Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 18. nðv. 1962 Pretöría, S-Afríku, 16. nóv, NTB-Reuter. Gestir á næturklúbbnum „Cas- ino des Roses“ í Róm verða brátt að sjá aí malayískri dansmær, sem hefur skemmt þeim undan- farið. Hún heitir Shirin Berry og hefur nú sagt upp starfi. — Á sama tíma og hún hættir þar, hverfur þaðan einnig ungur, enskur maður, Tony Moyniham, sem leikið hefur á bongotromm- ur í hjólmsveitinni. Tony þessi er sonur Moynihams lávarðar í Leeds, sem sæti á í Lávarða- deild brezka þingsins, og þegar Tony gekk að eiga Shirin fyrir þrem árum síðan var hann út- skúfaður af föður sínum. En nú hefur faðir hans hins vegar snú- ið við blaðinu og leyft að þau hjúin komi heim og búi í höllinni í Leeds. — Ástæðan er talin vera sú að Shirin er hjart- veik og þolir ekki lengur að dansa. Það virðist vera tízka hjá fleir- um en aðalbornu fólki að birta myndir af börnum sínum er þau eiga afmæli. Hér er R,onald Arm- strong-Jones, faðir jarlsins af Snowdon, ásamt yngsta syni sín- um, Peregrine Llewellyn Owen Armstrong-Jones, sem átti ný- lega þriggja ára afmæli. Móðir hans er þriðja kona Armstrong- Jones, Jenifer Unite. Claudia Cardinale leikur um þessar mundir í kvikmynd sem Fellini stjórnar. Átti hún að hjóla spottakorn í myndinni á reið- hjóli á sjávarbotni, eins og mynd- in sýnir. En henni var um megn að læra að hjóla þannig og hætta varð við hjólhestinn og fá bif- reið í staðinn! • DÓMSMÁLARÁÐHERRA S-Afríku, Balthazar Vorster, birti x dag lista með nöfnum 437 manna og kvenna, sem taldir eru kommúnistar — og er bannað að birta skoðanir þeirra opinberlega innan landamæra S-Afríku sam- bandsins. í fréttunum f HVORT MUN JAHVE BYGGT ÚT? Jóhann Hannesson skrifar sunnudagsspjall Velvakanda að þessu sinni. „Morgunblaðið hefir undan- farið látið í ljós mikinn áhuga á nöfnum og er það v- . „Vér viljum þjóðlegri nöfn“, segir þann 17. ágúst. ,,Ekki brengla fornum nöfnum“ segir daginn áður. Þann 15. ágúst er „Grá- skeggur" á íerð með stutta grein: „Jahve byggt út“. Er sú grein rituð með nýja þýðingu Heilagrar Ritningar í huga. Og ánægjulegt er að sjá að hér býr bæði heilbrigð forvitni og nokk- ux áhugi að baki. Greinin endar á nokkrum spurningum og síð- ast: „En ekki megum við brosa að þessum málum“. Þetta er al- veg rétt — ekki nema að við kunnum að brosa á réttum stöð um í samhengi sögunnar. I. Hafa ber í huga að Jahve- nafnið hefir ekki verið notað né er notað í vasaútgáfu Biblíunn- ar, en hins vegar í hinni stærri útgáfu. Menn hafa þannig ára- tugum saman getað borið sam- an „Jahve Guð“ og „Drottinn Guð“ í þeim útgáfum Biblíunn- ar á voru máli, sem til sölu eru. Á sínum tíma voru um þessi mál allmiklar umræður og ekki lítill ágreiningur (sbr. Kristni- sögu Islands I. 1927, eftir Jón Helgason biskup. bls. 344). Hvað sem þessu leið, þá hefir það jafnan haldizt að segja: Drottinn blessi þig og varðveiti þig, þótt í stærri útgáfunni hafi nú staðið í hálfa öld: Jahve blessi þig og varðveiti þig. í þeirri helgisiðabók þjóð- kirkjunnar, sem nú er oftast notuð, segir á þessa leið (bls. 55 neðanmáls): „Lesa skal jafnan Drottinn í stað Jalhve". Vér sjáum því að hið háheil- aga hebreska nafn á Drottni Guði vorum hefir ekki kom- izt að neinu ráði inn í helgi mál kirkju vorrar sl. hálfa öld, þótt það hafi staðið í hinni stóru útgáfu Biblíunnar. II • MÖRG HEITI Á GUÐI Hvaða tilgang gæti það þá haft að halda einu af hinum hebresku nöfnum á Guði? Það gæti haft fræðilegan tilgang og hefir enn meðal guðfræð- inga En mjög lítið er á því að græða fyrir alþýðu manna, því að menn gætu þá hallast að þeirri skoðun, að þetta sé hið eina heiti á Guði, sem not- að er í G. T. En því fer fjarri. Og er þá komið að því vanda- máli, er samræmi nefnist. Hebresk tunga notar allmörg heiti á Guði og skulu hér talin nokkur: El, Elóhim (sem bæði eru þýdd með Guð), E1 Eljón (þýtt hinn hæsti Guð), E1 Shaddai (hinn al- máttugi Guð), Adónai (Drott- inn minn), ennfremur sam- bönd, eins og Jahve Zebaót (Drottinn herskaranna), Jah, sem er stytting og vér hittum fyrir ■ í enda orða eins og Hallelújah, en það þýðir á voru máli lofið Drottin. Þetta orð stendur oft sem fyrirsögn yfir lofgjörðarsálmum, sjá Davíðs- sálma 111, 112 o. fl. Guð feðr- anna, Guð Abrahams, fsaks og Jakobs eru þýdd orðasambönd, en engu að síður nöfn á Guði, sjá orð Jesú í guðspöllunum. III. Að nafn Guðs sé jafnan nefnt með lotningu varðar miklu, bæði meðal ísraels og kristinna manna, edns og vér heyrum sjálfa oss segja í hvert skipti, sem vér biðjum hina fyrstu bæn í Faðirvorinu: Helgist þitt nafn! Þýðingarvandamálið varð þeg ar á vegi hinna sjötíu og tveggja merku fræðimanna frá Alexandríu, er þýddu lögmálið úr hebresku á grísku á þriðju öld fyrir Krist. Nefnist í.i þýð- ing Septúaginta, stytt LXX í stað LXXII eða Sjötíumanna- þýðingin á voru máli. Telst Septúaginta hið mesta bók- menntalega þýðingarafrek, sem vitað er um í heiminum fram til þess tíma. Hinir fornu fræði- menn leystu vandann á þann veg að þeir þýddu JHVH með gríska orðinu KYRIOS (í á- varpsfalli Kyrie). En það orð merkir Drottinn á voru máli. Höfundar N.T. nota yfirleitt LXX þegar þeir vitna til G.T. beint eða óbeint. Heitið KYRI- OS var á dögum pOstulanna rót- gróið meðal grískumælandi Gyð inga innan Rómaveldis. IV. Það hefir verið álit fræði- manna að orðin KYRIOS IESOUS eða KYRIOS CHRIST- OS (sbr. L. Kor. 12, 13, Efes. 4, 5, I. Pét. 3, 14, Post. 10, 36) hafi verið hin fyrsta trúarjátn- ing kristinna manna, enda felur hún í sér hið sama, sem Jesús segir sjálfur: Ég og Faðirinn er- um eitt (Jóh. 10, 30). Hið sama kemur fram í hinum frægasta allra sálma Lúthers: .... und ist kein anderer Gott — ei ann- ar Guð er neinn — utan Jesús Kristur, með því að hann og Faðirinn eru eitt. Það, sem einkum mælir með því að nota orðið Drottinn á voru máli, til þess að þýða JHVH í hinum hebreska texta, er í stuttu máli þetta: 1. Framíburður hins hebreska orðs er ekki fyllilega ljós (sjá síðar). Ósamræmis gætir í rit- hætti vestrænna þjóða, svó sem Jahve, Jahveh, Jahweh, Yah- weh, Jehovah, Jehowah o. fl. 2. Með því að fara hliðstæða leið við þá, sem hinir fyrstu þýðendur fóru, er þeir þýddu lögmálið á grísku, þá næst sam- ræmi milli G.T. og N.T. og þetta samræmi var fyrir hendi þegar kristin trú varð til. 3. Komizt verður hjá því að villa um fyrir lesendum Heil- agrar Ritningar með því að þýða annað hvort öll heiti Guðs á vort mál — eða láta öll hin hebresku heiti halda sér, en fyrri leiðin fer betur í helgi- máli kirkju vorrar. V. • JAHVE EÐ4JEHÓVA? Eðlilegt er að menn spyrji, hverju það sæti, að báðar þess- ar myndir af hinu hebreska guðsheiti JHVH koma fram í bókmenntum Vesturlanda, einn ig hér á landi. Þannig er mál vaxið að í elztu hebresku afritum frum- textanna eru sérhljóðar orð- anna nálega ekki ritaðir, heldur urðu lesarar textanna að flétta tilheyrandi sérhljóðum inn á milli samhljóðanna jafn óðum og lesið var. (Svo er enn í sum- um nýjum útgáfum). Þurfti því bæði mikla æfingu og þekkingu til að lesa rétt. Kínverska er að því leyti erfiðari, að framburð- urinn er yfirleitt alls ekki sjá- anlegur af gerð leturmyndar- innar. Á miðöldum tóku Gyðingar að hljóðstafsetja handritin, þ. e. bæta inn í líniurnar litlum tákn um fyrir sérhljóða. Voru táknia yfirleitt sett undir samhljóðana, en til greina kom einnig aðsetja þá yfir — eða á milli þeirra. Var þetta gert til þess að varð- veita framburðinn og veita mönnum hjálp til að lesa rétt. Þær út’gáfur nefnast hljóðstaf- settar (vocalized) og eru nú all algengar. 'Oi' Um Orðið JMVH fór á annan veg en önnur orð. Þetta heiti á Guði (tetragram) varð snemma á öldum svo háheilagt, að það var ekki borið fram, þótt það stæði í textanum. Þess í stað lásu menn Adónai, en það merk; ir Drottinn minn eins og áður segir (Adon-herra). Til þess að tákna að lesa skyldi Adónai en ekki JHVH, voru sérihljóðatákn in frá fyrra orðinu sett undir JHVH. Skildu allir Gyðingar hvað þessi undantekning þýddi, En þegar kristnir menn sið- bótartímanna tóku að lesa hina hebresku texta, þá misskildu þeir þessa undantekningu og - lásu Jehóvah, með því að fyrra a-hljóðið breyttist frá a til e. Málfræðingar fundu að þessi framburður gat ekki verið rétt- ur. Framburðurinn Jahveh nálg ast hið rétta, en er þó ekki ör- uggur. Fræðimenn fsraels á vorum tímum telja framburðinn ókunn an og álíta, að bezt sé að rita orðið án sérhljóðatáknanna. — (þ.e. JHVH eða JHWH). Sjá hér um I. Epstein: Judaism, útg. Penguin 1959, bls. 17). VL • MERKING GUÐS-HEITISINS Merkingu hins heila anafns telja fræðimenn vera að finna í II. Mósebók 3,14 og að hún sé á þessa leið: „Ég er sá sem ég er“ þegar Guð talar, „Hann er sá sem hann er“ þegar menn tala um hann. Nánar útskýrt felst í heitinu, að Guð er virkur og ná- lægur í allri sögunni, fortíð, nú- tíð Og framtíð. Hann er virkur til þess að frelsa og dæma, til að skapa nýtt líf og einnig að lífga það líf, sem deyr. Merk- ingin næst einna bezt á voru máli með því að tala um hinn lifandi Guð. Ekki er hann Guð dauðra, heldur Guð liferada, scg- ir Jesús. — En með því að vér viljum hafa allt nytsamt og gagnlegt, skiljum vér ekki hvernig Guð er virkur bæði I dóminum og eyðileggingunni engu síður en í frelsun þeirra leifa, sem eftir verða af lýð hans. Guðs vegir eru ekki vorir vegir. Ef einhver vill kynna sér nokkra erfiðleika fornritaþýð- inga þá vil ég ráða honum til þess að bera saman þrjár þýð- ingar á Tao Teh Ching, eina ís- lenzka, eina þýzka (Reclams) og eina norska (K.L. Reichelts), Vera má, að hann verði undr- andi og brösi alls ekki. Það er barnasjúkdómur að halda, að vér gerum alla hluti betur en aðrir — og halda að vér hugs- um dýpra en annarra þjóða menn. Jóhann Harunesson"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.