Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.11.1962, Blaðsíða 13
, Sunnudagur 18. nóv. 1962 MORCVHBLAÐ1Ð 13 Kemur Kilj an „undarlegast fyrir sjomr . Halldór Kiljan Laxness hélt að þessu sinni ræðu á 7. nóvem- ber-samkomu MÍR. Hefur Þjóð- viljinn nú birt ræðu skáldsins. Þar rekur hann, að við eigum í Ráðstjórnarríkjunum marga góða vini, sem fyrir milligöngu MÍR hafi kynnzt íslenzkum bókum, tónverkum og myndlist, og segir síðan: „Og svo eru líka þeir furðu xnargir sovétborgarar, sem að meira eða minna leyti fyrir milligöngu MfR hafa ferðazt hér og eignast persónulega vini um allt land, kynnzt landsháttum og menningu okkar allnákvæmlega, og eru ekki of stórir menn til að draga dul á það, að þeir hafi lært mart af viðkynningu sinni klæðist nú vetrarham REYKJAVÍKURBRÉF við það mannlíf, sem lifað er á þessari fámennu ey: Og þó þeir lærdómar séu kanski ekki fólgn- ir í listrænum afrekum íslend- inga á heimsmælikvarða þá hef- ur almenn þjóðmenning hér orð- ið mörgum sovétferðamanni hug- etætt efni, en þeir telja hana Standa hér hátt. Þó kemur ýms- um okkar kanski undarlegast fyrir sjónir þegar þeir ljúka á okkur lofsorði fyrir happadrjúg- an rekstur þjóðarbúsins is- lenzka“. „Af hverju er manninum leyft að skrifa svona?66 Já, margt skrítið getur nú skeð. Og fljótt á litið, er ekki furða, þótt það komi skáldinu og skoðanabræðrum hans undarlega fyrir sjónir að sovétferðamenn skuli hafa allt aðra skoðun en islenzkir kommúnistar á „rekstri þjóðarbúsins íslenzka'*. Þó er það ekki alveg eins fágætt og ætla má af þessum orðum Kilj- ans, að „sovétborgarar*1 hugsi öðru vísi en kommúnistar hér á landi. Svo bar t.d. við fyrir nokkrum árúm, að haldin var samkoma oustur í Moskvu til eflingar vin- áttu'* Sovétrikjanna og fslands. Þar voru samankomnir ýmsir, sem ferðazt höfðu um ísland á vegum MÍR, auk annarra sov- ézkra menningarfrömuða. Meðal þess, sem til gamans skyldi gert á samkomunni, var, að leikkona ein las kafla úr Atomstöðinni. Eihn þeirra, sem viðstaddur var, hefur sagt frá því, að þó að leik- konan hafi lesið af mikilli anda- gift, hefði lesturinn virzt vekja litla hrifningu, enda lítið klapp- oð þegar honum lauk. Forstöðu- xnaður samkomunnar lét og þeg- ar uppi, að honum þætti lítið til koma, sagðist aldrei hafa lesið þessa bók og bætti við: „Þetta var ljóta þulan". í lok samkomunnar bað for- Btöðumaðurinn sendiherra fs- lands berum orðum afsökunar og sagði, að ef hann hefði vitað, hvernig bókin var hefði hann ekki látið lesa úr henni. Annar, forstöðumanninum ó- æðri, gat heldur ekki orða bund- ist og spurði: „Af hverju er manninum leyft að skrifa svona?“ Athygli vakti og, að þegar fréttatilkynning var gefin út um samkomuna, svo sem títt er þar í landi, var látið vera að minn- est á upplesturinn úr þessu listaverki Laxness. Laugard. 17. nóv. „Svefnlausar nætur“ Ástæðulaust er að ætla, að ,sovétborgararnir“ tveir, sem upplesturinn úr Atomstöðinni lét svo undarlega í eyrum, hafi viljað gera lítið úr list hins mikla rithöfundar. Sennilega hafa þeir alls ekki haft tíma til að átta sig á snilli skáldverks- ins. Það, sem þeim kom undarleg- ast fyrir sjónir, var áreiðanlega hitt, að nokkur skyldi leyfa sér að skrifa svo um forsætisráð- herra þjóðar sinnar eins og gert er í þeim kafla listaverksins, sem valinn hafði verið til upp- lestrar. Hvorugur þessara „sov- étborgara" hafði komið til ís- lands, þess vegna þekktu þeir alls ekki né gátu sett sér fyrir hugskotssjónir það frjálsræði, sem hér ríkir. í Sovét-Rússlandi óttast allir alla. Enginn veit sig öruggan. Átakanlegt dæmi þessa vitnaðist við útför frú Mikoyans á dögun- um. Maður hennar varð vara- utanríkisráðherra strax á dögum Stalína og hefði því mátt ætla, að hann nyti meira öryggis en flestir aðrir. En í ræðu, sem haldin var yfir líkbörum frú Mikoyans, skýrði ræðumaðurinn frá því, að yngri synir þeirra hjóna hefðu verið teknir hönd- um meðan á seinni heimsstyrj- öldinni stóð samkvæmt skipun Stalíns og sendir í útlegð þús- undir kílómetra á burt. Þá lýsti ræðumaður einnig kvölum frú Mikoyans meðan eiginmaður hennar vann í Kreml, sem vara- maður Stalíns. Hann komst að orði á þessa leið: „Enginn veit hversu margar svefnlausar nætur hún átti, meðan hún hafði ekki hugmynd um, hvort eiginmaður hennar kæmi nokkru sinni heim aftur“. „Ljúka lofsorði á þjóðarbúið íslenzka.“ ðsagt skal látið, hvort þessi vitneskja um, að sjálfur Mikoy- an taldi sig í stöðugri lífshættu fyrir Stalín, er skýringin á því, að hann varð fyrstur til þess af stórhöfðingjum kommúnista að ráðast opinberlega á Stalín að honum látnum. Því að leyniræða Krúsjeffs var ekki flutt fyrr en nokkru eftir að Mikoyan hafði gert árás sína. En úr því að Mikoyan og aðstandendur hans lifðu í stöðugum ótta, má nærri geta, nvernig öðrum, sem minna áttu undir sér, hefur verið innan brjósts. Sovétborgarar eru vanir að- stæðum, sem við eigum erfitt með að gera okkur í hugarlund. En þeir eru menn eins og við hinir. Þess vegna er það alls ekki eins undarlegt og Halldóri Kiljan Laxness kemur fyrir sjónir, að þeir ljúki lofsyrði á það þjóðfélag, sem svo er happa- drjúgt, að enginn þarf að óttast ofsóknir, hvað þá útlegð eða líf- lát fyrir það að hafa aðrar skoð- anir en hinir æðstu valdamenn. Það er vissulega athyglisvert, eins og áður hefur verið vikið að hér í Reykjavíkurbréfi, að Sovét- stjórnin hefur nú mjög tak- markað leyfi til utanlandsferða, einkum vestur fyrir járntjald. Ein af skýringunum á því fyrir- bæri er vafalaust sú, að. sovét- herrunum hefur þótt „undar- lega“ margir verða hrifnir af þeim „happadrjúgu“ lýðræðis- þjóðfélögum, sem þeir kynntust á utanlandsferðum sínum. Auð- vitað finna sovétferðalangar ekki síður en aðrir þann megin mun á andrúsmlofti, sem er í frjálsu réttarríki og kommún- ísku kúgunarveldi. Það eru ekki lýðræðissinnar einir, ■ sem þrá frelsi og réttaröryggi, heldur all- ir, sem ekki eru haldnir kúgun- aranda. Blessun réttar- öryggisins fslenzku þjóðfélagi er um margt ábótavant. Ýmislegt stend- ur hér til bóta eins og í öðrum mannlegum félagsskap. Enda- laust má deila um hver skipan efnahagsmála sé hagkvæmust. Úr þeirri deilu fær reynslan ein skorið, enda er raunin sú, að ekkert efnahagskerfi hefur stað- ið óbreytt til lengdar. í þeim efnum lærir annar stöðugt af hin- um. Hitt er fyrir löngu sannað, að frelsið fær ekki staðizt án réttar- öryggis. Réttaröryggi er frum- skilyrði fyrir heilbrigðu, frið- sömu, samlífi. Án þess hlýtur hættan á kúgun og ofbeldi að hvíla sem mara á þjóðfélaginu og öllum þegnum þess. Auðvitað getur mönnum ætíð sýnzt sitt hvað um hverja ein- staka úrlausn dómstóla. Mál væri sjaldnast höfðað án mis- munandi hugmynda aðila um réttarreglur eða staðreyndir. Sá, sem dómur gengur á móti, telur iðulega á sig hallað. Langflestir hafa þó lært að taka þeim ósigri. Þeir vita, að einhver endir verð- ur að vera allrar þrætu. Menn skilja og, að enginn er dómari í sjálfs sín sök. Með sjálfum sér viðurkenna og allir, að íslenzkir dómarar fylgja eigin sannfær- ingu um úrslit mála og reyna að vera hlutlausir, þótt þeim geti að sjálfsögðu missýnzt eins og öðrum. Við norrænir menn erum stoltir af kjörorði forfeðra okk- ar: Með lögum skal land byggja. Mesti voðinn Einhver mesti voði, sem nú ógnar heimsfriðnum, er sá, að innan Sameinuðu þjóðanna hlýða einungis sumir settum réttar- reglum. Kommúnistaríkin eru með því að beita réttarreglunum utan sinna endimarka, en þegar þau sjálf eiga í hlut neita þau hins vegar að hlýða og fullyrða, að um sé að ræða óheimila íhlut- un innri málefna. Þessari fyrir- mynd fylgja kommúnistar hvar- vetna, einnig hér á landi. Þeir nota sér óhikað vernd íslenzkra laga og réttar, ef þeir telja sjálf- um sér það til framdráttar. ís- lenzkir dómstólar eru í þeirra augum nógu góðir, ef þeir dæma kommúnistum í vil. En ef lögin eru kommúnistum andstæð, þá er óspart fjasað um refjar og lögkróka. Út yfir tekur, ef dóm- ar ganga á móti kommúnistum. Þá eru tafarlaust hafðar uppi á- sakanir um hlutdrægni og stétt- ardóma, ef ekki annað verra. Með slíku hátterni er stefnt að því að eyða réttaröryggi og gera samlíf þegnanna óþolandi. Dómurinn í máli LÍV Skiljanlegt er, að stjórnendum Alþýðusambands íslands líki illa dómur Félagsdóms í máli þeirra og Landssambands verzlunar- manna. Alþýðusambandsstjórnin hefur sett stolt sitt í að standa á móti inngöngu verzlunarmanna- sambandsins í Alþýðusambandið eða a.m.k. að fresta henni um ó- ákveðinn tíma. Hún telur sér því álitshnekki að dómnum, auk þess, sem vafalaust blandast inn í, að hún óttast um sín eigin völd í Alþýðusambandinu eftir til- komu hinna nýju fulltrúa. En lög landsins eru ótvíræð. Alþýðusambandið nýtur marg- háttaðra hlunninda, réttinda og verndar samkvæmt landslögum. Þann styrk, sem Alþýðusam- bandið hefur þannig fengið, hef- ur núverandi stjórn þess vissu- lega óhikað notað sér. Alveg eins og hún hefur notið góðs af lögum landsins, þá verður hún að sætta sig við að taka á sig þær skyldur, sem þau leggja henni á herðar. Hér er og ekki um að ræða neina þá skyldu, sem geti orðið sjálfu Alþýðu- sambandinu til veiklunar eða byrði. Heldur hlýtur það að styrkjast og eflast með tilkomu margra nýrra félaga. Þar skiptir engu máli, þó að þeir, sem í bili hafa meirihluta innan sambandsins, telji sjálfum sér verða óhægara um vik af þessum sökum. Ef þeir misnot- uðu meirihluta sinn til að hafai að engu löglegan dóm, gerðu þeir sig auk augljóss lögbrots seka um að rugla saman ímynd- uðum stundarhagsmunum sjálfs sín og hagsmunum þeirra sam- taka, sem þeim ber skylda til að gæta og efla. „Eins og örlítið sniáatriði, algert aukaatriði46 Forseti Alþýðusambands ís- lands segir í Þjóðviljanum sL fimmtudag: „í þessu sambandi er mál LÍV sjálft eins og örlítið smáatriði, algert aukaatriði". Ef Hannibal lýtur í raun og veru þannig á, af hverju vili hann þá gera þetta „smáatriði, algera aukaatriði" að örlagaríku stórmáli? Er það einungis til þess að hafa lög landsins að engu? Eða telur Hannibal sjálfan sig settan yfir löglega dómstóla landsins? Til slíks getur enginn sótt heimild í þá einkaskoðun sína, að löglegur dómur sé efnislega rangur. Ekki bæta persónulegar árásir á einstaka dómara úr. Réttsýni og sanngirni Einars B. Guðmundssonar eru alþekktari en svo, að þvi taki að verja hann fyrir árásum Hannibals Valde- marssonar. Hitt er rétt, að Fé- lagsdóm greindi á um niður- stöðuna. Minnihlutinn vildi láta hrinda kröfu LÍV, en munurinn á skoðun minnihlutans og meiri- hlutans er engan veginn slíkur sem Hannibal Valdemarsson vill vera láta. Og þótt svo væri, þá ræður skoðun meirihluta en ekki minnihluta. Minnihlutinn and- vígur Hannibal um meginatriðið Hannibal -heldur því fram, að óþolandi sé, að dómstólar geti dæmt félagi eða félagasamtökum rétt til inngöngu í Alþýðusam- band Island. Á þessari fullyrð- ingu hvílir öll rökfærsla hans, ef rökfærzlu skyldi kalla. í þessu meginatriði er minnihluti Fé- lagsdóms Hannibal gjörsamlega andvígur. Úrslitaatriðið í rökum minnihlutans er þetta: „Stefnandi hefur ekki leitt í ljós, að hann hafi þá lögvörðu hagsmuni til inngöngu í hin stefndu samtök, sem gert er ráð fyrir í lögum nr. 80/1938, og ekki verður heldur séð, að hann geti reist þá kröfu sína á sam- þykktum stefnda**. Með þessum orðum er bein- línis gefið til kynna, að minni- hlutinn telji að þeir „lögvarðir** hagsmunir kunni að vera fyrir hendi, sem gefi aðila rétt til þess að fá sig dæmdan inn í Alþýðu- sambandið, þó að svo sé ekki, að áliti minnihlutans í þessu á- kveðna tilfelli. Það er því raun- verulega einungis um mat á hinum „lögvörðu hagsmunum**, sem meiri- og minnihlutann greinir á. Flestir munu, að at- huguðu máli, telja, að þar hafi meirihlutinn réttara fyrir sér en minnihlutinn. Látum það vera. Aðalatriðið er, að það eru dóm- stólar landsins, en ekki Hannibal Valdemarsson, sem hér hafa úr- skurðarvaldið. Lætur meirihlut? AlþýSusambands- þings teygja sig til óhæfuverka? Hannibal er einungis yerkfæri í höndum sér hyggnari og lang- Framhald á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.