Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 4
4 Járnsmíði Tökum aC okkur allskonar járnsmíði, viðgerðir og ný- smíði. Katlar og stálverk hf. Vesturgötu 48. Sími 24213. Forhitarar Smíðum forhitara. Allar stærðir. Vélsmiðjan KYNDILI. Sími 32778. Járnsmíðar Smíðum skorsteinsfesting- ar fyrir sjónvarpsloftnet og ýmiss konar járnsmíðar. Fjölvirkinn Bogáhlíð 17. Sími 20599. 500 hænuungar 6 mánaða gamlir, til sölu á Fossvogsvegi 3. Keflavík 4ra herb. íbúð til leigu frá nk. áramótum. Fyrirfram- greiðsla. Uppl. að Mána- götu 9. Óska eftir að taka á leigu 2ja herbergja íbúð. Uppl. gefnar í síma 19531. Vön afgreiðslustúlka með góð meðmæli óskar eftir atvinnu 1. janúar. Abyrgðarstaða kæmi til greina. Uppl. í síma 24720 frá 9—5. Til sölu góð Necci saumavél í skáp að Sólvallagötu 5 A, — Simi 16946. Fordson varahlutir til sölu. Upplýsingar í síma 51428. Hafnarfjörður íbúð óskast til leigu 1. des. Uppl. í síma 51328. Útlendingur óskar eftir herbergi til leigu með eða án húsgagna. Upplýsingar í síma 35685. tbúð óskast til leigu Ung hjón óska eftir 2—3 herbergja íbúð. Uppl. í sima 36188 og 33997. STÓB SENDIBtLL, TIL SÖLU Stöðvarpláss getur fylgt. Uppl. eftir kl. 2 að Nýbýla- vegi 34 A, Kópavogi. — Sími 22636. Keflavík Hjarta crepe garnið er komið. Margir fallegir litir. Elsa Hafnargötu 15. Sími 2044. Keflavík Jólasokkarnir á börnin, hvítir, bláir og gulir. Elsa Hafnargötu 15. Sími 2044. MORCVlXTtr ifílfí Sunnudagur 18. nóv. 1962 Reglnr þfnar eru dásamlegar þess vegna heldur sál mín þær. Útskýr- ing orðs þíns upplýsir gerir (ávisa vitra. (Davíðssálm. 119). í dag er sunnudagur 1*. nóvember. 322. dagur ársins. Árdegisdæði er kl. 10.03. Síðdegisflæði er kl. 22.38. Næturvörður vikuna 17.-24. nóvember er í Vesturbæjar Apó- teki. Næturlæknir í Hafnarfirði vilk una 17.-24. nóvember er Ólafur Einarsson, sími 50952. Neyðarlæknir — sími: 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga nema laugardaga. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 23100. Sjúkrabifreið Hafnarfjarðar sími: 51336. Holtsapótek, Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá kl. 1-4. ORÐ lífsins svara í síma 24678. I.O.O.F. 3. = 14411198 = 8V2 - 0 - I.O.O.F. 10 = 14411198V2 I.O.O.F. = Ob. 1 P. = 1441120 8V2 — Fræðsla um merki n EDDa 596211207 = 2 Atkv. n MÍMIR 5962111 97 = 2 Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt held ur fund í Sjálfstæðishúsinu mánu- dag9kvöldið 19. þ.m. kl. 8.30. Fjár- málaráðherra Gunnar Thoroddsen tal- ar á fundinum og svarar fyrirspurn- um. Allar Sjálfstæðiskonur eru vél- komnar meðan húsrúm leyfir. Skemmtiatriði og kaffidrykkja. Vorboðakonur Hafnarfirði. Munið fundinn í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 8,30. Þar verður upplestur og skuggamyndir sýndar. Félagskon ur fjölmennið og takið með ykkur gesti. KFUM og K, Hafnarfirði. Á almennu samkomunni í kvöld, sem hefst kl. 8.30, talar Hilmar B. I>órhallsson. Kvenréttindafélag íslands: Fundur verður haldinn í félagsheimili pren-t- ara að Hverfisgötu 21 þriðjudaginn 20. nóv. kl. 20.30 stundvíslega. Fund- arefni: 1. Bazarinn 4. desember nk. 2. Frá sjónarhóli ungra stúlkna (Nokkr ar ungar stúlkur taka til máls). Kvenstúdentafélag íslands heldur annan fræðslufund sinn um ræðu- mennsku og ræðugerð í Þjóðleikhús- kjallaranum þriðjudag 20. nóv. kl. 8.30 síðdegis. Fyrirlesari verður Bene- dikt Gröndal, alþingismaður. Breiðfirðingafélagið hefur félagsvist og dans miðvikudaginn 21. þ.m. Aðalfundur Geðverndarfélags ís- lands verður haldinn í I. kennslustofu Háskólans mánuda^inn 19. þ.m. kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. H.f. Eimskipafélag íslands: Brúar- foss er á leið til Reykjavíkur, Detti- foss er á leið til NY, Fjallfoss er á leið til Raufarhafnar, Seyðisfjarðar og Eskifjarðar, Goðafoss er á leið til Reykjavíkur, Gullfoss kemur til Rvík í dag. Lagarfoss fer frá Reykjavík, í dag tid Grundarfjarðar Raufarhafn- ar og Dalvíkur, Reykjafoss er á leið til Lysekil og Kotka, Selfoss er í Rvík Tröllafoss er á leið til Vestmanna- eyja og þaðan vestur og norður um land, Tungufoss er á leið til Lysekil. Hf. Jöklar: Drangajökull er í Vent- spils, Langjökull er á leið til Camden USA, Vatnajökull er á leið til Amst- erdam og Rotterdam. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Rvík Esja fer frá Reykjavík á hádegi í dag austur um land í hringferð, Herjólf- ur er í Reykjavík, Þyrill var 1 Manch- ester í gær, Skjaldbreið er í Reykja- vik, Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Ljóð dagsins velur að þessu sinni Helgi Hjörvar, rit- höfundur. Um val sitt seg- ir hairn: Þetta kvæði er valið af þrennu: — það mun vera nær ófcunn- ugt þjóðinni; — hin einfalda og hjartnæma fegurð þess er mikil; — kvæðið mætti verða góð kveðja ungum elskendum í dag ag á morgun. — H.Hjv. SAKNAÐABSTEF EKKJU eftir Matthíhs Joehumsson Með hálfum hug og veikri von ég valdi tvísýn spor; mðr sýndist lukkan laus og völt, en lífs mins burtu vor. En heilum hug og helgri von, minn holl vin, þig ég kveð og lofa Guð, sem gaf mér þig — þó gjöfin væri léð. Þú bauðst mér hvorki æsku- l ár né auð hjá þinni hlið, en bauðst mér tryggt og guðhrætt geð og góðs manns sálarfrið. Og kjör mín léttust, lukkan kom, hún liggur sjaldan föl; við þykjumst einatt grípa gull, en grípum stríð og kvöl. Ég kosti mat, en metorð ei né mannvirðinga stig, og mér var nóg að Guð mér gaf eins góðan mann og þig. Við fáum stundum fögur haust og frostahlé um sinn; nú syrtir að um sólargang og sumaraukann min. Þá sveinninn vígist vænni mey hann vandar morgungjöf. En dýrri kvöldgjöf konan á er kyssir manns sins gröf. Ef sérhver lánuð lukkustund til launa heimtar sár, þá verðskuldar þú, vinur minn, að væti beð þín tár. Með hrærðum hug og helgri trú ég hníg við tóman beð og lofa Guð, sem gaf mér þig þó gjöfin væri léð. í gær opinberuðu trúlofun sína Guðríður Pá'lsdóttir Bauða- læk 11, og Wilhelm Sverrisson Bragagötu 26. 75 ára er á morgun, mánudag, Hallgrímur Guðmundsson frá Grafargiii í Önundarfirði. Hann dvelst á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Þinghólsbraut 13, Kópavogi. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband af séra Jónd Tborarensen Jóhanna Sóley Hermannsdóttir og Erlingur Ein- arsson, bókbindari. Heimili þeirra verður fyrst um sinn að öldugötu 42. FRÉTTASÍMAR MBL. — eftir iokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 -K -K -K GEISLI GEIMFARI -K -K -K KNOWlMö YOu ^ coulD BE HIT wiTh k THE RADiO-ACTivE \ SPRAY ? Buoc, r don't deserve A FAVOR, BUT I'LL ASK ANYWAY. LET ME 60 OUT THERE AND DISLODÖE ^ THAT MlSSILE / BUCKT, I kTNOW HOW TO DlSLODÖE . THAT MlSSILE. BLOCKINö THE SPRAY TUBE. IT’S RlSKY... BUT W£ HAVE NO CHO/CE // REX, WHOEVER DOES THE DlSlNTESRATlNÖ COULP HIMSElF SET BlASTED BY THAT . DEADLY RADtO- ACTIVE SÞftAYt M£ — Ég veit hvernig hægt er aö losa stífluna úr rörinu. Það er hættulegt, en við verðum að gera það. Það verð- ur að skjóta upp í rörið til að losa stífluna. — Rex, hver sem reynir þetta á stórlega á hættu að lenda sjáfur í geislavirka mökknum. Þið eruð báð- ir asnar, til hvers á að vera að hætta sér svona. — Geisli, ég á ekki skilið að mér sé gerður greiði, en ég ætla samt að biðja þig. Láttu mig fara og losa stífluna. — Og þú veizt að þú gætir orðið fyrir mökknum. JÚMBÖ og SPORI —-K— -4<— K— Teiknari: J. MORA Lestin stanzaði, og Spori teygði sig eftir töskimni sinni upp í farangurs- netið. — Vertu tilbúinn til að fara úr lestinni, Júmbó, sagði hann. — Við er- um komnir á leiðarenda.. — Ég er alveg tilbúinn, svaraði Spori, — það ert bú, sem ert með allan farangur- inn. Það var fjöldi annarra, sem ætlaði út þama á sama stað. Þeirra á meðal var Júlíus Atlas, sem Júmbó hafði haldið vera Spora. — Ég verð að viðurkenna að þeir eru líkir, muldr- aði hann, kannski þeir tveir gætu gert mer smágreiða. Hann setti í hvelli upp gerviskegg og sólgleraugu. — í þessu gervi þekk- ir enginn mig aftur, sagði hann lágt, það ergir áreiðanlega blaðamennina. Svo fylgdi hann eftir Júmbó og Spora niður á brautarpallinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.