÓEIRÐIR EKKI NÝTT FYRIRBRIGÐI. Óeirðir hafa hvergi verið nema í nyrztu héruðunum, sem liggja upp að Saudi-Ara- bíu, og í námunda við af- skekkta virkið Marib í suðaust urhluta landsins. Talsmenn stjórnarinnar í Sanaa hafa rétt fyrir sér, er þeir benda á að landamærahéruð Jemen hafi verið stjórnlaus öldum saman og leiðtogarnir sitt hvoru megin við landamærin hafi róið undir óeirðum hvor ir hjá öðrum. ÝKTAR FRÉTTIR. Stuðningsmenn stjórnarinn- ar hafa látið sér vel líka.ýktar útvarpsfréttirnar frá Mekka og Amman, sem þeir álíta ör- væntingarfullar tilraunir til að bjarga dauðadæmdum mál stað. Fullyrðingar Saudi-Ara- bíu og Jórdaníu um að Sanaa væri umkringd ættflokkum, trúum Hassan prins, sem er erfingi að hinu forna hásæti, áttu sér engan stað, eins og allir hlutlausir áhorfendur, sem komið hafa á staðinn síð- ustu tvær vikurnar, geta bor- ið um, þar á meðal tuttugu fréttamenn blaða, utan Araba-' ríkjanna. FRIÐVÆNLEGT, EF — Það er enginn vafi á því, að fái stjórnin í Sanaa frið, getur hún brátt dregið úr óeirðum í landamærahéruðunum, nema þeim sem eiga sér stað af völdum ræningjaflokka. En siðferðilegur og efnalegur stuðningur Saudi-Arabíu, Jór daníu og hinna íhaldssömu stjórnenda á brezka verndar- svæðinu við prins Hassam hef ur flækt málin og leitt af sér aukinn opinberan stuðning við lýðveldið frá Kairó (engin ytri merki sjást um aukna hjálp frá Rússum, lítill vafi er á að Sallal mundi fá ein- hverns konar stuðning frá þeim, ef hann bæði um hann). FORDÆMI? Ótti Sauds konungs og höfð ingjanna í brezku verndar- ríkjunum í Suður-Arabíu er skiljanlegur. Vel heppnuð bylt ing í vanþróaðasta ríki skag- ans gæti vel orðið hvatning og fordæmi annars staðar. Þetta sjónarmið hefur styrkzt vegna aukins stuðnings land- og -lofthers Saudi-Arabíu við arabísku lýðveldisstefnuna. En ennþá hefur stjórninni í Jemen ekki dottið í hug að reyna að flytja byltingu sína út, hvorki til Saudi-Arabíu né brezku verndarríkjanna. Það er ekki einungis vegna þess, að stjórnarleiðtogarnir í Sanaa, eins og Sallal sjálfur og varaforsætisráðherrann, Abdul Raman Baidani, segjast vera of önnum kafnir til að hætta sér í ævintýri á erlendri grund. Það er augljóst, að þeir hafa of mikið að gera til þess, því að þeir vinna allan sólarhringinn við að reyna að töfra nýtízku stjórnarkerfi úr steinunum, í landi, þar sem ekkert slíkt var til áður. Þeir neyðast ennþá til að halda áfram þeirri ógeðfelldu og tímafreku aðferð við að bæta úr ranglæti, að plægja gegnum hlaða af handskrifuðum bæna- skrám, sem vdru eina leiðin til að ná eyrum konungsins og öðlast það, sem kallað var réttlæti, undir stjórn Imams- ins. TUNGULÖMUN BRETA? Opinberir, brezkir aðilar í Aden þegja enn þunnu hljóði um öll mál, sem koma Jemen við. Svo virðist sem þessi yfir- völd þjáist af tungulömun að eigin ósk af ótta við að fram- kalla nýjar formælingar á ný- lendustefnunni, án þess að taka tillit til þeirrar stað- reyndar, að margar geðflækj- ur hafa tilhneigingu til að leysast, ef þær eru ræddar óþvingað. Það er augljóst, að brezku yfirvöldin hika við að móðga höfðingjana í ríkjum sínum, sem styðja Hassam prins. En allmikið af óbeinum sönnunum bendir til að þeir séu margir í Aden, sem harma endalok Imams-stjórnarinnar, enda þótt hún hafi nærri allt- af verið óvinveitt hagsmun- um Breta í Suður-Arabíu. ERFIÐ AÐSTAÐA V-VELDA Fyrir utan áhrif byltingar- innar í Jemen á nýlenduhags- muni Breta í Suður-Arabíu, leiðir hún af sér erfitt vanda- mál fyrir þá, sem marka stefnu Breta og Bandaríkja- manna í málum nálægari Austurlanda. Bæði Bretar og Bandaríkjamenn hafa nána samvinnu við Jórdaníu, Banda rfkin standa í vináttusambandi við Saudi-Arabíu og Bretar við verndarríkin. Vesturveld- in eiga því á hættu að móðga vini sína, ef þeir viðurkenna byltingarstjórnina. Á hinn bóg . inn eiga þau á hættu að verða ákærð fyrir að bindast sam- tökum við afturhaldssinna í Arabaríkjunum, ef þau halda áfram að draga að viðurkenna hina nýju stjórn. LEIÐ TIL LAUSNAR . Bezta leið Breta og Banda- ríkjamanna út úr þessari klípu væri að fylgja yfirlýstri stefnu sinni, að viðurkenna stjórnir, sem hafa full völd í ríkjum sín um. Sönnunargögnin um að stjórnin í Sanaa hafi nú full völd í Jemen eru þegar orðin nógu sannfærandi til að rátt- læta viðurkenningu á henni. Vissulega getur enginn hlut- laus maður óskað þess að stjórn Imamsins, sem var grimmdarleg ógnarstjórn heima fyrir og einnig þungur kross á nágrönnum sínum, næði völdum á ný. ALLT SKORTIR NEMA ÁHUGANN Eins og stendur virðist stjórnin í Sanaa hafa meiri áhuga á vandamálunum heima fyrir en möguleikanum á fjandsamlegri íhlutun frá öðr- um ríkjum. Og fyrir þetta á hún skilið samúð. Sjaldan hef- ur nokkur hópur manna geng- ið að því er endurbyggja van þróað land með svo vanmátta þegnum, sem lítið geta lagt til nema áhugann. TRÚIN Á KRAFTAVERK Munurinn á byltingarleiðtog unum og þjóðinni, sem hefur játazt undir stjórn þeirra í al gjörri trú á mátt þeirra til að framkvæma kraftaverk, hefur aldrei komið jafn átakanlega í ljós og þegar Abdulla Sallal ávarpaði höfðingja ættflokk- anna og þegna þeirra. Á rykugu torgi, sem er fótbolta- völlur Sannaa, hafði safnazt saman mislitur hópur hálf- villtra fjallabúa, sem nutu hverrar sekúndu af hátíðinni. Þeir öskruðu húrra fyrir lýð- veldinu og foringjum þess rámum röddum og formæltu Hassan prins, Saudi konungi og Hussain konungi af hjart- ans lyst. SALLAL ÓHÁÐUR? Sallal lífvarðarforingi kveðst ekki aðhyllast neina flokka. Hann hefur lýst því yfir, að hann sé frjálslyndur hermað- ur, sem hafi aðeins ákveðið að færa land sitt til nútímahorfs með öllum þeim ráðum, sem tiltæk eru. Abdul Raman sætisráðherra og efnahags- Beidani, sem er bæði varafor- málaráðherra, ber höfuð- ábyrgð á efnahagsmálastefnu stjórnarinnar. Hann hefur sjálfur játað að stefna hans verð. að ákvarðast af reynsl- unni (þó hefur hann fast1°'ta afneitað kommúnisma), meðal annars af því, að engar skýrsl ur eru til um auðlindir lands- ins. Enginn veit um íbúa- fjölda í Jemen, hve margir margir eru læsir, né fjölda barna í skólum. Meira að segja tekjur ríkissjóðs af beinum og óbeinum sköttum var algjört leyndarmál í tíð Imamsstjórnarinnar og hún lét ekkert bókandi eftir sig. 'FALLEGT LAND Jemen er einhver fegursti hluti Arabíuskagans. í landinu eru brött fjöll, sem ná allt að 4000 metra hæð, og milli þeirra djúpir dalir og í mörg- um þeirra renna ár árið um kring. Búizt er við, að hagur bænda muni mjög vænkast, ef þau losna undir skatta- byrðum Imamsstjórnarinnar og talið e., að í landinu séu úraníum- og kolanámur og jafnvel olía. Jemen gæti aftur orðði Arabía Felix (Rómverj- ar kölluðu pann hluta . r í- skaga, sem nú heitir Jemen, „Arabia Felix“, sem þýðir: hin sæla Arabía, enda var land ði þá samfelldur aldingarður), ef þuð fær að njóta uppbygg- ingar og sæmilega traustrar og frjálsrar stjórnar næstu tvo eða þrjá áratugi. En fyrst verð ur að temja ættflokkana. (Observer — öll réttindi áskilin). ' ' Evikmyndaklúbb ur æskufólks ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur og Filmía hafa ákveðið að beita sér fyrir stofnun sérstaks kvik jnyndaklúibbs fyrir æskufólík 12 éra oig eldri. Markmiðið er, að í klúbbi þess um verði ungu fólki gefinn kost ur á því að sjá úrvalskvikmynd ir fré ýmsum tímum og löndum og auik 'þess verði veitt fræðsla um kvikmyndagerð og kvik myndaleik. í vetur mun klúibburinn hafa , tíu sýningar á laugardögum í Tjarnarbæ og eru þær fyrstu þegar ákveðnar. Laugarda.ginn 3 nóv. Dagskrá: Circus kvikmjmd fræðsluþáttur um kvikmynda- gerð. Laugardaginn 17. nóv. Dagskrá HINN ÓSIGRANDI. Indversk verðlaunakvikmynd (fern verðlaun á Feneyjarkvik- myndahátíðinni 1956) um fjöl- skyldulíf í nýja Indlartdi stjórnað af hinum fræga indverzka kvik myndastjórnanda Satyajit Ray. Fræðsluþáttur kvikmyinda.eik ■ ur. Laugardaginn 1. des. Dagskrá: BÖRNIN FRÁ HIRO SHIMA. Mynd viðurkend um all an heim, tekin í Hiroshima um nokkur börn, sem lifðu ar Abomb una, séð með augum ungs kenn ara, sem kemur aftur til heima borgar sinnar, Hiroshima. Æskufólk getur ritað sig í klúbbinn daglega í Tjarnarbæ fró kl. —7 e.h. K.úbbgjald fyrir veturinn verður kr. 25 en aðal- fundur klúbbsins mun verða haldinn innan skamms og þá fjallað nánar um starfsemi hans. — Fegurri bækur Framihald af bls. 11. Matthíasar Jochumssonar hafði verið prentuð til þess að lýsa upp allt landið. Það mun sann- i mæli að seint sé að iðrast eftir dauðann, en þó er ekki þar með sagt, að ekki kunni það að vera betra þá en aldrei. Á Austurlandi mun að vísu fátt efnaðra manna. En ef eldur hugsjónanna hefði iogað glatt þar um slóðir, mundu þá ekki hafa orðið þar samtök um að forða landsfjórðungnum frá þeirri niðurlægingu sem brottfíiutningur preuw>iiuojunn- ar var honum? Vonandi endur- ris hún síðar. Prentsaga Akureyrar — full- trúa norðurlands — hefir lengi verið merkileg og er enn. Á Vest fjörðum logaði í þessari grein aldrei stórt ljós. En það logar þó enn og má ekki slokkna. Prentiðn þarf að eflast í landinu. Sómasamlega rekin er hún svo mikið menningartákn. En er þetta að hvarfla of langt fxá aðaleminu: umbótum í bóka- gerð þjóðarinnar? Ef svo, þá bið ég afscutunar. En ennþá segi ég, og finnst sem aðrir mættu taka undir: v urri bækur. Sn. J,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.