Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 3
iÞriðjudágur 27. nðvember 1962 MORClNBLAÐIÐ 3 • STRANDIÐ. UM kl. 5. e.h. síðastliðinn laugardag var hringt á skrif- stofu hafnsögumanna og til- kynnt, að skip væri strandað skammt utan við Ánanaust, nánar tiltekið á grandanum út í Hólma. Reyndist þetta vera danska skipið Hans Boye, sem Hafskip h.f. hefur á leigu. Hans Boye er 168 nettó rúmilestir, en getur lest- að rúmlega 300 tonn. Hafnsögumenn brugðu skjótt Hans Boye á strandstaðnum. við vegna yfirvofandi óveðurs, og skyldi skipið láta úr höfn án tafar. Fékjk skipstjórinn þá Hallfreð Guðmundsson, hafnsögumann frá Akranesi, til þess að sigla skipimu til Reykjavikur. Hafi skipstjór- inn ekki vitað fyrr til en skip hans var strandað um kl. 17.10.. Hallfreður kvaðst hafa gef ið skipverja þeim, er við stýr- ið var, stefnuna frá Akranes- bauju til Reykjavíkur. Skyggni hafði verið slaemt, en ekki þó svo, að það gæti verið orsök strandsins, að sögn Hallfreðar. Uggði hann ekki að sér fyrr en Hans Roye var kominn upp undir Ána- naust og stefndi á Grandann. Var þá vélin sett á fulla ferð aftur á og tókst að stöðva það. Var nú reynt að snúa skipinu, með því að taka það aftur og bak og áfram til skiptis, en er það hafði verið gert um hríð renndi það á grunn og varð eigi bifað eftir það. Skip stjórann kvaðst Hallfreður ekki hafa séð uppi við á leið- við, og fór Magnús Runólfs- son, hafnsögumaður, þegar af stað á lóðsbátnum Haka með Ó'laf Jóhannesson, vélstjóra, sér til aðstoðar. Er á strand- staðinn kom, voru gerðar nokkrar tilraunir til þess að draga Hans Boye á flot, en dráttartaugin slitnaði. Fór Magnús þá um borð í skipið og komst þangað með naum- indum, sakir erfiðra að- stæðna. Ólafur sigldi Haka aftur inn á höfnina. Er Magnús kom um borð, voru aðeins 2 klst. liðnar af aðfal’li, og var því ekki annað að gera en bíða flóðs. Reyndi hann hvað eftir annað að ná sambandi við land með talstöð inni, en árangui-slaust, senni- lega vegna þess að drepið hafði verið á ljósavélinni. Magnús hafði látið stöðva vélina, enda var skipið nsest- um á þurru, Er ijóst var, að saimbands- laust var við skipið, fór Páil Björnsson, hafnsögumaður, út að því á lóðsbátnum Nóra. Komst hann í kallfæri við Magnús, sem sagði að þýðing arlaust væri að reyna frekari björgunartilraunir fyrr en um miðnættið, er nær drægi flóði Sigldi Nóri því aftur til hafn- ar. Á meðan á þessu stóð háfði Slysavarnafélagið haft mikinn viðbúnað, ef bjarga þyrfti mönnunum í land ai skipinu. Höfðu menn úr slysavarna- deiíldinni Ingólfi stillt upp línubyssu í fjörunni og réri formaður deildarinnar, Bald- ur Jónsson, við annan mann út að skipinu á smábáti, en Magnús kvaðst ekki þurfa slíkrair hjálpair við, þar sem hann vonaðist til að ná skip- inu á flot um nóttina. Magnús stenður á brú Hans Boye, sem lagzt hefur utan á Goðafoss eftir björgunina og ræðir við Rögnvald vaktmann á Goðafossi yfir borðstokkinn. Henry Hálfdánarson hefur línubyssuna til taks í landi. Um eittleytið var svo tekið til við björgunina að nýju. Haki kippti í, og vélar Hans Boye voru settar á fulla ferð aftur á. Slitnaði dráttartaugin tvisvar sinnum, en þá tók Páill, hafnsögumaður, úr pússi sínu nælonkaðal, sem dugði og flaut nú skipið. Með Páli á Haika var Valtýr Guðmunds- son, vélstjóri. Magnús Runólfsson sigldi nú Hans Boye út milli boð- anna og inn á Reykjavíkur- höfn. Var það um kl. 4, að lagzt var að bryggju. • SJÓPRÓF. Sjópróf hófust strax í gær- morgun. f skýrslu skipstjór- ans, Egons Hansen, segir að Hans Boye hafi verið að losa kol á Akranesi á laugardag. Um kl. 2 kom skipun frá hafnarstjóranum, að þegar yrði að hætta uppskipun, Castro fellst á eftirlit - ef STAKSTEII\IAR Niðurlæging ASÍ Launþegar lita að vonum á- hyggjufullum augum á þá nið- urlægingu, sem Alþýðusamband íslands er komið í fyrir tilverkn- að þeirra manna, sem hagnýta vilja launþegasamtökin í póli- tískum tilgangi og til persónu- legrar upphefðar. Þeir hafa orð- ið þess valdandi, að engin lög-' mæt stjórn er lengur í Alþýðu- sambandinu, ályktanir Alþýðu- sambandsþings einskis virtar og samtökin í raun réttri algjör- lega gagnslaus - launþegum, á meðan ekki er komin þar lög- mæt stjórn og virðing Alþýðu- sambandsins endurreist. Menn þeir, sem ábyrgðina bera á þess- ari niðurlægingu Alþýðusam- bandsins vissu hvað þeir voru að gera, en þeir viidu heldur eyðileggja heildarsamtök laun- þega en eiga það á hættu, að þar kæmust til valda menn, sem vildu láta hagsmunamál launþega sitja í fyrirrúmi ©g haga störfum Alþýðusambands- ins á svipaðan veg og gert er í nágrannalöndunum, þar sem heildarsamtök launþega gæta hagsmuna þeirra, en forðast að láta pólitíska öfgamenn hagnýta samtökin í sína þágu. inni. Hallfreður sagðist halda, að tekizt hefði að ná skipinu út án hjálpar á háflóði. Magnús Runólfsson bar það hins vegar fyxir rétti, að hann teldi ólíklegt, að hæigt hefði verið að ná skipinu út á eigin vélarafli. Einnig kvað hann hafnsöiguimenn hafa lagt sig og báta sína í hættu við björg un þessa, enda væri strand- staðurinn úr allri siglinga- leið og ferðir til og frá hon- um hættulegar smiáum skip- um sem stórum. Hefði meira að segja þurft talsverða að- gæzlu, er róðrarbátar héldu þarna út og inn áður fyrr. Mtol. hafði tal af skipstjóra Hans Boye, Egon Hansen. Kvaðst hann hafa fengið hafn sögumann til þess að sigla skipinu til Reykjavíkur og sagðist lýsa ábyrgðinni á hendur honum. Hlutverk einstakra verkalýðsfélaga Benedikt Gröndal, ritstjóri AI- þýðublaðsins, skrifar um helgina um óstjómina í ASÍ. Hann segir meðal annars: „Nu eru það einstök verka- lýðsfélög, sem hafa forystuna og ráða málum, ekki Alþýðusam- bandið. Þegar ólafur Thors, for- sætisráðherra, þarf að kanna viðhorf verkalýðsfélaganna fyr- ir hönd ríkisstjórnarinnar, dett- ur honum ekki í hug að tala við Alþýðusambandið, heldur kallar hann t. d. á Eðvarð Sigurðsson til að heyra hvað Dagsbrún seg- ir eða Jón Sigurðsson um af- stöðu sjómanna o. s. frv. Það er augljóst mál, að Al- þýðusambandið hefur ekki getað mótað heildarstefnu fyrir laun- þega og af þeim sökum hefur kaupgjaldsþróunin vafalaust orð ið óhagstæðari en ella. Opinberir starfsmenn hafa til dæmis byrj- að eftir að þeir fengu samnings- rétt á því að móta heildarstefnu um launahlutfall og annað fyrir öll samtökin og eru fyrir bragð- ið mun sterkari í sínum málum. Hinsvegar verður að viður- kenna, að verkalýðsfélögin leika meira og minna lausum hala og reyna hvert að hagnýta baráttu annars fyrir sig. Þannig ríða fá- Itækustu verkamennimir oft á vaðið, en önnur félög njóta góðs af nýrri baráttu þeirra og bera venjulega meira úr býtum“. þjdlfunarstöðvar kúbanskra flóttamanna verða lagðar niður undir eftirliti SÞ og Guantanamo flotastöðin rýmd Havana, New York, Was- hington, 26. nóv. NTB-Reuter-AP. • STJÓRN Fidels Castro á Kúbu hefur tilkynnt, að hún sé fús til að fallast á eftirlit með vopnaflutningum frá Kúbu í landinu sjálfu, svo fremi sem lagðar verði niður undir eftir- liti Sameinuðu þjóðanna þjálf- unarstöðvar kúbanskra flótta- manna í Bandaríkjunum, Puerto Ricoos við Panama&kurðinn, - svo og, að Randaríkjamenn rými Guantanamo flotastöðina á Kúbu. • Amastas Mikojan kom síð- degis í dag til New York frá Kúbu. Var hann boðinn til kvöldverðar hjá U Thant, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna ásamt þeim Adlai Steven- son, fastafulltrúa Bandaríkjanna hjá S.Þ. John McCloy og Char- les Yoest. Og haft er eftir áreið- anlegum heimildum, að Kennedy forseti muni eiga viðræður við Mikoyan, áður en hann heldur heimleiðis. áagt er að Anatoli Dobrynin, sendiherra Sovétríkjanna í Was- hington, hafi talað uim það við Kennedy forseta, að Mikojan heimsæki hann á þriðjudag eða miðvikudag. Herma sömu heim- ildir, að Mikojan óski að skýra Kennedy persónulega frá við- ræðum sínum við Fidel Castro. Mikojan hefur dvalizt á Kúbu s.l. þrjár vikur. í gærkveldi flutti hann sjónvarpsræðu í Havana og lýsti þar stuðningi Rússa við Kúbustjórn. Tók hann undir kröf ur Fidels Castros um að Guant- anamo flotastöðin verði tafar- laust rýmd. • SVAR VIÐ UMMÆLUM KENNEDYS. Framangreid skilyrði Fid-els Castros um, að lagðar verði nið- ur þjálfunarstöðvar fyrir kú- banska flóttamenn, er liður í yfirlýsingu, sem birt var opin- berlega í morgun. Er yfirlýsing- in í fimm aðalliðum og alilöng, tíu síður. Hún er undirrituð af Castro og Osvaldo Dorticos, for- seta Kúbu. Segir þar, að þetta séu endanlegar tillögur Kúbu- stjórnar til lausnar yfirstandandi deilu. Yfirlýsing' þessi er talin svar við ummælum Kennedys forseta á fundi með fréttamönnum í síð- ust- viku. Segir m.a. í yfirlýs- ingunni, að ummæli Kennedys þess efnis, að Bandaríkjastjórn muni ekki láta af stjórnmála- legum og efnahagslegum aðgerð um til þess að reyna að hindra útbreiðslu kommúnismans frá Framhald á bls. 23 Úgæfa launþega Það er vissulega mikil ógæfa fyrir launþega á fslandi, að til forystu í heildarsamtökum þeirra skyldu veljast þeir menn, sem raun varð á. Hannibal Valdi- marssyni og félögum hans hefur gersamlega mistekizt að halda þannig á málum ASf, að það gæti orðið launþegum til hags- bóta. Þess vegna er það rétt, sem Benedikt Gröndal segir, að Alþýðusambandið hefur verið máttvana undanfarin ár, en einkum er þó niðurlæging þess algjör eftir þing það, sem háð hefur verið. Nú er ekki um ann- að gera fyrir launþega en herða baráttuna til þess að endur- heimta þessi samtök og hefja þau á ný til vegs og virðingar, þar sem þeim verði stjórnað með hag launþega fyrir augum og pólitískum ævintýramönnum varpað fyrir róða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.