Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 1
24 siður og 49. árgangur 259. tbl. — Sunnudagur 18. nóvember 1962 Prentsmiðja Morgunblaðsln* * Sendimenn Kdbu undir- bjuggu skemdarverk í USA New York, 17. nóv. — (AP) — • TALSMAÐIIB bandarísku leynilögreglunnar, FBÍ, skýrði frá því í dag, að handteknir hafi yerið í New York þrír kúbansk- Misheppnuð tilrnun SAS — segir Kristján Cuðlaugsson MBL. átti í gær tal við Kristján Guðlaugsson stjórn- arformann Loftleiða. „Við er- um mjög rólegir," sagði Kristj án, og mál SAS breytir engu í okkar augum. Hér er um að ræða mósheppnaða tilraunSAS til þess að torvelda starfsemi Loftleiða, en við höldum okk ar striki og höfum engar á- hyggjur. Við getum ekki ann að gert en að votta SAS sam- i úð okkar." ir menn, sem gert hafi áætlanir um skemdarverk í Bandaríkj- unum. Fannst verulegt magn vopna og skotfæra í fórum þeirra, og gögn er sýndu, að þeir hafa unnið að því að þjálfa til skemmd arstarfsemi aðra landa sína, sem búsettir eru í Bandaríkjunum, en hliðhollir Castro. Þrír menn úr sendinefnd Kúbu hjá Sameinuðu þjóðunum eru við mál þetta riðnir og var einn þeirra handtekinn. Hinir tveir njóta friðhelgi réttar erlendra stjórnarerindreka og voru ekki handteknir, enda þótt víst væri, að þeir hefðu vopn og skotfæri í fórum sínum. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar farið þess á leit, að þeir verði sendir heim. Hinir handteknu eru: Roberto Santiesteban Casanova, 27 ára og nýkominn til New York til þess að taka sæti í sendinefnd Kúbu hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann hafði ekki enn fengið skilríki er kveða á um friðhelgi erlendra sendimanna hjá SÞ. Marino Ant- Hætta Norð- menn við Færeyjaflug? Einkaskeyti til Mbl. frá Fær- eyjum. 17. nóv. Talsmaður norska flugfé- lagsins Björum-fly sagði í við tali við fréttamann færeyska útvarpsins í dag, að félagið neyðist til þess að breyta fyr- irætlunum sínum um flugð til Færeyja eða e.t.v. hætta alveg við þær, þegar Flugfé- lag íslands hefur ákveðið flugferðir til Færeyja. — Arge. onio Esteban Del Carmen Suer- ire Y Cabrera, 22 ára og Jose Garci'a Orelanne, 42 ára, sem sagður var reka verkstæði í New York, þar sem vopn og skotfæri fundust. Talsmaður leyniþjónustunnar segir ,að tíu menn aðrir, sem voru við málið riðnir, hafi verið I kvaddir til að bera vitni er rann sókn fer fram í mál mannanna þriggja. Hinir tveir fyrrgreindu meðlimir sendinefndar Kúbu, eru Jose Gomez Abad, 21 árs og tví- tug kona hans, Elsa. Þau eru sögð hafa komið vopnum og skotfær- um til Garcia, en hann og Sueiro eiga að baki langan feril í þágu stuðningsmanna Castros í New York. Þegar Santiesteban Casanova var handtekinn bar hann á sér hlaðna skammbyssu. Hann veitti öflugt viðnám er hann var hand— tekinn og reyndi m. a. að gleypa bréfmiða, rneð uppskriftum að sprengiefni, sem hann hafði í fór- um sínum. Morgunblaðið hefur átt1 samtal við Áka Jakobs- son, fyrrum ráðherra, og birtist það á bls. 10 og 15 í blaðinu í dag. í samtalinu segir þessi fyrrum forystumaður íslenzkra kommúnista m.a. frá störfum sínum í kommúnistaflokkn- um, og má ætla að margir hafi hug á að kynnast þeim og öðru sem á daga hans hefur drifið. SAS hefur ekki bcðið nm aðstoð BML. átti í gær stutt sam- tal við sendiherra Svía á íslandi, August von Hart- mansdorff. Sagði sendi- herrann að honum hefði á föstudagskvöldið borizt skeyti frá upplýsingadeild sænska utanríkisráðuneyt- isins, þar sem honum hefði verið greint frá því að ríkisstjórnir Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur hefðu haft samband sín á milli vegna SAS-málsins, svo og við forráðamenn SAS til þess að kynna sér áform félagsins. — Sendi- herrann sagði að stjórn SAS hefði ekki farið þess á leit við ríkisstjórnir Norðurlanda að fá frá þeim „diplomatiska“ að- stoð í málinu. á>- Könnunarflugi yfirKúbu haldið áfram þar tíl Castro fellst á eflirlil segir Castro að þess megi vænta Castro ítrekar, að stjórn hans Washington, 17. nóv. — (AP-NTB-Reuter) UPPLÝST var af hálfu handa ríska utanríkisráðuneytisins /umr s*num’ tær verði fyr- síðdegis í gær, að Bandaríkja- stjórn muni halda áfram könnunarflugi yfir Kúbu, þar til stjórn Fidels Castro hefur tekið upp aðra stefnu, varð- andi eftirlit með brottflutn- ingi árásarvopna frá eynni. — Kveðst Bandaríkjastjórn að sjálfsögðu gera nauðsynlegar ráðstafanir til varnar flugvél- ír arasum, svo hefur boðað. sem Castro Þessi yfirlýsing utanríkisráðu- neytisins er svar við bréfi því frá Fidel Castro til U Thant, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, sem birt var í aðalstöðvun- um í New York í gær. — Þar Þeir stirðna af hræðslu" segja kínverskir kommúnistar að hver sú flugvél, sem brjóti lofthelgi Kúbu verði skotin nið- ur. Segir hann bandarískar flug- vélar fljúga daglega og oft á dag inn yfir Kúbu, Ijósmyndir hafi ekki aðeins verið teknar af eld- flaugastöðvunum, sem verið sé að rífa niður, heldur hafi hver þumlungur eyjarinnar verið ljós myndaður af bandarískum könn- unarflugvélum. • Fellst aldrei á eftirlit Castro kveðst hafa gert allt, sem í hans valdi standi, til þess að koma í veg fyrir árekstra, í líkingu við það, er U-2 flugvél in var skotin niður 27. okt. sl., en nú sé þolinmæði hans á þrot um. Hann hafi margsinnis varað við þessu könnunarflugi, ekki sízt með hliðsjón af þeim við- ræðum, sem nú standi yfir, til friðsamlegrar lausnar deilu stór' veldanna — og hann leggur jafn framt áherzlu á, að um fullveldi kúbönsku þjóðarinnar og kúb- anskt landssvæði verði aldrei unnt að semja. muni aldrei fallast á eftirlit á kúbönsku landi, hvorki eftirlit einnar þjóðar né alþjóðlegt eft- irlit. Hann ítrekar einnig kröfu sýna um, að Bandaríkjamenn rými flotastöðina í Quantanamo. • Eitt svar Bandarísku stóðblöðin „New York Times“ og „New York Her ald Tribune" ræða í dag hótanir Castros um að skjóta niður banda rískar könnunarflugvélar — og eru á einu máli um að svar Banda ríkjamanna geti í slíku tilfelli að eins orðið á einn veg. New York Times segir í ritstjómrgrein, að Castro og vinir hans hljóti að vita, að um margar leiðir sé að velja til varnar könnunarflugvél um og þær verði notaðar. Hljóti að verða öllum fyrir beztu, að Castro fallist á eftirlit með því að vopnin verði flutt frá Kúbu — hann hafi sjálfur komið sér í þá úlfakreppu, sem hann sé nú í og geti ekki látið, sem ekkert hafi gerzt með því að tala fjálgum orðum um fullveldi Kúbu og sjálf stæði. Framlh. á bls. 2. Hong Kong, 17. nóv. — NTB-AFP — ENN hefur kínverski komxn- únistaflokkurinn gert óbeina árás á sovézka kommúnista- flokkinn — í þetta sinn með langri grein í tímaritinu „Rauði fáninn“. Segja stjórn- málafréttaritarar í Hong Kong, að greinin sé greini- leg sókn kínverska alþýðulýð veldisins í viðleitninni til þess að taka forystu í hiniun kommúniska heimi. # Tímaritið „Rauði fáninn" er gefið út af miðstjórn kin- verska kommúnistaflokksins og í 5000 orða ritstjórnargrein seg- ir, að kommúnistar allra landa heims verði að halda fast við þá stefnu, að hinar marxísk-lenín- ísku kennisetningar séu hið eina sanna hugmyndafræðilega vopn — og jafnframt beri þeim að fullkomna baráttuaðferðir sínar í þeirri stéttabaráttu, sem taki til heimsins alls. Forystumönnum Sovétríkj- anna eru veittar nafngiftirnar „nútíma endurskoðunarsinnar" og „títóistar" og í greininni er fordæmd stefna friðsamlegrar samúðar. í greininni segir m.a.: „Sjái kommúnistar ekki, að heimsvelda stefnan og afturhaldsöfl hinna einstöku landa eru í eðli sínu veik, þótt þau beri merki styrk- leika hið ytra, munu kommún- istar Verða hvikulir í baráttu sinni, þeir munu hika við að berjast til sigurs í baráttu, sem þeir geta raunverulega unnið“. Þessi athugasemd þykir ein- dregin ábending til kommúnista um mat Kínverja á afstöðu Sov- étstjórnarinnar í deilunni um Kúbu. • Birt I öllum dagblöðum í Feking 1 Reuters-frétt frá Peking segir, að þótt ekki sé enn hafin sala á þessu tímaritshefti „Rauða fánans“, hafi flest dagblöðin í Peking birt greinina, ásamt rit- stjórnargreininni, sem „Dagblað lþjóðarinnar“ birti á fimmtudag. Báðar þykja greinarnar ljós Framh. á bls. 23. Neita að boða samúðarverkfall S AMNIN G ANEFND sjómanna í síldveiðideilunni hefur óskað eftir því við sjómannafélögin, að þau lýsi yfir sam- úðarverkfalli á öllum fiskibátum vegna verkfalls á síld- veiðibátum. Niðurstaða þessarar málaleitunar varð sú, að sjómenn hafa neitað að boða samuðarverkfall, alls staðar nema í Hafnarfirði. Þar varð samúðarverkfallinu þó aflýst, en það átti að koma til framkvæmda í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.