Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 31. október Í962 Enginn leikur en góðar móttökur Kaupmannahöfn, 30. okt. „■LEIKr'HINN, sem aldrei fór fram“, Kalla strákarnir leikinn, sem ekki varð í Glasgow. Þeir gerðu grín af öllu tilstandinu, er þeir komu til Glasgow í gær- kvöldi, en voru mjög leiðir yfir að fá ekki að mæta Skotum. Borgarstjórinn í Glasgow, Jean Roberts, ætlaði að taka á móti lfðsmönnum í gær, en móttökun um var aflýst, þegar vélinni seink aði og síðan var setningarathöfn leiksins aflýst, en samt komu leikmenn ekki, og þeir komu ekki fyrr en klukkan að ganga ellefu eftir skozkum tíma, og þá var útilokað að halda leikinn. Piltarnir buðu Skotunum æf- ingaleik, þegar þeir komu til Glasgow, jafnvel eftir 12 tíma töf. Skotarnir vildu það ekki, en féll ust á að leika við íslendinga þegar þeir væru á heimleið, og það verður hinn 9. nóvember. Glasgowdvölin í rúman sólar- hring verður þó öllum piltunum minnisstæð. Þegar piltarnir höfðu brotizt í gegnum tollmúrinn, og komið sér áfram til Glasgow, þá beið þeirra matur og góðar veig- ar, en enginn vildi veigarnar. Skotarnir biðu lengi eftir því að Flugfélagið skilaði sínum landsliðsmönnum. Samt var eng- inn á vellinum, þegar íslend- ingarnir loksins komu. Þeir komu sér inn til Glasgow borgar og komu sér á hótelið, þar sem þeir áttu að búa, og þar fundu þeir loksins forráðamenn körfuknatt- leikssambandsins. Þegar piltarnir voru búnir að koma sér fyrir á Grenadier, en svo heitir hótelið sem þeir bjuggu í, í Belfaststræti, fengu þeir góð- an náttverð. Þegar þessir stóru ís lenzku menn komu á hótelið varð uppi fótur og fit vegna rúmanna. Þá voru sett upp ný og gafllaus rúm fyrir þá lengstu, og eftir því, sem ég heyrði bezt, þá sváfu allir í rúmum sínum horn í horn, jafnvel stytzti maðurinn. En það skal tekið fram að allir sváfu vel. í dag fóru allir til Kaupmanna- hafnar og liðið hélt áfram til Stokkhólms. f Stokkhólmi bíða landsliðsins þrír landsleikir við Finna, Svía og Dani. Fyrsti leik- urinn verður á föstudag. Skozkur körj:uknattleikur er ekki mikill að vöxtum, en þó miklu meiri en íslenzkur. Skotar hafa iðkað körfuknattleik í um tuttugu ár, og hafa tvo dómara viðurkennda sam alþjóðadómara. Þeir hafa skipt sinni keppni í körfubolta í tvær deildir, í aust- ur- og vesturdeild. í austurdeild- inn ieru sextán lið í fyrstu deild og sextán lið í annarri deild, en í vesturdeildinni eru tólf lið í fyrstu deild og fjórtán í annarri deild. Alls eru þrjú þúsund manns, sem æfa körfubolta í Skotlandi. Þar er mikill áhugi og vaxandi. Skotar eiga við tilsvarandi landsmeistarar í körfubolta. Þeir unnu í vor Wales, írland og Eng- land, en öll {fessi lönd keppa ár- lega innbýrðis um Bretlands- meistaratitil. Englendingar hafa verið meistarar árum saman, en þeir tóku það ráð í síðustu keppni, að útiloka alla sem voru eldri en 23 ára frá keppni og tefldu eingöngu fram ungum mönnum, sem á að verða vaxandi og nýtt lið fyrir England. Skotar eiga við samsvarandi vandræði að búa og við, hvað viðvíkur húsnæðisskorti. Til dæmis átti þessi landsleikur'við íslendinga að fara fram í húsi, sem er mjög fullkomið að öllu leyti, utan það að það rúmar að- eins um þrjú hundruð áhorfend- ur. Áhorfendaplássið var löngu uppselt, og leikurinn vakti mikla athygli í Skotlandi. Meðal annars var mikið skifað um hann í blöð, og margir ritstjórar íþróttasíðna, sem aldrei hafa áður séð körfu- knattleik, voru búnir að tryggja sér pláss á leiknum. Það var mikið veður gert út af leiknum í blöðunum og fslend- ingum fært mikið lof. Eftir að íslenzka liðið kom, og forráða- menn skozka körfuknattleiksins sáu leikmennina, voru þeir sann- færðir um, að íslendingar eiga gott lið. En það kemur í ljós hvað fslendingar geta, þegar þeir mæta Skotum 9. nóvember. A. St. i* »y> Enska knatfspyrnan 15. umferð ensku deildarkeppninn- ar fór fram í gær og urðu úrslit þessi: 1. deild: Arsenal — Wolverhampton 5—4 Birmingham — Aston Vidla 3—2 Bolton — N. Forest 1—0 Burnley — Manchester City 0—0 Everton — Ipswich 3—1 Fulham — Blackburn 0—0 Leicester — Sheffield U. 3—1 Leyton O. — Tottenham 1—5 Manchester U. — West ham 3—1 Sheffield W. — Blackpool 0—0 W.B.A. — Liverpool 1—0 2. deild: Cardiff — Scunthorpe 4—0 Derby — Chelsea 1—3 Grimsby — Stoke 1—1 Huddersfield — Southampton 2—3 Middlesbrough — Luton 0—2 Newcastle — Swansea 6—0 Norwich — Sunderland 4—2 Plymouth — Charlton Portsmouth — Bury Preston — Rotherham Walsall — Leeds 0—1 2—1 2—2 1—1 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Aberdeen — Rangers 2—3 Dunfermline — Dundee 2—0 Partick — St. Mirren 2—1 BAKER skoraði 3 mörk og EAST- HAM 2 er Arsenal sigraði Wolver- hampton 5—4 i mjög spennandi leik. Huddersfield tapaði nú í fyrsta sinn á keppnistímabilinu og Chelsea er nú efst í II. deild. Stig: Efstu liðin í I. deild eru nú þessi: Tottenham 15 10—2—3 52:26 22 Everton 14 10—2—2 31:15 22 Leicester 15 8—4—3 31:18 20 Burnley 15 8—5—2 32:23 21 Wolverhampton 15 8—3—4 35:25 19 - íþrótta- blaðið endurvaklð Á ÁRSÞINGI H.S.f. skýrði forseti Í.S.Í., Gísli Halldórs- son, frá því, að stjórn þróttasambandsins hefði mikinn hug á að íþrótta- blaðið yrði gefið út að nýju Hefði stjórnin þegar gert- ráðstafanir í þessa átt og væri að vænta, að blaðinu yrði tryggður öruggur fjár- hagsgrundvöllur. Fregnir þessar eru sannar lega ánægjulegar, því það er íþróttahreyfingunni nauðsyn legt að gefið sé út blað, þar * sem eingöngu er fjallað um hin margvíslegu mál innan hreyfingarinnar. ÍR—ingar hafa ákveðiff aff stofna lyftingadeild og verffur stofn- fundurinn í iR-húsinu í kvöld kl. 8. Sérstakir æfingatímar hafa veriff ákveffnir fyrir þá, sem hafa hug á aff æfa þessa skemmtilegu og karlmannlegu íþrótt. Verffa æfingar á miff- viðudögum kl. 7, föstudögum ki. 9,30 og á sunnudögum kl. 1. Allar æfingar verffa í IR-húsinu viff Túngötu og mun Finnur Karlsson annast þjálfun, en hann hefur kynnt sér þessa íþrótt í Danmörku. Myndin sýnir Finn leiffbeina einum nemenda sinna með rétt handtök. Handknattleikur vaxandi íþrött hér á landi ÁRSÞING Handknattleikssam- bands íslands fór fram í Reykja- vík 20. okt. s.l. Þingið sóttu 29 fulltrúar frá 5 sambandsaðilum, auk margra gesta, og var ný- kjörinn forseti íþróttasambands íslands, Gísli Halldórsson, meðal þeirra. Stjórn sambandsins lagði fram mjög ítarlega skýrslu yfir hin margvíslegu verkefni, sem afgreidd voru á starfsárinu. Þjálfaramál: Að tilhlutan stjórnarinnar fóru tveir þjálfarar, þeir Matthías Ás geirsson, Í.B.K., og Þórarinn Eyþórsson, Val, á þjálfaranám- skeið í Vejle. Einnig fór Pétur Bjarnason, Víking, á námskeið hjá sænska handknattleikssam- bandinu í Stokkhólmi. Stjórnin hefur tekið upp við- ræður við íþróttafulltrúa ríkis- ins, varðandi samstarf við íþrótta kennaraskóla ríkisins varðandi námskeið fyrir leiðbeinendur á svipaðan hátt og gert hefur verið hjá knattspyrnusambandinu og skíðasambandinu. Samskipti viff útlönd: Tvö erlend handknattleikslið komu til landsins á síðasta keppn istímabili. Voru það danska lið- ið Efterslægten, sem kom í boði K.R. og Þýzka liðið Esslingen, sem kom í boði F.H. Unglingalandsliðið tók þátt í Norðurlandamóti, sem fram fór í Danmörku, og kvennaflokkur Fram fór í heimsókn til Færeyja. Allmörg lönd hafa óskað eftir landsleikjum og eru þar á meðal Frakkland, Holland, Belgía, Sviss og Spánn. Hefur verið ákveðið karlalandsliðið fari í keppnisferð til Frakklands og Spánar í fe- brúar n.k. Einnig mun unglinga- landslíðið taka þátt í Norður- landamóti, sem fram fer í Osló í febrúar. Eru æfingar hjá báð- um þessum liðum hafnar. Norðurlandamót í útihandknatt leik kvenna verður næst haldið 1964, og þá á íslndi. Er undir- búningur þegar hafinn að þessu fyrsta Norðurlandamóti í íþrótt- um, sem háð verður hér á landi. Fimm ára afmæli: Á árinu hélt sambandið upp á fimm ára afmæli sitt, og voru þá tveir brautryðjendur, þeir Benedikt G. Waage og Valdimar Sveinbjörnsson, heiðraðir. Einnig fengu allir þeir, er leikið hafa 10 landsleiki, sérstaka viðurkenn iiigu, en þau eru: Rut Guðmunds- dóttir, Sigríður Lúthersdóttir, Birgir Björnsson, Einar Sigurðs- son, Gunnlaugur Hjálmarsson, Karl Benediktsson, Ragnar Jóns- son, Karl Jóhannsson. » Þingstörf: Á ársþinginu voru lagðar fram ýmsar breytinjar varðandi aldurs takmörk yngri flokkanna, svo og a”rar breytingar. Verður þeirra nánar getið síðar. Stjórn sambandsins var að mestu leyti endurkjörin, og er hún þannig skipuð: Ásbjörn Sig urjónsson, formaður, Axel Einars son, Axel Sigurðsson, Valgeir Ársælsson og Þórður Stefánsson, sem kom í stað Valgarðs Thorodd sen, sem baðst undan endurkosn- ingu. FLUGMÁLAHÁTiDIN 1962 Smoking eða Dökk föt. verður haldin í Lídó föstudaginn 2. nóv. nk. kl. 7 e.h. Borðapantanir í Lídó. — Aðgöngumiðar seldir hjá: Tómstundabúðinni, Aðalstræti 8, Flugfélagi íslands, Loftleiðum, Flugmálastjórn á Reykjavíkurflugvelli og Keflavíkurflugvelli. Skenimtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.