Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTASIMAR SIBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 243. tbl. — Miðvikudagur 31. október 1962 PICASSO Sjá bls. 10. Símabilanir vegna óveðursins í gær VÍÐA urðu símabilanir á Austur- landi í gær og fyrradag vegna óveðursins sem þar geisaði. í gær kvöldi var símasambandslaust frá Reykjavík við allt svæðið milli Hornafjarðar og Reyðarfjarðar eða við Fáskrúðsfjörð, Stöðvar- fjörð, Breiðdalsvík og Berunes. Síminn var bilaður beggja vegna Djúpavogs og sambandslaust var við Borgarfjörð eystra. Magnús Oddsson, fulltrúi, tjáði Mbl. í gærkvöldi að hægt væri að -ná til Seyðisfjarðar, Egils staða, Eskifjarðar og Reyðarfjarð ar gegnum Akureyri eða Möðru- dalslínuna svonefndu. Magnús sagði að það hefði verið ísing, sem skemmdunum olli á símalínunum. Ekki væri vit að hve skemmdirnar væru víð- tækar því að menn hefðu enn ekki komizt til eftirlits vegna veð urs. Strax og lægði yrðu skemmd irnar kannaðar. I>á gat Magnús þess að síminn í sveitunum inn af Hornafirði væri víða slitinn og 2—3 staurar brotnir. Þá væri einnig slitið milii -Fagurhólsmýrar og Kví- skerja. Erfið færð á • • Oxnadalsheiði MJÖG þung færð var á Öxna- dalsheiði og í öxnadal í dag og vegurinn ófær minni bílum, enda ‘sneri mjólkurbíllinn, sem fer um Öxnadal, við um Hólana. Von er á Norðurleiðabil frá Reykjavík um klukkan 11 í kvöld. Er það stór trukkur með drif á öllum hjólum. Klukkan sex í kvöld var bíllinn kominn í Varmahlið og hafði þú mætt iítilli fyrirstöðu á leiðinni að sunnan. Vaðlaheiði hefur ekki verið farin í dag en bú.zt er við að vegurinn sé mjög erfiður yfir ferðar. Um innanverðan Eyja- fjörð hafa samgöngur verið sæmi legar til Akureyrar og sömuleiðis frá Dalvík, en bíllinn frá Gren,- vík var mjög seint á ferð x dag. Ma HAFNARFIRÐI. — Slökkvi- liðið var kallað út tvisvar í gær og í bæði skiptin var um nokkurn eld að ræða. Fyrst var slökkviliðinu gert aðvart rétt fyrir kl. 1 um að eldur væri í vinnuskúr við Hvai- eyrarbraut, fyrir sunnan Báta lón. Þar hefir Gísli Friðjóns- son málmhúðun og sandblást- ur, en skúrinn var mannlaus Hér sjást brunarústirnar af skúmum, sem brann í gær við Hvaleyrarbrautina i Hafnar- firði. 1 baksýn eru býlin á Hvaleyri. (Ljósm. Njáll Haraldsson) í hádeginu. Brann hann að mestu og tæki, sem þar voru, en slökkviliðinu tókst að bjarga skúr, sem var áfastur. Talið er að kviknað hafi í út frá olíuofni. — Allt var óvá- tryggt. Þá var slökkviliðið beðið að koma að Brekkuhvammi 10 á Hvaleyrarholtinu, en þar var eldur í geymsluherbergl. tirSu nokkrar skemmdir af eldi og reyk, til dæmis brann talsvert af þvotti. Munu böm hafa far ið þama óvarlega með eld. Ising hleöst á línur, fé fennir í óveðri á A-landi 7 bílar tepptir í Möðrudal VERSTA veður hefur gengið yfir Austfirði með mikilli fann- komu. Hefur fé fennt á nokkr- um stöðum, t. d. bæði á Fjöllum og Héraði en vegna veðurs hef- ur ekki verið unnt að huga að fénu enn og er því ekki náið vitað um ástandið. Símalínur hafa víða slitnað vegna ísingar og staurar brotnað og er síma- sambandslaust við ýmsa staði á SA-landi. I Möðrudal var sjö bíla lest veðurteppt í gær á- samt ýtu og veghefli, og hafa sumir bílamir verið fastir í Möðrudal síðan um miðja síðastl. Sigurður Jónsson WMMbMOMMti viku. Var áformað að reyna að brjótast af stað í gærkvöldi. Fréttaritarar Mbl. símuðu í gær eftirfarandi fréttir: Grímsstöðum, Fjöllum, 30. okt. Hér gekk á stórhríð í allan gærdag og er fyrst að slota nú síðdegis. Bílar hafa verið að stranda í Möðrudal frá því í miðri síðustu viku og eru nú sjö bílar fastir þar. Ýta og veghefill komu austan af Héraði um hádegið í gær, og höfðu verið sólarhring á leiðinni frá Jökuldal í Möðrudal. En þeg •ar ýtan og hefillinn komu loks á áfangastað var skollið á iðulaus stórhríð og ekkert hægt að að- hafast. Síðdegis í dag, er veðr- saman. inu tók að slota, fóru Jjienn að búast af stað og var ráðgert að leggja upp með kvöldinu. Hér er um að ræða fjóra þung hlaðna flutningabíla á leiðinni til Austfjarða og þrjá jeppa. — Alls eru 15 manns með bíla- lest þessari. — Benedikt. Egilsstöðum, 30. okt. Hér hefur verið iðulaus stór- hrið í heilan sólarhring og kingt niður feikna snjó, svo menn muna vart annað eins á svo skömmum tíma. Eru allir vegir á Héraði ófærir bílum. Víða mun vanta fé á Héraði og er mjög hætt við að það hafi fennt. Hér var einmunatíð til 26. október og fé hefur verið uppi um öll fjöll, Þetta áfelli kom svo snöggt að menn höfðu ekki tíma til þess að ná fé sinu Framhald á bls. 23. Haglaskot hljóp I andlit manns Gekk sicrslas.cur til byggða \ FélðQSclómi í QðST Læknamálið þingíest Siglufirði, 30. okt. ÞAÐ slys vildi hér til sl. laug- ardag við Selgil á Hvanneyr- arströnd norðan Siglufjarðar, að ungur maðúr varð fyrir skoti úr haglabyssu og slas- aðist mikið. Sigurður Jónsson, Lækjar- götu 7B, hér í bæ, var að ganga þarn-a til rjúpna. Hras- aði hann með þeim afleiðing- um að skot hljóp úr byssu hans og í andlit honum. Er Sigurður mikið slasaðrr í niðurandliti, og getur ekki talað. Ekki er hann talinn í lífshættu. Sigurður var einn á veiðum og er erfitt að segja nánar um tildrög slyssins því að hann hefur ekki enn getað sagt fré atvikum. Sigurður komst af sjálfsdáðun af slys- staðnum að nyrzta húsinu i bænum, um 1 km. leið, og þykir hafa sýnt fádæma karl- mennsku með þeirri för, svo illa slasaður, sem hann var. Sigurði líður vel eftir atvik- um í dag. — Stefán. KLUKKAN fimm í gærdag var | Læknamálið svonefnda þingfest fyrir Félagsdómi. Dómforseti er Hákon Guðmundsson, en aðrir í dómnum eru Theodór Líndal, Einar Baldvin Guðmundsson, Einar Arnalds og Gunnlaugur Briem. Sækjandi fyrir hönd ríkis sjóðs og rikisstjórnarinnar er Páll S. Pálsson, hrl., en fyrir hann mætti Þorvaldur Lúðviks son hrl. Kvaðst hann falla frá kröfum um málskostnað. Mál- flutningsmaður stjórnar BSRB er Guðmundur Ingvi Sigurðsson ( v. i hrl. 1 M’álinu var síðan frestað til fimmtudags. Þess skal getið að í dag er væntanleg greinargerð fró Læknafélagi Reykjavíkur um málið, en Læknafélagið er þó ekki aðili í málinu. Klukkan 5 í gær var haldinn fundur í stjórnarnefnd ríkis- spítalanna, og voru þar við- staddir m.a. landlæknir og yfir læknar sjúkraihúsanna. Bkkert var lá/tið uppi um hvað rætt var á fundinum, en stjórnarnefndin er heldur ekki aðili í málinu. Fundur stóð enn SÁTTASEMJARI ríkisins hélt fund með deiluaðilum í síldveiði- deilunni í gærkvöldi. Hófst fund- urinn klukkan níu í gærkvöldi og stóð enn er Mbl. vissi síðast til um miðnætti, og hafði samkomu- lag þá ekki náðst. Vinnings- númerin EINS og skýrt hefur verið frá áður í Mbl. var dregið í skyndi- happdrætti Sjálfstæðisflokksina s.l. föstudagskvöld. Vinningsnúm erin voru þá innsigluð, vegna skilagreina, sem ókomnar voru utan af landi, en í gærkvöldi, þegar innsiglið var rofið, reynd- ust vinningsnúmerin vera þessi: 11334 9614 7173 Hinir heppnu geta vitjað vlnn- inganna, Volkswagen-bifreiða af árgerðinni 1963 til skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Sjálfstæð- ishúsinu við AusturvöiL Simi 17100. Námskeið á Siglufirði Siglufirði, 30. okt. HÉR standa nú yfir tvö nám- skeið undir hið minna stýri- mannapróf og svonefnt meirapróf bifreiðastjóra. Aðalkennari við stýrimannanámskeið er Guð- mundur Arason en við bifreiða- námskeiðið Svavar Jóhannsson og Villhjálmur Jónsson. Unnið er að því að fá hér vélstjóranám- skeið á næsta haust. — Stefán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.