Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3J. október 1962 MOHCVISBLAÐIÐ 11 Fegurri bækur HVER SÁ maður sem nú hefir i móti haft neinn hagnað af þvi irokkur veruleg kynni af enskum [ en fórnaði á hinn bóginn tals- fcókmentum, enskum biöðum og timaritum, hlýtur alltaf annað ' verðu fé og tók á sig mikið um- stang. Varla veit ég hvað lofs- veifið að vera að reka sig á að til er á Englandi eittlhvað sem mefnist National Book League. En mjög er það að vonum að ekki sé öllum vel ljóst hvað þar er um að ræða. í>ar um er það stuttiega að segja, að þetta er stofnun sem til varð árið 1924 og fékk þá nafnið National Book Council, en því var tuttugu ár- tim siðar breytt í það heiti, er fyrst var hér nefnt. Hlutverk jþessarar stofnunar er að kynna og efla enskar bókmentir, hefja þær á allan hátt til virðingar, og Iþá þar með að vinna að endur- fcótum í bókagerð. En miklu nánari greinargerð um skipulag, starfsemi og únnið starf þess fé- lagsskapar (iþvi að þetta er fé- lag, eða samtök) geta menn kynnt sér með því aðfletta upp í nýlegri alfræðibók enskri. Hér verður að nægja að geta þess, að National Book League hefir þeg ©r afrekað geysilega margt og mikið í þágu enskra bókmennta og enskrar menningar og er orð in mjög voldug stofnun, enda eru í henni margir hinna fremstu og fceztu manna þjóðarinnar og margar mennta og menningar- stofnanir, t.d. skólar. Eitt af því sem N.B.L. hefir nú uni margra ára skeið gert til þess að efla fegrun og vöndun í bóka gerð er að halda árlega bókasýn ingu, eða öllu heldur bókagerðar sýningu í Londón. Forleggjurum er gefin kostur á að senda bæk- ur sinar til þess að um þær fjalli dómnefnd sem úrskurðar hvort fcók skuli sýnd eða ekki. Með hverri bók verður forleggjarinn að láta í té tilteknar upplýsingar, þar á meðal hvaða pappír sé í henni og frá hverjum, hver hafi ráðið til'höigun í henni (lay-out), hver prentað hafi hana, hver fcundið hana og í hvað hún sé fcundin. Aldrei er sýndur nema lítill hluti þeirra fcóka, er nefndin fær í hendur, og þá vitanlega þær sem hún telur að fæst hafi lýti, en hún fellir dóm um hverja bá bók er henni berst og gerir athuga- semdir sinar við 'hana. Um þær fcækur, er á sýningúna eru tekn ar, er samin og prentuð ákaflega ítarleg skýrsla og þar gerð grein fyrir prýði þeirra og lýtum, sem oftast finnast einhver, þvi eins og það er lítið sem hundstungan finnur ekki þá má lýti á bók vera smátt til þess að dómnefndin reka ekki augun í það. Og hún er h.ífðarlaus í aðfinnslum sínum, er með öðrum orðum sá vinur er til vamms segir. Ekki eru það Englendingar ein ir, er nú hafa þennan hátt á þessu Svisslendingar gera hið sama, og sennilega fleiri þjóðir. Heldur þykir mér ósennilegt að Þjóð- verjar vanræki það, því þeir leggja nú alúð við fegrun og um bætur i bókagerð sinni. En frá Engtandi og Sviss hefi ég fyrir góðra vina tilstilli árum saman fengið hinar prentuðu sýningar 6kýrslur og veit því helzit um það 6em þar gerizt. Ýmsa (ég vænti þess?) munu reka minni til sýningar ensikra bóka hér í Reykjavik í síðastiiðn um aprílmánuði. Þetta voru þær fcækur sem N.B.L. hafði sýnt í London í fyrrasumar og voru því útgáfubækur ársins bar á undan (1960). Þær voru sýndar hér af sömu ástæðu sem þar, þ.e. til þess að menn mættu sjá hvernig þær voru úr garði gerðar, og það var félag íslenzkra prent- meistara sem gekksf fyrir sýn- ingunni og bar af henni allan kostnað, en N.B.L. hafði sýnt þá góðvild að lána bækurnar. Þebta var harla merkilegt framtak af hálfu félagsins. Það gat með engu vert er ef ekki slífot — svona mikill og fórnfús vilji til þess að efla menningu þjóðarinnar á ein mitt menningarlegasta sviðinu. Greinilega Skildu menn þebta efoki, og var það raunalegt; a.m.k. kom ekki skilningur fram hjá þeim, sem fyrir siðasakir urðu að minnast á fyrirtækið, en það voru blöð og útvarp. Enginn þakkaði. Jú, þetta mun ekki rétt; menntamálaráðlherra gerði það með snjallri ræðú við opnun sýn ingarinnar. Svo er víst upp tal- ið. Enska sýningin á þessu ári var haldin í London 29. ágúst til 28. september. Mér hefir borizt skýrslan um hana og hún er til efnið til þess að ég skrifa grein- arkorn þetta. Skýrslan er með nokkuð öðru sniði en áður, og ég held ennþá gagnlegri en fyrr. Af henni er mikið að læra fyrir þann sem vita vill hvers gæta ber við útgerð bóka, og áhuga- mönnum um það efni vildi ég eindregið ráða til að afla sér hennar. Verðið er 3s. 6d. og hún nefnist British Book Production 1962 (N.B.L.). Bækurnar eru að sjálfsögðu útgáfiubæikur síðast- liðins árs. Skýrslan (eða Skráin, ef menn vilja það heldur) hefst á for- spj alli sýningarnefndar, einarð- legu og opinskáu að vanda. Efoki er þess getið, hve mörgum for- leggjurum var gefinn kostur á að senda, en við sjáum að 71 hafa átt bækur á sýningunni, Long- mans Green og Oxford University Press flestar, tíu hvor. Nefndin féfok í 'hendur 921 bók og tók af þeim 141 til sýningar, svo að 780 voru lagðar til hliðar. Hverri sýndri bók er hér lýst út í æsar. Af þeim voru 133 vélsettar með lausaletri (Monotype), 4 linu- steyptar (Intertype og Linatype) 3 filmsettar (Monophoto), 1 hand sett. Algengustu letrin eru Bembo (29), Times New Roman (20) og Baskerville (18). Ekki eru þær ýkja margar sem fá óskoraða ágætiseinkunn hjá þessum harðdrægu en heiðarlegu mönum. Þó ber það við. Eg vil nefna sem dæmi nr. 47 á skránni The Comstruction of Gothic Ca- thedrals (Clarendon Press): ,,De sign suits subject admirably and plaeing og illustartions is equ- ally good; presswork on match- ing papers and contrasting end- papers, together with „sfandard“ Oxford binding, provides a fina textbook as a model for others." Ýmsar þeirra bóka, sem skráin telur, mun mega sjá hér í bóka- verzlunum, sennilega allar Pen- guintoœfcurnar. Hefði verið ekki ófróðlegt að tilgreina „einkunn- ir“ þeirra, en það tæki of mikið rúm. Ein er þó sú, að ég vil ekki ganga fram hjá henni, vegna 'þess að sjálf er hún okkur svo nærstæð, og efni hennar nokkuð á dagskrá í svipinn hjá fleirum en ökkur íslendingum, en það er Eirífcs saga rauða í þýðingu eftir Gwyn Jones, Eirik the Red and other Icelanðic Sagas í World Classics (Oxford Univers- ity Press) ein þeirra bóka er ýms ir munu senda erlendum vinum að jólakveðju. Henni er þannig lýst: „Filmsetting put to the test, and succesafully; even presswörk tout folding a bit awry; other- wise well bound and jacketed, and a good production“. Það var til frétta talið um1 víða veröld, er Nýja testamentið (nr. 35. í skránni) kom út 14. marz 1961 í hinni nýju þýðingu, er allar mótmælakirkjur á Bret- landi, ásamt Biblíufélögunum, standa að. Þá létu forleggjarn- ir, þ.e. háskólarnir í Cambridge og Oxford, sér til hugar koma að jafnvel heil milljón eintaka kynni að seljast innan jafnlengd- ar 1962. Raunin varð sú, að þá höfðu selst fjórar milljónir ein- taka, og jafnvel hér á íslandi hafði salan orðið með ólíkindum. Ekki fær útgerð þessarar bókar alveg ósfooraða ágætiseinkunn, heldur segir dómnefndin svo: „An attractive easily read page. Impression appers to be rather heavy on some signatures in copies examined. Excellent bloc- king on spine“. Rúmsins vegna má nú ekki telja lengur, og væri þó freist- andi. Efoki veit ég hvort nofokur minnist þess nú lengur, að í grein í Morguntolaðinu 18. og 19. septemlber gat ég um Bifolíuþýð- ingu þá enska eftir nafntogaðan lærdómsmann og preláta kaþólsk an„ Ronald Knox, (nú látinn) sem talin er vera með miklum ágætum, bæði sökum þess mikla lærdóms er hún grundvallast á og eins fyrir fágætlega fagra og til'foomumikla ensku. Hún var á sýningunni (nr. 34) og fær þessa einkunn fyrir útgerðina: „Ex- cellent presswork; careful spac- ing makes it an easily read page. Talið frá vinstri: H. Filarski, fyrirliði hollenzku sveitarinnar, Jóhann Jónsson, Y. Lengyel og Stefán J. Guðjohnsen Jaeket inclined to be flimsy“. Af því að það má verða íslenzk um prenturum og forleggjurum til varnaðar, skal þess getið hér, að eitt af því, er dómnefndin telur til npfokuð algengs lýtis á bókum er henni bárust, er það, að myndatolöð voru sjallfovít *þó að textinn væri prentaður á example of mass (folævaðan (kremaðan) pappír. Og annað mættum við íhuga og minnast ekki fárra íslenzkra bóka, og það er fordæming nefnd arinnar á fálmandi tiktúrum til þess að gera bókina afbrigðilega. „Tiktúrur eru ekki nauðsyniegar til þess að gera bófoina í senn bæði heillandi að handleika og, það sem mestu máli skiptir, auð- velda aflestrar“. Nú smálíður að þeim tfma, jólatímanum, að bókarumiban komi hjá okfour. Því enn vilja forleggjarar okkar ekki hve-fa frá því, að láta hartnær allar bækur ársins koma í einni bendu é markaðinn. Skyldum við þé sjá nokfcur merfci þess að nofofcur árangur hafi orðið af hinni lofs- verðu tilraun prentmeistara að opna augu höfunda og forleggj- ara? Á þessu vildi ég biðja smekkvísa menn að hafa gát. Enga prentsmiðju eigum við vel búna, enda munu þær flest- ar hafa fjárhagslega lítið ból- magn. I>ví miður. Suma eigend- urna sfcortir ekfoi vilja til þess að bæta um vélakost sinn, ef aðeins getan leyfði. Og efcki stefnir það í umlbótaáttina að þensla iðnarinnar (ef hún er nokkur) verður nú helzt með því að fjölga litlu holunum, sem mjög fábreyttan áhaldakost foafa. Þær geta að vísu verið góðar á sinn hátt, en séð frá sjónar- miði þjóðarfoeildarinnar er það Skaðlegt að hin stærri fyrirtæfci geri efoki nema rétt að hjafcka í sama farinu. Með því drögumst við óumflýjanlega aftur úr á al- þjóða vettvangi. Og það er hörmu legt. Og efcki er það skemmti- legt að heill landsfjórðungur sé nálega, ef efcki algerlega, án prentsmiðju. Það var hörmulegt og hlýtur að hafa runnið mörg- um manni til rifja er all umsvifa tnikill og langstæður prent- smiðjurekstur á Seyðisfirði varð algerlega að leggjast niður, en aðdáunarvert var það hvernig einn maður í lengstu lög fórn- aði fé sínu í vonlausri baráttu við að halda honum uppi — á þessum stað, þar sem meðal ann- ars fyrsta stórútgáfa a>f Ijóðum Framhald á bls. 13. % %%%%% %%% BORGAKEPPNI milli Reykja- víkur og Amsterda.m laufc í fyrrafcvöld með sigri Hollend- inganna 145 — 116. í keppninni voru spiluð 64 spil og er því munurinn 29 stig efcki mikill. Hoilendingarnir voru vel að sigrinum komnir. Þeir eru jafnir og spiluðu yfirleitt vel. Yfirburðir þeirra eru þó einkum fólgnir í því hve harðir þeir eru og byggist það sennilega á því hve keppnisvanir þeir eru. Hollendingarnir höfðu yfir allan leikinn. Eftir 16 spil var staðan 35 — 25 og að loknum 32 spilum var staðan 75 — 62 Eftir 48 spil var útlitið ekki gott fyrir ísi sveitina því þá var munurinn orðinn 41 stig eða 123 — 82. í síðustu spilunum rétti ísl. sveitin hlut sinn nokkuð og varð munurinn ekki nema 29 stig eins og áður segir. Um s.l. helgi töku Hollending- arnir þátt í tvímenningsfceppni, Ahorfendur fylgdust með af mikiurn áhuga þegar spilin voru sýud á sýuingartjaldinu. Amsterdam sigraöi sem fram fór í Félagsheimili Kópavogs Úrslit voru þau að Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson sigruðu, hlutu 2453 stig. Röð 8 efstu paranna varð þessi: stig 1. Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson ...... 2453 2. Eggert Benónysson og Þórir ................ 2387 3. Agnar Jörgensson og Róbert Sigmundsson .. 2377 4. Slavenburg og Kreyns 2360 5. Sigurður Helgason og Jón Arason ......... 2344 6. Gísli Hafliðason og Jón Magnússon ........ 2287 7. Símon Siirvonarson og Þorgeir Sigurðsson 8. Filarski og Lengyel 2284 2252 stig í gærkvöldi kepptu Hollend- ingarnir við sveit Agnars Jörg- enssonar og í kvöld mæta þeir Íslandsmeisturunum, Sveit Ein- ars Þorfinnssonar. Fer keppnin fram í Klúbbnum og hefst kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.