Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 24
FBÉXTASIMAR MBL.
— eftir lokun —
Erlendar fréttir: 2-24-85
Innlendar fréttir: 2-24-84
259. tbl. — Sunnudagur 18. nóvember 1962
/ Kaupmannahöfn
Með hverri Faxa-flugferð til K.-
hafnar kemur MBL. samdægurs í
Aviskiosken, i Hovedbanegárden
616 þúsund tonna
afli á 8 mánuöum
iUm átta leytið í gærmorgun
var þessi vörubifreið á leið
vestur Borgartún. Þegar hún
var komin rétt vestur fyrir
[gatnamót Nóatúns rakst hún ]
Já tunnu, fulla af sandi, sem •
f þarna hefur verið sett til þess
að vara menn við hitaveitu-
skurði, sem þarna er verið að
vinna í. Afleiðingin varð sú,
að bifrejðin kastaðist út í
skurðinn og skemmdist mjög
mikið, eins og myndirnar
sýna. Bilstjórinn getur ekki
gert sér grein fyrir því,
hvernig á þessu stóð.
(Ljósm.: Sv. í>.)
1
i síðastliðinni viku vair í fram-
haldi af þessu máli rætt um
hvort ekki væri rétt að hafa sliika
tannlæknavakt nú um jóladag-
ana. Var það mál ekki endan-
lega afigreitt, en að öllu óbreyttu
mú líklegt telja, að svo verði.
Verði af slíkri „tannpínuvakt“
HEILDÆAFLINN fyrstu 8 mán.
uði ársins var 016.269 tonn. Á
sama tíma 1961 var heildarafl-
inn 500.082 tonn.
Bátafiskurinn varð 593.788
tonn og togarafiskurinn 22.480
tonn. Samsvarandi tölur fyrir
árið 1961 voru: Bátafiskur
446.808 tonn og togarafiskur
53.275 tonn.
Af heildaraflanum var síld
382.235 tonn. humar 2.274 tonn
Saksókn
í athugun
ísafirði, 17. nóv.
RANNSÓKN í máli Matthew
Mecklenburgh, skipstjóra á
berzka togaranum Lord Middle-
ton frá Fleetwood, sem Albert
tók að ólöglegum veiðum fyrir
Vestfjörðum í vikunni, lauk hér
á föstudag. Var málið síðan sent
til saksóknara ríkisins til um-
sagnar, en kl. 5 í dag var svar
ókomið frá Reykjavík. Búizt er
við því á morgun.
Skipstjórinn er ekki sá hinn
sami Mecklenburgh, sem dæmd-
ur var fyrir landhelgisbrot á Seyð
isfirði í september sl. heldur son-
ur hans. Faðirinn var þá dæmd-
ur í 260 þús. kr. sekt.
Stærsta flaug
USA gafst vel
Canaveralhöfða, 16. nóv.-AP.
í DAG var skotið á loft frá
Canaveralhöfða eldflaug af
gerðinni Saturn, stærstu eld-
flaug Bandaríkjanna, sem fyr-
irhugað er að nota til þess að
koma gerfihnöttum til tungls
ins. Tilraunin er hin þriðja,1
sem gerð er með Satum og
tókst hún í alla staði prýði-
lega. Þó er þetta í fyrsta sinn
sem fyrsta þrep hennar flytur
fullfermi eldsneytis, 375 lest-
ir súrefnis og parafín. Við
fyrri tilraunir bar flaugin 310
lestir eldneytis.
Satum-eldflaugin sem vegur
550 tonn fór í 160 km hæð,
sleppti þar 23.000 galionum
af vatni, sem samstundis mynd
aði ísský. Eldflaugin lenti sið
an í Atlantshafinu.
og rækja 349 tonn. í ágústlok
1961 voru samsvarandi tölur:
Síld 248.600 tonn, humar, 1.409
tonn og rækja 430 tonn.
Fundur
stóð enn
Sáttasemjari ríkisins boðaði
samningafund í síldveiðideilunni
kl. 4 síðdegis í gær, laugardag
Er Mbl. fór í prentun stóð fund-
urinn enn.
Tannfæknar ræða mðgu-
leika á „tannpínuvakt"
MORGUNBLAÐH) hefur fregn-
að að forráðamenn Slysavarð-
stofunnar hafi fyrir skemmstu
snúið sér til Tannlæknafélags ís
landn og farið þess á leit að fél-
agið athugaði hvor. það sæi sér
fært að beita sér fyrir því að
komið verði á fót „tannpínuvakt“
þ.e.a.s. að tannlæknir, sem fólk
geti leitað til í tanpinutilfellum,
verði á vakt um nætur og helgi
daga, þegar tannlæknastofur eru
ekki opnar.
Mlál þetta hefur verið til um
ræðu á tveimur fundum í Tann-
læknafélaginu, sem ekki hefur
enn tekið endanlega afstöðu til
málsins. Á daginn hefur þó kom
ið að tannlæknar vilja ekki hafa
vatot þessa á eigin stofum, sök
um hugsanlegs ágangs drukk-
inna vandræðaimanna. Telja
tannlæknar eðlilegra að Slysa-
varðstofan komi sér upp tann-
læknatækjum og tannlæknar
bæjarins skiptist síðan á um að
standa vafctina þar.
Á fundi í Tanr. stonafélaginu
Siggi sixpensari í
Alþýðusambands-
þing sett á morgun
ALÞÝÐUSAMBANDSÞING verð
ur sett á morgun, mánudag, kl.
4 e. h. í KR-húsinu við Kapla-
skjólsveg. Þingið sækja fulltrúar
frá um 150 sambandsfélögum
viðsvegar á landinu, og eru þeir
um 360 talsins.
Flesta fulltrúa á þinginu eiga
Verkamannafélagið Dagsbrún,
Reykjavík, 34 fulltrúa, Lands-
samband íslenzkra verzlunar
manna 33 fulltrúa, Sjómanna-
sambandið 24 fulltrúa, Iðju, fé-
lag verksmiðjufólks 18 fulltrúa
og Verkakvennafélagið Fram-
sókn, Reykjavík 16 fulltrúa.
Fulltrúar utan af landi voru
þegar farnir að tínast til Reykja-
víkur í vikulokin en búizt var
við að þeir kæmu flestir á laug-
ardag eða í dag. Búast má við
að þingið standi alla þessa viku.
EIN af vinsælustu teikni-
myndahetjum veraldarinnar,
Siggi sixpensari, hefur geng-
ið í þjónustu Lesbókar Morg-
unblaðsins, og byrjar hann
feril sinn í Lesbókinni í dag.
Siggi sixpensari er náungi
sem flestir mundu sennilega
hliðra sér við að bjóða heim
til sín, því að hann mundi ef-
laust fleygja sér í bezta stól-
inn í stásstofunni, skella löpp
unum upp á stofuborðið, auð
vitað án þess að fara úr skón
um, með vindlinginn hang-
andi niður úr öðru munnvik-
inu og sixpensarann dreginn
niður fyrir augu. Haft er fyr-
ir satt, að enginn hafi séð
augun í Sigga — etoki einu,
sinni teiknarinn, hvað þá kon
an hans, hún Tóta.
Þið skuluð vara ykfcur á
að þiggja heimiboð frá manni
eins og Sigga sixpensara, því
hann mundi segja að þið getið
komið klukkan sjö og etoki
sé annað en sparka upp hurð
inni með löppinni. „Með löpp-
inni??“ munduð þið náttúr-
lega spyrja dálítið undrandi.
„Já, þið hafið þó etoki hugs-
að ykkur að koma tómhent?"
mundi Siggi þá svara alveg
blátt áfram. Svona er hann.
Siggi sixpensari er svo ó-
félagslyndur og einfaldur ná-
ungi, að við eiguirn bágt með
að trúa því, að hann eigi sér
nokikra hliöstæðu. Ef svo ó-
líklega skyldi vilja til, er á-
reiðanlega löngu búið að koma
slíkum manni fyrir á uppeldis
heimili fyrir vangefna ein-
staklinga.
Hvemig eruð þér sjálfur
sem eiginmaður?
Það á kannski ekki við í
þessu samhengi, en við von-
um að þér eigið ekkert sam-
eiginlegt með Sigga sixpens-
ara. Sambúð Sigga við konu
sína, Tótu, einkennist af frá-
bærri og einhliða þolinmæðd
af hennar hálfu. Hann þreyt-
ist aldrei á að benda á galla
hennar og mistök. Einustu
skiptin sem hann er vingjarn-
legur við hana eru, þegar hún
á peninga. Þá býður hann
henni á bjórstofuna af miklu
stórlæti, borgar með hennar
peningum og leyfir henni af
örlæti hjartans að drekka
þrettánda hvern bjór. Já, hann
er dálítið hjátrúarfullur, ann
ars mundi ’sennilega þrettánda
bjórglasið fara sömu leið og
öll hin.
Heilinn bak við Sigga
Siggi sixpensari — eða
Andy Capp eins og hann heit-
ir í heimalandi sínu, Englandd
— er teiknaður af Reginald
Smythe. Hann byrjaði að
teikna þegar hann losnaði úr
hernum árið 1945. í byrjun
gekk honum samt illa við að
vinna sér fyrir lífsviðurværi
og hann lifði á eiginkonunni
alveg eins og Siggi sixpensari
Smárn saman tókst honum að
selja mdlljónablaðinu „Daily
Mirror“ grínmyndir sínar, og
einn góðan veðurdag fædd-
ist Andy Capp — þ.e. Siggi
sixpensari — þ.e. André Chap
eau í Fraktolandi — þ.e. Ang-
elo Cappello á Ítalíu — þ.e.
Tuffa Viktor í Svíþjóð — þ.e.
Kasket Karl í Danmörku os.
frv.
Framh. á bls. 23.
Reginald Smythe