Morgunblaðið - 08.11.1962, Qupperneq 20
20
MORGUWBLAÐIÐ
Fimmtudagur 8. nóvember 1962
Hjónin kvöddu svo í snatri og
flýttu sér burt.
„Við verðum að komast langt
burt“, sagði Jœ og brosti.
Rétt áður en Marilyn fór í
ráðhúsið, hringdi hún í Harry
Brand í kvikmyndaverinu. —
„Harry“, sagði hún, „þetta er
Marilyn Monroe. Ég er að fara í
ráðhúsið til að giftast Joe. Ég
lofaði að láta þig vita það. fyrst-
an manna, ef úr því yrgi. Bless-
aður.“.
Svo lagði hún frá sér simann.
XX.
Frú Joe Di Maggio.
Kvikmyndafélagið færði henni
í brúðkaupsgjöf afturköllun á
uppsögninni. Það var allra bézta
gjöf — um 15000 dala virði.
Næsta hálfa mánuðinn hurfu
nýju hjónin alfarið af sjónar-
sviðinu. Ómáluð og óskrautbúin
leit Marilyn Monroe alls ekki út
eins og Marilyn Monroe. Hvorugt
þeirra þekktist neinsstaðar með-
an á brúðkaupsferðinni stóð. —
Fyrstu nóttina voru þau í bíla-
hóteli í Pasa Robles. Áður en
þau innrituðu sig, vildi Joe fá að
vita, hvort þarna væri sjónvarps-
tæki. Svo reyndist vera.
Eigi er kunnugt, hvað Joe sá
í sjónvarpinu þetta kvöld.
Tveim dögum síðar sá gistihús
haldarinn mynd af Joe og Mari-
lyn. Honum varð hverft við þeg-
ar hann þekkti þau aftur. Til þess
að minna á þennan sögulega við-
burð, festi hann svo eirplötu á
kofann, þar sem þau höfðu gist,
með áletruninni: „Joe og Marilyn
sváfu hérna“.
Morguninn eftir voru þau kom
in af stað snemrna. Enginn þekkti
þau þar sem þau fen-gu sér að
börða á allri þessari löngu öku-
ferð. Marilyn var í síðbuxum og
blússu og gulbrúnum pólójakká.
Svo var hún með svört gleraugu
og skýluklút yfir platínuhvíta
hárinu. Ákvörðunarstaður þeirra
var fjalíakofi við Idlewild, um 50
mílur frá Palm Springs. Lloyd
Wright, málfærslumaðurinn henn
ar, hafði lánað þeim sumarbústað
inn sinn, sem þar var. Nú gátu
þau verið saman tvær vikur í
næði. Þarna var allt í snjó, og
þau óðu í snjónum tímunum
saman. Ekkert sjónvarpstæki var
í kofanum, að því er Marlyn seg-
ir, og þau Joe töluðu mikið sam-
an. Þar kyrmtust þau fyrst veru-
lega. Og við lékum billiard.
Þarna var borð og Joe kenndi
mér á það.
Svo komu þau aftur til Los
Angeles í kyrrþei, og Joe flaug
síðan til New York í viðskipta-
erindum. Marilyn eigraði um
borgina óþekkt. Hafði hvOrki
samband við verið né heldur
kom hún í íbúðina sína. Og enn
þekkti hana enginn. Hún hafðist
við í litlu bílahóteli undir nafn-
inu Norma Baker. Orðrómur
komst á kreik um það, að Mari-
lyn færi huldu höfði eiruhvers-
staðar í borginni. En svo fór
hún þaðan jafn leynilega og hún
'hafði komið. Joe kom aftur og í
San Franeisco stigu þau upp í
flugvél til Honululu. í flughöfn-
inni í Ha-yvaii, þyrptist mann-
fjöldi kring um farþegaganginn
og loksins var honum alveg lok-
að. Þegar hjól vélarinnar snertu
völlinn, gerðu þúsundir Hawaii-
búa innrás þangað. Fjórir lög-
reglumenn voru kring um þau
til varnar, og þannig komust
þau að lokum gegn um manngrú
ann.
Hendur teygðu sig fram, til að
grípa í hana. Gullna hárið á
henni töfraði alla.
„Þeir halda áfram að grípa í
hárið á mér“, tautaði hún hrædd.
,,Sérðu hvað þeir eru að gera,
Joe? Rífa - hárið á mér!“
Þetta var vandræðalegt í að
komast. Heilu lokkarnir voru
raunverulega reyttir úr hárinu á
henni. Þá komu fleiri lögreglu-
menn til hjálpar. Þt„ slógu hring
um ungu hjónin og þannig kom-
þau inn í forsalinn í flugstöð-
inni, og fengu þar ananassafa til
að hressa sig á. Marilyn vildi óð
Og uppvæg komast heim aftur,
en þá var hún fullvissuð um, að
í Japan mu-ndi hún finna þá ró
og frið, sem hún þráði og Austur-
lönd eru fræg fyrir.
Þau lögðu svo af stað til
Tokyo.
Þegar vélin var I þann veginn
að lenda þar, kom hershöfðingi
að nafni Christenberry og kynnti
sig fyrir hr. og frú Di Maggio.
„Hvað segðuð þið um að
skemmta mönnunum okkar í Kó-
reu, ungfrú Monröe?" spurði
hann. „Það gseti orðið þeim til
mikillar afþreyingar".
Marilyn minntist þess, að fyrir
nokkru hafði frú Anna Resen-
berg, aðstoðarfulltrúi í varnar-
málaráðuneytinu, ferðazt milli
herstöðvanna í Kóreu. Og hún
hafði sagt: „Það sem hermenn-
irnir þarna óska sér heitast í
jólagjöf, er Marlyn Monroe".
Marilyn leit spurnaraugum á
Joe. „Þetta er nú brúðkaupsferð-
in þín, svaraði hann og yppti
öxlum, „en farðu ef þú vilt“.
Og það gerði hún. Lofaði að
fara þriggja daga ferð til her-
stöðvanna.
Á Haneda, alþjóðaflugvellinum
í Tokyo var þegar krökt af að-
dáendum. En það er annars væg
lega til orða tekið, því að þessir
aðdáendur voru bókstaflega brjál
aðir.
Stiganum var ýtt að fjögurra
hreyfla vélinni, og farþegardyrn-
ar opnuðust. Marilyn leit snöggv
ast á múginn fyrir neðan og dró
sig í hlé, skjálfandi. Dyrnar lok-
uðust aftur. Lögreglan reyndi að
telja múginn á að fara heim til
sín, en enginn hreyfði sig. Þá
var gripið til bragða. Dyrnar opn
uðust aftur og allir hinir farþeg
arnir komu út, en meðan múg-
urinn var að bíða eftir Marilyn
var hún að b/ölta út um farang-
ursdyrnar Og þjóta yfir völlinn
að Innflytjendaskrifstofunni. Það
tók klukkustund að smygla Mari-
lyn þaðan aftur og út í svartan
viðhafnarbíl. Hann var opinn og
nú fékk hún einhver mögnuðustu
fagnaðaróp, sem kvikmyndastj-
arna hefur nokkurntíma fengið.
Svo var henni ekið átján mílur
inn í miðborgina í Tokyo, Og alls
staðar fram með götunum var
röðin af Japönum, sem öskfuðu:
„Mon chan, mon ohan“, en það
þýðir: „sæta litla stúlkan".
Imperialhótelið, þar sem þau
Joe ætluðu að gista, va.r umkringt
manngrúa. Nú vissi múgurinn,
að á þessu hóteli eru tíu inn-
göngudyr, og því hafði hann
skipt sér í hópa, og hver hópur
lokaði öllum aðgangi að sínum
dyrum. Tvö hundruð lögreglu-
menn áttu að verja ungfrú Mon-
roe fyrir hverskyns háska, svo
og því að missa það sem eftir
var af hárinu á henni. Þegar hún
loksins var komin úr hættunni
og inn í forsalinn, lokaði lögregl-
an stóru spegilglershurðunum og
hélt þeim lokuðum. En aðdáend-
urnir ætluðu ekki að gera sér
það að góðu. Þeir köstuðu sér á
hurðirnar, og þær í mél. Undir
öskrum og blóðsúthelingum
þeirra, sem höfðu skorið sig á
glerinu, ruddist skríllinn inn í
forsalinn. en þá höfðu þau hjón-
in forðað sér upp í íbúðina sína.
Morguninn eftir áttu japönsku
blöðin viðtal við hr. og frú Di
Maggio. Yokö Hazama, sem er
japanskur kvikmyndaaðdáandi
og tryggur lesandi kvikmynda-
blaða, gat einhvernveginn smygl-
að sér inn á þennan blaðamanna
fund og skrifaði upp viðtalið og
sendi það síðan til „Modern
Screen". Hann baðst afsökunar
á því, að málakunnáttan sín væri
takmörkuð. Og aðalinntakið í
viðtalinu er svohljóðandi:
— Hvað álítið þér um hið
fræga Monroe-göngulag?
— Ég hef gengið síðan ég var
sex mánaða og er eklti hætt enn-
þá. Það kom af sjálfu sér.
— Nú, er það þetta hús, sem við áttum að rífa. Þá skil ég
hvers vegna maðurinn er svona reiður.
— Er það satt, að þér séuð í
engum undirfötum?
— Ég ætla að kaupa mér jap-
anskan kimono Og ég er í undir-
fötum eins og þessum kniplinga-
kjól.
— Hver eru fyrstu áhrifin af
Japan á yður?
— Ég get varla svarað því,
vegna þess, að það er ekki lengra
síðan en í gær að ég kom hing-
að. en maðurinn minn hefur sagt
mér frá Japan. Ég bjóst ekki við,
að svona margir ljósmyndarar
tækju á móti mér hérna.
— Hverjir eru beztu og nán-
ust vinir yðar?
— Ungfrú Jane Russell og ung
frú Betty Grable.
—Hverjir eru merkastir kvik-
myndaleikarar nú?
— Ingrid Bergman, Oharles
Laúghton, Humphrey Bogart og
Marlon Brando.
— Haldið þér, að maðurinn
yðar sé milljónari?
— Nei ég býst við, að hann sé
alveg blankur.
— Svo var hún spurð, hvort
hún svæfi allsnakin, en því vildi
hún ekki svara.
Þegar þér farið til Kóreu, ætl
ið þér þá að vera í hreysikattar-
baðfötum eins og Terry Moore?
(Ungfrú Moore hafði farið til
Kóreu til þess að hafa af fyrir
bardagaþreyttum hermönnum
okkar, og hneykslið, sem upp úr
því spannst, haði næstum orðið
til þess, að þingið skipaði rann-
sóknarnefnd í málið).
Nei, svaraði Marilyn, ég ætla
bara að vera í venjulegum eftir-
middagskjól.
„Eruð þér sá sama máli og
Kinsey í skýrslunni sinni?"
„Það getur vel verið“.
„Hafið þér fyrir ætlanir um að
hætta að leika?“
„Nei, en ég met hjónabandið
meira en leikfrægð".
„Er það satt, að þér viljið eign
ast sex börn?“
Hér greip Joe fram í og sagði:
„Þetta ættuð þið að spyrja mig
um.“ En enginn spurði Joe neins.
Milli blaðaviðtala og skríls-
hópa og heimsókna í hermanna-
sjúkrahús, hafði Marilyn lítinn
tima til að sjá sig um. „Öll min
ferðalög hafa verið eins“, skrifar
hún. „Það er alveg sama, hvert
ég fer eða hvers vegna ég fer
— það endar alltaf á því, að ég
fæ ekkert að sjá“. Henni tókst
þó einu sinni að komast í búðir
og í leikhús. Á morgnana fór
hún út á íþ-róttavöllinn og horfði
á Joe kenna þar, og stundum
horfði hún á hann og O’Doul
leika billiard í gistihúsinu.
10. febrúar var undirbúningi
lokið að heimsókn hennar ásamt
leikflokki, sem nú var í Okinawa
en átti að fara til Seoul þann 16.
Henni var fenginn undirleikari
og svo æfði hún nokkra sör.gva
úr kvikmyndunum sínum.
Snemma morguns þann 16.
flaug Marilyn áleiðis til Seoul.
Þegar hún steig þar á land,
mættu henni naprir vetrarvind-
ar. Hún hafði engan hlýjan fatn-
að haft með sér, svo að herinn
útvegaði henni vetrarstígvél, —
buxur, hermannaskyrtur og leð-
urtreyju fóðraða sauðskinnum og
svo var flogið með hana í þyrlu
til flugstöðvar á vesturvígstöðv-
unum, innan skotmáls frá komm
únistaherjunum. Þarna var eng-
inn tími til vandaðs undinbún-
ings undir skemmtun hennar. —
Pallur hafði verið reistur og að
baki honum voru strigatjöld, —
strengd á fjórar súlur. Marilyn
hafði fataskipti í búningsher-
bergi, sem hrófað var upp á
stundinni. Þetta var undir kvöld.
Sfltltvarpiö
Fimmtudagur 8. nóvember.
8.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Á frívaktinni**, ■jómannaþátt*
ur (Sigríður Hagalín).
14.40 „Við, sem heima sitjum" (Sig«
ríður Thorlacius).
15.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Framburðarkennsla i frönsku og
þýzku.
18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyðtt
Ragnarsdóttir).
18.20 Veðurfregnir. — 18.80 WngfrétU
ir. — 18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Leikhússplistill (Sveinn EinanM
son fil. kand.).
20.20 Einsöngur: Max Loren syngu*
lög úr óperunni „Siegfried“ efU
ir Wagner, við undirleik hljóm
sveitar Bayreuth-óperunnar.
20.35 Konan, sem kölluð er vinur
fanganna; fyrra erindi (Sérg
Jón Kr. ísfeld).
2100 Tónleikar Sinf óníuhil j ómsvei tar*
Stjórnandi: William Strickland*
íslands í Háskólabíói; fyrri hluti
Einleikari á píanó: Gísli Magn«
ússon. a) „Le Carneval Romain**
eftir Hector Berlioz.
b) Konsertmúsik fyrir píanóy
blásturshljóðfæri og hörpu op.
49 eftir Paul Hindemith.
Stalín var staðráðinn í að láta alla
Þjóðverja gerast kommúnista. En
mjög fáir Þjóðverjar mundu haia
kosið kommúnista í frjálsum kosn-
ingum og þess vegna setti hasm
skósvein sinn, Ulbricht, yfir her-
námssvæði Rússa í Þýzkalandi.
Ulbricht neýddi jafnaðarmennina
til pess að sameinast kommúnistum.
Austur-Þýzkaland varð kommúnista-
ríki með fangelsum — eins og t. d.
Waidheim, hér á myndinni — örygg-
islögreglu og öllupi öðrum útbúnaði
harðstjórnar. Og Ulbricht stjórnar
ennþá, í skjóli rússneskra byssu-
stingja.
Langt inni á hemámssvæði Rússa
hélzt Berlín, borg í rústum, en samt
borg ljóss og vonar. Harðstjórn ein-
ræðisherra og ógnir stríðs viku, í vest
urhlutanum, fyrir lýðræði. frelsi og
persónulegu öryggi.
21.45 „Stund og sfcaSir": Þorateinn Ö.
Stephensen les úr nýrri ljóða-
bók Hannesar Péturssonar.
22.00 Fréttir og veöufregnir. v-
tu... uga Rothschild-œttarinnar eftir
Frederiok Mortan; IV. (Her-
ateirux Pátsson ritetjóri).
22.30 Harmonikuþáttur (Beynir Jóo-
asson).
23.00 Pagskráriok.