Morgunblaðið - 17.11.1962, Side 9
Laugardagur 17. nóv. 1962
WORCr/TV Bf 4 ÐIÐ
9
Skeldýrafána blands
Skeldýraíána íslands, II. Sæ-
sniglar meS skel. Eftir Ingimar
Óskarsson. 167 bls. með 156
myndum. Útg. Prentsmiðjan
I.eiftur. 1962.
í'YRIR 10 árum kom út fyrsta
ibindi þessa handhæga leiðarvísis
um skeldýrin í sjónum kringum
Island eftir Ingimar Óskarsson
og fjallaði um samlokur, eða það
sem við í daglegu tali köllum
skeljar. Árni Friðriksson fiski-
fræðingur fylgdi bókinni úr
hlaði og spáði því að hún mundi
verða góður félagi margra, ekki
sízt skólaaesku yg sjómanna. —
Reynslan hefur sýnt, að bókin
átti mikið erindi til almennings,
kveikti hjá fjölmörgum áhuga
fyrir þessum sævarbúum og
gerði þeim kleift að kynnast
þeim nánar, jafnvel koma sér
upp söfnum. Einnig á annan hátt
xiáði hún merkilegum árangri:
Að gera almenning að þátttak-
anda í leit og könnun og hafa
ýmsar merkilegar nýungar fylgt
í kjölfarið, meira að segja upp-
götvanir nýrra tegunda.
í öðru bindinu, sem nú er ný-
komið út, er fjallað um kuðunga
sjávarins og má það vera áhuga-
mönnum mikið gleðiefni. Hér eru
taldar 146 tegundir og í báðum
bindunum samanlagt er getið 240
tegunda á 286 blaðsíðum.
Til samanburðar má geta þess,
að í fyrstu útgáfu af Flóru ís-
land eftir Stefán Stefánsson eru
taldar 360 tegundir jurta á tæp-
lega 400 blaðsíðum. Útkoma
Flóru hefur jafnan verið talið
mikið menningarlegt framlag.
Mér sýnist, að verki Ingimars
megi jafna langleiðina vlð Flóru
Stefáns, enda er ljóst, að bak við
iþað liggux ævilöng söfnun, grein
ing og mælingar og loks heim-
ildakönnun.
Ingimar var á sínum tíma laeri
sveinn Stefáns og ætla má, að
fáir eða engir hafi betri skilyrði
en hann til að dæma um þýðingu
þess fyrir fróðleiksiþyrsta ung-
linga að Flóra kom út og hvílíka
grózku í grasafræðirannsóknum
hefur af henni leitt. Með riti sínu
um skeldýrin hefur Ingimar gef-
ið almenningi lykil að hluta
dýraríkisins, skeljum og kuðung-
um, sem eru jafn-nátengd fyrstu
mynd okkar af heiminum og blóm
in. Hann hefur greitt skuld sína
með vöxtum og vaxtavöxtum.
Ingimar Óskarsson er mjög al-
hliða náttúrufræðingur og kunn-
ur fyrir nákvæmni og glögg-
skyggni bæði sem grasafræðing-
ur og dýrafræðingur og fyrir
langt og merkilegt starf á þessum
sviðum kjöri Náttúrufræðifélag-
ið hann heiðursfélaga sinn fyrir
nokkrum árum. í grasafræði er
hann kunnur langt út fyrir ís-
land fyrir lærdóm sinn á sviði
undafífla og í dýrafræði hefur
hann gert skeldýrin í sjónum að
sérgrein sinni. Ég sakna þess,
að hann skuli ekki einnig fást
við rannsóknir á fornskeljum;
á því sviði eigum við nú engan
mann síðan þeir Guðmundur G.
Bárðarson og Jóhannes Áskelsson
féllu frá. En óbeint er þó rit
Ingimars þarft framlag einnig á
þessu sviði, því ýtarleg greinar-
gerð fyrir tegundum nútímans og
útbreiðslu þeirra hlýtur að koma
þeim að miklu gagni, sem í fram-
tíðinni fást við túlkun skeldýra í
jarðlögum íslands.
Eg óska þessu bindi sömu
vinsælda og hinu fyrra og að
margir noti þennan lykil að
heimi kuðunganna.
Trausti Einarsson.
S.l. MIÐVIKUDAG tóku
tvær nýjar verzlanir, Vera og
Rafglit, til starfa í Hafnar-
stræti 15. þar sem áður var
kaffistofan Hvoll. Innan
skajmms mun einnig taka til
starfa minjagripaverzlun á
sama stað.
Verzl. Vera hefur á boðstól-
um ýmsan kvenfatnað og
fatnað á börn fram að 6 ára
aldri. Eigendur þeirrar verzl-
unar eru þær frú Fríða Jóns-
dóttir, sem rekur snyrtivöru-
verzlunina Dömutízkuna á
Laugavegi og frú Anna Árna
dóttir. — Er verzlun þeirra
mjög smekkleg. — Borð verzl
unarinnar smíðaði trésmiðjan
Kvistur, Óskar Þorvarðsson,
en Alúmíníumiðjan sá um hill
ur og sýningargluggann. Vera
Tvær nýjar verzlanir
opna í Hafnarstræíi
hefur til umráða helminginn
af verzlunarhúsnæðinu.
Hinum megin er verzl. Raf-
glit, sem hefur á boðstólum
lampa og minni heimiiistæki,
m.a. hefur verzlunin söluum
boð fyrir Krupp-verksmiðj-
urnar í Þýzkalandi sem farn-
ar eru að framleiða rafmagns
tæki. Eigendur Rafglits eru
þeir rafvirkjarnir Eiríkur
Garðar Gislason og Eiríkur
Eyþórsson. — Kváðust þeir
mundu hafa á boðstólum
gott úrval af íslenzkri lampa
framleiðslu sem væri mun
ódýrari en erlend og gæðin
alveg sambærileg. Eru lamp-
arnir smíðaðir af Kristni
Magnússyni, Skipholti 17. og
Þórði Hafliðasyni í Polyto.
Innréttingu verzlananna
smíðaði Hörður Haraldsson
trésmíðameistari, en Gunnar
Ingibergsson gerði teikningar
að henni. Um raflögn sá Ósk-
ar Hansson.
OPNUM í DAG
NÝJA BENZÍNAFGREIÐSLU OG GREIÐASÚLU
VIÐ MIKLUBRAUT
Á boðstólum:
wShell“ benzín og smurningsolíur
Ymsar aðrar vörur til biíreiða.
Margs konar vistir afgreiddar beint í biíreiðir,
Ýmiss tilbúinn matur
Ö1 og gosdrykkir o. m. fL
OLÍUFÉLAGIÐ SKEUUNGUR H.F.