Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.11.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 27. nóvember 1962 MORGl’ ISBLAÐIÐ 5 Verkamenn óskast til innivinnu í vetur, eða skemmri tíma. Uppl. í síma 17866. Keflavík Höfum opnað aftur. — Opið alla daga frá kl. 1 e.h. til kl. 11.30. Tóbaksbúðin Aðalgötu 4. — Sími 1103. 2—4 herbergja íbúð óskast til leigu um 3 mán- aða tíma. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 15027. Bílskúrseigendur Drýgið tekjur yðar. Oss vantar skúr á hitav.svæði frá 9 f.h. til 9 e.h. Þér hafið hann til afnota um nætur. Sími 18072. Stúlka eða kona óskast til að gæta 3ja ára telpu kl. 8.30—17.30. Sími 33030 eftir kl. 6. Þvottavél Thor pvottavél til sýnis og sölu í „Nýmörk“ Skóla- stræti 1 B. IMý 4 herbergja íbúðarhæð Nu vakna eg alhress í ilmandi lund, sem ómar af vorfugla kliði. Hér fékk eg að sofna þeim hlíðasta blund við blæinn, sem þaut upp í viði. Þar undir mér breiddist hin iðgræna jörð. en yfir guðs blásalur heiði. og hádegissólin mér halda nam vörð, er hvíldi eg undir skyggjandi meiði. Svo fjær var mér heimur með sorgum og synd, er svaf eg á forsælu beði. Mig hræddust ei fuglar né fagureyg hind f friðarins sakleysi og gleði. UPPl glaður nú rís eg af grösugum blett og geng meðan endist mér dagur. Minn hugur er kátur og hjartað er létt, og heimurinn víður og fagur. Steingrímur Thorsteinsson: Skógarhvíldin. FL.ESTIR hafa sjálfs-agt tekið eftir þeirri áráttu fjölmargra manna að þurfa að vita alla skapaða hluti. Margir þeirra eru auk þess þannig gerðir, að þeim nægir ekki að þeim sé sagt eitthvað, heldur verða þeir að sannfæra sig um það af eigin raun. Nú væri gaman að vita hvot einhver hefði tekið sér fyrir hendur að ganga um göt- ur Reykjavíkur og telja alla ljósastaura sem á vegi þeirra varð. Ef þeim hefur þótt of mikið í róðizt, getum við sam kvæmt nýútkominni árs- skýrslu Rafmagnsveitu Reykja víkur veitt þær upplýsingar, að ljósastaurar innan lögsagn- arumdæmis Reykjavíkur eru 5073 í árslok 1961. Margar aðrar skemmtilegar upplýsingar er að finna í þessari skýrs-lu: ★ Heimtaugar eru 11.235. ★ 29 km. af streng voru grafnir í jörð á síðasta ári og jarðstrengir ails 347 km á lengd. ★ Notendur greiddu 220.642 reikninga og kvittanir á innheimtuskrifstofu Raf- magnsveitunnar, •k Af 5055 notunarmælum sem eru í notkun reyndust 124 þeirra skakkir eða um 2,5% (en aðeins 11 snuðuðu notandann), ★ lafmagnsveitan skipti * um 11.562 perur á síðasta ári, eða 1.86 pera á hvert ljósa- stæði. ★ Sogsvirkjanirnar stöðvuð ' ust alls vegna truflana á síð- asta ári 217 mínútur eða rúm ar 3% klst. SVONA mynd hafa íslenzk blöð ekki ennþá orðið að birta af árekstri hér heima, og vonandi kemur ekki til þess. Áreksturinn, sem þessi mynd sýnir, varð í Suður-Sví þjóð um miðja síðustu viku. Fimm ungir galgopar, sem voru í öðrum bílnum, sex til sjö ára gömlum sportbíl dóu og sömuleiðis farþeginn í Mercedes-Benz bifreiðinni. Ökumaðurinn hennar slasað- ist mjög alvarlega. Myndin var tekin skömmu eftir áreksturinn, og sýnir greinilega hvernig brakið úr sportbílnum er dreift um alla götuna. Hver vildi hafa verið farþegi í honum? Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í Laugarneskirkju af séra Garðari Svavarssyni ung frú Anna Sigurðardóttir, Kambs- vegi 34 og Erling Kristjánsson, loftskeytamaður, Ásgarði 75. Ennfremur ungfrú Guðrún Helga Hauksdóttir, hárgreiðsludama, og Jóhann Örn Guðmundsson, teng- ingamaður. Heimili þeirra verð- ur í Akurgerði 11. Síðastliðinn þriðjudag gaf séra Bjarni Jónsson, vígslubisk- up, saman í hjónaband Guðrúnu Svavarsdóttur (Guðmundssonar, fyrrv. bankastjóra á Akureyri) og Magnús Jónsson, óperusöngv- ari. Brúðhjónin verða búsett að Havnegade 13B í Kaupmanna- höfn. (Tilkynning þessi misrit- aðist í blaðinu sl. laugardag.) í gær voru gefin saman í I hjónaband í Dómkirkjunni af l séra Óskari J. Þorlákssyni, ing- frú Ásdís Alexandersdóttir flug- þerna hjá Loftleiðum og Hauk- ur Ragnarsson tilraunastjóri hjá Skógrækt ríkisins. Brúðhjónin fóru að lokinni vígslu flugleiðis til London og Amsterdam, en heimil-i þeirra verður að Tómas- arhaga 42, Reykjavík. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Hrafnhildur Sig- urbergsdóttir, Efstasundi 5, og Steinn Lárusson, Barmahlíð 30, Morgunblaðið tekur á móti gjöf- um til Alsirsöfn- unar RauÖa krossins — Ég hef áhyggjur út af kon- unni minni. Hún fór regnhlífar- laus út, og núna er komin helli- rigning. — Þú þarft engar áhyggjur að hafa hennar vegna. Hún fer bara inn í einhverja búðina og bíður af sér skúrina. — Ég veit það, það er ein- mitt það sem ég er hræddur um. Leiðrétting við grein um Valtý Pétursson í greininni, sem birtist í sunnu- dagsblaðinu um sýningu Valtýs Pét— urssonar, voru nokkrar meinlegar prentvil-lur. í staðinn fyrir „helst fyrir ferðamikil völundarhús" átti að standa helsti fyrirferðamikil völundarhús. Kenjamyndir átti að vera: kynja- myndir. Loks er síðasta málsgreinin rétt þannig: Okkar rómantíkusar eru ekki af þessum síðastnefnda flokki — ekki fremur en Pollock eða Tobey, Riopelle eða Trotzig. Hamingjunni sé lof. Raunar hef ég aldrei óttast um þá, af því að mér er fullljóst, að málaralistin sjálf er þeim óendanlega mikils virði. 732 — Verið þér nú ekki reiður. Þetta er í fyrsta skipti sem hann hefur getað hitt. Tekið á móti tilkynningum trá kl. 10 12 t.h. um 100 ferm. Sérlega huggulega innréttuð, mikið með harðviði, í steinhúsi rétt við Hafnarfjarðarveg í Kópavogskaupstað til sölu. Tilbúin til íbúðar næstu daga. Nýja fasteignasalan Laugavegi 12 — Sími 24300. og kl. 7,30—8,30 e. h. sími 18546. AÐALFUNDUR Húsmæðrafélags Reykjavíkur verður haldinn mið- vikudaginn 28. þ.m. kl. 8,30 að Café Höll, uppi. Venjuleg aðalfundarstörf. Ferðasaga frá Italíu. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin. Gamlir Reykhyltingar Farin verður skemmtiferð að Reykholti þann 1. des. á hina árlegu árshátíð skólans. Farið verður frá BSÍ kl. 2 s.d. laugardaginn 1. desember. — Þátttaka vinsamlegast tilkynnist fyrir miðvikudag í síma 19432. Skemmtinefndin. PHILCO A SUBSIDIARY OF Þvottavélar Margar stærðir og gerðir. Verð frá kr. 8.800,00. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Gerið svo vel að líta inn. Útsölustaðir: . JOHNSON & KAABER há Sætúni 8. — Sími 24000. Hafnarstræti 1. — Sími 20455.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.