Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 18. nóv. 1962 ■■ ■-.. —............. —........ .......... ___ .._________________- ________________ Marilyn Monroe eftir Maurice Zolotov 133 -— Eruð það þér, sem gefið synl minum lágar einkunnir fyrir verkefnin, sem ég hjálpa honum með? Alltaf var hún að segja mér, hvernig hún tilbæði Milton Og hvað ég ætti gott að vera gift honum. Hann hefði bjargað lífi hennar. Og svo framvegis Og allt í þessum dúr. Hún sagði oft: „Þú og Milton og Josh — en Josh var sonur þeirra, á öðru ári — eruð eina fjölskyldan, sem ég hef nokkurntíma þekkt“. (Samskon- ar játningar hafði Marilyn gert við systkini Di Maggios). í einar þrjár vikur var Mari- lyn alveg horfin úr augsýn alls almennings, og aðeins Greene- hjónin Og lögfræðingarnir henn- ar vissu, hvar hún var niður kom in. Hún bjó í ofurlitlu gestaher- bergi á neðri hæðinni hjá Greene. Það var þar heima kallað „rauða henbergið“, af því að það var veggfóðrað með rauðum lit og rauð ábreiða á litla rúminu, sem þar var. Marilyn sagði Amy Greene, að hún elskaði rauðan lit, af því að hann væri svO ró- legur. En í raun og veru voru hvítt og svart uppáhaldslitir hennar. Ekki einu sinni nánustu kunningjar hjónanna vissu, að þessi fræga kona væri til húsa hjá þeim, því að þegar gestir komu þangað, var Marilyn hvergi sýnileg. Marilyn fór venjulega á fætur klukkan sjö, gerði líkamsæfingar í hálftíma, og var svo hálfan annan að klæða sig. Hún sá sjálf um morgunverðinn sinn. Yfirleitt vildi hún láta hafa sem allra minnst við sig og hún hjálpaði við matartilbúninginn, húsverk- in og umsjón með barninu, því að þau hjónin höfðu ekki nema eina vinnukonu. Á daginn lék hún sér við hundinn þeirra, gekk langar leiðir úti í skógi, eða las bækur um leikrit og leiklist. Hún borðaði kvöldverð með hjónun- um klukkan sjö, og síðan hlust- uðu þau öll þrjú á klassiska tón- list á stóra grammófóninn. Auð- vitað hafði Marilyn sagt Amy alla söguna um hina sorglegu bernsku sína og þannig áunnið sér meðaumkun hennar. Á gaml- árskvöld, þegar hjónin fóru út að skemmta sér, sat Marilyn heima og gætti Jösh litla. Meðan aðdáun hennar á Greene var enn við líði, spurði ég Marilyn um álit hennar á þessum manni, sem var þá enn hálfgerð dularpersóna í Hollywood. „Við Milton Greene eigum margt sameiginlegt“, sagði hún. „Við eigum sameiginleg áhuga- xnál og hugmyndir. Ég held, að hann hafi mikla hæfileika, sé mjög listrænn og eigi eftir að sýna það betur síðar meir. Þú skalt bara sjá til. Ég er mjög hrifin af honum. Og mér er það alvara, að hann sé snillingur. Hann kann meira á ljós og liti og kann betur að draga eiginleika manns fram í dagsljósið en níu Hollywoodmenn af hverjum tíu. Hann er ekki að hafa gott af mér Og ég ekki af honum. Nei, mér tókst ekki að eiga neitt afgangs af kaupinu mínu hjá 20th. Ég hef fjölda útgjalda, sem enginn veit neitt um. Hvernig ég lifi núna? Það varðar engan um nema sjálfa mig, hvernig ég lifi og hvernig ég sjái mér farborða. Loks voru stofnskjöl félagsins samin og undirrituð, og Frank Delaney lögfræðingur hélt kok- teilboð heima hjá sér, þar sem hann lofaði blaðamönnum „nýrri Marilyn Monroe“, sem nú skyldi afhjúpuð og myndi gefa bylting- arkennda yfirlýsingu. Um 100 blaðamenn komu til að hlýða á þessa yfirlýsingu, og segja af því fréttirnar. Hvað tímaskyn snerti var hún enn sú gamla Marilyn. Hún kom heilli klukkustund Of seint. Og „nýja Marilyn" var ekki í klæða- burði eins og hún ætlaði að fara að ganga íklaustur eða leika eina af hinum „þrem systrum“ Ohek- ovs. Hún kom svífandi inn í sal- inn í kjól, sem sýndi 40% af brjóstunum á henni, og eftir því var málningin og hárgreiðslan. Delany tilkynnti, að hann hefði þá ánægju að tilkynna stofnun Marilyn Monroe-kvikmyndafé- lagsins, sem Marilyn ætti 51% í en Greene 49. „Eg hef stofnað mitt eigið fé- lag“, sagði larilyn, „til þess að geta verið sjálfráð um leikrita- val og fengið betri hlutverk en ella handa sjálfri mér. Mér hafa mislíkað margar af myndum mín um hingað til. Ég er orðin þreytt á þessum kynórahlutverkum, og vil ekki leika þau framvegis". ,Hvað fær yður til að halda, að þér getið leikið alvarleg hlut- verk?“ „Sumt fólk er fjölhæfara en almenningur heldur“, kvakaði Marilyn með framburði, sem hún hafði lært af leikarahjónunum. „Langar yðúr að leika Karamassov-bræðurna?“ „Mig langar ekki til að leika bræðurna, heldur Grusjenku. Hún er sem sé kvenmaður". Delaney tilkynnti, að Marilyn Monroe hefði verið kosin stjórn- arformaður félagsins og Greene varaformaður. Þegar Nunnally Johnson heyrði þessi tíðindi, varð honum að orði: „Það verður þá í fyrsta sinn í sögunni, að varaforsetann langar ekki að myrða forsetann“. í næstu viku fór Marilyn til vesturstrandarinnar, til þess að ljúka við atriði, sem hafði verið bætt við „Seven Year Itch“. Þegar hún mætti í verinu, heils- aði Wilder henni: „Halló, Mari- lyn, hvernig líður þér?“ „O, alveg dásamlega. Ég er orðin hlutafélag“ Louella Parsons fékk einkenni- lega símahringingu frá Marilyn þetta kvöld. Þar bar Marilyn til baka allt. sem hún hafði sagt við New Yorkblöðin: Ég hef aldrei sagt, að ég ætli aldrei framar að leika fyrir 20th Century Fox. Mér finnst „Seven Year Itch“ bezta mynd, sem ég hef leikið í. Mér þykir ágætt að vinna með Billy Wilder og hef lært mikið af honum. Ég þarf að hafa ein- hvern til að hjálpa mér, og hann hefur verið mér mikil hjálp. Auðvitað langar mig að halda áfram í söngleikum og léttum gamanleikum og alvarlegum leik- ritum —. þó ekki í þungum dramatískum leikritum, eins og allir eru að segja.“ En sjálft kvikasilfrið er stöð- ugt, samanborið við Marilyn. Tveim dögum síðar lét hún hafa eftir sér í verinu: „Þetta er síð- asta myndin mín hjá 20th“. En Zanuck svaraði þessu þann ig: „Þetta verður síðasta mynd- in hennar fyrir nokkurn annan en 20th Century Fox í næstu þrjú ár og fjóra mánuði. Hún er undir samningi við félagið og þann samning verður hún að halda“. En þessi bajnslega trú á helgi samninga átti eftir að verða sér til skammar áður en árið væri liðið. Nú gekk á samningum með lög fræðingum félagsins. Þeir héldu áfram að bjóða upp á mála- miðlanir. 100.000 dali á mynd. Rétt til að framleiða sjálfstætt eina mynd á ári. En þá setti Marilyn það upp að mega sjálf ráða leikriti og leikstjóra, en það gat félagið ekki samþykkt. í febrúarmánuði fór hún svo til New York. Hún hafði brotið brýrnar að baki sér, og nú var annaðhvort að gera að standa við stóru orðin eða éta þaú ofan í sig. En með þessari óskeikulu sjálfsvarnargáfu sinni, fór Mari- lyn rétt að öllu í þessari tíu mánaða styrjöld sinni við kvik- myndafélagið. XXIII. Nýtt líf í New York. Til bráðabirgða flutti Marilyn í rauða gestaherbergið hjá Greene. í marzmánuði beindi Ed- ward R .Murrow vindlingi sín- um, Ijósmyndavél oig smeðju- brosi að Marilyn og Greene- hjónunum. Meðan verið var að búa undir þetta „persónulega við tal“, tók Greene í sínar hendur alla stjórnina, sneri ljósamönn- um og ljósmyndurum kring um sig og neyddi CBS til að breyta öllum ljósaútbúnaði, þótt það hefði í för með sér mörg þúsund dala kostnað. Hann vildi „vernda“ Marilyn Monroe. — Greene hélt því fram, að tækni- mennirnir frá CBS notuðu „flata“ lýsingu, sem gæfi hör- undi hennar harðan blæ og heimtaði því breytt. Greene vissi alveg. hvað hann vildi og barð- ist heiftarlega f>rir Marilyn, og eignaðist þannig óvini og varð fyrir ámæli. Hann hafði þegar slitið sambandi hennar við um- boðsskrifstofu Charles Feldmans og fengið hana til að gera samn- ing við MCA (Music Coporation of America). Meðan á stóð þessu „persónu- lega sjónvarpsviðtali“, var Marilyn frá sér af feimni. Sagði ekki nema einsatkvæðisorð. Amy Greene varð að svara fyrir hana. Og hún var svo aðlaðandi, að ýmsir í Hollywood vildu helzt fá Zanuck til að varpa Marilyn algjörlega fyrir borð og taka upp samninga við Amy Greene í staðinn. Nú, þegar Marilyn hafði opin- berlega sagt skilið við Holly- wood, þurfti hún ekki lengur að fara huldu höfði. Nú var hún gestur í fjölda samkvæma. Kona, sem ég þekki var í einu þessara samkvæma og hún lætur í ljós það álit sitt, að frú Greene hafi umgengizt hina ævintýra- legu fegurðardís með einkenni- legri fyrirlitningu. „Ég fékk þá hugmynd", segir hún, „að Amy Greene hafi litið niður á Marilyn Monroe sem hvern annan heimskan stelpu- gopa. Amy var betur klædd, snyrtilegri, veraldarvanari og miklu greindari en Marilyn. Hún var meira að segja laglegri. Yfir- leitt var varla hægt að hugsa sér, að þessi skrítna litla kvenper- sóna, sem var þarna að flækjast kring um Greenehjónin, væri raunverulega Marilyn Monroe. Ég man, að við votum í máls- háttaleik, kvenfólkið á móti karlmönnunum. Við fórum inn í svefnherbergið til að velja okkur setningar. Við völdum glefsur úr kvæðum og annað þessháttar, og þá stakk einhver upp á bókar- titli og Amy leit til Marilynar og sagði: „Gefðu okkur einhvern bókartitil, Marilyn. Þú ert hvort sem er alltaf að lesa þessar bæk- ur“. Mér fannst endilega hún vera að gefa í skyn, að bók- menntaáhuginn hjá Marilyn væri mest í nösunum og hún hefði fæst lesið af því, sem hún var að tala um og vissi jafnframt, að Amy hefði lítið álit á bók- menntaþekkingu hennar og greind. Ef til vill hefur það líka verið af því, að Amy var illa við kjaftasögurnar, sem þegar vorn farnar að ganga um mann henn- ar og Marilyn, og viljað sýna, gBtltvarpiö Sunnudagur 18. nóvember 8.00 Létt morgunlög. 9.20 Morgunhugleiðing um músik: Árni Kristjánsson les kafla úr endurminingum Arturs Sclinai)- ed píanóleikara. 9.35 MorguntónJeikar. 11.00 Messa í Dómkirkjunnf (Prest« ur: éra Jón Auðuns dómpróf* astur. Organleikari; Dr. PáU ísólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Tækni og verkmennlng; IV. er- indi: -Vinnsla, flutningur og dreifing raforku. (Aðalsteinn Guðj ohnsen verkfræðisngur). 14.00 Miðdegistónleikar: Óperan ,,Fid- elio“ eftir Beethoven. 16.30 Kaffitíminn. 16.15 Á bókamarkaðinum (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 „Hví drúpir laufið á grænnl grein?“: Gömlu lögin. 19.00 Tilikynningar. 20.00 Eyjar við ísland; XV. erindi: Engey (Pétur Benedikitsson bankastjóri). 20.25 Píanótónleikar: Ann Sohein frá Bandaríkjunum leikur. 21.05 Vestan úr fjörðum: Dagskrá tek in saman að tilhlutan Héraðs- sambands Vestur-ísfirðinga. 22.00 Fréttir og veðurfr. 22.10 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 19. nóvember 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 únaðarþáttur: Páll A. Pálsson yfirdýralæknir talar um sauð- fjárbaðanir oil, 13.35 Við viinnuna“, 14.40 „Við, sem heima sltjum**: Svan- dís Jónsdóttir les úr endurminn- ingum tízkudrottningarinnar Schiaparelli (9). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.05 Stund fyrir stofutónist (Guð- mundur W. Vilhjálmsson). 18.00 Þjólegt efni fyrir unga hlust- endur (Stefán Jónsson riithöfund ur). 18.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir 20.00 Um daginn og veginn (Hólm- fríður Gunnarsdóttir blaðamað- ur). 20.20 ítölsk músik: Virtuosi di Roma leika. Stjórnandi: Renato Fasano Einleikari á óbó: Renato Zan- fini. 20.40 Spumingakeppni skólanemenda (2): Gagnfræðaskóli Austurbæj- ar og Hagaskóli keppa. Stjóm- endur: Ámi Böðvarsson cand, mag. og Margrét Indriðadóttir. 21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull“ eft- ir Thomas Mann; VII. (Krist- ján Árnason). i 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- miundsson). j 23.00 Skákþáttur (Svei^n Kristinsson) ' 23.36 Dagskrárlok, * * SAGA BERLIIMAR .* * -x Hvaðanæva úr heiminum komu amerískir, brezkir og franskir flug- menn til þess að fljúga flutningavél- um, hlöðnum kolum og vistum, til V- Berlínar. Rússneskar orrustuflugvél- ar sveimuðu yfir hinum þungu flutn- ingavélum, en skutu ekki. Rússland gat ekki hætt á skothemað við Amer- íku, þegar Bandaríkin ein áttu atom- sprengjur. Kommúnistar fyrirskipuðu fjölda- göngur í A-Berlín til þess að mót- mæla loftbrúnni. — V-Berlínarbúar svöruðu með eigin kröfugöngu. 9. september 1948, hópuðust 250 þús. manns saman á götunni stóru, sem liggur vestur frá Brandenborgarhlið- ínu. Það var augljóst, að Berlínarbú- ar vom reiðubúnir að standast mikl- ar raunir fremur en að gefast upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.