Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1962, Blaðsíða 6
e MORCU1SBLAÐ1Ð Fimmtudagop 8. nðvember 1962 • je:: Hér sjáum við gömlu Blöndubrúna, við hlið hinnar nýju, sem ekki myndin var tekin. Bíllinn verður að íara yfir gömlu brúna. — In memoriam: Blöndubrúin gamia SÓLBJ ARTAN og logniblíðan sumardag fyrir 65 árum, eða nán- ar tiltekið miðvikudaginn 25. ágúst 1897, streymdu hópar sparibúinn reiðmanna úr öllum áttum að stað einum rétt ofan við Blönduós. Þetta var hátíðisdagur í sögu Húnvetninga, því að /igja átti brúna á Blöndu, fyrstu stór- brú Norðurlands. í meira en jþúsund ár hafði Blanda verið farartálmi öllum ferðamönnum, og á mörgum hafði hún vætt kollhárin, svo sem þegar lang- afi minn drukknaði í henni við jþriðja mann rúmri hálfri öld áður. Nú hafði verið lagður á hana fjötur stáls og sterkra viða, Svo að hún sæti ekki yfir hvers Þorvaldur Guðjónsson, brúar smiður annaðist gerð nýju brúarinnar og flutning þeirr ar gömlu. manns hlut, enda var mikið um dýrðir. Skrautklæddur ræðustóil, danspallur og veitingaskáli hafði verið reist norðan við ána í til- efni dagsins og hófst hátíðin kl. 12 á hádegi, því að þá voru komnir á staðinn amtmaðurinn norðan og vestan, Páll Briem, ásamt frú sinni, Álfheiði, Jó- hannes Jóhannesson sýslumaður, síðar bæjarfógeti, Sigurður Thor- oddsen landsverkfræðingur, sem séð hafði um brúarsmíðina, og allir helztu fyrirnienn sýslunnar. Fyrst var sungið vígslukvæði af söngflokki undir stjóm Böðvars Þorlákssonar organista, en hann var föðurbróðir Jóns Þorlákssonar, síðar ráðherra. Kvæðið hafði ort Páll Ólafsson á Akri, hreppstjóri Torfalækjar- hrepps. Hann var afi Bjarne Poulson, núverandi sendiherra Dana á íslandi. Að söng þessum loknum steig amtmaðurinn í stól inn og hélt vígsluræðuna, en að því loknu hélt hópurinn í skrúð- göngu á brúna, amtmannsfrúin klippti sundur silkiborða, sem strengdur hafði verið milli hliðar grindanna, og þar með var brúin sveigum skreytt og fánum fegr- uð, opnuð almenningi til afnota. Gengu síðan allir yfir brúna, um 600 manns og var það mikið fjölmenni á þeirra tíma mæli- kvarða. Þá var enn á ný sungið, var enn komin í notkun, er - Ljósm.: Björn Bergmann. en síðan héldu fyrirmenn Hún- vetningg, um 40 manns, amt- manni, frú hans og Sigurði Thoröddsen veglegt samsæti. Mælti þar sýslumaður fyrir minni konungs og heiðursgest- anna, Júlíus héraðslæknir Hall- dórsson fyrir minni íslands, en amtmaður fyrir minni Húnvetn- inga. Fleiri voru þar minni drukkin og fór samsæti þetta hið bezta fram, eftir því sem segir um þetta í fréttabréfi, sem birt- ist í ísafold 11. sept. 1897. 1 öðru fréttabréfi úr Húna- vatnssýslu frá 23. jan. 1896 segir svo: „Um stjórnmál heyrist hér lítið talað. Þakklátir eru ffienn samt þingi og stjórn fyrir fjár- tillagið til brúarinnar á Blöndb, þó mörgum virðist brúin hefði verið betur sett annars staðar en þar sem hún er nú fyrirhug- uð- einungis væri óskandi, að svo yrði um hana búið, að henni yrði óhætt fyrir ísruðningum og vatna vöxtum; ísruðningur fer þar svo hátt í sumum flóðum, að kunn- ugir hvað þá heldur ókunnugir geta hreint ekki gert sér hug- mynd um neitt því líkt, nema þeir hafi horft á Blöndu ryðja sjg. þegar hún er í algleymingi". Áf ofanritaðri klausu sést, að ekki hafa allir verið sammála um, hvar brúin skyldi vera, og hefur líklega sumum þótt vegur- inn að henni vondur því að fúa- mýri var þá sunnan hennar, þar sem nú eru fyrir löngu komin græn tún. Það hefur þó sýnt sig, að brúarstæðið var vel valið hjá Sigurði Thoroddsen, því aó sú stóra og nýja brú, sem nú er þar í smíðum, er sett á sama stað. Blöndubrúin gamla var smíð- uð erlendis, kom hingað snemma árs 1897 og höfðu þá stöplarnir undir hana verið hlaðnir árið áður. Hún var gerð úr stálgrind, sem náði yir 37 metra haf, en gólfið úr plönkum, sem entust svo vel, að það hefur aðeins einu sinrii verið endurnýjað; þrátt fyrir mjög mikla umferð. Brúar- sporðurinn norðan við ána var alllangur Og á honum trébrú, nokkru lægri en aðalbrúin. Blanda er mesta hamhleypa, þeg- % ' -•■»5? .y.S-r- •r- " ^ y--%rs W»»»ví3;a.. MjK **!&&&. | • -vj ar hún ryður sig á vorin, og var því ekki undarlegt, að nokkur uggur væri í mönnum við það, að hún kynni að brjóta brúna af sér. Það hefur komið fyrir, að áii. hefur flætt inn í hús á Blönduósi Og kastað jökum upp á brúarsporðinn og trébrúna, svo aj sá vegur hefur í bili orðið ófær, en aldrei kom það að veru- legri sök. Eg minnist eins slíks ruðnings sem átti sér stað á páskadagsmorgun og mátti þá heita, að hvert mannsbarn á Blönduósi væri komið upp að brú til þess að horfa á hamfarir árinnar. Fjárveitingin til smíði Blöndu- brúar mun hafa verið fengin fyrir ötula forgöngu þingmanna Húnvetninga, þeirra Björns Sig- fússonar á Kornsá og Þorleifs Jónssonar í Sólheimum, síðar póstmeistara, en hann var faðir Jóns Leifs tónskálds og þeirra systkina. Nú er lokið upprunalegu hlut- verki gömlu Blöndubrúar, sem Framhald á bls. 17. Unnið er að flutningi gömul brú arinnar upp á hina nýju. Nýstárleg tillaga Velvakanda hefur borizt þesi uppástunga: „Ég ætla, að við lifum nú á öld sanngirni og réttlætis, en þó um fram allt, málamiðl- unar. Og því hef ég nú kveðið mér hljóðs, að ég hef nú um fjölmöng ár liðið undan ör- deyðu dægurlaganna á laugar dagskvöldum, — og ekki náð mér fyrr en undir mongun- tónleikum sunnudagsins. Efast ég ekki um, að líkt er ástatt um marga fleiri, og því hefur mér dottið í hug, virðulegi Vel vakandi, að þér komið þeirri hugmynd áleiðis fyrir mig, hvort ekki væri sanngjarnt og réttlátt, að morguntónleikar sunnudagsins verði svo sem einu sinni í mónuði fluttir yfir á laugardagskvöldið, en laugar dagslögin þá yfir á sunnudags morguninn í staðinn." Sanngirni er sátta móðir, seg ir máltækið, en ekki er Velvaik andi alveg viss um, að danslaga unnendur sættist á það að hlusta á tónlfet á laugardags kvöldum. Allt verður að hafa sinn rétta tíma, og gildir sú regla lika um útvarpsdags- skrána okkar. Hitt er annáð mál, að sú ágaeta tónlist, sem flutt er á sunnudagsmorgnum, mætti gjarnan heyrast á kvöld- in, en eftir kl. tíu á laugar- dagskvöldum er rétt að leyfa danslagafólkir-u að meðtaka ■sína fæðu. Tónlistarhatarinn Hér er annað bréf um tón- list og útvarpsdagskrána, frá „Erfiðisrúanni“: ,,Ég sendi þér þessar línur, Velvakandi góður, vegna um- mæla þess, sem allt hefur á hornum sér í Alþýðublaðinu. Um daginn sauð heldur betur í kötlum bræðinnar hjó hon- um, vegna þess að hann sagði fyrsta útvarpsþótt Péturs Pét- urssonar hafa tafizt fyrra sunnudagskvöld af völdum frekju tónlistardeildar útvarps ins, sem vildi troða „hómúsik" inn í dagskrána öllum stund- um og tæki tíma fró öðru. Þeir, sem höfðu fyrir því að hlusta á útvarpið þetta kvöld, vissu, að dagskráin ruglaðist áf allt öðrum ástæðum, og kannski hefur sá hnýflótti vit- að það lí(ka, en ekki viljað sleppa tækifærinu til þess að stangast utan í tónlistarflutn- ing í útvarpinu, en eins og kunnugt er sér hann alltaf rautt, þegar tónlist ber á góma. Nokkrum dögum síð«ar varð hann að viðurkenna sa'kleysi tónlistardeildarinnar, en gat samt ekki stillt sig um að skammast út tónlist í útvarp- inu almennt. Tónlist var af- greidd sem „innihaldslaust snobb“, sem spillti dag- skránni, talaði um ,,menning- arsnobba“ og „hólist" (!) ■jc Hvað er „hálist“? Hver er svo þessi „hámúsik" eða „hólist“, sem eyru skrí- bentsins þoldu ekki? Jú, skv. útvarpsdagskrónni lék Sinfón- íuhljómsveiti íslands svítur Griegs með lögum úr „Pétri Gaut“. Var þetta of „þung“ tónlist fyrir mannlnn? Og hvað er eiginlega þessi ,,hólist, sem hann talar um af svo mikilli fyrirlitningu? Hvernig er „lág- listin“, sem hann sækist eftir? Er hún til? „Erfiðismannamúsik“ og „menningarsnobba- músik“ Ein undarlegasta athuga- semdin er sú, að „erfiðsmenn“, sem þurfi að fara snemma á fætur, eigi heimtingu á tón- list við sitt hæfi fyrri hluta kvölds, en svo megi ,,menn- ingarsnobbarnir" hlusta á sína ,jhómúsik“ undir nóttina. Er ætlunin að fara að gera ein- hvern aðskilnað á tónlistar- smekk manna eftir þvi, hvernig þeir stilla veiíanaklukkuna? Og með hverjum rétti þykist þesi blaðamaður geta' akvarð- að smekk erfiðismr ...ia? Ég, sem þessar línur skrifa, telst í hópi þeirra, sem maðurinn kallar „erfiðismenn“, og ég hef minn smekk og mitt mát á tónlist út af fyrir mig, hvað svo sem þesi blaðamaður, sem fer líklega seinna fram úr á morgnana en ég, fer allranáð- arsamlegast skammta mér. Og er það sæmandi nú á dög. um að draga skarj>a línu milli þeirra, sem vinna með hönd- unum, og hinna, sem vinna með höfðinu? Eigum við að hafa annan smekk en skrif- stofu.menn? Ber ekki sú skoð- un einmitt vott um lágkúru- legt og andstyggilegt snobb- Það skyldi þó aldrei vena, að maðurinn sé sjálfur erkisnobb af leiðinlegustu og ómerkileg- ustu tegund? Ætlar hann að sundurgreina þjóðfélagið í tvo andstæða hópa í menningar- legum etfnum: annars vegar hina vondu „imeruningar- sr ’>ba“ með sjálfstæðan músi'* smeKk og hin« vegar „erfiðis- menn“ með smekk Hannesar á horninu (sem sennilega hef- ur engan smekk?) JBrfiðismaður**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.