Morgunblaðið - 08.11.1962, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.11.1962, Qupperneq 11
JptsaöKWMtagur 8. nóvember 1962 MORCUNBLAÐIÐ 11 Einarsdottir Vilborg Minningarorð UM miðaftansleyti 2. nóv. lézt hér í borg Vilborg Einarsdóttir frá Strönd í Meðallandi. Slokkn- aði þá ljós, sem logað hafði óvenjulengi eða rúm 100 ár, því að fædd var Vilborg 25. júlí 1862 í Þykkvabæ í Landbroti í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Á mælikvarða okkar mann- anna er slíkt mjög hár aldur, enda þótt þess yrði tæplega vart hjá Vilborgu, svo vel bar hún aldwinn. Hins vegar er því ekki að leyna, að það hljómaði ein- kennilega í eyrum þeirra, sem voru miklu yngri og telja sig samt muna alllangt aftur, þegar Vilborg sagði frá atburðum, sem gerðust löngu fyrir síðustu alda- mót, eins og þeir hefðu átt sér stað fyrir örfáum árum eða jafn- vel dögum. En minni hafði hún sérlega trútt allt til hinztu stund- ar, einkum um allt hið gamla. Eins og áður segir, var Vilborg Vestur-Skaftfellingur að uppruna og komin af góðum ættum. Voru foreldrar hennar Rannveig Magn úsdóttir, Magnússonar, bónda á Skaftárdal á Síðu, og Einar Ein- arsson, sem lengst bjó á Strönd í Meðallandi og var oddviti í hin- um forna Leiðvallarhreppi. Var Einar mikill vitsmunamaður, enda fékkst hann nokkuð við rit- smíðar og var hagmæltur vel. Magnús á Skaftárdal, afi Vilborg ar, var annálaður búhöldur um sína daga. Varð hann stórvel efn um búínn, enda fór mikið orð al' dugnaði hans og útsjónar- seit,i. Foreldrar Vilborgar bjuggu fyrst í Þykkvabæ í Landbroti, *n fluttust árið 1864 að Strönd, og þar ólst Vilborg upp. Var hún elzt sinna systkina, er upp komust, en þau voru sjö. Eru þau öll látin nema Solveig, sem lifir í hárri elli í Vík í Mýrdal. Þegar Vilborg var á 15, ári, dó móðir hennar frá öllum börn- anum á æskuskeiði. Má fara nærri um það, hvílíkt áfall slíkt var heimilinu. Einar faðir þeirra bjó áfram á Strönd, fyrst með bústýrum, en síðar kvæntist hann. Dvaldist Vilborg áfram í föðurgarW og mun jafnvel hafa staðið fyrir heimilinu að ein- hverju leyti, meðan faðir hennar var milli kvenna. Árið 1888 giftist Vilborg sveit- únga sínum, Sveini Ólafssyni frá Eystri-Lynigum. Var hann dugn- aðarmaður og hagleiksmaður svo mikill, að orð fór af langt út fyrir sýslumörk. Eru til eftir hann smíðisgripir, sem bera munu hinum mikla völundi vitni um ókomna tíð. Þau Vilborg og Sveinn hófu bú^kap f.'húsncennsku á Lynga- bökkum í Meðallandi hjá foreldr- um Sveins. Voru Lyngabakkar byggðir úr jörðinni Eystri-Lyng- um og í rauninni síðasta virkið í þeirri landareign fyrir ágangi sandfoks, en öll jörðin fór litlu síðar í sand og leir. Má segja, að ekki hafi verið glæsilegt að hefja búskap þar eystra á þessum ár- um, enda var mjög landþröngt og fátækt mikil. Vafalaust hefur þetta átt sinn |>átt í því, að hin ungu hjón fluttust burt úr átthögum sínum árið eftir og settust að í Ásum í Skaftártungu. Voru þau fyrst í húsmennsku hjá séra Brandi Tómassyni, en síðan séra Sveini Eiríkssyni, föður þeirra Gísla sýslumanns og Páls menntaskóla- kennara. Á þessum árum stund- aði Sveinn Ólafsson mjög húsa- smíðar og dvaldist því oft fjarri heimilinu. Mun það hafa ráðið miklu um það, að þau hófu ekki búskap fyrir alvöru þá þegar. í Ásum bjuggu þau hjón næstu fimm árin og undu sér þar vel. Var það ekki undar- legt, jafnbúsældarleg sveit og Skaftártungan er og fagurt bæj- arstæði í Ásum. Við andlát Ólafs Pálssonar, um boðsmanns á Höfðabrekku, í árs- byrjun 1894 losnaði sú jörð úr ábúð. Þá jörð hafði Magnús á Skaftárdal átt, og kom hún í hlut barna Rannveigar dóttur hans að honum látnum 1891. Átti Vilborg fjórðung jarðarinnar á móti systkinum sínum. Brugðu þau Vilborg og Sveinn nú á það ráð að flytjast þangað með búslóð sína og ungan son, Karl. Höfðabrekka er með beztu bújörðum í Mýrdal og landrými mikið. Auk þess fylgir henni mikil rekafjara, og er eigi ólík- legt, að hún hafi að einhverju leyti seitt hinn mikla völund út yfir Mýrdalssand, því að von gat hann átt í góðum viði upp á fjöru jarðarinnar til að smíða úr nytsama gripi. Á Höfðabrekku bjuggu þau hjón í 11 ár, en þá settust þau að í Suður-Hvammi í sömu sveit, og þar áttu þau heima til ársins 1920. Það ár brugðu þau hjón búi og héldu til Reykjavíkur. Reisti Sveinn þeim íbúðarhús á Baldursgötu 31, og þar andaðist hann árið 1934, 73 ára gamall, og hafði verið blindur síðustu árin. Síðan bjó Vilborg áfram í húsi sínu og hugsaði lengstum um sig sjálf, meðan kraftar leyfðu. Á þessum árum, eða þegar hún var um sjötugt, veiktist hún og lá rúmföst um allmörg ár. Varð hún þá með köflum svo veik, að henni var ekki hugað líf. Smám saman tök hún að hressast og komst aftur til ágætr- ar heilsu. Má segja, að síðan hafi hún haft ferlivist til dauðadags. Fyrir um það bil ári hnignaði heilsu hennar samt svo, að hún gat ekki lengur dvalið í íbúð sinni, en það hefði verið henni kærast að mega vera þar -til hinztu stundar. Fluttist hún þá í dvalar- og hjúkrunarheimilið Hrafnistu, og átti heima þar síð- ustu mánuði ævinnar. Þau Vilborg og Sveinn eignuð- ust þrjá sonu. Karl, sem nam raf- magpsverkfræði í Þýzkalandi, en lézt þar 1919, þrítugur að aldri. Varð hann öllum harmdauði, er hann þekktu, en ekki sízt for- eldrunum, sem lagt höfðu svo mikið í sölurnar til að mennta hann. Hinir synirnir eru Gústaf Adolf hæstaréttarlögmaður, kvæntur Olgu Jónsdóttur úr Rvíik og Einar Ólafur, prófess- or, kvæntur Kristjönu Þorsteins dóttur úr Rvík. Auk þess ólu þau hjón upp bróðurson Vilborgar, Jóhannes Einarsson. Er hann bú- settur í Hafnarfirði og kvæntur Ástbjörgu Ásbjörnsdóttur. Þetta er hin ytri ævisaga Vil- borgar Einarsdóttur frá Strönd. En á bak við er önnur saga og merkileg. Saga um konu, sem lif- ir langa ævi og fórnar henni að öllu leyti og af mikilli ósérplægni fyrir fjölskyldu sína og aðra ná- komna ættingja og vini. Það eitt má teljast stórvirki og óvenjulegt, að óbreytt bænda- fólk brjótist í því í upphafi þess- arar aldar að koma öllum sonum sínum til mennta og kosta þá til háskólanáms. Var einskis látið ófreistað til þess, að þetta tækist og öllu fórnað til þess: tíma, fjár- munum og ævistarfi. Bæði voru þau hjón, Vilborg og Sveinn, svo hamingjusöm að lifa það að sjá sonu sína alla komast á leiðarenda. Hins vegar varð það þeim mikið áfall, þegar elzti sonur þeirra féll frá í blóma lífsins, rétt um þær mundir, er hann var að hverfa heim til að vinna fósturjörðinni allt það gagn, sem hann mátti. En þau báru harm sinn 1 hljóði, enda bæði sannfærð um annað og betra tilverustig, sem tæki við að vegferð lokinni hér í heimi. Er ég sannfærður um, að Vilborg hefur hlakkað til endurfunda við elskaðan eiginmann sinn og son, og er von mín sú, að henni hafi orðið að ósk sinni. Þá reyndi og mikið á þau hjón, þegar yngsti sonur þeirra, Einar, veiktist svo á háskólaárum sín- um í Kaúpmannahöfn, að honum var lengi vel ekki hugað líf. Róma allir, sem það miuna, með hvílíku trúartrausti þau tóku þessu mótlæti öllu. En sonurinn •náði heilsu með undraverðum hætti, og telja margir, að þar I hafi bænarmáttur elskandi móð- * ur mátt sxn mikils. Ekkert get ég, sem þessar línur rita, sagt um ævi Vilborgar fyrr á árum af eígin raun, þar sem tæp 60 ár voru á milli. En frá því að ég man fyrst eftir henni og alla tíð síðan til hinztu stimd- ar, kom hún mér fyrir sjónir sem elskuleg kona, er ekkert aumt mátti sjá og allt gerði til að rétta þeim hjálparhönd, sem hún hélt, að þyrftu þess með. Þeir, sem dvöldu í návist hennar, -fundu líka óvenjumikla hlýju streyma frá henni, enda var handtak henn ar hlýtt. Hún lifði alla sevi eftir þessum orðum Hávamála. Vin sínum skal maðr vin vesa, þeim ok þess vin. Um það get ég og fjölskylda mín vel borið og sama áreiðan- lega allir þeir, sem hana þekktu. Vilborg var háttvís kona' og prúð í framgöngu og sópaði að henni, hvar sem hún fór, enda þótt hún væri ekki hávaxin. Áttu vel við hana ummæli þjóðskálds- ins, sem sagði um aðra aldraða ágætiskonu þetta: Ei þó upp hún fæddis" í öðlinga höllum, látasnilld lipur var henni sem lofðunga frúvum. Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri, af öðrum sem lærist. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLAIMDS * j'% • ' ' ■ ' ’ ' , ' ■ " ‘ Á laugardag verður dregið í 11. flokki. Á morgun eru seinustu forvöð að endurnyj^, 1,300 vinningar að f járhæð 2,500,000 kr. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLAIMDS Það, sem hér hefur verið sagt um Vilborgu Einarsdóttur, er sízt of mælt. Um það geta margir borið. Hún var á flesta lund óvenjuleg kona, og mikið væri heimurinn betri, ef allir hefðu það hugarþel og þá sálarró, sem með henni bjó. Og nú hefur þessi ágæta vin- kona mín safnazt til feðra sinna, sátt viS guð sinn og alla menn og rauzar fyrir löngu tilbúin að leggia upp í þá ferð, sem bíður okkar allra fyrr eða síðar. Eftir skilur hún í hugum okkar minn- ingu um hjartahlýja konu, sem ánægjulegt var að kynnast og fjölmargt mátti læra af. Blessuð sé minning hennar. Jón Aðalsteinn "insson. Amerískir greiðslusloppar Mjög fjölbreytt úrval af amerískum nylon greiðslusloppum. Fallegir litir. (BSqjmjpm Laugavegi 26 — Sími 15186. Skristofustúlka óskast frá 15. nóvember eða 1. desember. Vélritun, reiknings- og enskukunnátta nauðsynleg. Verksmiðjan Dúkur, hf. Aðalstræti 6. ENSKIR Pelsar og vetrar kápur ný sending. Laugavegi 116. Stúlkur Saumastúlkur óskast. Skóverksmiðjan Þór, hf. Skipholti 27 — Sími 22450. lljfL 1 á 209.000 kr. 1 - 100.000 — 36 - 10.000 — 140 - 5.000 — 1.120 - 1.000 — Aukavjnningar: 2 á 10.000 kr. . <Ú \ \i . ' v /t, 1.300 . . 200.000 kr. .... 100.000.— . . 360.000 — . . 700.000 — . 1.120.000 — . ( ( :i •; ,,.V , a . . 20.000 kr. 2.500.000 kr. s

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.