Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 2
MORCLNBLAÐ1Ð Sunnudagur 18. nóv. 1962 I * 4500 tunnur til Akraness A3CRANESI, 17. nóv. — Veiði- horfur fara batnandi á síldinni ®g hýrnar yfir mönnuun. Sex bátar fengu síld í nótt út af Jökli og þrír bátar fengu síld Flugeldar fram- leiddir á Akranesi AKRANESI, 16. nóv. — Nýlega hefur tekið til starfa á Akranesi nýtt iðnfyrirtæki, sem framleiðir flugelda og skrautblys margs konar. Fyrirtæki þetta ber heitið Flugeldar sf og er til húsa á Ægisbraut 27. í>að starfaði áður í Kópavogi, en núverandi eig- endur, sem keyptu það í ágúst sl., hafa flutt það hingað. Eig- endur eru tveir, Björn H. Björns son, Stekkjarholti 3, og Krist- mundur Árnason, Brekkubraut 23. Að jafnaði hafa unnið þama 4 manneskjur frá því 1. okt., að framleiðsla gat hafizt. Vinna sú, sem þarna fer fram, er að mestu leyti létt handavinna. Unnið er í þremur húsum, sem byggð eru eftir danskri fyrirmynd og skv. dönskum reglum um flugelda- gerðir. — Oddur. suður af Reykjanesi og var það smásíld. Alls bárust hingað 4.450 tunn- ur, þar af 2.350 tunnur að vestan af góðri síld og 2.100 tunnur að sunnan af smásíld. Aflahæstir voru Haraldur og Höfrungur I, hvor með 900 tunn- ur, Keilir hafði 700 Skipaskagi og Höfrungur II 500 hvor, Anna 250, Náttfari og Ver 200 hvor. 6—7 bátar annars staðar af landinu voru á miðunum í nótt. Ekki er vitað um aflabrögð þeirra. — Oddur. Málfundanámskeiðið heldur áfram annað kvöld kl. 8.30 í VaJhöll. Þá kemur saman 3. hópur undir leiðsögn Birgis íssl. Gunnarssonar. Föndumámskeið hiefst í Valhöll miánudaginn 10. nóvemiber kl. 8.30. Félagskonur geta látið skrá sig í síma 17102 í ValhöiíL Stjómin tkið á dreng á Laugavegi Hemlaförin 13 metrar Klukkan fjögur í gær var ekið á 6 ára gamlan dreng á mótum Laugaraesvegar ag Laugavegar. Dre.gurinn heitir Hafsteinn Eggertsson og er til himilis að Hátúni 45. Margret Juníusdóttir 80 ára á morgun Margrét Júníusdóttir rjómabús Btjóri á Stokkseyri verður áttræð á morgun. Grein um Margéti átti að birtast í dag en verður sökum rúmleysis að bíða til þriðjudags. Lögreglan tjáði Morgunbl-.ðinu iau að bifreiði— R 9706 mundi þama hafa verið á allmikluim ihraða, þvi h^.,±.aför mældust 13 metrar. Meiðsli drengsins virt- ust hins vegar vera minni en við íhefði mátt búast, enn þegar blað ið frétti síðast var eim ekM búið að kanna þaiu. Ennfremur ók bifreii út af veginum við Rauöhóla. Einn maður var í b"~um en mun eiski hafa slasazt. Bíllinn var hins vegar talsvert skemmdur, „Vissurðu hvuð Frukkinn fékk til hlutur“? ATHYGLI Skal vakin á greininni „Vissirðu hvað Frakkinn fékk til hlutar" í Lesbókinni í dag. Hún fjallar um fiskiveiðar Frakika hér við land og viðskiptd hérlendra manna við þá. Myndirnar sem greininni fylgja eru úr Minja- safni Reýkjavíkur. Höfundur greinarinnar er Kjartan Sveinsson skjalavörður. i Frá Alþýðusambandi íslands 28. þing Alþýðusambands Islands verður sett 1 K.R. húsinu við Kaplaskjólsveg mánudaginn 19. nóvember kl. 4 e.h. Ferðir verða frá Bifreiðastöð Islands kl. 15.30 á mánudag. Aðgöngumiðar að þinginu verða afhentir í skrif- stofu Alþýðusambandsins að Laugavegi 18 frá kl. 1—5 e.h. í dag. Alþýðusamband Islands. „Stund og staðir“ Rammi með 3 d mynd .... ( ÞESSI mynd var tekin á Akranesi sl. fimmtudag, er mb. Skírnir kom vestan úr Kolluál með 600 tunnur af úr skipinu. (Ljósm. Magnús Oddisson). ný Ijóðabók eftir Hannes Pétursson Ú T er komin ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson. Nefnist hún „Stund og staðir". Helgafell gef- ur bókina út. Þetta er þriðja ljóðabók skáldsins. Áður eru komnar út: Kvæðabók (1955) og f sumardölum (1959). Smásagna- safn. eftir Hannes Pétursson, Hannes Pétursson Sögur að norðan, kom út árið 1961. — Elztu kvæðin í hinni nýju ljóða bók eru ort á árinu 1960, en hin yngstu á þessu ári. Ljóðun- um er skipt í fimm flokka. — Heitir sá fyrsti Raddir á dag- hvörfum. Eru það tíu kvæði ort út af íslenzkum þjóðsögum. Hin^ ■ ir heita Hinar tvær áttir, Stund einskis, stund alls, Staðir og Sonnettur. Þetta kvæði er ort um Sögu- brot af Árna á Hlaðhamri: Fann ég loksins fróun fékk ég þráða svölun: hrundi blóð af hnífi hrundi blóð í mold. — Tannlæknar Framhald af bls. 24. 'hér verður fsland fyrsta landið í heiminum, sem tekur slíkt fyr irkomulag upp, og margúr verð- ur vafalaust feginn. Vafalaust verður nóg fyriir slika ,,tann- pínuvakt" að gera, enda mim á- stæðan fyrir málaleitan Slysa varðstofunnar vera sú, að mjög margt fólk leitar þangað með tannverk á þeim tímum, sem tannlæknastofur eru lokaðar. Athugosemd f SAMTALI, sem blaðið birti I gær við Ingólf Jónsson, flug- málaráðherra, út af aðgerðum SAS, var sagt að sendiherrum íslands í Noregi, Sviþjóð og Dan- mörku hefði verið falið að ræða við stjórnir ríkjanna og reyna að skapa réttan skilning á málinu. Ráðherrann hefur beðið blaðið að taka fram, að réttara hefði verið að segja í fréttinni, að sendiherrunum hefði verið falið að fylgjast vel með málinu og skapa réttan skilning, eftir því sem auðið væri. Lengi hafði eg, lengi leitað þessa fylgnis riðið djúpa dali dökk og torsótt fjöll þanið þreytta klára þefandi sem tófa hlustandi sem hundur horfandi sem örn. Loks í litlum dali lagði reyk úr hóli lágum lambahóli lygnan, bláan reyk. Lagðist ég á ljóra: lék sér bam á gólfi; mjólk á mildum eldi; maður sat og las. Brá ég brýndum hnífi. Blóð úr þessum manni hneig á mínar hendur. Hvarf ég skjótt á braut. Er ég öðru sinni auða dali gisti lygnt úr lágum hóli lagði engan reyk. Sat hjá svöngu barni sat hjá dauðum eldi sat hjá rnyrtum manni móðir ung og grét. Fann ég loksins fróun fékk ég þráða svölun: hrundi blóð af hnífi hrundi blóð í mold. AKRANES SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélag- anna á Akranesi hefjast að nýju sunnudaginn 18. nóv. kl. 20.30 í Hótel Akranesi. Dansað til kl. 1. Kalt heimskautaloft flæðir óstöðvandi suður yfir hafið hafið milli GrænJands og Noregs, og suðaustiur um, strendiur Vestur-Evrópu. í Skotlandi og Norður-ír- landi er kjalsaveður og geng- ur á með krapa-éljum. Eins stigs frost er í París. Vestur jaðar þessa norðan- fflaums liggur yfir ísland. Klukkan 8 gekk á með éljum - Kúba Frh. af bls. 1 New York Herald Tribune seg- ir: „Óski Fidel Castro eftir styrj- öld við Bandarikin, getur hann og mun fá þá ósk uppfyllta — framkvæmi hann hótun sína um að skjóta niður bandarískar könn unarflugvélar." Segir blaðið, að Bandaríkjastjóm eigi ekki um annað að velja en halda áfram könnunarflugi meðan Castro fellst ekki á eftirlit með vopna- flutningunum frá Kúbu. - Utan úr heimi Framhald af bls. 12. Áður en Adenauer kanzlarl fór í heimsókn sína til. Kennedys Bandaríkjaforseta í byrjun vikunnar, óskaði hann eftir að viðkomandi ráðuneyti sendu skýrslur um Spiegel málið, og verða skýrslur þess- ar fuílgerðar nú um helgina, Ræðir Adenauer þá við Erich Mende formann frjálsra demó krata og ráðherra sína til að reyna að finna einhverja lausn á þessu máli. Ekki virð- ist neinn lengur hugsa um það hvort forstöðumenn Der Spieg el hafi átt aðgang að leyni- skjölum ríkisins. öll athyglin beinist að málsmeðferðinni og Strauss sem hingað til var talinn einn líklegasti eftir- maður Adenauers. ★ Fyrstu afleiðingar Spiegel- málsins eru þegar komnar í ljós. í aukakosningum í Hess- en sl. sunnudag misstu kristi- legir demókratar fjögur þing- sæti, og fengu nú aðeins 28,8% atkvæða í stað 34,9% í fyrra. norðaustan til a landinu, en sunnan og vest-an landis var léttskýjað. Frost var alls stað ar, mest 13 stig á nokkrum stöðum í innsveitunn, en 4-7 stig út við sjóinn. Hlýtt og rakt suðrænt loft leggur norður hafið fyrir suðvestan Grænland. Það gef ur von um, að hér gæti hlýn að upp úr helginni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.