Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 9
M>'^;Vn^«ur 31. október 1962 MORC IITSBL4ÐÍÐ 9 Svipmyndir úr sögu Reykjavíkur eftir dr. RÉchard Beck ÁRNI ÓLA rithöfundur hefir nú í fullan aldarfjórðung unnið að því þarfa verki safna fróðleik úr sögu Reykjavíkur, með þeim árangri, að út eru nú komnar þrjár bsekur frá hans hendi um það efni: Fortíð Reykjavíkur (1950), Gamla Reykjavík (1954), og Skuggsjá Reykjavíkur (Sögu- kaflar), sem kom út síðastliðið haust, og verður hér gerð stutt- lega að umtalsefni. Hafa þessar Árni Óla. bækur Árna, að verðleikum, hlot ið miklar vinsældir, og efast ég e.iki um. að sama máli gegni um þessa nýju bók hans. Kennir þar margra grasa og góðra. í upphafskaflanum gerir Árni grein fyrir því, hvernig það atvik aðist, að hann fékk áhuga fyrir rannsóknum á sögu Reykjavíkur, en það var sérstaklega fyrir áhrif og hvatningu frá Guðmundi landlaskni Björnssyni, í sambandi við uppgröft á svonefndri Steinkudys uppi á Skólavörðu- holti, en þar fundust kista og bein sakakonunnar Steinunnar frá Sjöundá. Hin merka ritgerð dr. Jóns Helgasonar biskups: „>egar Reykjavík var 14 vetra“ (1916) glæddi einnig áhuga Árna á því að safna og færa í letur þætti úr sögu Reykjavíkur og bæjarlífinu par, sem borið hefir þann ávöxt, er lýsir sér í ofan- nefndum bókum hans um það efni, og gagnfróðlegar eru að sama skapi. Á það vissulega ekki sízt við um nýjustu bók hans. Þættir eins °g i.Þegar Reykjavík fékk sjálf- stjórn", „Báglega tókst með fyrstu þingmenn Reykjavíkur“, og ,,Frá fyrstu árum bæjarfógeta í Reykjavík“ eru bæði skerfur til sögu höfuðborgarinnar og stjórnmálasögu landsins í heild sinni. Má það með enn meiri sanni segja um kaflana „íslend- ingabragur og málaferlin út af honum“ og ,,Niður með lands- höfðingjann", er bregða birtu á öldurót þeirrar tíðar í íslenzk- um sjálfstæðismálum. Ekki þarf heldur að fjölyrða um sögulegt gildi frásagna eins og „Fyrsta sjúkrahús í Reykja- vík“, „Reykjavíkurhöfn" (þar sem rakin er forsaga hafnargerð- arinnar), „Fyrsta flug til ís- lands“, og „Elzta verzlunarhús í Reykjavík“. Greinin „Danskar guðsþjónust- ur í Reykjavík“ varpar glöggu ljósi á menningarlega þróun höf- uðborgarinnar, og þá á ritgerðin „Uppruni þjóðminjasafns“ eigi síður menningarsögulegt gildi, en hún var samin í tilefni af níutíu ára afmæli Þjóðminja- safnsins (1953), og segir þar mjög greinilega frá stofnun þess og hlutdeild þeirra ágætu manna, sem hrintr því þjóðþrifaverki í framkvæmd. Ritgerðin „Kelsallsgjöf (1952), um Englendinginn Charles Kel- sall, sem gaf fé til byggingar Bókhlöðu Menntaskólans í Reykjavík, er hin merkasta, og hitaði mér sem gömlum nemanda skólans og stúdent þaðan sér- staklega um hjartarætur. Þeim ummælum til áréttingar vil ég leyfa mér að taka upp eftirfar- andi ummæli í niðurlagi grein- arinnar: „Þetta er þá sagan um tildrögin að því, að fyrsta bók- hlaðan á íslandi var reist. Eru nú senn 85 ár síðan hún komst undir þak. Eg hef ritað þetta svo að Reykvíkingar gleymi því ekki, að hús þetta er vinargjöf frá erlendum manni og um leið nokk urs konar viðurkenning fyrir bók menntaleg afrek íslendinga og bókhneigð.........Og þegar vér göngum. eftir hinni bi'eiðu og fögru Lækjargötu og lítum upp til litla, hvíta steinhússins sunn- an við Menntaskólann, þá skul- um vér jafnan minnast þess, að hús þetta er heiðursgjöf til íslend tnga fyrir menningu þeirra um aldaraðir." „í heljargreipum hernaðarins" (Ævintýr togarans „Braga“ 1916, skráð eftir frásögn skipverja) er bæði' atburða- og áhrifarík frá- Skridstokuherbergi Til leigu er skrifstofuherbergi í Miðbænum, lýsing og gólfteppi — selst með, á hagstæðu verði. Uppl. í símum 11068 og 11821. Lokað Skrifstofan verður lokuð eftir hádegi mið- vikudaginn 31. þ.m. vegna jarðarfarar. Tollstjóraskrifstofan, Arnarlivoli. sögn frá heimsstyrjaldarárunum fyrri, en fleiri voru þeir íslenzku togararnir, sem lentu í ævintýr- um og komust í hann krappan á þeim árum. Það er vafalaust hverju orði sannara, sem Árni segir í því sambandi. ,,Og hug- rekki það, sem íslenzkir sjómenn sýndu á þeim árum, er þeir fóru landa milli, var áreiðanlega ekki minna en það hugrekki, er her- skyldir menn ófriðarþjóðanna sýndu í starfi sínu.“ Þátturinn „Sæfinnur með sextán skó“ segir á skilningsmik- inn og samúðarríkan hátt átak- anlega raunasögu, en öll er þessi frásögn með sterkum persónuleg um blæ. Hins vegar er lokaþáttur bók- arinnar, „Nafngiftir gatna í Reykjavík", fróðlegur mjög. Má hið sama segja um aðra kafla bókarinnar, sem eigi hafa verið nefndir, því að stiklað hefir ver- ið á stóru í þessari umsögn. En öll ber þessi nýja bók (eins og fyrri bækur höf. um Reykja- vík) því vitni, að Árni Óla er athugull og varfærinn fræðimað ur, sem kanh ágætlega að vinna úr sögulegum beimildum og jafn framt prýðisvel ritfær, sjást þess glögg merki á frásögninni, að þar heldur þaulæfður blaðamað- ur á pennanum. Útgefandi umræddrar bókar hans, sem er 344 bls. að stærð, er ísafoldarprentsmiðja h.f., og er vel vandað til útgáfunnar um prentun og annan frágang. Marg- ar góðar myndir prýða bókina og Látið ekki dragast að athuga bremsurnar séu þær ekki í lagi.. Fullkomin bremsuþjónusta. EKKI YFIRHIAM RAFKERFIP! Húseigendafélag Reykjavíkur Biiieiðaleigon BÍLLINN HÖFÐATÚNI 2 SÍMI 16833 a ZEPHYR 4 ►4 S CONSUL „315“ 2. VOLKSWAGEN pá LANDROVER BÍLLINN ALUMINElJIVi BÍLSKÚRSHURÐIR * LÉTTAR OG STERKAR ENGINN VIÐHALDSKOSTNAÐUR EGILL ARIMASOM Slippfélagshúsinu við Mýrargötu. Símar 14310 og 20275. H£úkrunarkonu vantar nú þegar á sjúkrahúsið á Hvammstanga og aðra um miðjan desember. — Laun samkvæmt launalögum eða samkomulagi. — Upplýsingar hjá formanni sjúkrahússtjórnar, Ingólfi Guðnasyni, hreppstjóra, Hvammstanga. Sjúkrahússtjórnin. Skrifstofuslúlka - Kefl^vík Óskum eftir að r.áða stúlku til símavörzlu, vélrit- unar og launaútreiknings. Vélsmiðja BjÖrns Magnússonar Símar 1175 og 1737. Áætlunarbílar Mosíellssveiiar hf. (ferðaáætlun) Breyting á brottfarartímum frá 1. nóvember 1962, verður sem hér segir: Frá Reykjavík Frá Hraðastöðum Sunnudagur 12,45 14,15 16,20 18,00 19,30 23,15 15 20.15 1.05 Mánudagur 7 13 18 8 14 19 Þriðjudagur 00 rH fO rH U- 8 14 19 Miðvikudagur 7 13 18 23,15 8 14 19 1,05 Fimmtudagur 7 13 18 8 14 19 Föstudagur 7 13 18 8 14 19 Laugardagur 7 12,45 14,15 16,20 18 23,15 8 15 19 1,05 Frá Reykjum 13,30 17 18,45 23,50 8,20 14,20 19,20 8.20 14,20 19,20 8,20 14,20 19, 20 23,50 8,20 14.20 19,20 8,20 14,20 19,20 8,20 13,30 17 19,20 23,50 Gildir til 1. apvíl 1963. Séneytishafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.