Morgunblaðið - 17.11.1962, Side 23

Morgunblaðið - 17.11.1962, Side 23
Laugardagur 17. nóv. 1962 MORCVNBT AÐIÐ 23 WMMkNMMMMIl Hvenær eru Loftleiðir í samkeppni við SAS — og hvenær ekki? SAMKVÆMT blaðafréttum x gær virðist SAS siður en svo hafa dregið úr herferðinni gregrn Loftleiðum. Forráða- menn SAS nota nú hvert tæki færi til þess að gefa yfirlýsing ar um það fjárhagslega beina tap, sem félagið hefur orðið fyrir vegna ójafnrar að stöðu í samkeppninni við is- lenzka félagið. Flestir eru vantrúaðir á að SAS láti verða af hótunum um að taka eldri flugvélagerð ir í nofckun og lækka fargjöld- in til jafns við Loftleiðir, fyrst og fremst vegna þess, að sæta nýting í Þotum SAS á Norð- ur-Atlantshafsleiðum yrði þá vafalaust mun lakari, því gera má ráð fyrir að þorri far- þeganna kysi DC-7C og lægri fargjöldin. GÆTI SKAPAÐ RINGUL- REIÐ. í öðru lagi má reikna með því, að SAS vilji ekki verða til þess að allsherjar ringul- reið komist á flugflutninga yfir Atlantshaf — og eins kon ar „dagprísar“ verði gild- andi á þeim flugleiðum. Það bætti líklega ekiki hag flug- félaganna — og má ekiki gera ráð fyrir þvi, að ef eitt IATA- félag heltist úr lestinni, með sýnlegum árangri, kæmu önn ur á eftir og reyni nýjar sam keppnisleiðir? Áróðursherferð SAS virðist því fyrst og fremst miðast við að hafa áhrif á ríkisstjórnir Norðurlandanna — svo og aðrar, því starfsemi Loftleiða er vitanlega háð því, að félag- ið hljóti umibeðin lendingar- réttindi beggja vegna hafsins. Og ekki nóg með það. Ríkis- stjórnir viðkomandi landa verða líka að samþykkja far- gjöldin. Hvað Norðurlöndun- um viðkemur hafa Loftleiðir ekki beðið um neina undan- þáigu hvað fargjöld snertir, því á öllum leiðum milli ís- lands og Evrópu eru fargjöld félagsins þau sömu og hjá IATA-félögum. Munurinn kemur fram á leiðinni Reykja vík—NEW YORK. HVE MIKIB VAR „TAPIГ. Forráðamenn SAS hafa í þesu sambandi gjarnan nefnt tölur, háar tölur, til að sýna fram á það, hve Loftleiðir hefðu tekið mikið frá SAS. Nú síðast, þ.e. í gær, voru þær upplýsingar hafðar eftir Tore H. Nilert, forstjóra SAS í New York, að SAS hafði tapað sem svarar 300 millj. ísl. króna árlega „vegna ó- heiðarlegrar samkeppni Loft- lei_ða.“. I þessu sambandi er það sjálfsagt og eðlilegt, að fram komi sú staðreynd, að heildar tekjur Loftleiða á sl, ári voru 292 milljónir, eða 8 millj. minni en forstjóri SAS segir, að Lofleiðir hafi tekið frá SAS. UNDIR 50% Á ÁHRIFA- SVÆÐI SAS. En sagan er ekki öll sögð. Ef við miðum við yfirstand- andi ár, þá er það ljóst, að innan við 50% af ferðum Loft leiða eru farnar til Norður- landa, eða þess svæðis, sem SAS telur fyrst og fremst sitt áhrifasvæði. Af 11 ferðum ti'l Evrópu fóru Loftleiðaflugvél ar einungis 5 til Norðurlanda — og þar af var aðeins ein þeirra „hrein“ Norðurlanda ferð, þ.e. til þeirra landa, sem hlut eiga í SAS. Þessi ferð var farin til Oslo oig Stafang- urs. Önnur ferð var farin til Oslo og Helsinki, en Finnar eiga sem kunnugt er ekki að- ild að SAS og starfrækja sitt eigið flugfélag, Finnair. Hin- ar þrjár ferðirnar höfðu enda stöð í Hamborg, aðeins var um viðkomu á Norðurlöndum að ræða. - SAS ÞAR ER EKKI SAMKEPPNI VIÐ SAS. Hinar ferðirnar, sex talsins, voru farnar til Hollands, Bret lands og síðast en ekki sízt, Luxemburg. Tiltölulegur mest ur hluti flutninga Loftleiða milli Evrópu og Ameríku er á milli Luxemburg og New York — og í því sambandi má nefna eitt veigamikið at- riði: SAS flýgur ekki til Lux- emburg og þar er því ekki um að ræða neina samikeppni SAS og Loftleiða. Forráðamenn SAS virðast telja, að það sé spurning um líf og dauða fyrir hið skand- inaviska flugfélag, að bund- inn verði endi á fargjalda- misrnun SAS og Loftleiða. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Loftleiðir hafa ekki í hyggju að auka ferðir sínar til Norðurlanda, eða á- hrifasvæðis SAS, einfaldlega vegna þess, að félagið hefur ekki hlotið aukin lendingar- réttindi í viðkomandi löndum. Það hefur að undanförnu full nýtt sín réttindi þar. Hins veg ar má gera ráð fyrir, að Loft- leiðir einbeiti sér að öðrum mörkuðum, sem liggja utan á- hrifasvæðis SAS, sem það hef ur raunar gert að undanförnu. Það er sjálfsagt að ræða þetta mál sem önnur af sann girni og réttsýni, en það er enigin ástæða til þess að láta forráðamenn SAS hampa töl- um, sem ekki geta staðizt, óátalið. Hverjar svo sem lyktir þessa máls verða, þá er eitt víst, að góðar fl'Ugsamgönigur við lönd beggja vegna Atlantshafs, eru íslendingum mikils virði og vafalaust vildum við gjarn- an eiga áfram sama hlut að flugflutningum yfir N-Atlants haf — sem hingað til. Og við vonum, að falskur áróður breyti þar engu. — h.j.h. ■Ma Mh Framhald af bls. 1. Sænska utanríkisráðuneytið staðfesti í gærkveldi, að farið hafi fram óformlegar viðræður milli SAS og ríkisstjórna Norð- urlanda — og í dag var uppi sterk ur orðrómur um, að úrslitin kynnu að verða þau, að loftferða samningum milli Islands og hinna Norðurlandanna verði sagt upp. Karl Nilsson, forstjóri SAS staðhæfði í fréttaauka sænka út- varpsins í kvöld, að hin lágu fargjöld Loftleið á leiðinni yfir Atlantshaf valdi SAS um 260 milljóna króna tapi árlega. Nils- son skýrði einnig frá því, að Loftleiðir hefðu í ár flutt 68.000 farþega yfir Atlantshaf, en SAS 80.000 farþega. Farþega-aukning hjá Loftleiðum á þessari leið frá árinu 1958 hefði orðið 155%, en aukningin hjá SAS á sama tíma aðeins 21%. Nilsson sagði, að samkeppnin við Loftleiðir hefði leitt til mikilla erfiðleika fyrir SAS og hann bætti við: „Hefjum við flug yfir Atlantshafið með lágum far- gjöldum, verður það með sömu gerð flugvéla og Loftleiðir nota, sömu þjónustu og sömu fargjöld- um.“ Sagði Nilsson, að SAS hefði óskað heimildar til sam keppni við Loftleiðir á sama verð grundvelli. — Farseðill til Bandaríkjanna með flugvélum Loftleiða er nú um 5.500 ísl. krón um ódýrari en farseðill með þot um SAS. • Alrangt að tala um óheiðar- lega samkeppni Loftleiða. Morgunblaðið innti flugmála ráðherra, Ingólf Jónsson eftir því í gær, hvort ríkisstjórnir Norður landa hefðu haft samband við íslenzku ríkisstjórnina um mál- ið — og svaraði hann því til, að það hefði verið lagt fyrir sendiherra íslands á Norðurlönd um. Þekn hefur verið falið að ræða við stjórnir Noregs, Sví þjóðar og Danmerkur og reyna að skapa réttan skilning á mál- inu. Ráðherrann sagði ennfremur: — Algerlega er rangt, að tala um óheiðarlega samkeppni af hálfu Loftleiða. Félagið selur aðeins fargjöld sín á kostnaðar- verði, en þannig þó, að reksturs- afkoma Loftleiða hefur undan- farið verið talin góð og félagið byggt sig upp. Það er ekki frem- ur Loftleiðir en önnur félög, sem fljúga á N.-Atlantshafsleiðinni. sem eiga í samkeppni við SAS og valda þannig fjárhagsörðugleik- um félagsins. — Rauði krossinn Framhald af bls. 2' vinnu um ráðstöfun fjárins við R.K. í Genf, sem síðan mun sjá um að brauð og fjörefnabæfct mjrl!k frá sérstökum mjólkur- stöðvum, merkt sem gjöf frá ís- landi, verði afhent bágstöddum í Alsír. Það fer vitaskuld eftir árangri söfnuncrinnar, hve margar stöðv Ólafsfjörður: Guðlaug Gunn- laugsdóttir, Hornbrekkuveg 12. fsafjörður: Bókhlaðan, Gunn- laugur Jónsson. Hafnarfjörður: Verzlun Jóns Matfchisen og séra Garðar Þor- steinsson. Siglufjörður: Aðalbúðin, Bóka- búð Hannesar Jónassonar, Ólaf- ur Þorsteinsson, læknir, og Ragn- ErSendar fréttir 1 stuttu máli Þar með verða japönsk sendi- ráð í 87 ríkjum heims. —o— • GRÍSKA dagblaðið „Wima“ segir frá því í dag, að ef til vill verði kunngjörð næstkom- andi sunnudag trúlofun þeirra Irenu Grikklands-prinsessu og Haralds krónprins Noregs. Harald er nú í skemmtiferð með grísku konungsfjölskyld- unni. ar verður hægt að starfrækja. ÖIl dagblöðin munu veita gjöf- xim móttöku, og einnig allar deild ir Rauða krossins úti á landi. Gjaldeyrisyfirvöldin hafa lofað yfirfærslu á öllu því, sem safn- est kann, og í athugun er, hvort (hægt muni að senda nokkrar íslenzkar framleiðsluvörur til Alsír. Söfnunin stendur aðeins fáeinar vikur. Þessir staðir taka á xnóti gjöf- um í Alsírsöfnunina: Akureyri: Ritstjórnarskrifstof- ur Dags. Verkamannsins og ís- lendings. Akranes: Bókaverzlun Andrés er Níelssonar. Vestmannaeyj ar: Lýður Brynj ólfsson, kennari. Selfoss: Bjarni Guðmundsson, læknir, Austurvegi 20 og Skála- völlum 3. Húsavík: Sigurjón Jóhannes- 6on, skólastjóri. Flateyri: Hjörtur Hjálmars- son, skólastj óri. Sauðárkrókur: Apótekið, Sauð- árkróki. Bolungarvík: Kristján Jóns- son. Vitastíg 8. ar Fjalar Lárusson, prestur. Vanfar vitni: Hver ók sendi- ferðnbílnum? • Þriðjudaginn 6. nóv. varð árekstur á gatnamótum Snorra- brautar og Hverfisgötu. Volks- wagen var ekið suður Snorra- braut, en stórri fólksbifreið aust ur Hverfisgötu, og varð harður árekstur milli þeirra. Nú er vit að, að bílstjóri í sendiferðabíl, sem var á hægri akrein Snorra- brautar, norðan Hverfisgötu, sá áreksturinn, og er rannsóknar- lögreglunni mjög nauðsynlegt að hafa tal af honum. Lesi hann þessar iínur, er hann því beðinn að géfa sig fram við umferðar- deild hennar A Frikirkjuvegi 1.1, sími 1 59 2i. Jakarta, Indónesíu, 16. nóv. AP. • PIA-fréttastofan skýrði frá því í dag, að bólusóttar hafi orðið vart í borginni Palembang á Suður-Súmötru. París, 16. nóv. AP. • ÁKVEÐIÐ hefur verið að fjölga mönnum í fram- kvæmdastjórn UNESCO, vís- inda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Hafa þeir til þessa verið 24 en verða nú 30. — Það var menntamála ráðherra sambandsstjórnar Nígeríu.AJA Nwa-Chuko, sem lagði fram tillöguna um fjölg- unina og lagði hann ennfrem- ur til, að Afríkumenn skipuðu a. m. k. fjögur hinna nýju embætta, en nú eru tveir Afríkumenn í framkvæmda- stjórninni, fulltrúar frá Mar- okkó og Madagascar. —o— Tokíó, 16. nóv.—AP. • STJÓRN Japans hefur ákveðið að koma upp tveim nýjum sendiráðum í Aíríku — í Libýu og Somalíu, Sameinuðu þjóðunum, 16. nóv. AP. • SEXTÁN þjóðir innan sam taka S. Þ. hafa lagt fram tillögu um að hinn sérstaki yfirumsjónarmaður S. Þ. með aðstoð við flóttafólk starfi áfram næstu fimm árin a.m.k. Umsjónarmaður þessi er Svisslendingurinn Felix Schnyder og hefur hann ný- lega lagt skýrslu fyrir fram- kvæmdastjórn samtakanna um aðstoðina við flóttafólk. Segir þar, að senn sé bundinn endir á vandamál flóttamanna og fanga frá heimsstyrjaldarár- unum — en á hinn bóginn hafi skapazt ný vandamál, þar sem í hlut eiga á fjórða hundrað þúsund flóttamanna frá Alsír og fleiri Afríkuríkjum og gíf urlegur fjöldi flóttamanna frá Kína til Hong Kong. Flutnings þjóðir fyrrgreindrar tillögu eru Alsír, Kanada, Colombía, Danmörk, Malaya, Grikkland, Guinea, fran, Ítalía, Jórdanía, Marokko, Holland, Noregur, Svíþjóð, Tanganyika og Efri- Volta, . _ — Framsóknarmenn Framhald á bls. 15. skipulagningu Miðbæjarins, hefði þótt sjálfsagt að fjarlægja húsið. Að öðrum kosti hefði orðið e.Z gera á pví verulegar endurbæt- ur og flytja í það aðrar skrif- stofur, en slíkt hefði að sjálf- sögðu orðið til mikilla trafala síðar. Um Austurstræti 1 sagði hann, að ekki hefði þótt koma til greina að láta húsið standa á- fram eftir að það hafði verið rýmt. Hefði þar bæði koinið til, að húsið hefði varla getað komið að miklum notum fyrir borg- ina, og hitt, að pær lagfæring-v ar, se:a gera hefði þurft á hús- inu, ef átt hefði að nota það áfram, hefðu óhjákvæmilega orð ið mjög kostnaðarsamar, og eng- in von til þess, að leigutekjur of húsinu hefðu gatað sbaðið undir þeim kostnaði. Kvað borgarstjóri augljóst, að ógerlegt yrði að hraða endur- skipulagningu MiShæjarins, ef alltaf ítti að láta flytja inn í þau hús, sem borgin kaupir til niðurrifs vegna skipulagningar- starfsins, þó að ekki sé sam- stundis hægt að láta rífa niður allt í kringum þau. Því verður hins vegar ekki neitað, sagði borgarstjóri, að æskilegt hefði verið að geta sam tímis látið rífa niður þær bygg- ingar, sem fyrirspyrjandi nefn- ir, enda hefði mikið verið geTt til þess að ná samkomulagi við eigendur þeirra. en ekki tekizt til þessa. Hvað Hafnarstræti 22 •nertir, sagði botu&rstjóri, at3 þar vantaði þó aðeins herzlumun inn, en veikindi eiganda eign- arinnar hefðu valdið því, að efcki hefur verið unnt að gang^ frá samningum. Hins vegar bæri meira á milli í hinu tilfellinu, þó að í því tilfelli hefði verið rætt um makaskipti sem mögulegan samningsgrundvöll. Síldin stendur djúpt MORGUNBLAÐIÐ hafði í gœrkvöldi tal af Jóni Einars- syni á síldarleitarskipinu Guðmundi Péturs. Skipið var þá statt 47—50 mílur VNV af Jöfkli. Jón sagði töluvert af síld á þessum slóðum, en hún væri óþekk að koma upp, og því væri erfitt að eiga við hana. Einhverjir bátar höfðu kastað þá um kvöldið. Jón sagði þarna vera eitt skásta veiði- svæðið, en annar blettur væri grynnra fyrir suðausfcan þá. Þar stæði síldin á 30 föðmum og engin tiltök að ná benni. — Hvernig er síldin þarna? — Hún er sæmileg og góð til vinnslu, en undan Reykja- nesi hefur þetta verið ótta- legt rusl. Þetta er hálfgert bras að ná síldinni nú, en allt stendur það til bóta, þegar tunglið hverfur. Veðrið er gott, efcki vantar það. Hérna höfum við nú eina 20 faðma þykka torfu og ekki nema 10 faðmar ofan á hana. Vonandi ná strákarnir einhverju úr henni.. I - s u s Framh. af bls. 17. og aðalfundir, fundarstjóri og fundarstjórn, framsaga og umræft.', lok umræðna, flokk- un tillagna, úrslitaatkvæði hlutfallskosningar, ógildir at- kvæðaseðlar, fundargerð. Rit- ið er samtals 37 bls., á stærð myndskre: fct af Halldóri Péturs syni og prentað í Leiftri. Verður ritið selt á kr. 25.00 í bókabúð- um, skrifstofu Heimdallar í Vel höll og á námskeiðum, er SUS efnir til.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.