Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 23
Sunnudagur 18. nóv. 1962
MORGVTSB1 AÐIÐ
23
I
tíðindi
Þríþættur tilgangur Kína
með árásínni á Indland
Hreinsunin í Búlgaríu og
ákyndifundir þeir, sem Krúséff
átti með helztu ráðamönnutm
(kommúnistaríkja Evrópu nú ný
lega sýna, hve miklum erfiðleik
uim ráðamenn Sovétríkj ana hafa
imætt vegna Kúbumálsins.
Þó er talið, að Krúséff og nán
ustu fylgiismöinnum hans stafi
enn meiri hætta af árás Kínverja
á Indlandi. Með atferli sínu hafa
Kínverjar gengið í berhögg við
Stefnu Krúséffs um friðsamlega
samibúð og opinberlega lýst and
stöðu sinni gegn rnegin þætti
utanríkismálastefnu hans, þ.e.
að vinna til fylgis við sig ,,þriðja
aflið“ í heiminum — „hlutlausu“
rí'kin í Afríku, Asíu og S-Ame
ríku.
iÞví hefur verið haldið á lofti
af ýmsum málsmetandi mörmurn
á undanförnum árum, að til þess
ikomi, að fullur fjandskapur ríki
með Rússum og Kínverjum.
Þessi kenning befur m.a. verið
rökstudd með því, að Kínverjar
iáti á Rússa sem ,.vestræna“þjóð,
sem mestan áhuga hafi fyrir
gangi mála í Evrópu og Vestur-
Iheimi — og því, að Kínverjar
telji verkefni sín fyrst og fremst
liggja innan takmarka Asíu.
Þótt í þessu felist sannleikur,
e.t.v. meiri, en margan grunar,
þá verður þó að taka tillit til
þess, að bæði Kínverjar og Rúss
«r byggja þjóðskipulag sitt fyrst
og fremst á Marx-Leninisma, og
grundvallarafstaðan er sterk, og
kann ein að nægja til þess að
tryggja samstöðu þessara stór-
velda um langan tíma, þótt á-
greinimgur riki um túlkum á
grundvallaratriði kenninga
fcomm/únismans.
Höfuðglæpur Rússa, að dómi
Kínverja, er frávik frá Stalinism
anum, þ.e. þeirri stefnu ,sem
Ihann fylgdi til útbreiðslu komm
Únismans.
Rússar hafa hneigzt til ,.frið-
samlegrar sambúðar“. s.s. marg
oft hefur komið fram í orðum
Krúsjeffs. Stefna þeirra kann
fyrst og fremst að mótast af
þeirri ógnun, sem felst í kjarn-
orkuvopnum og notkun þeirra í
styrjöld. Styrjöld með slíkum
vopnum verður ekki notuð til
ávinnings komimúnismanum eða
öðrum hugsjónum.
Afstaða Kínverja í Asíu er
önnur. Andstæðingar þeirra þar
hafa engin kj arnorkuvopn.
Þeir geta því nú leyft sér að
fylgja stefnu árásar og stríðs til
útbreiðslu skipulagskerfis síns,
án þess að eiga yfir höfði sér al-
gera tortímingu. Hins vegar
bendir afstaða þeirra til Rússa,
eftir að ákveðið var að flytja
eldflaugavopnin frá Kúbu til
þess, að Kínverjar muni halda
láfram að fylgja sömu stefnu
jafnvel eftir þann tíma, er
kj arnonkuvopn koma til sögunn
ar í Asíu. Þess mun ekki ýkja
langt að híða, því að talið er, að
Kínverjum muni hafa tekizt að
smíða þau innan þriggja ára.
Staðreyndin er hins vegar sú,
að nú trúa Kínverjar á valdið
og vopnin, og framtíðin verður
að skera úr um það, hvort þeir
mimi halda fast við þá trú sína.
Talið er hins vegar víst, að
árás Kínverja á Indverja nú
hafi þrennskonar tilgang:
• f fyrsta lagi og það, sem
fáir efast um, að Kínverjar hafi
fullan hug á landvinningum í
Indlandi, Hins vegar búi annað
og meira að baki.
• K'ínverjar séu að leggja á-
herzlu á, að þeir séu mesta stór
veldi Asíu. Þeir vilja sýna
helztu keppinaut sínum, Ind-
verjum, svo að ekki verði um
villzt. að öll smærri ríki Asíu
og Afríku, sem hlýtt hafa „hlut
leysiskalli" Indlands, hafi far-
ið villur vegar og því sé þeim
bezt að láta af stuðningi sínum
við Indlland. Indverjar
hafi engu forystuhlutverki að
gegna í Asíu, það sé í höndum
Kínverja.
• Þá séu Kínverjar að reyna
að gera Rússum ljóst, að af
staða þeirra til „hiutlausra"
rikja sé röng. Rúsar hafi lagt
sig alla fram um að koma á góð
um samskiptum við þessi lönd,
jafnvel þótt þau hafi frekar
hallazt til vestræns stjórnar-
(fyrinkomúlags, eins og verið
hefur að miklu leyti um Ind-
land. Þótt kommiúnistaflokkar
þessara ,,hlutlausu“ ríkja hafi
átt erfitt uppdráttar í einstöku
tilfellum, þá hefur það ekki
valdið breyttri afstöðu Rússa,
eða fjandskap þeirra.
Egyptaland og írak eru góð
dæmi. Iórúséff hefur veitt báð
um þessum löndurn hernaðar-
aðstoð, þótt komimúnistar þar
hafi verið fangelsaðir hundruð
um saman.
Athyglisvert er það sérstak
lega, að í eina skiptið, sem
Krúséff hefur reynt að þrengja
að Nasser, þá svaraði hann full
um hálsi. Viðbrögð Rússa við
því voru þá ekki önnur. en
nokfcrar greinar í málgöngum
verkalýðssamtakanna rússn
esku.
Kínverjar tóku þessu á annan
‘hátt. Þeir réðust opinberlega á
Nasser, og neyddu egypzka sendi
nefnd til að hvería heim frá
Peking.
Kínverjar hafa ráðizt á stjórn
ir „hlutlausú* ríkjanna fyrir að
stuðla að framgangi kapitalisma.
Nehru er, að þeirra dómi, ekki
annað en „tæki í höndum heims
valdasinna". Með aðstoð Rússa
við Indland í huga og ákvörðun
þeirra nú nýverið. að selja Ind
verjum MIG-orrustuþotur, kem
ur enn betur í ljós, að Kínverj-
ar miða fyrst og fremst að því
að ráðast gegn afstöðu Rússa til
„hlutlausú* ríkjanna.
Færí svo, að Krúséflf yrði að
hætta aðstoð sinni við Indland,
stærsta og áhrifamesta ríkið í
hópi ,.hiutlausra“, þá væri það
viðurkenning á þvi, að stefna
hans væri röng. Hugmyndir hans
um „troika“, eða óríeykisfyrir-
komulaigið, væru bá runnar út í
sandinn.
— Kmverskir ...
Framhald af bls. 1.
merki um ósamkomulag Kín-
verja og Rússa. Og enn ljósar
en áður sýnir greinin í Rauða
fánanum, að Júgóslavar eru
ekki þeir einu, sem Kínverjar
telja endurskoðunarsinna, þótt
þeir séu taldir ganga lengst í
þeim efnum. — Árás blaðsins á
stefnu endurskoðunarsinna í al-
þjóðamálum, þar sem segir m.a.
að þeir verði stirðir af hræðslu,
þegar þeir standa augliti/ál auglit
is við valdastefnu bandarískra
heimsvaldastefnu — kemur þó
nokkru fyrr í greininni, en árás-
ir á Tító og Júgóslava.
1 niðurlagi greinarinnar, þar
sem fjallað er um samband
hinna ýmsu kommúnistaflokka
heimsins eru ábendingar um
nauðsyn þess, að flokkarnir ráðg
ist hver við annan.
Segir þar, að kínverski komm-
únistaflokkurinn hafi alltaf hald
ið því fram, að kommúnista-
flokkar hinna einstöku landa
eigi að standa saman, en þó jafn-
framt halda sjálfstæði sínu. —
„Reynslan sýnir, að sé annarhvor
þessara þátt fyrir borð borinn
eða báðir vanræktir hljóta að
leiða af því mistök“, segir blað-
ið. —
Sumir fréttaritarar í Peking
telja þessi síðustu orð vísbend-
Það mun hann forðast í
lengstu lög, og re^na í stað þess
að koma' á samkomulagi — ein-
mitt með því að beita fyrir sig'
ráðamönnum hlutlausu ríkjanna.
þ.e. nú Nasser, sem þegar í upp
hafi deilunnar bauðst til að taka
að sér málamiðlun með Kín-
verjum og Indverjum . , __
ingu um, að kínverskir komm-
únistar hefðu viljað óformlegan
fund flokksleiðtoga kommúnista
til þess að reyna að jafna ágrein-
inga — áður en ársfundir komm
únistaflokka Austur-Evrópu
verða haldnir nú í haust.
— Siggi six....
Framh. af bls. 24
Andy Capp-klúbbar
Teiknimyndirnar af Andy
Capp urðu strax feiknavin-
sælar í Englandi. Þar voru
myndaðir fjölmargir klúbbar
af ungum mönnum sem höfðu
mætur á honum, gengu með
sixpensara og þótti bjórinn
góður. Andy Capp er ekfci
beinlínis samtíðarmaður, held
ur á hann upptök sín í enska
atvinnuleysinu á árunum milli
1920 og 1930. Eins og gefur
að skilja lifir Reginald
Smythe ekfci lengur á tekjum
eiginkonunnar, heldur fær
hann meira en sitt daglega
brauð fyrir teiknimyndirnar
af Sigga sixpensara.
Hvað sem því líður, þykj-
umst við öruggir um að þið
munuð skemmta ykkur vel
í félagi við Sigga sixpensara
Kynnizt honum þvi í Les-
bókinni strax í dag.
- / fáum orðum
Framhald af bls. 16.
En hann varð strax algjör
þjónn Brynjólfs og málsvari
allra þrengstu og ofstækis-
fyllstu kennisetninga komm-
únismans, eins og Þjóðviljinn
ber með sér dag hvern.
Magnús er jafnvel verri en
þegar við vorum verstir á
kreppuárunum og nú er langt
síðan ég gaf upp alla von um
að hann yxi upp úr sínum
rauðu stuttbuxum".
„Hefurðu nokkurn tfma far-
ið tdl Sovétríkj anna, Áki?“
„Nei, það hef ég ekki. En
eitt sinn fór ég til Kaup-
mannahafnar og þá sagði
Morgunblaðið að ég hefði flú-
ið land(!) Þú skalt ekki halda,
að það hafi verið neinir kær-
leikar milli mín og blaðsins“.
„Hafðirðu ekki bandamenn
þegar þú fórst úr Flokknum?“
„Ég hafði eytt svo mörgum
árum ævi minnar í Flokkinn
að ég trúði því fastlega, að ég
gæti breytt honum. Ég átti
marga góða vini og treysti
þeim. En nú sé ég að það er
misskilningur, að hægt sé að
breyta þessum flokki. 1 hon-
um eru of margir menn gegn-
sýrðir af lífsviðhorfi ofbeldis-
beitingar til þess að þar verði
um bætt; staðreynd, sem á
sínum tima olli mér sárind-
um“.
„Reyndirðu ekki að hygla
þínum mönnum, þegar þú
varst ráðherra?“
„Auðvitað gerði ég það. En
hef ég verið einn um það?
Þó held ég að Brynjólfur hafi
að þessu leyti verið meiri
flokksmaður en ég“.
„Þó þú hafir ekki sótzt eftir
því að verða ráðherra, hef-
urðu kunnað að meta það“.
„Ætli maður hafi ekki ver-
ið dálítið ánægður innra með
sér, en þó man ég ekki til ég
hafi keypt mér nýjan hatt“.
„Ertu nú orðinn þreyttur á
pólitík?“
„Ég les ekki annað en bæk-
ur um stjórnmál, en ég er
þreyttur á stappinu. Nú er ég
að miklu leyti kominn út úr
pólitík og ekki verður sagt
að það hafi haft skaðleg á-
hrif á þjóðfélagið“.
„Heldurðu ekki að beir telii
þig svikara?“
„Jú, eflaust. En þeir um
það. Ég hlakka til að sjá Þjóð-
viljann, þegar þetta samtal
okkar hefur birzt á prenti. Þá
hrópar hann líklega enn einu
sinnd upp, að ég hafi verið
keyptur. Þeir skilja nefnilega
ekkert annað en menn hafi
orðið kommiúnistar af ein-
tómri göfugmennsku, en hætti
að vera það af eintómum þorp
araskap. Ég verð þó að segja
að mér finst það mikið vanda-
mál að sumir íslenzku komm-
únistarnir eru góðir og gegn-
ir menn. Það væri nefnilega
mifclu einfaldara að eiga við
eintóma þorpara."
„Hvernig kanntu við þig í
Alþýðuf lokknum? “
„Ég kann vel við mig þar.
Mér finnst starfið mætti vera
meira og stefnan ákveðnari.
Ég er að eðli og upplagi jafn-
aðanmaður og hef raunar allt-
af verið. Þegar ég var dreng-
ur í Reykjavík fylgdi ég Al-
þýðuflokknum eins og faðir
minn. En mér finnst Alþýðu-
flokksmenn mega vera meira
militant en þeir eru.“
„Hvenær komstu heim frá
Ameríku aftur, Áki?“
„Það var 1920, þá var ég
rúu ára. Eiginlega var ég
fluttur heim á kostnað Fram-
sóknar, þó ég hafi aldrei
kunnað að meta þann flokk.
Ástæðan var sú að Kaupfélag
Þingeyinga samþykkti, þegar
Jakob afi minn dó snemma
á árinu 1919, að heiðra minn-
ingu þessa fyrsta stofnanda
kaupfélags á íslandi með því
að leggja fram nokkurt fé til
að kosta för foreldra minna
heirn til fslands, og auk þess
lögðu ýmsir vinir og kunn-
ingjar foreldra minna nokk-
uð af mörkum til að þau kæm
ust heim, ekki sízt Guðmund-
ur Vilhjálmsson, sem þá var
í New York og reyndist föð-
ur mínum hin mesta hjálpar-
hella. Íslendingurinn var
sterkur í foreldrum mínum.
Móðir mín sló aldrei til okk-
ar krakkanna nema okkur
yrði á að sletta ensku á hekn-
ilinu.“
„Þú minntist á íslendinginn.
Heldurðu að þetta þjóðernistal
í íslenzkum kommúnistum sé
einlægt?"
„Nei, nei, eintóm blekking.
Og kaldrifjuð taktík. Hjá okk
ur foryistumönnum Sósíalista-
flokksins var allt þetta tal um
menningu og þjóðerni aðeins
heppilegur áróður. Hann hafði
góð áhrif og maður velur
gjarna þau orð, sem falla í
frjóan jarðveg. Alls staðar
þar sem kommúnistar hafa
náð völdiun hafa þeir afsal-
að þeim í hendur Rússum, líttu
bara á Eystrasaltslöndin sem
eru minna skyld Rússum en
við. En menningar- og þjóð-
ernisbarátta kommúnista hef-
ur borið ótrúlega góðan árang-
ur. Hinir flokkarnir áttuðu
siig ekki á henni lengi vel.
Það varð þeim næstum því
að falli. Meðan kommúnistar
eru að ná völdum, þá eru þeir
beztu verkalýðssinnarnir,
beztu þjóðernissinnarnir og
mestu menningarfrömuðirnir
En um leið og þeir hafa náð
völdum, brjóta þeir alit nið-
ur sem er andstætt kenning-
unni. Að því leyti eru íslenzk-
ir kommúnistar í engu frá-
brugðnir kommúnistum ann-
arra landa. Ég sagði að þeir
hefðu byggt upp gott kerfi,
þessir menn eru engir aular
skaltu vita. Engir af forystu-
mönnum kommúnista fara í
fötin þeirra Einars og Brynj-
ólfs. Það máttu hafa eftir
mér.“
„En hvað mundirðu að lok-
um segja um stjórnmálin, þeg
ar þú nú lítur yfir farinn
veg?“
„Ég hef varið lífi mínu í
stjórnmálin. Pólitíkin er á-
stríða og maður fellur fyrir
þessari ástríðu eins og
drykkjumenn fyrir víni,
eða ætti ég heldur
að segja eins og þegar fólk
verður spilafýsn að bráð? Allt
verður að víkja fyrir þessari
ástríðu, efnahagur, brauðstrit
jafnvel heimilið. Þeir sem
haldnir eru þessari ástríðu
verða aldrei efnaðir menn.
Þvert á móti. Ég þekki eng-
an þingmann, sem hefur orð-
ið efnaður á pólitík, en fjölda
marga úr öllum flokkum, sem
hafa átt í mesta basli alla tíð
vegna þessarar ástríðu. Ég
held þeir menn séu bezt
fallnir til forystu sem hafa
þessa ástríðu. Markmiðið er
eitt, að komast á Bláa bánd
stjórnmálanna, þ.e. í ráðherra
stólana. Það útheimtir mifcið
starf, milkið þrek, mikla sjálfs
afneitun. Kaup þingmanna
ætti að vera þannig, að þeir
hefðu góðar tekjur af þing-
mennsku sinni, en aftur á
móti engar aukatekjur eða
svo kallaða bitlinga. Að því
mundu verða mikil þjóðþrif.
M.