Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 15
p Sunnudagur 18. nóv. 1962 MORGVISBLAÐIÐ 15 „Eg hefði beifit valdi og aðrir kommúnistar“ Framihald af bls. 10. beztvir. Kommúnisminn og of- beldi hans var orðinn mér ástríða. Samt ætlaði ég alls ekki að leiðast út í pólitík. Ég var fyrst kosinn á sumarþing- ið 1942. í haustkosningunum var ég kosinn á þing fyrir kommúnistaflokkinn, sem þá kom út úr kosningunum með 10 þingmenn ög vann rnikinn kosningasigur. Þá komu á þing margir ungir menn, sem voru ekki hrifnir af viðhorfum Brynjólfs og Einars og gömlu mannanna. Við höfðum meiri samskipti við menn úr öðrum flokkum en foringjar okkar. Það var Brynjólfi þung raun. Einu sinni lýsti hann yfir á þingflokksfundi, að við hefð- um of mikil samskipti við aðra þingmenn og krafðist þess, að við töluðum ékki við þingmenn annarra flokka meir en ðhjákvæmilegt væri. Hann var hræddur um að við yrðum fyrir áhrifum frá þess- um þingmönnum og samskipt- in við þá múndu draga úr bar- áttuþreki okkar. En við yngri mennirnir virtum að vettugi þessa ósk foringjans Og þá varð hann mjög áhyggju fullur. Kenningin sagði, að þingmenn annarra flökka væru ófreskjur og stéttaand- stæðingar, og við það skyldi sitja.“ „Hvenær tókstu fyrst þátt í pólitík?“ „Ég var alltaf mjög póli- tískur. En árið eftir að ég lauk lögfræðiprófi eða vorið 1938, varð ég bæjarstjóri á Siglufirði Og þá var teningun- um kastað. Ég rak mjög harða pólitík fyrir norðan, en þó ég hafi verið haturs- maður Sjálfstæðismanna fyrst framan af, kynntist ég þeim vel og fann, að það var bá- bilja ein að menn væru í flokkum til að gera öðru fólki illt. Þegar ég tók sæti í bæjar- stjórn stóð Óli Hertervig upp og bauð mig velkominn með hlýjum orðum. Það snerti við- kvæman streng í mínu unga brjósti, ekki get ég neitað því. Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins reyndust mér jafnan góðir drengir og smám saman skildist mér, að þeir vildu sínu byggðarlagi vel ekki síð- ur en við kommar.“ „En hvernig atvikaðist það að þú fórst á þing?“ „Ég var staddur í Reykja- vík og þá hringdi Þóroddur mágur til mín og spurði, hvort ég vildi vera í framboði í Eyjafirði. Ég sagði, „hvað tek ur það langan tíma?“ „Hálf- an mánuð,“ sagði hann. Þá sagði ég. „Jú, það er í lagi'V Þegar úrslitin voru kunn, var ég ánægður með tölumar, fór heim, háttaði og sofnaði og datt ekki þingmennska í hug. En um miðja nótt hringdi Ottó Jörgensen símstjóri á Siglu- firði til mín og sagði mér, að ég væri kominn á þing sem landskjörinn þingmaður. Ég var auðvitað ánægður með það, svo heilagur er ég ekki. Samt hafði ég ekkert gert til að troða mér á þing og ekki gerði ég heldur neitt til þess að verða ráðherra, en óx það starf ekki í augum, því þá hafði ég fengið góða reynslu og var óhræddur.“ „Þegar ég var á síldinni á Siglufirði, varstu ákaflega vin sæll.“ „Nei er það, þú hefur hitt blóðrauða komma.“ „Segðu mér, hver var frum- orsök þess að þú fórst úr kommúnistaf lokknum? “ „Ég barðist fyrir jákvæðri pólitík og vildi að flokkurinn hætti undirgefni vð Sovétrík- in og notaði ekki þeirra mæli- kvarða á alla hluti. Eftir styrj- öldina var ávallt viðkvæðið í flokknum: Það sem kemur frá Stalín og Rússum er hið eina rétta, en þessi afstaða hafði auðvitað í för með sér að hvorki Einar né Brynjólfur gátu verið öruggir um það, 'þegar þeir fóru í bólið sitt á kvöldin, hvaða pólitíska stefnu þeir ættu að praktísera næsta dag. Auðvitað var slík undirgefni heimskuleg, sér- staklega eftir að Sósíalista- flokkurinn komst í þá aðstöðu að taka ábyrgð í málum eins herjarnir hafa fallið í þessa gryfju?" „Já. En nú bryddir samt á miklu meiri vafa hjá þeim ýmsum. Fólk fellur ekki fyr- ir kommúnismanum eins og á kreppuárunum. Hún opnaði honum leiðina, svo fundum við djöfulinn og þá var ekki annað eftir en koma saman nógu sterkum vígorðum." „En af hverju heldurðu að þú hafir gerzt kommúnisti?" „í kreppunni var ég kom- inn á þann aldur, að ég þurfti að fá vinnu. En það var ekki hlaupið að því, eins og ástand- ið var. Faðir minn gerðist Al- þýðuflokksmaður strax og hann kom aftur heim til ís- lands. Hann hafði orðið fyrir áhrifum af Sigurði Júlíusi Jó- hannessyni skáldi, sem var yfir lífi þeirra. En þeir vesal- ings menn, sem urðu nazistar, voru nákvæmlega jafn gin- keyptir fyrir ofbeldinu og við. Þeir sögðu: þarna er ranglæti, og svo ætluðu þeir að leið- rétta það með því að setja sitt réttlæti í staðinn. En þeirra réttlæti var einnig ©f-. beldi. Þegar fólk með svona sál- arlíf, kemst til valda og sér að þjóðfélagið er flóknara og vandamálin meiri en það hugði, grípur það oft til þess að vernda ranglætið með lög- regluvaldi. Það sér enga aðra leið en þá, að þjóðfélagið falli inn í teoríuna og vinnur að því með öllum ráðum.“ „Heldurðu að þú hefðir beitt ofbeldi á þessum árum, ef þú hefðir getað?“ Systkinin hcima á Húsavík skömmu áður en þa u fóru með foreldrum sinum til Kanada, talið frá vinstri: Sigurður (hjá Rafmagnsveitu Reyk javíkur), Ásgeir (málarameistari, lézt í fyrra), Pétur (læknir á Fæðingardeild Landspítalans), Jakob (verzlunarmaður), Hallgrímur (barna- kennari), Petrína (teiknari) og Aki. og hann þurfti að gera í Ný- sköpunars t j órninni. “ „Breyttist þá afstaðan til Sovétríkjanna eitthvað eftir styrjöldina?“ „Já, það gerði hún. Fyrir styrjöldina voru Sovétríkin fjarlægt land og lítill sem eng- inn þátttakandi í alþjóðapóli- tík. Það helzta sem okkur barst þaðan voru tiltölulega saklausar yfirlýsingar um frið. Fyrsti vandinn sem Sovét- stjórnin kom íslenzkum komm únistum í voru samningarnir við Hitler og Finna-stríðið.“ „En þú varst mjög harður kommúnisti á þessum árum, Áki?“ „Já, það var ég, geysiharð- ur kommi.“ „Er þetta ekki slæmur sjúk- dómur?“ „Nei, hann er ákaflega þægi- legur; maður þarf ekki að glíma við nein vandamál. Allt leysist af sjálfu sér; ekkert er til nema svart eða hvítt. Þetta ástand er mjög ánægjulegt. Það á vel við unglinga sem eiga erfitt með að taka á- kvörðun. Eitt meðal við öllum sjúkdómum: Marxismi. En þeir menn sem hafa þessa ein- földu afstöðu alla tíð fara á mis við margt í lífinu og vérða aldrei annað en börn; taka ekki út sinn vöxt eins og sagt er. Þeir gera öll vandamál miklu einfaldari en þau eru.“ „Og finnst þér gömlu sam- jafnaðarmaður og mikill hug- sjónamaður og hreif hugi margra íslendinga í Kanada. Ég lét mér ekki nægja að fylgja Alþýðuflokknum, lík- lega vegna þess að hann var þá oftast í stjórn með Fram- sókn án þess að leysa það mikla vandamál, sem að steðj- aði á þeim árum, atvinnuleys- ið. Það var bókstaflega eins og okkur_ unglingunum væri ofaukið. Ég fékk enga vinnu fyrr en 1935, og þá fyrir kunn- ingsskap við Jakob Guðjohn- sen. Þá var ég í Háskólanum, hafði verið skráður í hann 1931. En það sem hafði úrslita- áhrif og réð því að ég varð kommúnisti var kuningsskap- urinn við frænda minn Sverri Kristjánsson, sem þá var ung- ur og glæsilegur maður og eld- heitur kommi. Hann var mik- ill agitator í þá daga. En mér finnst hann hafa staðnað vegna þess að hann hefur ekki vaxið upp úr þeirri villu, að ekkert sé til nema svart og hvítt. Þetta er ungæðisleg afstaða og stórhættuleg, þegar fram í sækir. Á þessum árum urðu sumir nazistar. Þeir urðu það af sömu ástæðum og við urð- um kommúnistar. Þjóðviljinn er stundum að býsnast yfir því og ásækja fólk fyrir að hafa verið nazistar, það á að vera einhver ferlegur dómur „Vafalaust. Ef ég hefði kom izt til valda meðan ég var í þessu sálarástandi, hefði ég beitt ofbeldi eins og aðrir kommúnistar.“ „En ykkur datt aldrei í hug að beita ofbeldi í Nýsköpun- arstjórninni?" „Nei, það datt okkur ekki í hug. Og þá var ég farinn að læknast. Þegar ég komst í á- byrgðarstöðu sem bæjarstjóri á Siglufirði, gjörbreyttist við- horf mitt og ég fór að gera mér ljóst hvað lífið er flókið, og hvað þessi eini mælikvarði kommúnista á svart og hvítt er rangur. En ef ég hefði ver- ið neyddur til ofbeldisverka, hefði það vafalaust hreyft samvizkuna í fyrsta skipti, svo hefði samvizkan sofnað fljótlega aftur og ofbeldið ver- ið notað í valdabraskinu eins og svarti galdur á miðöldum. Það skaltu samt vita að menn verða ekki ofbeldisseggir vegna þess þeir séu vondir, heldur af því þeir komast inn í vítahring þar sem þess er krafizt að þeir verði illmenni og þróist smám saman í þá átt að láta tilganginn helga með- alið. íslenzkir kommúnistar mega vera þakklátir fyrir að hafa ekki komizt til valda, því þá hefðu margir þeirra orðið verri menn en þeir nú eru. Kenningin kallar á ill- mennsku. Allt er afgreitt með þessum orðum: Flokkurinn, kenningin þarfnast þessa og hins. Og í krafti þess er of- beldi beitt.“ „Datt þér nú aldrei í hug að beita ofbeldi í Nýsköpunar- stjórninni?" „Nei, það datt mér ekki í hug. Það var talað um að ég fengi dómsmálin í hendur, en ég vildi það ekki af ótta við að komast einn góðan veður- dag í þá aðstöðu að þurfa að beita valdi og þá yrði freist- ingin of sterk. Og það má Brynjólfur eiga, að ég held hann hafi hugsað eitthvað svipað. Svo varð Finnur Jóns- son dómsmálaráðherra eins og þú veizt, þó haxm væri ekki lögfræðingur.** „Hvað varstu gamall þegar þú varðst ráðherra?“ „Þrjátíu og þriggja ára.“ „Og þá hefurðu fengið út- rás?“ „Það er hollt fyrir stjóm- málamenn að verða ráðherrar snemma. Það er óhollt að ganga lengi með ráðherrann í maganum, það getur komið niðiu: á umhverfinu.“ „Svp ég víki aftur að úr- sögn þinni úr Sósíalistaflokkn um; hvers vegna dróstu þig ekki í hlé og lézt svo pólitík liggja milli hluta?“ „Þegar ég var kominn I andstöðu við flokkinn fannst mér ábyrgðarleysi að taka ekki opinbera afstöðu gegn kommúnistum. Ég hafði róið lengi á þeirra borð og fannst skylda mín að gera heyrin- kunnugt, að ég hefði sagt skilið við þá og af hverju. Ekki varð ég fyrir neinum persónulegum óþægindum af þessari ákvörðun, en Þjóð- viljinn réðst auðvitað harka- lega á mig og jafnvel stóð til að birta mynd af mér ásamt Hitler og skýra frá því að ég væri nazisti. Þjóðviljinn er enn undir fargi persónulegs terrors, því hann veit að flest- ir bogna eitthvað við persónu legar árásir og margir þora ekki að rísa gegn kommúnist- um af ótta við að verða fyrir slíkum árásum. Ofbeldd Þjóð- viljamanna birtist sem betur fer aðeins í skrifum þeirra, en það mundi koma fram í athöfnum, ef þeir hefðu tök á. Eða líttu á Félagsdóm og hvernig þeir skrifa um, hann. Þeir birta myndir af dómurunum og elta þá og reyna að gera þá að djöflum í augum almenn- ingsálitsins, þetta eru ná- kvæmlega sömu aðferðirnar og nazistar notuðu á sínum tíma. Annars er ég óánægður með, hvernig blöðin hafa skrifað um úrskurð Félags- dóms. Það er eins og þau séu að skrifa um samþykkt í stúdentafélaginu. En þetta er dómur. Og honum verður ekki áfrýjað. Annaðhvort eru dómstólar á íslandi eða ekki“. „Þú talaðir um Þjóðvilj- ann. Þú hefur auðvitað kynnzt stjórnendum hans“. „Já auðvitað. Magnús Kjart- ansson gekk í kommúnista- flokkinn skömmu eftir stríð. Ég vonaðist til, að hann yrði talsmaður frjálslegra við- horfa og hjálpaði okkur í bar- áttunni við öfgamennina, enda kom hann frá alþýðu- flokksheimili, þar sem ríkir víðsýni og líberöl sjónarmið. Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.