Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 10
10
M O RG V /V U L Att 11>
Sunnudagur 18. nóv. 1962
MMII—Hl——KgBWEgS3ninBgaTOg^T»a^.KM8mgMMK'M^gi>&t!iH8BUI^lEailgi?;EiEMBiBMBaSBi3BBS3CT,«í3ai»3t:,aR.:''aj%s£asBffliæBMl
Allt afgreitt meö þessum orðum:
Flokkurinn, kenningin þarfnast þess
Áki Jakobsson les handritið að samtalinu að heimili sínu
Skeiðavogi 7. (Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.)
I.
Það var fimmtudagur 15.
nóvember. Ég átti erindi við
Sverrl Hermannsson, for-
mann LÍV, og heimsótti hann
í slkrifstofu samlbandsins í
Tjarnargötu 14. Ég átti ekki
von á neinurn sevintýrum í
þessari prósaísku laiuniþega-
skrifstofu, þar sem allt var á
tjá og tundri: blöð formanns
ins og skjöl í stöflum á skrif
borðinu og hann í þungum
þönkum eins og vera ber, ný
orðinn fullgildur aðili að Al-
iþýðusamibandi íslands. Nei,
ævintýri átti ég ekíki von á
að Tjarnargötu 14 þennan dag
En þegar ég kom inn í skrif-
stofuna, sat Áki Jakobsson, lög
fræðingur og fyrrum ráð-
herra. 1 stól andspænis for-
manninum og ræddust þeir
við innvirðuiega; tveir
menn sem höfðu barizt saman
fyrir lögum og rétti og sigr-
að; tveir menn sem höfðu trú
að á réttlæti lýðræðisþjóðfé-
lagsins og orðið að tni sinni.
Þannig komu þeir mér fyrir
sjónir. Áki sagði formannin
um frá því, að hann teldi dóm
Félagsdóms sinn mesta pers
ónulega sigur. Ég lagði við
hlustirnar og gat ekki séð að
það truflaði þá félaga. Þvert
á móti tóku þeir mér vel og
sagði Áki okkur fréttir nokkr
ar úr því myrka völundar-
húsi, sem kallast íslenzk póli
tík. Við spurðum hann hve-
nær hann teldi að Íslending
um hafi stafað mest hætta af
því, að hér væri beitt ofbeldi
í póUtískri baráttu. Hann svar
aði, „fslenzka þjóðin var í
mestri hættu að verða ofbeldi
að biáð 1932. Þá miunaði litlu
að við leystumst upp í stríð
andi hópa, sem berðust á göt-
unum. Þá held ég að það hafi
verið lón íslenzku þjóðarinn
ar. að Ólafur Thors skyldi
vera dómsmálaráðherra; gegn
sýrður lýðræðissinni eins og
hann hefur ávallt verið. Ræð
ur í bæjarstjórninni um at-
vinnubótavinnuna voru í senn
próvókatífar og hættulegar.
En humanismi Ólafe Thors
sagði honum að hætta væri á
ferðum. Þá, eins og ávallt,
hafði hann óbeit á valdlbeit-
ingu og tókst að halda þannig
á málum, að öldurnar voru
lægðar í hugum þessara
stríðandi hópa. Eins og þið
vitið var barizt af hörfcu 9
nóvember þetta ár, eða fyrir
rétt rúmum 30 árum, og marg
ir lögregluþjónar stórslasaðir
og hin mesta mildi að eng-
inn beið bana. í þessum á-
tökum held ég Ólafur Thors
hafi unnið sitt mesta póli-
tíska afrek.“ „Tókst þú nokk
urn þátt í þessum slag?“
spurðum við Áka. „Nei, ég
var ekki í bænum. Aftur á
móti var ég með í slagnum 4.
júlá, eins og hver annar veru
lega góður kommi.“
Þetta var nóg. Ég sagði við
sjálfan mig, hvermg stendur
á því að engum hefur dottið
í hug að eiga samtal að Áka
Jakobsson? Fáir íslendingar
eiga jafn fjölskrúðugt póli-
tískt líf að baki sér og hann.
Og þó hann hafi stundum ver
ið grunaður um græsku hefur
honum aldrei verið frýjað
vits. Svo ég sagði við hann,
,.Heyrðu Áki, er ekki kom-
inn tími til að ég eigi við þig
samtal í Morgunblaðið?"
Hann horfði á mig án þess
honum brygði. „Ef þú ert þeirr
ar skoðunar, hef ég ekkert á
móti því“, sagði hann.
Og við ákváðum að hittast
á heimili hans, Skeiðarvogi 7
fcL 8.15 um kvöldið. Þangað
kom ég á tilsettum tíma og
við röbbuðum saman um
fcvöldið og fer samtalið hér á
eftir í höfuðdráttum. Þess
ber þó að geta að á veggnum
yfir sófanum, sem ég sat í,
hangir stórt málverk eftir
Svavar Guðnason; sterkt og
eggjandi og eins og innsigli
þeirrar staðreyndar að hús-
bóndi þessa heimilis hefur
aldrei fallið fyrir rússnesfcum
sósíalrealisma og lömgum haft
ánægju af öðrum hlutum en
glerharðri pólitík.
n.
,,Þú heitir Áki Jakobsson.
Hvaða Jakob var faðir þinn?“
„Þessi Jakob hét Jón,“
sagði Áki og brosti. „Hann hét
Jón Ármann Jakobsson. Hann
fluttist með fjölskyldu sína til
Ameriku og þar notuðum við
föðurnafn hans, eins og hvert
annað ættarnafn. Og við höf
um haldið þeim sið síðan.
Jón faðir minn var ættaður
úr Mývatnssveitinni. sonur
Jakobs Hálfdánarsonar,
bónda á Grímsstöðum við
Mývatn og Petrínu Kristín-
ar Pétursdóttuir frá Reykja-
hlíð. Jakob afi minn var stofn
andi Kaupfélags Þingeyinga,
eins og þú kannski veizt, og
fynsti kaupfélagsstjóri þess.
Mikill samvinnumaður. Faðir
minn hóf ungur ‘störf hjá
Kaupfélagi Þingeyinga sem
Jón Armann Jakobsson,
faðir Áka.
stofnað var 1882, og þvi flutt
ist hann til Húsavíkur. Hann
var sölustjóri kaupfélagsins
þangað til 1893, en stofnaði
þá sína eigin verzlun og út-
gerð og rak til 1913. Þá stóð
hann í skuldabazli og var
gerður upp og fluttist með
konu sína og börn til Kanada.
Móðir mín hét Valgerður Pét
ursdóttir úr Ánanaustum."
„Og hvað voruð þið mörg
systkinin?"
„Við vorum sjö á aldrinum
tveggja til tíu ára“.
„Þetta hafa verið erfið ár“.
„Já, þau voru erfið. Fisk-
aðist lítið og sfculdir björguð
ust illa, en þó tókst föður
mínum að gera upp verzlun-
ina án þess að hann yrði gjald
þrota.“
„Verzlaði hann í samkeppni
við kaupfélagið?“
„Já, það gerði hann. En afi
minn var svo harður kaup-
félagsmaður, að í mörg ár
steig hann ekki fæti í verzlun
sonar síns af prinsíp ástæð-
um“.
„En urðu þeir beinlínis ó-
vinir?“
„Nei, langt því frá. Ástæð
an til þess að faðir minn fór
frá kaupfélaginu var einfald
lega sú, að Jafcob hafði svo
lágt kaup að hann gat efcki
framfleytt sinni stóru fjöl-
skyldu. Föður mínum þótti
því rétt að reyna nýjar leiðir
til að hjálpa upp á sakirnar.
Auðvitað fór hann í mikilli
óþökk föður síns og hann
þoldi honum illa vistaskiptin.
Hann var mikill hugsjóna-
maður. Auk þess sem kaupið
var lágt bar kaupfélagsstjór-
inn ábyrgð á allri rýrnun sem
á þeim tíma var alldrjúg og
var hún dregin frá kaupi hans
Nú er ég hræddur um, að öld
in sé önnur í beim herbúð-
um.“
„Svo faðir þinn hefur nán
ast flúið til Ameríku?"
„Faktískt gerði hann það.
En í Þingeyjarsýslu á þeim
tíma þótti ekkert tiltökumál
að taka sig upp og flytjast til
Vesturheims með all't sitt
'hyski. Við áttum frændfólk í
Kanada og vesturförin var á-
litin tiltölulega góð lausn á
brýnu vandamáli. íslending-
ar. sem farið höfðu til Vest-
urheims, létu vel af dvölinni
þar, og hví þá ekki að freista
gæfunnar? Það gat varla ver-
ið verra en hálfsvelta hér
heima.
Guðmundur Jörundsson bjó
á Þönglabakka í Þorgeirsfirði
en þar skammt frá bjó Björn
Líndal stórbúi á Kaðalstöðum
í Hvalvatnsfirði. Björn var
lögfræðingur Landsbankans
og fór til Hjúsavíbur að gera
fjárnám í bátum föður míns.
Fór Guðmundur með honum,
en drukknaði á heimleiðinni í
Skjálfandaflóa. Föður mínum
þótti það einkennileg ráðstöf
un forsjónarinnar, þegar ég
mörgum árum sfðar gifttist
Helgu dóttur Guðmundar Jör
undssonar. Hann lét þess get
ið, þegar ég kynnti hana fyr
ir honum."
„Heldur þú að mönnum séu
örlög búin?“
,,Það er engu líkara, eða
hugsaðu þér bara: að hrökkl-
ast til Vesturheims og koma
heim aftur til að giftast dótt-
ur Guðmundar Jörundssonar,
Ég get ekki að því gert að mér
finnst oft eins og líf okkar
sé fyrirfram ákveðið; þó verð
ég einhvern vegin mest var
við þessa tilfinningu, þegar
ég hef verið ranglæti beittúr
Það hefur ávallt orðið mér til
góðs. Áður fyrr var ég gram
ur eða jafnvel reiður ef mér
fannst vera níðst á mér, en
nú er ég upp úr því vaxinn.“
„Og hvenær finnst þér að
þú hafir verið mestu rang-
læti beittur?"
„Mér þótti Morgunblaðið
og forystumenn Sjálfstæðis
flokksins á ^ínum tíma beita
mig miklu ranglæti. Ég var
þessum mönnum að vísu ekki
sammiála og likaði ekki stjórn
málastefna flokksins, það skal
játað, en þeir gerðu allt til
að grafa undam mér í Sósía-
listafiokknum og höfðu þó
nokkur áhrif í þá átt. Þá réðu _
Brynjólfur og Einar flofckn-
um einir en strax eftir aðför-
ina að méæ misstu þeir tökin
á Hði sínu og nú er Brynjólf-
ur alveg dottiran út úr póH-
tík og Einar búinn að missa
þau tök, sem hann hafði.“
„Þú segir „aðförina að mér“,
en ég hélt þú hefðir yfirgefið
flokkinn?“
„Já. það gerðí ég. En auð
vitað átti brottför mín úr
Sósíalistaflofcknum siran að-
draganda. Og það var ekki
fyrr en mér fannst öll sund
lokuð, að ég sagði skilið við
félaga mdna. Þú heldur
toannski að þetta hafi gerzt
átakalaust. Ó nei. Ég háði
harða innri baráttu, átti í
miklu sálarstríði áður en ég
yfingaf æskuhugsjón mina og
félaga. Það er margt á undan
geragið, áður en maður stíg-
ur slífct skref. Ég þoldi ekki
að vera meðsekur í þeim
hættulega skollaleik, sem heit
ir kommúnistaflokkur á ís-
landi. Mér varð þetta smám
saman ljóst. ég varð að fara.
Átti ekki annans úrkosta. Og
mér .íður vel núna, ágætlega
eins og þú sérð; að vera laus
við þessa spennitreyju for-
dóma og einstrengingslegra
viðhorfa. Ég held að of fáir,
sem fylgt hafi kommúnistum
að málum, geri sér grein fyr-
ir, hve mifclu betur þeim
smundi líða og hve miklu víð
sýni þeir mundu verða, ef
þeir þyrðu að láta að ósk sinni
Og segðu algjörlega skilið við
flokkinn. Flestir þessara
manna halda áfram að greiða
flokknum atkvæði og þora
ekki að gera upp við sig þá "
ægilegu staðreynd að fcomm
únisminn er útlegð frá öllu
því bezita sem þeir hafa sótzt
sftir og tileinkað sér í Hfinu.“
Samtal við
*
Aka Jak-
obsson
fyrrum
ráðherra
,.En varstu ekki hræddur
um að þú mundir skemmta
andsiæðingum þínum: datt
þér „>að aldrei í hug?“
„Nei, ég var svo þaulæfð
ur í pólitískri baráttu, að ég
óttaðist enga slíka komplexa.
Ég var búinn að gera upp við
mig bá staðreynd, að andstæð
ingarnir voru alls ekki þær
ófreskjur sem haldið
hafði verið fram bæði
af mér og öðrum; það þýðir
víst ekki annað en segja eins
og er: ég var ekki barnanna
Framhald á bls. 15.
t faHnrovStim Sa$t