Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 18. nóv. 1962 Ctgefandi: Hf. Arvakur, ReykjavHc. Pramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigorður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakið. AÐFÖRIN AÐ LOFTLEIÐUM CJkandinavíska flugfélagið1® SAS linnir ekki látum í aðför sinni að Loftleiðum og beitir hvers kyns falsrökum í áróðursherferð sinni. Er ó- hjákvæmilegt að fletta ofan af hinu óheiðarlega framferði SAS og undirstrika svo eng- uín dyljist, að íslenzka þjóð- in stendur einhuga að baki Loftleiðamönnum, sem með einstökum dugnaði hafa byggt upp félag sitt — án styrkja — í harðri samkeppni við sterkustu flugfélög heims. Á Norður-Atlantshafsleið- inni fljúga 18 eða 20 flugfé- lög, þeirra á meðal stærstu flugfélög heims. Þess vegna er gjörsamlega út í bláinn að tala um, að það byggist á samkeppni Loftleiða einna, að SAS er „hægt og sígandi að verða gjaldþrota“, svo að notuð séu orð forstjóra SAS. Meirihluti flutninga Loft- leiða eru alls ekki á „áhrifa- svæði“ SAS. Af 11 ferðum til Evrópu fara Loftleiðir ein- ungis fimm til Norðurlanda. — Af þessum ferðum er ein, sem aðeins er farin til Noregs og önnur, sem farin er til Ósló og Helsinki, en hinar þrjár hafa endastöð í Hamborg. Af þessu er augljóst, að það er ekki við SAS eitt, sem Loftleiðir keppa, enda er til- tölulega mestur hluti flutn- inga Loftleiða til Luxemburg- ar, en þangað flýgur SAS alls ekki. Réttilega hefur verið bent á, að margir farþega Loft- leiða mimdu alls ekki fljúga með öðrum félögum. Þeim er einungis kleift að fljúga vegna hinna lágu fargjalda. Það er því ekki um sam- keppni við flugfélög að ræða, að svo miklu leyti, sem ekki er um hreina aukningu ferða- lagá að ræða. Þá er ekki ólíklegt að SAS bæri fremur að líta í eigin barm, þegar það leitar á- stæðna taprekstursins. Þann- ig er upplýst, að 230 manns vinni hjá SAS fyrir hverja flugvél félagsins á móti 70 manns fvrir hverja vél Loft- leiða. REYNIR Á NORRÆNA SAMVINNU AS virðist nú reyna að fá ríkisstjórnir Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur í lið með sér að koma Loftleiðum á kné. SAS er eina félagið, sem flýgur milli Evrópu og Ameríku um Norður-Atlants- haf, sem heldur uppi árásum á Loftleiðir. Öll hin hafa þeg- ar samþykkt fargjalda- ákvæði IATA. Því verður ekki að óreyndu trúað að ríkisstjórnir þessara þriggja vinveittu og skyldu þjóða láti hafa sig til þess að verða við óskum SAS, eink- um þegar hliðsjón er höfð af því, að á öllum Evrópuleið- um eru fargjöld Loftleiða í samræmi við IATA-fargjöld- in. Það er einungis á leiðinni Reykjavík—New York sem fargjöld eru lægri. í sambandi við afstöðu þessara ríkisstjórna og raun- ar líka bandarískra yfirvalda er rétt að undirstrika, að það er fásinna, sem SAS heldur fram að samkeppni Loftleiða sé „óheiðarleg“. Loftleiðir keppa án allra ríkisstyrkja, sem flest félög önnur njóta beint eða óbeint og ekki sízt SAS. Loftleiðir selja fargjöld á því verði, sem þeir þurfa til þess að reksturinn beri sig sæmilega og þeir geti endur- nýjað flugflota sinn. Er ekki með neinum rétti hægt að krefjast þess, að þeir hækki fargjöldin, þegar þeir þurfa þess ekki. Morgunblaðið trúir því ekki að stjórnarvöld í vin- veittum ríkjum muni taka undir kröfu SAS, en vonar að hið skandinaviska félag finni aðrar leiðir til að rétta við fjárhag sinn en þær að reyna að koma hinu íslenzka félagi á kné. FRAMKVÆMNDA- LÁNIÐ TT'ins og frá var skýrt í blað- inu í gær hafa nú verið teknar upp umræður um mjög hagkvæmt 240 millj. kr. lán í Bretlandi. Lán þetta á að nota til margháttaðra framkvæmda hér á landi, og það yrði tekið á alveg venjulegum viðskipta grundvelli, gagnstætt því sem UTAN UR HEIMI ÞEIR, sem fyrirskipuðu hand- töku útgefanda og- ritstjóra vikuritsins „Der Spiegel" í lok síffasta mámðar, hafa varla gert sér grein fyrir af- leiffingum beirra affgerffa. Nú virffist svo komiff aff stjórn Adenauers kanzlara geti falliff út af þessu máli, þvi skapazt hefur eitt mesta stjórnmálaöngþveiti, sem kom iff hefur í Vestur-Þýzkalandi undanifarin 13 ár. Stjórnarand- stæffingar hafa lagt fram kröfu um aff Franz Josef Strauss varnarmálaráffherra verffi vikiff úr embætti, og telja sumir jafnvel aff stjórn- málaferli hans sé nú lokiff, þótt Strauss sé aðeins 45 ára. Spiegel málið hófst 26. Október sl. Þá um kvöldið var gerð húsleit í ritstjórnarskrif- stofum Der Spiegel og útgef- andinn, Rudolf Augstein, og fjórir ritstjórar handteknir. Var forstöðumönnum blaðsins gefið það að sök að hafa birt ríkisleyndarmál í grein í ný- útkomnu hefti, þar sem sagt er frá heræfingum Atlantshafs bandalagsins í Þýzkalandi. í grein þessari segir m. a. við heræfingarnar, sem nefnast „Fallex 62““, hafi komið í ljós að viðbúnaður vestur-þýzka hersins til varna hafi verið algjörlega ófullnægjandi, og hafi skort bæði vopn og vistir auk þess sem ekki var með löngum fyrirvara unnt að ná saman öllum mannaaflanum, sem átti að taka þátt í æfing- unum. Hótun Stammbergers Það var varnarmálaráðu- neytið, sem fyrirskipaði hús- rannsóknina hjá Der Spiegel. Varnarmálaráðherrann, Franz Josef Strauss, lýsti því þó yfir að hann hafi ekki sjálfur haft með málið að gera, h e 1 d u r ráðuneytisstjórinn, Volkmar Hopf. Mál þetta vakti þegar í upphafi miklar deilur innan stjórnarinnar. Dómsmálaráðherrann, Stamm- berger, sem er úr flokki frjálsra demókrata, kvartaði yfir því að hafa ekki fengið vitneskju um þessar aðgerðir fyrr en eftir á, og hótaði að segja af sér. Hótun Stammbergers var mikið áfall fyrir kristilega demókrata, flokk Adenauers, sem ekki hefur meirihluta á þingi, og verður því að hafa samvinnu við frjálsa demó- krata. Þriðji stjórnarflokkur- inn er kristilegi sósíalista- flokkurinn, sem er stærsti flokkur Bajern, en forustu- maður hans er Strauss vanarmálaráðherra. Flokkur þessi er raunverulega dóttur- flokkur kristilegra demókrata. Þegar Stammberger ætlaði að segja af sér, var tilkynnt að um misskilning hafi verið að ræða þegar hann var ekki „Der Spiegel“. látinn vita um að gerðirnar gegn Der Spiegel fyrirfrcim. Sökin á þessum misskilningi var lögð á herðar tveggja ráðuneytisstjóra, Volkmars Hopfs í varnarmálaráðuneyt- inu og Walthers Strauss í dómsmálaráðuneytinu, og var þeim báðum vikið úr embætt- um. Strauss játar Frans Josef Strauss ráð- herra sagðist ekki hafa haft nein afskipti af Spiegel-mál- inu, og hélt hann fast við þann framburð sinn þar til sl. mánudag. Þá viðurkenndi hann að hafa séð 511 gðgn varðandi málið áður en hús- rannsóknin var gerð, en ekki kynnt sér þau heldur látið Hopf um málið. Einn þeirra starfsmanna Spiegel, sem handtekinn var, er Conrad Ahlers ritstjóri. Hann var staddur á Spáni þegar félagar hans í Þýzka- landi voru handteknir. Full- trúa í sendiráði Vestur- Þýzkalands í Madrid var þá fyrirskipað að sjá um að spánska lögreglan tæki Ahlers höndum og sendi hann heim, og var það gert. Handtaka Ahlers sætti sérstaklega mik- illi gagnrýni heima fyrir, og l neitaði Strauss varnarmála- / ráðherra að hafa komið þar l nálægt. En á mánudag játaði 1 ráðherrann að hafa hringt til I Madrid aðfaranótt 27. októ- J ber, eftir að sendiráðsfulltrú- | inn þar neitaði að taka við fc handtökuskipun frá Hopf ráðu neytisstjóra. Með þessari viðurkenningu móðgaði Strauss utanríkisráð- herrann, Gerhard Schröder, sem sagði að það væri ekki í verkahring varnarmálaráðu- neytisins að segja sendiráðum Vestur-Þýzkalands fyrir verk- um. Krefjast brottreksturs Þegar hér var komið lögðu stjórnarandstæðingar, sósíal- demókratar, fram kröfu um að Strauss yrði vikið úr em- bætti. Benda þeir á að ekki sé rétt að Strauss haldi em- bætti sínu eftir að hafa játað á sig vísvitandi ósannsögli, varpað grunsemdarskugga á utanríkis- og dómsmálaráðu- neytin, móðgað ríkisstjórn Spánar með því að krefjast afhendingar Ahlers þótt engir samningar séu milli landanna um framsal afbrotamanna, og misbeitt valdi sínu. Á föstu- dag gáfu talsmenn frjálsra demókrata í skyn að svo gæti farið að flokkur þeirra hefði samstöðu með sósíaldemókröt um um að krefjast brottrekst- urs Strauss. Framh. á bls. 2Í oft hefur áður verið, þegar um hefur verið að ræða lán, sem fengin hafa verið fyrir tilstuðlan erlendra ríkis- stjórna. Ástæðan til þess að við get- um nú fengið lán hjá Alþjóða- bankanum og rætt lántökur við einkabanka erlendis er auðvitað sú, að okkur hefur tekizt að reisa við fjárhag þjóðarinnar og höfum öðlazt aukið traust erlendis. Hér er um að ræða einn þátt árangurs viðreisnarinn- ar og ekki þann, sem minnstu máli skiptir. Það var sannar- lega hrein vanvirða að halda þannig á fjármálum landsins, að á okkur væri hvarvetna litið sem hreina fjárglæfra- menn, sem ekki væri hægt að eiga við venjuleg viðskipti. Sem betur fer er þetta nú breytt, og vonandi komast þau öfl aldrei aftur til valda hér á landi, sem einskis svíf- ast í pólitísku brölti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.