Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.1962, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 31. október 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 Rússar hafa nú loks viSur- kennt staðhæfingar Kennedys forseta um að þeir hafi sent árásareldflaugar tii Kúbu. En lengi streittust þeir á móti og héldu því blákalt fram að svo væri ekki. Krúsjeff hélt þessu fram í orðsendingu tii Kenn- edys, Gromyko utanríkisráð- herra sagði þetta á fundi með Kennedy, og Zorin aðalfull- trúi Rússa hjá SÞ sagði í Öryggisráðinu að engar eld- flaugar væru á Kúbu, og að staðhæfing Kennedys væri lygi. En nú hefur Krúsjeff boðizt til að flytja lygina heim. Myndin er tekin á fundi í Öryggisráðinu þegar Adlai Stevenson, aðalfulltrúi Banda ríkjanna, er að sýna myndir af eldflaugastöðvum á Kúbu. < I U Thant, aðalframkvæmda- stjóri SÞ, fór í gær til Kúbu til að kynna sér ástandið þar samkvæmt boði Castros. Hef- ur framkvæmdastjórinn unn- ið mjög ötullega að því að finna lausn á deilumálinu, sem um tíma virtist allt að því ætia að steypa stórveld- unum út í nýja heimsstyrj- öld. — Bhutan er smáríki á landa- mærum Indlands og Kína, skammt frá þeim landamæra- héruðum þar sem Indverjar og Kínverjar eiga nú í blóð- ugri styrjöld. Fara Indverjar með utanríkismál Bhutan að mestu leyti, en landið er þó sjálfstætt. Myndin er tekin þegar Jigme Dorji forsætis- ráðherra Bhutan gekk á fund Nehrus forsætisráðherra Ind- lands um helgina. Fyrir skömmu kom Heina Hoffmann, hershöfðingi, varn armálaráðherra Austur-Þýzka lands, í heimsókn til Sovét- ríkjanna. 1 fylgd með honum voru ýmsir æðstu menn aust- ur-þýzka hersins, og áttu þeir í Kreml, Hoffmann viðræður við yfirstjórn her- mála í Sovétríkjunum. Ekk- ert var iátið uppi við við- ræðurnar. Mynd þessi var tek in eftir einn Viðræðufundinn lengst til vinstri, Krúsjeff á miðri mynd og Malinovsky, varnarmálaráðherra Sovét- ríkjanna, lengst til hægri. Frá því að Castro komst til valda á Kúbu, hefur hann sí- feilt verið að efla her lands- ins eins og kunnugt er af síð- ustu fréttum. A tveggja ára afmæli Castróstjórnarinnar vöktu þessar valkyrjur einna mesta athygli af því, sem þá var sýnt af vígbúnaðinum á Kúbu. Þær eru i einkennis- búningi landvarnarliðs verka manna og bera tékkneskar hríðskotabyssur. ND [R SV IP (VIY 'i 1 < 'i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.