Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 1
24 síður Þattaskil í sögu Frakklands Stuðníngsflokkar de Gaulle hljóta 266 þlngsæti af 482 — með 40% atkvæða að baki París, 26. náv. (AP-NTB) í kosningunum sem fram fóru í Frakklandi í gær, sunnudag, unnu stuðnings- flokkar de Gaulle, forseta enn mikinn sigur. Eru úrslit kosn- inganna í gær og sunnu- daginn 18. nóv. með þeim hætti, að flokkar þessir fá nú hreinan meirihluta á þingi, 266 þingsæti af 482, með um það bil 40% atkvæða að baki sér. Er hér um að ræða eins- dæmi í stjórnmálasögu Frakk lands á þessari öld og af mörgum talið líklegt til að marka þáttaskil í sögu lands- ins. Kunni þróunin í Frakk- landi næstu árin að verða sú, að stjórnmálaflokkum fækki mjög, stjórnarfar verði styrkara og endir verði bund- inn á það rót, er þar hefur ríkt allt fram á síðustu ár. Kommúnistar og sósíalistar höfðu nokkra samvinnu síðari kosningadaginn og unnu báðir flokkarnir talsvert á. Kommún- istar ferfölduðu þingmannatölu sína, fengu 41 en höfðu aðeins 10, þótt þeir hafi þá verið at- kvæðaflesti stjórnmálaflokkur Frakklands. Sósíalistar fengu 67 menn kjörna, en höfðu 43. Einn- ig bættu róttækir við sig 7 þing- sætum fengu nú 44. Harðast komu kosningarnar niður á íhaldsmönnum og kaþól- skum, sem höfðu samtals um 180 þingsæti á fráfarandi þingi, en fengu nú aðeins 70. íhalds- flokkurinn var annar stærsti flokkur Frakklands á síðasta þingi með um 130 þingsæti en verður nú sjötti í röðinni með 18 þingmenn. Stuðningsflókkar forsetans eru tveir, XJNR-flokkurinn (Flokkur hins nýja lýðveldis), sem fékk 234 menn kjörna, og Gaullistar í íhaldsflokknum, sem fengu 32 þingsæti. Vegna kosningasigursins er ekki talið, að miklar breyting- ar séu í vændum á stjórn Frakk- lands — en hún féll í síðasta mánuði eftir að vantraust hafði verið samþykskt á hana í franska þánginu. B/úizt er við, að de Gaulle feli Georges Pompidou, forsætisráðherra fráfarandi stjórn ar, nýja stjórnarmyndun þegar á morgun og þingið muni sam- þykkja hana, þegar það kemur saman til fyrsta fundar hinn 6. des. n.k. (Sjá „Utan úr heimi“, bls. 23). Charles de Gaulle 27 farast í flugslysi indlands-stjórn ítrek- ar kröfur sínar Kio de Janeiro, 26. nóv. — (AP) 1» A Ð slys varð í dag, að tvær flugvélar rákust saman yfir Paraibuna í ríkinu Sao Paulo í Brazilíu með þeim afleiðingum að 27 manns biðu bana. Báðar flugvélarnar voru brazilískar, var önnur farþegaflugvél, hin þriggja sæta einkaflugvél. Slysið varð um það bil 100 km austur af borginni Sao Paulo og komust björgunarsveitir fljótt á vettvang. Hermdu fyrstu fregn ir frá þeim, að allir sem í vél- unum voru, hefðu farizt. Far- þegaflugvélin var á leið frá Sao Paulo til Rio de Janeiro. 40 farast í flóðum í Túnis Túnis, 26. nóv. — AP. AÐ MINNSTA kosti fjörutíu manns hafa látið lifið í dag og hundruð munna særzt meira eða minna vegna gífurlegra vatna- vaxta í Túnis. Rigningar hafa verið geysi- miklar undanfarna daga í vinj- unum Nefta og Tozeur. Hafa hin frumstæðu sandsteinshús íbú- anna hrunið svo hundruðum skiptir og þúsundir manna orð- ið heimilislausir. Talsmaður innanríkisráðuneyt- isins í Túnis sagði í dag, að 40% hiúsa í Tozeur og 60% í Nefta væru eyðilögð. Mann- tjón varð mest í hafn- arborginni Gabes við samnefnd- an flóa. 29 eða 30 Einkaskeyti til Mbl. frá Færeyjum, 26. nóv. HANUS á Högadalsá, form. Þjóðveldisflokksins í Færeyj- um hefur stefnt landsstjórn- inni fyrir ranga útreikninga á aukaþingsætum á lögþingi Færeyja, við kosningarn:.r 8. nóv. sl. Hanus á Högadalsá heldur því fram, að samkvæmt hans útreikningi og skilningi á lög um eigi tala þingmanna að vera 30; 20 kjördæmakjörnir og 10 uppbótarþingmenn. Landstjórnin hafi á hinn bóg- inn reiknað út, að þeir skyldu vera 20, 20 kjördæmakjörnir og 9 uppbótarþingmenn. Komi Hanus fram vilja sínum í þessu máli fær þjóðveldisflokkurinn þingmanninn, sem á vantar og hefur þá sjö þingmenn á lögþinginu í stað 6, eins og landstjórnin hafði reiknað honum. Iran, 26. nóvember — AP. • Forsætisráðherra Ítalíu, Am- intore Fanfani, hefur í dag þegið boð um að koma í opinbera heimsókn til Irans. Ekki er víst, hvenær af ferð hans verður. Stórsigur Strauss í kosningum í Bayern Bonn, 26. nóvember. — (AP-NTB-Reuter) — I KOSNINGUNUM sem fram fóru í Bayem í gær, urðu úr- slitin þau, að flokkur Franz Josef Strauss, landvarnaráð- herra, Kristilegi sósíalista- flokkurinn, sem er deild Kristilega demókrataflokks- ins, vann sjö ný þingsæti. — Hefur flokkurinn náð meiri- hluta þingsæta á fylkisþing- inu í Bayern, eða 108 sætum af 204. Frjálsir demókratar misstu fjögur þingsæti, höfðu 13 en fengu nú 9. í kvöld ræddust þeir við í Bonn, Adenauer, kanzlari og Franz Josef Strauss, en ekki hafa borizt fregnir af viðræð- um þeirra. Er aðstaða Strauss nú sterkari en nokkru sinni fyrr og þykir líklegt, að inn- an skamms verði bundinn endir á stjórnarkreppuna í Þýzkalandi. Úrslit kosninganna komu mjög á óvart. Leiðtogar Frjálsra demó krata í Bayern höfðu krafizt þess, að Strauss segði af sér fyr- ir kosningarnar, en þeirri kröfu var ekki sinnt. Búizt var við miklum ósigri Strauss og jafn- vel talið, að ferill hans í stjórn- málum Vestur-Þýzkalands væri nú brátt á enda. Strauss var ekki sjálfui; í framboði, en hann er leiðtogi flokksins og þykja úr- slitin því sérlegur persónulegur sigur fyrir hann, ekki sízt vegna þess, sem á undan er gengið. í nótt yfirgáfu lögreglumenn ritstj órnarskrifstofur tímaritsins „Der Spiegel" og var því lýst yfir, að rannsókn þar væri nú lokið. Hefur hún staðið yfir í 30 daga. Útgefandinn, Rudolf Augstein og þrír þekktustu blaðamenn tímaritsins eru enn í fangelsi grunaðir um landráð. Nýju Delhi, 26. nóv. — AP-NTB-Reuter. INDVERSKA stjórnin endurtók í dag kröfur sínar um, að Pek- ingstjórnin flytji hermenn sína aftur til þeirra stöðva, er þeir höfðu fyrir 8. september sl. Segir stjórnin kröfu sína algera for- sendu þess, að samningaviðræð- ur geti farið fram um friðsam- lega lausn landamæra deilunnar. Talsmaður indverska utanríkis ráðuneytisins sagði við frétta- menn í dag, að stjórnin teldi sig ekki geta fallið frá þessari grund vallarkröfu. Kínverjar hefðu nú þegar í Ladakh-héraði einu, fimm þúsund ferkílómetrum meira land en þeir hefðu haft fyrir 8. september. Og hann bætti við: „Óski Kínverjar að vera ennþá sáttfúsari og flytja heri sína til þeirra stöðva, er þeir höfðu 7. nóvember 1959, þá mega þeir það gjarnan." Talsmaðurinn sagði, að stjórn sín hefði enn ekki fengið svar Kínverja við þeim tilmælum, að þeir gefi ítarlegri upplýsingar um viss atriði í tillögunum, áður en Indverjar svari þeim. Á hinn bóginn hefur fréttaritari Reuters það eftir áreiðanlegum heimild- um í Nýju Delhi, að sendifull- trúi Indlands í Peking hafi ver-. ið kallaður á fund utanrikisráðu neytisins þar í gærkveldi o@ fengið svar Pekingstjórnarinnar. Talsmaður í Nýju Delhi sagði einnig í dag, að engin ný tíðindi bærust frá vígstöðvunum. Ind- verskum hermönnum hefur ver- ið skipað að skjóta ekki að fyrra bragði. Sendinefndir Bandarikj- anna og Bretlands, sem fóru í könnunarferð til Assam-stéttunn- ar voru væntanlegar aftur til Nýju Dehili í kvöld. • Hvetja til úrsagnar úr SEATO. Fregnir frá Rawalpindi í Pak- istan herma að sex þingraenn Framhald á bls. 2. Ekki kunnugt um tjón af Postafene hér Skeyti til landlæknis komið frd Danmörku j — beðið gagna fra Svíþjdð MBL. átti í gær tal við land- lækni, dr. Sigurð Sigurðsson vegna fregna, sem borizt hafa um lyfin Postafene og Prelu- din. Landlæknir sagði að hann hefði þegar símað út eftir greinargerð og gögnum um málið frá sænsku heilbrigðis- yfirvöldunum og væri þeirra von þá og þegar. Ekki sagði landlæknir að fylgzt hefði verið með innflutningi Posta- fenes hingað fremur en öðrum lyfjum, sem óskaðleg hefðu þótt. Kvaðst landlæknir vilja undirstrika að ekki væri kunn ugt um að neitt tjón hefði orðið hér í sambandi við neyzlu þessa lyfs. Þá lét landlæknir Mhl. I té eftirfarandi yfirlýsingu: „Mér hefur borizt skeyti frá Danmörku, þar sem greint er frá því að heilbrigðisyfirvöld þar muni leggja til að lausa- sala á Postafene verði stöðvuð og hrýnt muni verða fyrir læknum að gæta mikillar var- úðar i útlátum lyfja til barns- hafandi kvenna. Upplýsingar frá öðrum Norðurlöndum hafa enn eigi borizt. Tekið skal fram að Postafene og lyf með svipaðar verkanir, hafa ein- göngu verið látin út gegn lyf- seðli hér á landi“. SJÁ FRÉTT Á BLS. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.