Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 22
22 MORGVTSBIAÐ1B ÞriSjudagur 27. nóvember 1962 Fram jafnaöi 6 marka forskot í 15:15 FH-IIðinu tókst ekki að skora síðustu 20 mín. leiksins Spenrtandi leikur að Hálogalandi FRAM og FH mættust í hörkukappleik á sunnudaginn og var það xnegin íþróttaviðburður helgarinnar. Innanhússmeistarar Fram og utanhússmeistarar FH ( margra ára innanhússmeistarar) skildu jöfn eftir klukkustundar baráttu 15 mörk gegn 15. Og þessi bar- átta meistaranna var litbrigðarík — stundum léleg, stundum mjög góð, yfirleitt alltaf spennandi, en þó aldrei eins og í lok leiksins. Er um 20 mín voru til leiks- loka, höfðu FH-ingar náð mjög góðri forystu 15 mörk gegn 0. En eftir þetta tókst FH ekki að skora en Framarar söxuðu á forskot Hafnfirðinga og tókst á síðustu sekúnðum leiksins að jafna leikinn 15—15. Húsfyliir áhorfenda var að þessari har- áttu enda var enginn svikinn af heimsókn í Hálogaland þessa stund. ★ Gangur leiksins Um leikinn í heild mætti segja að úrslitin hafi verið réttlát. FH hafði allan tímann forystu (8—7 í hálfleik). Framan af voru leik- menn Hafnfirðinga all grófir. Ein ar, örn og Pétur fengu áminningu á fyrstu mínútum leiksins fyrir slæman leik. En FH náði frum- kvæðinu. Pétur Ant. byrjaði að skora, Sig. Einarsson jafnaði, Ragnar Jónsson og Pétur náðu forskoti FH 3—1, Tómas Tómas- son minnkaði bilið í 3—2 og Birg- ir Björns. jók það aftur í 4—2. Guðjón Jónsson minnkaði í 4—3 en Birgir jók í 5—3. KSÍ jbén- oð/ vel Á ÞINGI KSÍ kom fram að hagur sambandsins er mjög góður eftir árið. Hagnaður af tveimur landsleikjum nam samtals tæpum 160 þúsundum kr. Var það af keppninni við írland hér í Rvík og í Dublin samtals 118 þús. kr. og af keppni við Norðmenn rúmar 39 þús. kr. Þrátt fyrir þetta greiddi Knattspyrnusambandið sam tals um 150 þús. kr. í vallar- leigu fyrir 3 landsleiki (Færeyjar að auki). Hagur KSÍ stendur með miklum blóma. Gjaldkeri sambandsins er Ragnar Lár- usson. Þá fékk Fram víti en Ingólfur skaut í stöng og aftur skömmu síðar skaut Ing. í stöng yfir vörn. Guðjón minnkaði bilið í 5—4 en FH (Auðunn) jók aftur í 6—4 og litlu síðar skoraði Kristján Stefánsson glæsilegt mark 7—4 fyrir FH. Guðjón minnkaði í 7—5 eftir hratt og gott spil Fram. Og þá fékk Fram aftur víti en Ingólfi mistókst að skora. Pét- ur Ant. jók svo litlu síðar í 8—5, 'en Fram hafði síðasta orðið í hálf leiknum. Ágúst Þór og Sig. Ein. skoruðu tvö síðustu mörkin og hálfleik 8—7 fyrir FH. ★ Yfirburðir FH í byrjun síðari hálfleiks náði FH algerum tökum á leiknum — og jafnvel heppnin fylgdi þeim í því. Pétur Ant. skoraði fyrsta markið en Erlingur svaraði fyrir Fram. Síðan komu mörkin eins og á færibandi hjá FH en Fram fékk ekki svarað. Páll Eiríksson og Ragnar Jóns. skorðu tvö mörk hvor, örn og Einar sitt hvort og staðan var komin4 15—9 fyrir FH og 19 mín til leiksloka. Leikurinn virtist algerlega unninn. Fram hafði smám saman bugast og FH náði tökunum. En þá sýndi Fram sitt.rétta andlit — andlitið sem þeir heilluðu Árósarbúa með á dög- unum. Það hófst barátta — og heppnin snerist líka á sveif með þeim. Ágúst skorar, síð- an Ingólfur, þá Sig. Einarsson. Staðan er 15—12. Pétri er vís- áð af velli fyrir endurtekin gróf brot. Meðan hann er frá skorar Guðjón og stuttu síðar Ingólfur. Staðan er 15—14 og mínúta eftir. Á síðustu sek- úndum eru FH-menn sekir að grófu broti við mann á línu og dæmt er vítakast. Guðjón skoraði úr því örugglega und- ir spennu æpandi áhorfenda og líðandi síðustu sekúndurnar 15—15 var staðreynd klukku- stundar baráttu. ★ Of lítill völlur Leikurinn var mjög sveiflótt- ur eins og frásögnin sýnir. Hvorugt liðið hefur þá yfir- burði yfir hitt að það eigi að geta skorað 6 mörk í röð En lítill Guðjón jafnar fyrir Fram úr vítakasti á síðustu sek. Áður. hafði Hjalti varið 3 vítaköst. völlur gerir sitt til að lið fá*ekki notið sín. Og mikið væri gaman að sjá þessi tvö okkar beztu lið á stóru salargólfi. Mér finnst FH græða meira á litlum sal. Stærri leikmenn, frek ari og ágengari samfara meiri krafti gera sitt til þess. Allt þetta setur meiri „smásalar“-svip á leik FH en Fram. Fram-liðið náði hins vegar oftar beittara spili framan við vörn, spili sem meira ógnaði og opnaði fyrir línuspili. Það er list handknattleiksins og án kunnáttu í slíku verðum við alltaf taldir frumstæðir hand- knattleiksmenn, hversu langt sem landslið okkar nær. Úrslitin eða mörkin eru að vísu aðalatriðið í hverjum leik en kunnátta í spili setur þó alltaf svip sinn á hvert lið. Fram átti allt of lélega kafla í þessum leik, ekki sízt í vítaköst- unum, sem mistókust 4 af 6. Slíkt er afar lélegt. Liðið veiktist líka af því að Hilmar skyldi ekki vera með en hann er einkum traustur í vörn. En liðsmenn allir áttu góða spretti, en undirritaður er þó á því að þeir geti ekki sýnt fyllilegan styrk sinn fyrr en á Framh. á bls. 23. ísland á Olympíuleika í Tokio í knattspyrnu ÁRSÞING KSÍ var sett á laugar- daginn kl. 2 e.h. og þinginu lauk I fyrrakvöld. Þingið sóttu fuil- trúar frá öllum aðildarfélögum KSÍ utan tveimur og fóru þeir með 73 atkvæði. Hefur aldrei verið jafn vel mætt á þingi KSÍ. Björgvin Schram setti þingið með stuttri ræðu þar sem hann sérstaklega bauð velkominn Gísla Halldórsson forseta ÍSÍ sem nú mætti í fyrsta sinn á þingi KSÍ sem slíkur. Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ kvaddi sér hljóðs meðan kjör- bréfanefnd starfaði og flutti kveðjur ÍSÍ. Hann afhenti Björg- vin Schram gullmerki ÍSÍ sem framkvæmdastjórnin hafði sam- þykkt að veita honum í þakklæt- isskyni fyrir hjartnær 40 ára starf í þágu knattspyrnu og íþrótta yfirleitt. Á þinginu var samþykkt m. a. að tak- þátt í Olympíleikunum 1964 og mæti ísland þar fyrst í forkeppni sem bundin er við landssvæði. Ekki er vitað fyrr en eftir áramót að þátttökufresti lýkur við hverja íslendingar leika. Samþykkt var að vísa til stjórn ar athugun á reglum um lands- liðsnefnd og landsliðsleikmenn. Fyrir þinginu lágu tillögur um breytingar á mótareglum. Tveir liðir þeirra sem aðkall- andi voru vegna móta næsta vors voru samþykktir en hinum öllum vísað til milliþinganefndar sem skipuð var Axel Einarssyni, Sig- urgeir Guðmannssyni og Sæ- mundi Gíslasyni. Sama nefnd á að fjalla um tillögur um breyt- ingar á stjórnarkjöri KSÍ. f stjórn fyrir næsta ár voru kjörnir Björgvin Schram form. til eins árs en í stjórn til tveggja ára Axel Einarsson, Sveinn Zoega og Ragnar Lárusson, allir endurkjörnir. Fyrir voru í stjórn Guðm. Sveinbjörnsson, Jón Magn ússon og Ingvar N. Pálsson. f þinglok var sýnd fróðleg knattspyrnukvikmynd frá Brasi- líu, Ítalíu og víðar, lærdómsrík mjög enda mátti þar sjá ýmsar af frægustu knattspyrnustjörnum heims. Ingi og Bogi kjörnir formenn AUK ársþings KSf sem get ið er um hér á síðunni voru haldin um helgina ársþing Frjálsíþróttasambandsins og Körfuknattleikssambands- ins. Ekki er unnt að geta samþykkta þinganna allra nú, en formaður Frjáls- íþróttasambandsins fyrir næsta ár var kjörinn Ingi Þorsteinsson sem verið hef- ur varaformaður samhands- ins. Lárus Halldórsson á Brú arlandi sem gegndi for- mannsstörfum baðst undan endurkjöri. Aðrir í stjórn voru endurkosnir. I Körfuknattleikssam- bandinu var Bogi Þorsteins- son flugumferðarstjóri á Keflavíkurflugvelli endur- kjörinn formaður svo og aðrir stjórnarmenn. Nánar verður sagt frá þingum þessara sambanda síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.