Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐItí Miðvikudagur 31. október 1962 Ijmbúðapappír 20 — 40 — 57 cm rúllur Brau^apappír 50x80 cm arkir 40 cm rúllur Smjérpappír 33x54 cm arkir Kraftpappír 100 cm rúllur W.C. pappír 64 rúllur í balL Pappirspokar y% — ío kíió Fyrirliggjandi I. Brynjólfsson & Kvaran Rýmijrgarsikla - Rýmingars&la Seljum næstu daga mjög ódýrt: Barnakjóla. Verð frá kr. 98,00. Barnablússur. Verð frá kr. 50,00. Barnapils kr. 98,00. Barnapeysur og margt fleira. Verzlunin Asa Skólavörðustíg 17. — Sími 15188. ppsagms* sjúkrahúslækna UM MÖRG undanfarin ár og allt þar til lög um kjarasamninga op- inberra starfsmanna voru sam- þykkt á síðasta Alþingi, hafa laun þeirra verið ákveðin með launa- lögum. Lítill munur hefir verið milli hinna ýmsu launaflokka. Spítalar starfa allan sólarhring- inn. Þar þurfa því alltaf að vera margir læknar til taks þegar á þarf að halda, hvenær sem er. Menn skipta á milli sín vöktum um nætur og helgidaga, en vegna stöðugt aukinnar sérhæfingar lækna í hinum ýmsu greinum kemur það ekki sjaldan fyrir, að læknar, sem eiga „frí“ þessa eða hina nóttina, eru kallaðir til skrafs og ráðagerða og jafnvel aðgerða, þegar vanda ber að hönd um, sem viðkomandi er talinn færari um að leysa, heldur en sá, sem þá er á vakt. Þótt læknir sé að vinnu alla nóttina, þykir samt sjálfsagt að hann haldi áfram næsta dag, eins og ekkert hafi í skorizt. Þetta aukna vinnuálag væri hægt að bæta upp'með því að borga sómasamlega fyrir það og sjá fyrir nauðsynlegum hvíld artíma. 1954 tók Læknafélag Reykjavík ur (L.R.) upp skipulagða baráttu fyrir bættum kjörum spítala- lækna. Á árunum 1955 — 1958 voru öðru hverju haldnir fundir með fulltrúum ríkisstjórnar og Reykjavíkurborgar annars vegar og launanefndar L.R. hins vegar. Auk þess ritaði stjórn L.R. stjórn arnefnd ríkisspítalanna 5 bréf um þessi mál. í apríl 1958 tókst sam- BAíAEIGEHDUR-OTGE VOLVO BOLINDER- MUNKTEL VOLVO-PENTA dieselvélar fást í eftirtöldum stærðum" MD 1 — 6 ha —- 1 eyl — 130 kg • MD 4 — 19—35 ha — 4 cyl — 240 kg MD 47 — 42—82 ha — 6 cyl — 880 kg • MD 67 — 59—103 ha — 6 cvl 1000 ka MD 96 — 89—175 ha — 6 cyl — 1200 kg • TMD 96 — 200 ha — 6 cyl 1300 kg VOLVO — PENTA ER VOLVO FRAMc-EIÐSLA. BOLINDER-MUNKTELL 23 ha — 2 cyl • 46 ha — 4 cyl • BOLINDER — MUNKTELL ER VOLVO dieselvélar fást í eftirtöldum stærðum: 68,5 ha — 4 cyl 51,5 ha — 3 cyl • - FRAMLEIÐSLA. VpLVO — PENTA og BOLINDER — MUNKTELL dieselvélar eru fyrir löngu orðnar þekktar hér á landi fyrir sparneytni og öryggi. Allar nánari upplýs- ingar hjá umboðinu, sem veitir yður aðstoð við val á skrúfustærð og aðra tæknilega þjónustu. StniKMttlSBH.Ul 1-6 • UFVK.IAVIK ■ SIM komulag um lágar greiðslur fyrir næturvaktir á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. — Námu greiðslurnar kr. 150,00 fyrir 18 klst. vakt eða rúmar 8,00 fyrir hverja klst., en áður höfðu þessar næturvaktir alls ekki ver ið greiddar á nokkurn hátt. Lækn arnir skoðuðu þetta náttúrlega sem málamynda greiðslur fyrir þessa aukavinnu, en ekki sem framtíðarfyrirkomulag. Samt hef ir þessi greiðsla ekki hækkað síð an 1958 nema með vísitöluálagi. Sunnudaga — og aðrar helgidaga vaktir hafa aldrei verið greiddar á nokkurn hátt. 1958 fékkst siglingastyrkur á 4 ára fresti fyrir deildarlækna og bílastyrkur kr. 750,00 til 1000,00 á mánuði fyrir nokkra lækna, og hefir hann eigi hækkað síðan. Vinna lækna á þeim stofnun- um, sem hér um ræðir, hefir auk izt mjög með hverju ári, og er það bein afleiðing af stórstígum framförum læknisfræðinnar. Sjúklingunum fjölgar stöðugt en legutími þeirra á spítölunum styttist, flóknari viðfangsefni eru tekin fyrir, tímafrekari og vanda samari rannsóknir gerðar, og ráð izt í stærri og erfiðari aðgerðir, heldur en áður var. Þetta veldur svo aftur því, að vinna við hvern sjúkling eykst stöðugt og vind- ur þessu fram með ári hverju. Vegna aukinnar spítalavinnu hafa flestir þessara lækna orðið að hætta algerlega eða minnka mikið við sig önnur launuð störf, svo sem vinnu á lækningastofum og fyrir sjúkrasamlög. Sú litla hækkun, sem orðið hefir á föstu laununum hin síðari árin, hefir því hvergi nærri vegið upp á móti. því sem minnkað hefir frá sjúkrasamlögum og einkasjúkl- ingum. 31. janúar 1961 ritaði stjórn L.R. stjórnarnefnd ríkisspítal- anna bréf, þar sem mál þessi voru reifuð, bent á leiðir til þess að bæta kjör læknanna og óskað eftir viðræðum um málið. Ekki var bréfi þessu svarað. 15 júní 1961 var því ritað annað bréf, þar sem bent var á mikilvægi máls- ins og ítrekuð ósk um viðræður. Ekkert svar. Var þá gripið til þess ráðs að rita heilbrigiðsmála ráðherra, sem þá var Jóhann Haf stein, og óska þess, að hann skip aði nefnd til viðræðna við launa nefnd L.R. Ráðherrann skipaði þegar nefnd og hófust viðræður í október 1961 og voru allmargir fundir haldnir fram að jólum Ekkert jákvætt skeði og þegar fyrir áramót fór þeim læknum fjölgandi, sem sögðust mundu segja upp stöðu sinni og hverfa til annarra starfa lífvænlegri, eða þó með minna vinnuálagi. Á síð asta fundi fyrir jól kom fram, að ríkisstjórnin mundi ekki veita fastlaunalæknum kjarabætur fyrr en búið væri að ganga frá samningum milli Sjúkrasamlags Reykjavíkur og heimilislækna. Biðum við því með uppsagnir um sinn. í lok ársins 1961 gerði sjúkrasamlagið bráðabirgðasamn ing við heimilislækna. Á fundi launanefndar L.R og fulltrúa Reykjavíkurborgar og ríkisstjórn ar í febrúar 1962 gáfu hinir síðar nefndu vilyrði um, að hugmyndir um kjarabætur fastlaunalækna mundu koma fram, þegar sjúkra samlagið hefði endanlega samtð við heimilislækna. Sá samning ur var gerður um mánaðamótin marz/apríl. I byrjun apríl var enn haldinn fundur, en fulltrúar ríkisstjórnar og Reykjavíkur höfðu þá engar tillögur fram að færa og kváðust ekki vita hvort eða hvenær það yrði. Stjórn L.R. hafði jafnóðum til kynnt hlutaðeigandi læknum, hvernig samningaviðræður gengu, og þegar hér var komið sýndist ástæðulaust að halda þess um gagnslausu viðræðum áfram. Var þetta tilkynnt heilbrigðis* málaráðuneytinu með bréfi L.R. 13. apríl 1962, og jafnframt til- kynnti læknafélagið að eins og málum væri nú komið mundi læknafélagið ekki hafa frekari af skipti af þessu máli_ Eins og að framan getur höfðu viðkomandi læknar hver um sig talað um að segja upp störfum sínum allt frá desember 1961. Og þegar hér var komið í apríl 1962 sögðum við allir: „Nú segi ég upp“. Uppsagnir voru með lóg legum fyrirvara, sem eru þrir mánuðir og skyldi gilda frá 1. ágúst 1962. Heilbrigðisstjórnin notfærði sér strax ,,rétt“ sinn til að framlengja uppsagnarfrest um þrjá mánuði til 1. nóvember, eins og það var orðað: „vill því með lengingu á uppsagnartímanum auka möguleika á samkomulagi áður en í algert óefni er komið“, Heilbrigðisstjórnin hefir nú samt ekki notað þessa lengingu á uppsagnartíma betur en svo, að enginn fundur var haldinn fyrr en í byrjun ágúst og kom þar ekkert tilboð fram frá ríkis- stjórninni. Er því vandséð, hver3 vegna okkur hefir verið haldið í nauðungarvinnu í þrjá mánuði, nema til þess að draga málið á langinn, en lög kunna það að vera. Síðan við sögðum upp stöðum okkar hefir það gerzt, að launa lög ríkisins hafa verið numin úr gildi, en Alþingi hefir sam- þykkt lög um kjarasamninga, sem koma til framkvæmda 1. júlí 1963. Vissulega er þess að vænta, að þessi skipan verði til bóta fyrir opinbera starfsmenn. En þessi lög snerta ekkert okkar mál nú. Fyrstu tillögurnar, sem launanefnd L.R. gerði fyrir okkar hönd voru að vísu miðaðar við framtíðarskipulag enda hafði þá enginn minnzt á kjaradóm. Þær voru miðaðar við það, að hægt væri að lifa af störfum á þessum stofnunum, og að hægt væri að bæta þjónustuna fyrir sjúkling. ana. Þetta mun nú því miður verða að bíða um sinn. En nú erum við að krefjast bóta fyrir vangoldna aukavinnu, svo sem vaktavinnu, helgidagavinnu og margskonar aðra vinnu, sem læknar hafa í æ ríkari mæli innt af höndum af þegnskap einum saman, án þess að krefjast greiðslu fyrir þar til nú, þegar undan er skilin málamynda greiðslan fyrir næturvaktir. Heilbrigðisstjórninni mun ekki vera orðið ljóst, að á síðari árum hefir verið að rísa upp hér nýr starfshópur, sem sé spítalalækn ar. Fram til þessa hafa læknar við sjúkrahús hér í bæ haft lífs viðurværi sitt af því að vera heimilislæknar, en nú er svo kom ið, að mikill meiri hluti spítala- lækna eru hættir að geta sinnt heimilislæknisstörfum og margir þeirra geta alls ekki haft nema privatpraxis og er þróunin mjög ör í þá átt. Spítalavinna er sem sagt orðin fullkomin dagsvinna, auk þess tíma sem fer í að kynna sér nýungar í læknisfræði. Þetta á einnig svo að vera, nema við sættum okkur við að dragast mjög aftur úr öðrum þjóðum á þessu sviði. Þessi greinargerð skal ekkl höfð lengri að sinni. Við skulum bíða með að ræða um þær umbæt ur á spítalaþjónustunni, sem fyrir okkur vakir, svo sem eins og að aðstandendur sjúklinga geti feng ið tíma og tækifæri til að ræða við læknana um batahorfur sjúklinga, eða um bætta eftirmeð ferð sjúklinga, eftir að þeir eru útskrifaðir af spítala, og þó ekki alltaf orðnir frískir. Við skulum líka leiða hjá okkur að sinni að tala um heilbrigðisstjórnina okk ar, bæði fyrr og síðar, og hvern ig hún hefir rækt störf sín n,eð tilliti til nútíðar og framtíðar. Kannske gefst tilefni til þess síðar. , Friðrik Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.